Færslur: 2019 Mars

13.03.2019 07:39

208 Skemmtiferðaskip til Akureyrar i sumar

 

          Skemmtiferðaskip á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

 

Fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins til Akureyrar koma fimmtudaginn 9. maí en það eru skipin MSC Fantasia og Marco Polo. Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar 30. maí sem er Norwegian Getaway. Skipið er 145.655 brúttólestir með rétt um 4.000 farþega og 1.646 manna áhöfn.

Skipakomur verða alls 208 næsta sumar en voru 179 sumarið 2018. Farþegar voru rétt innan við 135.000 í fyrra en verða um 160.000 í sumar sem er um 18,5% fjölgun farþega. Skipakomur til Akureyrar verða 161, til Grímseyjar 61 og 6 til Hríseyjar. Frá þessu er greint á heimasíðu Akureyrarbæjar.

12.03.2019 21:39

Álsey Ve 2 lagt og skipverjum sagt upp

                         Álsey Ve 2 mynd þorgeir Baldursson  2014

 

Ísfé­lag Vest­manna­eyja hef­ur aug­lýst upp­sjáv­ar­skipið Álsey VE til sölu og hef­ur hluta áhafn­ar skips­ins verið sagt upp.

Þetta staðfest­ir Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags­ins, í sam­tali við 200 míl­ur.

Hann rek­ur ákvörðun­ina meðal ann­ars til þess að út­lit er fyr­ir að Haf­rann­sókna­stofn­un muni ekki ráðleggja nein­ar loðnu­veiðar á þess­ari vertíð. 

Verður gefist upp á leitinni í dag?

Frétt af mbl.is

Verður gef­ist upp á leit­inni í dag?

„Blæs ekki byrlega“

„Svo eru horf­ur á minnk­andi verk­efn­um. Ekki er kom­inn samn­ing­ur við Fær­eyj­ar um kol­munna­veiðar og þó það sé ekki beint tengt við Álsey þá eru lík­ur á minnk­andi kvóta í ná­inni framtíð í mak­ríl og norsk-ís­lenskri síld. Þegar maður horf­ir á heild­ar­stöðuna þá blæs ekki byrlega og þessi ákvörðun er tek­in í ljósi þess,“ seg­ir Stefán.

Hann bend­ir á að kvarn­ast hafi úr áhöfn­inni á síðustu mánuðum, en alls eru nú átta í áhöfn skips­ins. „Það má segja að hluti áhafn­ar fari í verk­efni og pláss á öðrum skip­um en öðrum skip­verj­um var sagt upp og þar á meðal menn sem eru bún­ir að vinna lengi hjá okk­ur. Þetta er því ekki skemmti­legt.“

Sjá Álsey í skipa­skrá 200 mílna

Upp­fært 17.15:

Gefast upp á allri formlegri loðnuleit

Frétt af mbl.is

Gef­ast upp á allri form­legri loðnu­leit????? 

Heimild mbl.is

 

12.03.2019 10:13

Bjarni Sæmudsson i Marsralli á Eyjafirði

                1131 Bjarni Sæmundsson RE 30 mynd þorgeir Baldursson 

   Marsrall á Eyjafirði um borð i Bjarna Sæmundssynni RE 30 mynd Þorgeir Bald

                              Losað úr pokanum mynd þorgeir Baldursson 

12.03.2019 09:42

Guðmundur i Nesi RE13 Seldur til Grænlands

Nú fyrir skömmu kom Guðmundur i Nesi  RE13 úr sinum siðasta túr fyrir Útgerðarfélag Reykjavikur (áður Brim Hf )

en skipið hefur verið selt dótturfyrirtæki þess á Grænlandi  nánar tiltekið i QAQQRTQQ og hefur fengið nafnið 

Ilivileq GR -02-201 sem að er sama nafn og á eldra skipi sem að var i eigu útgerðarinnar á Grænlandi 

 og mun að öllum likindum halda frá Reykjavik seinnipatinn i dag eða á morgun

skipstjóri verður Ásgeir Baldursson sem að verið hefur lengi á skipum útgerðarinnar 

                          ilivileq GR-02-201    Mynd Hilmar Snorrasson 2019

                         ilivileq Qaqqrtqq mynd Himar Snorrasson 2019

 

