Færslur: 2019 Mars13.03.2019 07:39208 Skemmtiferðaskip til Akureyrar i sumar
Skrifað af Þorgeir 12.03.2019 21:39Álsey Ve 2 lagt og skipverjum sagt upp
Ísfélag Vestmannaeyja hefur auglýst uppsjávarskipið Álsey VE til sölu og hefur hluta áhafnar skipsins verið sagt upp. Þetta staðfestir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, í samtali við 200 mílur. Hann rekur ákvörðunina meðal annars til þess að útlit er fyrir að Hafrannsóknastofnun muni ekki ráðleggja neinar loðnuveiðar á þessari vertíð. Frétt af mbl.isVerður gefist upp á leitinni í dag?„Blæs ekki byrlega“„Svo eru horfur á minnkandi verkefnum. Ekki er kominn samningur við Færeyjar um kolmunnaveiðar og þó það sé ekki beint tengt við Álsey þá eru líkur á minnkandi kvóta í náinni framtíð í makríl og norsk-íslenskri síld. Þegar maður horfir á heildarstöðuna þá blæs ekki byrlega og þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess,“ segir Stefán. Hann bendir á að kvarnast hafi úr áhöfninni á síðustu mánuðum, en alls eru nú átta í áhöfn skipsins. „Það má segja að hluti áhafnar fari í verkefni og pláss á öðrum skipum en öðrum skipverjum var sagt upp og þar á meðal menn sem eru búnir að vinna lengi hjá okkur. Þetta er því ekki skemmtilegt.“ Sjá Álsey í skipaskrá 200 mílna Uppfært 17.15: Frétt af mbl.isGefast upp á allri formlegri loðnuleit?????Heimild mbl.is
Skrifað af Þorgeir 12.03.2019 10:13Bjarni Sæmudsson i Marsralli á Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 12.03.2019 09:42Guðmundur i Nesi RE13 Seldur til GrænlandsNú fyrir skömmu kom Guðmundur i Nesi RE13 úr sinum siðasta túr fyrir Útgerðarfélag Reykjavikur (áður Brim Hf ) en skipið hefur verið selt dótturfyrirtæki þess á Grænlandi nánar tiltekið i QAQQRTQQ og hefur fengið nafnið Ilivileq GR -02-201 sem að er sama nafn og á eldra skipi sem að var i eigu útgerðarinnar á Grænlandi og mun að öllum likindum halda frá Reykjavik seinnipatinn i dag eða á morgun skipstjóri verður Ásgeir Baldursson sem að verið hefur lengi á skipum útgerðarinnar
Skrifað af Þorgeir 12.03.2019 07:20Skipstjórinn skammar HásetannÞað er oft gaman að verða vitni að skemmtilegum handahreifingum og hvernig menn leggja áherslu á tiltekin atriði eins og þetta hérna að neðan Þegar Bjarni Bjarnasson fv Skipst á Súlunni EA 300 var að setja ofan i við hásetann Davið Hauksson um eitthvað sem að mátti betur fara
Skrifað af Þorgeir 10.03.2019 21:52Sólberg ÓF 1 með mettúr úr Barentshafi
Túr Sólbergs ÓF-1 í Barentshafið er að ljúka, það er einn stærsti túr sem íslenskt skip hefur farið í á þessar slóðir. Alls er afli úr sjó orðinn um 1.760 tonn. Þar af er þorskur að nálgast 1.600 tonn. Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Sigþór Kjartansson skipstjóri að túrinn hafa gengið vel með góðum mannskap á öflugu og góðu skipi. Sigþór sagði að þeir ættu eftir að veiða um 140 tonn til að klára kvóta Ramma í Barentshafinu. Hann reiknaði með að halda heim á leið ekki síðar en í vikulokin.
Tvær áhafnir eru á Sólberginu, 35 manns um borð hverju sinni, og tekur ný áhöfn við í næsta túr undir skipstjórn Trausta Kristinssonar.
