Færslur: 2019 Mars

18.03.2019 15:04

Löndun úr Blæng NK 125

           1345 Blængur NK 125 Landar góðum túr mynd þorgeirBaldurson  

17.03.2019 22:11

SÆBORG Ea158

                           6716 Sæborg EA 158 Mynd þorgeir Baldursson 2007

17.03.2019 21:58

Trillukallar i Bótinni

                 Stebbi Gústi Elli og Gretar  mynd þorgeir Baldursson 2007

17.03.2019 17:48

Menningarhúsið Hof og Eyrin og Eyborgin

           Menningarhúsið Hof og Eyrin mynd þorgeir Baldursson 16 mars 2019

17.03.2019 16:50

Húnakaffi 16 mars

      Nokkrir snillingar mættir i Húnakaffið sl Laugardag 16 mars mynd  þorgeir 

17.03.2019 10:38

Nesfiskur i Garðinum kaupir tvö skip að austan

                   2449 Steinunn SF10 mynd þorgeir Baldursson 

                     2403 Hvanney SF 51 mynd þorgeir Baldursson 

Nesfiskur hf. í Garði hefur gert kauptilboð í tvö skip í eigu Skinneyjar-Þinganess

á Hornafirði. Um er að ræða skipin Hvanney SF og Steinunni SF en bæði eru um 29 metrar á lengd og smíðuð í Kína árið 2001.

Kauptilboðið miðast við að skipin verði seld án aflahlut- deildar eða annarra aflaheimilda. Aflahlutdeildir skipanna verða fluttar til annarra skipa Skinneyjar-Þinganess. Sveitar- félaginu var boðið að neyta forkaupsréttar á skipunum.

Bæjarráð Hornafjarðar gerir ekki athugasemd við að skipin verði seld. Sveitarfélagið mun ekki nýta forkaupsréttar á þeim.

Ný skip á leiðinni

Skinney-Þinganes undirritaði samning um smíði á tveimur nýjum togskipum í desember 2017.

Koma þau í stað Hvanneyjar SF og Steinunnar SF. Áætlað var að smíði hvors skips tæki 14 mánuði og er gert ráð fyrir að skipin verði afhent í október og nóvember 2019. Skipin eru smíðuð af VARD í Noregi en fyrirkomulag og val á búnaði er unnið í samstarfi við útgerðirn- ar. Skipin verða 28,95 metar að lengd og 12 metrar að breidd. Í

skipunum verða tvær aðalvélar með tveimur skrúfum. Ný kyn- slóð rafmagnsspila verða í skip- unum frá Seaonics.

Þessi nýju systurskip verða vel búin í alla staði og í þeim verða íbúðir fyrir 13 manns.

Þau munu taka um 80 tonn af ísuð- um fiski í lest.

Heimild Fiskifrettir 

Myndir Þorgeir Baldursson  

17.03.2019 09:52

Stormur HF 294 Seldur til Canada

                   Stormur HF 294 Mynd Tryggvi Sigurðsson 2017

Samist hefur um kaup kanadísks útgerðarfélags á línu- og netaskipinu Stormi HF af Stormi Seafood í Hafnarfirði. Kaupverðið er 140 milljónir evra, um 1,9 milljarður ÍSK. Nú er aðeins beðið eftir frágangi á fjármögnun kaupanna. Skipið hefur legið við festar í Reykjavíkurhöfn í á þriðja ár. Hingað kom það úr breytingu í Póllandi í desember 2017.

Skipið var smíðað á Nýfundnalandi árið 2005 og var 25 metrar á lengd og 9,20 á breidd. Smíðin var fjármögnuð af Landsbankanum og komst skipið í eigu þrotabús bankans í hruninu. Þá hafði verið lokið við um 80% af smíði skipsins. Það hafði verið til sölu í mörg ár þegar Stormur Seafood keypti það loks árið 2015. Skrokkurinn var dreginn til Gdansk í Póllandi þar sem skipið var lengt um 23 metra sem er Íslandsmet í lengingu.

Ákvörðunin um kaupin og endursmíði skipsins var tekin í tíð Steindórs Sigurgeirssonar, þáverandi framkvæmdastjóra og eiganda Storms Seafood. Eftir að skipið kom til Íslands seldi Steindór fyrirtækið og kvóta sem og skipið til nýrra eigenda.

Fyrsta rafknúna fiskiskipið

Stormur er eitt hið tæknilegasta og óvenjulegasta í íslenska flotanum. Það er fyrsta rafknúna fiskiskip landsins. Rafmagnið er framleitt í þremur ljósavélum og öll orkustýringin er sjálfvirk og skipið einkar orkusparneytið. Það er jafnt hægt að gera það út á línu- og netaveiðar. Á stjórnborða er hliðarbrunnur þar sem línan verður dregin. Vegna þess hve rafmótorinn er fyrirferðalítið er lestarrýmið mjög stórt miðað við skip af þessari stærð og svipar til lestarrýmis nýrra skipa HB Granda.