12.03.2019 07:20

Skipstjórinn skammar Hásetann

Það er oft gaman að verða vitni að skemmtilegum handahreifingum 

og hvernig menn leggja áherslu á tiltekin atriði eins og þetta hérna að neðan 

Þegar Bjarni Bjarnasson fv Skipst á Súlunni  EA 300  var að setja ofan i við 

hásetann Davið Hauksson um eitthvað sem að mátti betur fara 

            Bjarni Bjarnasson og Davið Hauksson mynd þorgeir Baldursson 2019

           Svona á þetta að vera minn kæri mynd þorgeir Baldursson 2019

10.03.2019 21:52

Sólberg ÓF 1 með mettúr úr Barentshafi

 

Túr Sól­bergs ÓF-1 í Bar­ents­hafið er að ljúka, það er einn stærsti túr sem ís­lenskt skip hef­ur farið í á þess­ar slóðir.

Alls er afli úr sjó orðinn um 1.760 tonn. Þar af er þorsk­ur að nálg­ast 1.600 tonn.

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sigþór Kjart­ans­son skip­stjóri að túr­inn hafa gengið vel með góðum mann­skap á öfl­ugu og góðu skipi.

Sigþór sagði að þeir ættu eft­ir að veiða um 140 tonn til að klára kvóta Ramma í Bar­ents­haf­inu. Hann reiknaði með að halda heim á leið ekki síðar en í viku­lok­in.

         Sigþór Kjartansson skipst á Sólbergi ÓF 1 Mynd þorgeir Baldursson 

 

Tvær áhafn­ir eru á Sól­berg­inu, 35 manns um borð hverju sinni, og tek­ur ný áhöfn við í næsta túr und­ir skip­stjórn Trausta Krist­ins­son­ar.

 

                     2917 Sólberg ÓF 1 mynd þorgeir Baldursson 2019

         ólafur Marteinssson Framkvst tekur á móti skipinu Mynd þorgeir 

Heimild Morgunblaðið

Myndir Þorgeir Baldursson 

10.03.2019 11:13

Sleipnir isbrjótur

Það eru næg verkefni hjá Hafnarsamlagi Norðurlands við að þjónusta skip og báta sem að 

leita hingað eitt þeirrra er að hjálpa hvalaskoðunnarbátnum Hólmasól að komast frá bryggju 

 i vikunni en mikið frost hafði verið um nóttina alls um -12 stig og þvi hafði frosið saman

en Viðir Benidiktsson skipstjóri á hafnsögubátnum  Sleipnir var ekki lengi að redda málunum 

eins og meðfylgjandi myndir bera með sér 

      2920 Hólmasól og 2250 Sleipnir Mynd þorgeir Baldursson 2019

                       2250 Sleipnir mynd  þorgeir Baldursson 2019

         2250 Sleipnir og Viðir Ben i brúnni mynd þorgeir Baldursson 2019

                Talsverðu is á pollinum mynd þorgeir Baldursson 

      2250 Sleipnir og Viðir Ben i brúnni  mynd þorgeir Baldursson 2019

     2250 Sleipnir á fullri ferð á Pollinum mynd þorgeir Baldursson 2019
 
 

09.03.2019 16:02

Kleifarberg RE 70 með Góðan túr

Þann 7 Mars landaði Kleifarberg RE 70 góðum túr úr Barentshafi  en að visu tekin ein millilöndun 

þar sem að landað var i Tromsö i Noregi og alls var skipið með aflaverðmæti fyrir rúmar 500 milljónir 

við komuna til Akureyrar var skipverjum færð terta frá útgerð skipsins sem að gladdi áhafnarmeðlimi

mikið að sögn skipstjórans Stefáns Sigurðssonar með honum i brunni var Jóhann Gylfasson stýrimaður 

túrinn tók alls 37 daga og hefur skipið þegar haldið til veiða en nú á heimamiðum undir stjórn Viðirs Jónssonar 