Heimild Morgunblaðið Myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir 10.03.2019 11:13Sleipnir isbrjóturÞað eru næg verkefni hjá Hafnarsamlagi Norðurlands við að þjónusta skip og báta sem að leita hingað eitt þeirrra er að hjálpa hvalaskoðunnarbátnum Hólmasól að komast frá bryggju i vikunni en mikið frost hafði verið um nóttina alls um -12 stig og þvi hafði frosið saman en Viðir Benidiktsson skipstjóri á hafnsögubátnum Sleipnir var ekki lengi að redda málunum eins og meðfylgjandi myndir bera með sér
Skrifað af Þorgeir 09.03.2019 16:02Kleifarberg RE 70 með Góðan túrÞann 7 Mars landaði Kleifarberg RE 70 góðum túr úr Barentshafi en að visu tekin ein millilöndun þar sem að landað var i Tromsö i Noregi og alls var skipið með aflaverðmæti fyrir rúmar 500 milljónir við komuna til Akureyrar var skipverjum færð terta frá útgerð skipsins sem að gladdi áhafnarmeðlimi mikið að sögn skipstjórans Stefáns Sigurðssonar með honum i brunni var Jóhann Gylfasson stýrimaður túrinn tók alls 37 daga og hefur skipið þegar haldið til veiða en nú á heimamiðum undir stjórn Viðirs Jónssonar
Skrifað af Þorgeir 09.03.2019 11:49Húnakaffi i morgun 9 mars
Skrifað af Þorgeir 09.03.2019 11:30Erlend skip i slippnum á Akureyri
Kanadíski rækjutogarinn Newfound Pioneer, sem er í eigu Newfound Rescources, hefur nú verið í slipp á Akureyri í rúman mánuð. Skipið er í hefbundinni klassaskoðun og hefur verið botnmálað, sinkað, öxuldregið auk þess sem skipt hefur verið um stálplötur í skipinu ásamt öðrum minni viðhaldsverkefnum. Greint er frá þessu á vef Slippsins Akureyri og segir þar að skipið sé eitt fjölmargra erlendra skipa sem komið hafi í Slippinn á undanförnum árum. „Skipaflotinn hérna á Íslandi hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun og þar af leiðandi koma skipin sjaldnar og í minni slippa en áður. Þess vegna höfum við hjá Slippnum á Akureyri lagt meiri áherslu á að fá erlend skip til okkar, aðallega frá Rússlandi, Grænlandi, Kanada og Noregi,“ er haft eftir Ólafi Ormssyni, sviðsstjóra hjá Slippnum. „Samkeppnin er þó mikil, bæði hér heima og erlendis.“ Bent er á að í næstu viku komi grænlenski togarinn Nataarnaq, sem er í eigu Ice Trawl Greenland og Royal Greenland, og muni vera í slipp í einn mánuð. Þar mun fara fram vélarupptekt á skipinu, öxuldráttur, viðhald á vindukerfi og skipið verður botnmálað. „Verkefnastaðan er góð næstu mánuðina en að sjálfsögðu viljum við geta horft lengur fram í tímann. Það sem gefur okkur ákveðið forskot er að við erum stór vinnustaður og við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu. Einnig störfum við eftir ISO 9001-gæðakerfinu sem er alþjóðleg vottun og tryggir að við þurfum að uppfylla gæðakröfur og fara eftir ákveðnum verkferlum í okkar þjónustu, sem viðskiptavinir okkar kunna að meta,“ segir Ólafur.?????? Skrifað af Þorgeir 08.03.2019 23:12Formannskipti i Sjómannafélagi EyjafjarðarAðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar var i dag og þar voru ýmiss mál á dagskrá en hæðst bar þó formanns og stjórnarkjör en formaðurinn Konráð Alfreðsson sem að hefur gengt þessu i um 30 ár hafði tilkynnt það á siðasta aðalfundi að hann myndi stiga til hliðar og nú hefur Trausti Jörundsson tekið við keflinu gestir fundarins að þessu sinni voru þeir Hólmgeir Jónsson og Valmundur Valmundsson frá SSI mæting á fundinn var með lakara móti og betur má ef duga skal en hérna koma nokkar myndir frá fundinum
Skrifað af Þorgeir 05.03.2019 17:49Núpur BA 69 á Eyjafirði i morgunI morgun kom linuskipið Núpur BA 69 til hafnar á Akureyri og var tilefnið það að skipið þarf að fara i slipp vegna leka i skutpipu þannig að öxuldráttur er framundan ekki er á þessari stundu viðað hvað viðgerðin tekur langan tima
Skrifað af Þorgeir 05.03.2019 08:31Rannsóknarskip i Þrot
Skrifað af Þorgeir 05.03.2019 08:18Borpallur i Norðursjó
Skrifað af Þorgeir 04.03.2019 22:33Draumurinn um Loðnuna
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is