Stormi var siglt frá Póllandi til Íslands 2015 og hefur síðan legið óhreyft í Reykjavíkurhöfn. Kanadíska útgerðarfélagið, sem er staðsett á sunnanverðu Baffinslandi, ætlar að gera skipið út á grálúðuveiðar á línu. Fulltrúar þess hafa í þrígang komið til landsins til að skoða skipið. Undirritaður hefur verið samningur um kaupin. Útgerðin hefur frest fram til 15. apríl að ganga frá fjármögnuninni.

Heimild Fiskifrettir 

mynd Tryggvi Sigurðsson  

17.03.2019 09:14

þar sem að allt verður að verðmætum

       Sigþór Kjartansson skipst Sólbergs ÓF 1mynd þorgeir Baldursson 2018

                   2917 Sólberg ÓF1 mynd þorgeir Baldursson 2019

            Sólberg ÓF við bryggju á Siglufirði mynd þorgeir Baldursson 

         Mjölinu landað úr Sólbergi  á Siglufirði Mynd þorgeir Baldursson 2019

  Mjöli,frostnum afurðum, og lýsi .öllu landað á sama tima mynd þorgeir 2019

                  Aflinn á brettum i lestinni mynd þorgeir Baldursson 2019

               Landað úr Sólberginu ÓF1 mynd þorgeir Baldursson 2019

                 Lýsistankur úr Sólbergi ÓF 1 mynd þorgeir Baldursson 2019

             Löndun i Fullum gangi Úr Sólberginu Mynd þorgeir Baldursson 2019
 

Sigþór Kjartansson skipstjóri á Sólbergi ÓF-1 og áhöfn hans komu fyrir helgi úr mettúr í Barentshafinu. Eftirtekjan var um 1800 tonn eftir 37 daga veiðiferð úti fyrir Norður-Noregi. Allt var vaðandi í loðnu meðan veiðarnar stóðu yfir og fiskurinn vel haldinn. Segir Sigþór skynsamlegt af Norðmönnum og Rússum að gefa ekki út loðnukvóta fyrir þetta ár.

„Við erum þokkalega glaðir eftir þennan túr. Þetta gekk allt saman mjög vel. Við fórum út að kvöldi 1. febrúar og siglingin tók þrjá og hálfan sólarhring. Við vorum mikið úti fyrir Honningsvåg, Hammerfest og Nordkap svæðinu. Heilt yfir var þarna ágætis veður en veðrabrigðin voru dálítið skrautleg. Eins og hendi væri veifað voru komnir þarna 34 metrar á sekúndu og stórhríð. Veðrabreytingarnar voru öfgakenndar en brælan stóð þó aldrei lengi yfir og það náði aldrei vondum sjóum eins og gerist við Ísland,“ segir Sigþór.

Góð aflabrögð

Hann segir aflabrögðin hafa verið mjög góð. Það komu þó dagar sem þurfti að hafa fyrir veiðinni og dregin voru löng tog. En aflinn var oftast nær mjög góður, um 90% þorskur. Sigþór er sáttur við Smugusamninginn svonefnda milli Íslendinga, Norðmanna og Rússa.

„Það var nú ljóta vitleysan þegar við vorum að fara í Smuguna. Veiðin gat dottið niður í ekkert og menn létu bara reka. Þetta er allt annað líf núna. Styttra að fara og öruggara fiskirí.“

Sigþór segir þorskinn heilt yfir frekar vænni en af Íslandsmiðum. Engu að síður hafi verið meira um blandaðan fisk af stærð í þessum túr en oft áður.  Oftast í marsmánuði, þegar veiðin er hvað mest við Lofoten, hefur uppistaðan verið risafiskur og oft til vandræða hvað hann er stór. Í þessum túr hafi komið tímabil þar sem smærri fiskur hafi verið með.

„Fiskurinn er troðfullur af loðnu og það var eiginlega sama hvar við vorum – alls staðar var loðna. Það eru loðnuflekkir í sjó víða. Norðmenn og Rússar gerðu með sér samkomulag um að veiða enga loðnu. Þeir vilja hafa hana fyrir þorskinn og ég er ekki frá því að það sé skynsamlegt. Þetta mætti prófa hérna heima líka.“

Mjöl og lýsi

Það varð tilefni til fréttaskrifa þegar Sólbergið kom úr Barentshafinu á svipuðum tíma í fyrra með sennilega mesta afla sem íslenskt skip hefur komið með úr einni veiðiferð, alls um 1.760 tonn upp úr sjó. Í þeim túr var megnið af aflanum bitaskorið sem var nýjung hjá íslensku skipi. Eftir túrinn núna var aflinn enn meiri, eða um 1.885 tonn. Ætla má að aflaverðmætið sé hátt á sjötta hundrað milljónir króna.