1360 Kleifarberg RE70 á veiðum i Barentshafi i feb2019 Mynd þorgeir Baldursson

        1360 Kleifarberg RE á Akureyri 7 mars Mynd þorgeir Baldursson 2019

                Landað úr Kleifarbergi Re 70 mynd þorgeir Baldursson 2019

                       Hift uppúr lestinni Myn dþorgeir Baldursson 2019

                       Raðað á Bretti i lestinni Mynd þorgeir Baldursson 2019

          Það eru vaskir drengir sem að landa úr skipinu mynd þorgeir 2019

                  Best að flyta sér að fylla brettið mynd þorgeir Baldursson 

 Fv Jóhann og   Stefán Skipst  með tertuna Góðu Mynd þorgeir Baldursson 2019

 

                    Góðir gestir litu i kaffi mynd þorgeir Baldursson 2019

09.03.2019 11:49

Húnakaffi i morgun 9 mars

                    Húni  i morgun 9 mars mynd þorgeir Baldursson 

                         Kaffi spjall mynd þorgeir Baldursson 

                         Spekingar mynd þorgeir Baldursson 

                      Kaffi stjórarnir mynd þorgeir Baldursson 

                                Allir Glaðir  mynd þorgeir Baldursson 

                                 Vélstjórar mynd þorgeir Baldursson 

                            Spekingar spjalla mynd þorgeir Baldursson 

                       Kaffispjall á lettum nótum mynd þorgeir Baldursson 

              Ferðafólk frá Skotlandi kom i heimsókn mynd þorgeir Baldursson 

                              Kaffispjall mynd þorgeir Baldursson 

09.03.2019 11:30

Erlend skip i slippnum á Akureyri

          Newfound Pioneer  EX Svalbakur  EA2  Mynd þorgeir Baldursson 2019

   Newfound Pioneer við slippkantinn i morgun  9 marsmynd þorgeir Baldursson

 

Kanadíski rækju­tog­ar­inn New­found Pi­o­neer, sem er í eigu New­found Rescources, hef­ur nú verið í slipp á Ak­ur­eyri í rúm­an mánuð.

Skipið er í hef­bund­inni klassa­skoðun og hef­ur verið botn­málað, sinkað, öxul­dregið auk þess sem skipt hef­ur verið um stál­plöt­ur í skip­inu ásamt öðrum minni viðhalds­verk­efn­um.

Greint er frá þessu á vef Slipps­ins Ak­ur­eyri og seg­ir þar að skipið sé eitt fjöl­margra er­lendra skipa sem komið hafi í Slipp­inn á und­an­förn­um árum.

„Skipa­flot­inn hérna á Íslandi hef­ur gengið í gegn­um mikla end­ur­nýj­un og þar af leiðandi koma skip­in sjaldn­ar og í minni slippa en áður. Þess vegna höf­um við hjá Slippn­um á Ak­ur­eyri lagt meiri áherslu á að fá er­lend skip til okk­ar, aðallega frá Rússlandi, Græn­landi, Kan­ada og Nor­egi,“ er haft eft­ir Ólafi Orms­syni, sviðsstjóra hjá Slippn­um.

„Sam­keppn­in er þó mik­il, bæði hér heima og er­lend­is.“

Bent er á að í næstu viku komi græn­lenski tog­ar­inn Nata­arn­aq, sem er í eigu Ice Trawl Green­land og Royal Green­land, og muni vera í slipp í einn mánuð. Þar mun fara fram vél­ar­upp­tekt á skip­inu, öxuldrátt­ur, viðhald á vindu­kerfi og skipið verður botn­málað.

„Verk­efn­astaðan er góð næstu mánuðina en að sjálf­sögðu vilj­um við geta horft leng­ur fram í tím­ann. Það sem gef­ur okk­ur ákveðið for­skot er að við erum stór vinnustaður og við bjóðum upp á fjöl­breytta þjón­ustu. Einnig störf­um við eft­ir ISO 9001-gæðakerf­inu sem er alþjóðleg vott­un og trygg­ir að við þurf­um að upp­fylla gæðakröf­ur og fara eft­ir ákveðnum verk­ferl­um í okk­ar þjón­ustu, sem viðskipta­vin­ir okk­ar kunna að meta,“ seg­ir Ólaf­ur.??????