Sólbergið náði öllum sínum kvóta í þessum eina túr en á gamla Mánaberginu voru túrarnir yfirleitt tveir. Í Sólberginu eru flökunarvélar og hausarar frá Vélfagi á Ólafsfirði. Hægt er að bitaskera fiskinn þótt það hafi ekki verið gert að ráði í síðustu veiðiferð en í fyrra var komið úr Barentshafinu með mikið af hnökkum.

Auk bolfisks var landað úr Sólberginu um 120 tonnum af mjöli og líklega um 30.000 lítrum af lýsi. Norska strandgæslan leit við í eftirlitsferð og undraðist mjög að lýsi væri einum tankinum. Það má því segja að allt verði að verðmætum sem kemur úr hafinu um borð í Sólbergið.

Framundan er svo hefðbundin veiði á heimamiðum. Sigþór og áhöfn hans fá langþráð frí  en Trausti Kristinsson skipstjóri og hans áhöfn taka við keflinu.

Heimild Fiskifrettir 

Guðjón Guðmundsson 

Myndir Þorgeir Baldursson 

15.03.2019 10:35

Harðbakur EA 3

                          1412 Harðbakur EA 3 Mynd þorgeir Baldursson 2005

15.03.2019 10:21

Stigandi Ve 77

  Stigandi Ve 77 myn þorgeir Baldursson 

 

15.03.2019 08:19

Örn Erlingsson Skipstjóri og útgerðarmaður i Keflavik látinn

 

Örn Erl­ings­son, skip­stjóri og út­gerðarmaður, lést 13. mars sl. 82 ára að aldri. Hann var fædd­ur í Steins­húsi í Gerðahverfi í Garði 3.2. 1937 og ólst þar upp. Örn var son­ur Erl­ings Ey­land Davíðsson­ar, sjó­manns og bif­reiðar­stjóra, og Guðrún­ar Stein­unn­ar Gísla­dótt­ur hús­freyju.

Örn byrjaði til sjós fyr­ir ferm­ingu og var orðinn meðeig­andi í trillu með föður sín­um er hann var 11 ára. Örn var 15 ára er hann fór á vertíð í Kefla­vík, var á vetr­ar­vertíðum og síðan á síld­veiðum á sumr­in fyr­ir Norður­landi. Örn lauk meira fiski­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um 1958 og var orðinn skip­stjóri er hann var 22 ára.

Hann var síðan skip­stjóri meðan hann stundaði sjó, m.a. á Ingi­ber Ólafs­syni KE og Eld­ey KE. Örn starfaði við þró­un­araðstoð og veiðar í Suður-Kór­eu á veg­um FAO árin 1969-73. Þá festu hann og Þor­steinn, bróðir hans, kaup á Erni RE og var Örn skip­stjóri á hon­um og gerði hann út um ára­bil, ásamt fleiri bát­um, s.s. Erni KE 13, Erni KE 14, Guðrúnu Gísla­dótt­ur KE 15 auk þess sem hann og Þor­steinn gerðu út Erl­ing KE og Búr­fell KE. Örn hætti út­gerð 2016. Áhuga­mál­in voru meðal ann­ars golf og laxveiðar.

Eig­in­kona Arn­ar var Berg­ljót Stef­áns­dótt­ir, f. 14.5. 1938, d. 12.8. 2000, hús­freyja. Syn­ir þeirra eru Stefán Arn­ar­son hag­fræðing­ur, Erl­ing­ur Arn­ar­son sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur, Hjört­ur Arn­ar­son tölv­un­ar­fræðing­ur, og Örn Arn­ar­son hag­fræðing­ur. Dótt­ir Arn­ar frá því fyr­ir hjóna­band er Dag­fríður Guðrún Arn­ar­dótt­ir hús­freyja.

Sam­býl­is­kona Arn­ar er Ing­unn Þórodds­dótt­ir kenn­ari.

  •  

14.03.2019 07:45

100 daga loðnuleit siðustu mánuði

              2350 Árni Friðriksson RE 200 á Eyjafirði Mynd Andri Snær 2019 

Mik­il leit að loðnu í all­an vet­ur hef­ur ekki borið ár­ang­ur og ákveðið var á mánu­dag að hætta form­legri leit. Það er þó ekki aðeins loðnan í vet­ur sem veld­ur áhyggj­um því fyrstu mæl­ing­ar á ár­gang­in­um sem bera á uppi veiðar næsta vetr­ar gáfu ekki til­efni til bjart­sýni. Þá er óvissa varðandi fleiri upp­sjáv­ar­teg­und­ir.

Ekki verður annað sagt en mikið hafi verið lagt í loðnu­leit vetr­ar­ins. Þannig hafa rann­sókna­skip­in verið í um 40 daga sam­tals við leit og veiðiskip í alls 76 daga frá því að Heima­ey VE fór í leiðang­ur skömmu fyr­ir jól. Kostnaður af út­haldi veiðiskip­anna er hátt í 130 millj­ón­ir og skipt­ist hann á út­gerðir í sam­ræmi við hlut­deild í loðnu.

Að auki svipuðust tvö norsk skip eft­ir loðnunni fyr­ir aust­an og norðan í nokkra daga í fe­brú­ar. Um borð í veiðiskip­un­um voru hverju sinni 2-4 starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, oft­ast fjór­ir.

Þó svo að form­legri loðnu­leit hafi verið hætt í fyrra­dag þá mun Haf­rann­sókna­stofn­un áfram fylgj­ast með frétt­um af loðnu fyr­ir norðan land og gera ráðstaf­an­ir þyki til­efni til. Á Húna­flóa veidd­ist hrygn­ing­ar­loðna eft­ir miðjan mars­mánuð í fyrra, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um loðnu­leit­ina í Morg­un­blaðinnu í dag.

13.03.2019 22:06

Celebrity Eclipse

celebrity_eclipse_4.jpg

                      Celebrity Eclipse  mynd af heimasiðu skipsins 


Celebrity Eclipse er í svokölluðum „Solstice” klassa hjá Celebrity Cruises, sem er hæsti klassi skipafélagsins.
Skipið fór í sína jómfrúarferð í ágúst  2009, er 122.000 rúm lestir, rúmlega  300 metrar á lengd og með rými fyrir  2850 farþega. Það er 16 hæðir og á næst efsta þilfari er Sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt og sólarlagsbarnum.
Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með gríðarmiklu útsýni til allra átta. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum  dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru  litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.
Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur.  Silk Harvest  er með asískt eldhús. Greiða þarf sérstakt þjónustugjald á eftirfarandi veitingastöðum. Gjaldið er mismunandi eftir veitingastöðum og er það frá 30 – 50 Dollurum á mann.
Barir eru um allt skip og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.
Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur  að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.

 

       Celebrity Eclipse við Bryggju á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

 

13.03.2019 21:40

Celebrity Silhouette

                        Celebrity Silhouette á siglingu i miðjarðarhafi  

Celebrity Silhouette fór í sína jómfrúarferð í júlí 2011, er 122.000 rúm lestir, um 315 metrar á lengd og með rými fyrir 2886 farþega.  Skipið er 12 hæðir. Á efsta þilfari er Sveitaklúbburinn The Lawn Club með vel snyrtri grasflöt, sólarlagsbarnum og keilubrautum.

Lido er næst efsta þilfarið með skokkbraut, setustofum, veitingastað og bar, allt með miklu útsýni. Resort þilfarið er með sundlaugum, sundlaugarbar, sólbekkjum og heilsulindinni Aquaspa. Þar eru nuddpottar, gufa, sauna og endalausir mögluleikar á ýmsum dekur- og heilsubætandi meðferðum. Entertainment þilfarið er með veitingastaði, listmunasölur, kaffihús, ísbúðir o.fl.  Á Promenade þilfarinu eru litlar verslanir, vínbarir og spilavíti.

Kvöldverður eru borin fram í aðal veitingasal skipsins, sem er á tveimur hæðum. Fleiri veitingastaðir eru um borð eins og Murano sem er með úrval alþjóðlegra rétta á matseðlinum og Tuscan Grille , sem býður ítalska rétti og lúxus steikur.  Silk Harvest er með asískt eldhús. Bóka þarf borð og greiða þjónustugjald á sérrétta veitingastöðum skipsins, gjaldið er frá 20 – 50 usd á mann, fer eftir stöðum.

Barir og seturstofur eru um allt skip og þegar kvölda eru glæsilegar sýningar og uppákomur í leikhúsinu, sem er á þremur hæðum.

Vínspesíallistar frá vínræktarhéruðunum í Napa Valley eru á barnum Cellar Masters og kenna ykkur  að þekkja göfug vín og velja það besta um borð.

13.03.2019 19:21

Doggi F-17-H i Hammerfest

                        Doggi F-17-H mynd  Jón Vigfús Guðjónsson 2018 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is