08.03.2019 23:12

Formannskipti i Sjómannafélagi Eyjafjarðar

Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar var  i dag  og þar voru ýmiss mál á dagskrá 

en hæðst bar þó formanns og stjórnarkjör en formaðurinn Konráð Alfreðsson 

sem að hefur gengt þessu i um 30 ár hafði tilkynnt það á siðasta aðalfundi að 

hann myndi stiga til hliðar og nú hefur Trausti Jörundsson tekið við keflinu 

gestir fundarins að þessu sinni voru þeir Hólmgeir Jónsson

og Valmundur Valmundsson frá SSI mæting á fundinn var með lakara móti 

og betur má ef duga skal en hérna koma nokkar myndir frá fundinum 

       Trausti Jörundarsson og Konráð Alfreðsson  mynd þorgeir Baldursson 

                Fundarmenn voru áhugasamir mynd þorgeir Baldursson 

                       Hólmgeir Jónsson i ræðustól Mynd þorgeir Baldursson 

       Valmundur, Hólmgeir ,Trausti ,og Konráð. mynd Þorgeir Baldursson 

       Kristinn S Pálsson fékk viðurkenningu frá Konráð og félaginu © þorgeir 

         Stinni Brosmildur að vanda með gjöfina mynd Þorgeir Baldursson

     Trausti og Konráð með Gjöfina frá Sjómannafélaginu mynd þorgeir 

   Valmundur óskar Trausta innilega til hamingju með formannstarfið 
 

05.03.2019 17:49

Núpur BA 69 á Eyjafirði i morgun

I morgun kom linuskipið Núpur BA 69 til hafnar á Akureyri og var tilefnið það 

að skipið þarf að fara i slipp vegna leka i skutpipu þannig að öxuldráttur 

er framundan ekki er á þessari stundu viðað hvað viðgerðin tekur langan tima 

                  1591 Núpur Ba 69 Mynd Þorgeir Baldursson  5 mars 2019

                    1591 Núpur BA 69 Mynd þorgeir Baldursson 2019

                          1591 Núpur BA 69 Mynd þorgeir Baldursson 2019

                       1591 Núpur BA 69 mynd þorgeir Baldursson 2019

05.03.2019 08:31

Rannsóknarskip i Þrot

    2066  Neptune EA 41 og 1403 Poseidon EA 303 mynd þorgeir Balddursson

Nú mun vera stutt i að þessi skip verði ekki  lengur i eigu Islendinga þar sem 

að ekki hefur verið hægt að finna þeim verkefni sem að standa undir reksti þeirra 

einn aðaleigandi fyritækisins Magnús Þorsteinsson búsettur i Rússlandi 

hefur ekki látið ná i sig og skuldar fyrirtækið fyrrum skipverjum  umtalsverð laun

sem hlaupa á milljónum króna 

05.03.2019 08:18

Borpallur i Norðursjó

                  Borpallur i Norðursjó Mynd þorgeir Baldursson 2013

04.03.2019 22:33

Draumurinn um Loðnuna

                    490  Gullborg Ve 38 Mynd þorgeir Baldursson 

Fyrrverandi vélastjóra dreymdi í vikunni Gullborg með fullfermi af loðnu.

Drauminn réði hann þannig: Loðna mun finnast 3.-8 mars og hún kemur að vestan.

„Nú er að sjá hvort draumur rætist, segir í færslu á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar!

Gullborg RE-38/VE-38 var þjóðþekkt aflaskip, upphaflega smíðað í Danmörku 1946.

Aflakóngurinn Binni í Gröf (Benóný Friðriksson (1904-1972)og Einar Sigurðsson útgerðarmaður keyptu Gullborg árið 1955.

Binni var síðan með skipið á árunum 1955 til 1972. Sonur hans, Friðrik, sótti sjóinn með föður sínum og tók síðan við skipinu og var með það til ársins 2000.

Ási í Bæ söng um Binna í Gröf og sagði hann hafa fiskað 60.000 tonn úr sjó á Gullborginni.

Ætla má að Friðrik hafi fiskað svipað, þannig að Gullborgin hefur skilað í kringum 100.000 tonnum á land undir stjórn þeirra feðga.

Þó eru þetta ekki nákvæmar tölur.

Faxaflóahafnir sf. eignuðust skipið 2008 og var það tekið upp í Daníelsslipp í Reykjavík þar sem það var teiknað inn í deiliskipulag svæðisins.

Þar stendur nú þetta mikla happafley og hefur verið málað líkt og það leit áður út.

Heimild Kvotinn.is 

Mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is