Færslur: 2020 Janúar20.01.2020 21:17Tveir með nr ÞH 44Tveir Bátar annar smiðaður árið 1975 en hinn 2019 baðir með ÞH 44 sem að var lengi tengt við Korraútgerðina á Húsavik kristbjörg Þh 44 sem að smiðuð var i skipavik i Stykkishólmi Og Vörður ÞH 44 sem að var smiðaður i Vard Noregi 2019
Skrifað af Þorgeir 19.01.2020 23:19Einar EA 209
Skrifað af Þorgeir 19.01.2020 16:12Alda EA 42
Skrifað af Þorgeir 19.01.2020 15:09Slippurinn Akureyri
Skrifað af Þorgeir 19.01.2020 11:29Reval Viking EK 1202 i prufusiglingu á EyjafirðiReval Viking EK 1202 sem að verið hefur i slipp á Akureyri siðan seinnipart siðasta árs er að verða klár til veiða einhvern næstu daga og hefur skipið stundað rækjuveiðar i norðurhöfum við Svalbarða og er skipverjar flestir frá Eistlandi nema yfirmenn i brú og Vél sem að eru Islenskir það er útgerðarfélagið Reyktal sem að gerir skipið út og skipstjórar eru Eirikur Sigurðsson og Skúli Eliasson sem að hafa áratuga reynslu af rækjuveiðum bæði hér heima og erlendis
Skrifað af Þorgeir 19.01.2020 11:19Hvalaskoðun á Eyjafirði i gærþað var lif og fjör i hvalaskoðun á Eyjafirði i gær enda bongó bliða
Skrifað af Þorgeir 19.01.2020 11:03Svartfuglsveiði á Eyjafirði i gærTalsverður fjöldi hobby trillukarla var á svartfuglsveiðum i gær enda Eyjafjörðurinn spegilsléttur og veður með besta móti og að sögn skipverja þokkalegt magn af fugli i firðinum
Skrifað af Þorgeir 19.01.2020 10:42Hætt við sameiningu Visir og Þorbjarnar
Skrifað af Þorgeir 18.01.2020 22:36Einn bátur kominn á land á FlateyriEinn bátur kominn á landBlossi ÍS er kominn á land. Ljósmynd/?Páll Önundarson Tengdar fréttirSnjóflóð á Flateyri og SúgandafirðiMyndaði snjóflóð falla vestan Flateyrar í gær
Hafin er vinna við að koma bátum, sem urðu fyrir snjóflóðinu í Flateyrarhöfn á þriðjudag, á land. Norskur kranabátur sem hefur verið í þjónustu Arnarlax í Arnarfirði kom til Flateyrar um hádegisbil í dag og verður til taks næstu tvo til þrjá daga, hið minnsta. Sex bátar eru í höfninni, sem nauðsynlegt er að eiga við en í kvöld tókst að koma bátnum Blossa ÍS á land. Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði og Flateyri, segir að sennilegast taki björgunaraðgerðir lengri tíma en tvo til þrjá daga þar sem útlit er fyrir að veður verði björgunarmönnum ekki hagstætt næstu daga. Veðurspáin er ekki hagstæð og því óvíst hvenær haldið verður áfram að reyna að koma bátunum á land. Ljósmynd/?Páll Önundarson Appelsínugul viðvörun tekur gildi á Vestfjörðum seint í kvöld og spár gera ráð fyrir suðaustanstormi með rigningu eða mikilli slyddu og hlýnandi veðri. „Veðrið er mikill tímaþáttur hjá okkur,“ segir Guðmundur. Tveir af bátunum sex í höfninni eru strandaðir í fjörunni, einn alveg sokkinn og þrír marra í hálfu kafi, þar af einn á hvolfi. Aðspurður segist Guðmundur ekki geta sagt til um ástand bátanna. „En þegar svona bátar sökkva eru þeir sennilega mjög illa farnir.“ Margir koma að björgunarstarfinu. Auk Guðmundar hafnarstjóra, eru 3-4 kafarar á vegum fyrirtækisins Sjótækni á svæðinu. „Síðan hafa starfsmenn á varðskipinu Þór komið til hjálpar, sem og Sigríður Kristinsdóttir hjá Umhverfisstofnun,“ segir Guðmundur. Frá björgunaraðgerðum í dag. Ljósmynd/?Páll Önundarson
Skrifað af Þorgeir 18.01.2020 21:10Bergey ve 144 i fyrsta sinn i Heimahöfn
Skömmu fyrir hádegi í dag kom hin nýja Bergey VE til hafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn og var vel fagnað. Bergey var afhent Bergi-Hugin, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar, hinn 1. október sl. og kom til Akureyrar hinn 6. október. Á Akureyri annaðist Slippurinn frágang á millidekki skipsins. Bergey var smíðuð í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er eitt af sjö systurskipum sem skipasmíðastöðin smíðaði fyrir íslensk fyrirtæki. Eitt þessara skipa er Vestmannaey VE sem kom nýtt til landsins í júlímánuði sl.
Skipin eru hin glæsilegustu og afar vel búin, en um er að ræða togskip sem eru 28,9 m að lengd og 12 m að breidd. Stærð þeirra er 611 brúttótonn. Eru skipin búin tveimur aðalvélum og tveimur skrúfum.
Bergey mun ekki staldra lengi við í Eyjum. Veiðarfæri verða tekin um borð og er gert ráð fyrir að haldið verði til veiða á morgun. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að sér lítist mjög vel á skipið. „Það verður gaman að hefja veiðar á þessu nýja skipi. Á leiðinni frá Akureyri fengum við aðeins brælu úti fyrir Norðurlandinu og það lét ágætlega. Það eru öðruvísi hreyfingar á þessu skipi en á gömlu Bergey. Það er flott að hefja veiðar á nýju skipi á laugardegi: Laugardagur til lukku,“ sagði Jón glaður í bragði. Heimild svn.is Skrifað af Þorgeir 17.01.2020 16:00Vörður ÞH 44 Heldur til veiða
Skrifað af Þorgeir 17.01.2020 08:59Góð aflabrögð á Pollinum
Skrifað af Þorgeir 15.01.2020 21:10Bergey VE 144 á heimleið frá Akureyri
Nú siðdegis i dag hélt Bergey Ve frá Akureyri til heimahafnar i Vestmannaeyjum eftir að slippurinnAkureyri hafði klárað að setja niður vinnslubúnað á millidekk og að sögn skipverja er mikil eftirvænting með að sjá hvernig þessi búnaður virkar á sama tima hélt Vörður ÞH 44 I eigu Gjögurs HF til veiða frá Akureyri eftir lagfaringar á millidekki og fleira
Skrifað af Þorgeir 15.01.2020 17:26Þetta er AltjónÞetta er altjón“Svona var umhorfs á höfninni á Flateyri í nótt. Fiskiskipið Blossi er einn sex báta sem gjöreyðilagðist þegar snjóflóð féll í höfnina. Ljósmynd/?Steinunn G. Einarsdóttir
Tengdar fréttirSnjóflóð á Flateyri og SúgandafirðiMælingar hafnar á snjóflóðunum á Flateyri
„Þetta er altjón, ég er alveg viss um það,“ segir Einar Guðbjartsson, eigandi útgerðarinnar Hlunna sem gerir út fiskiskipið Blossa sem sökk í höfninni á Flateyri í gærkvöldi þegar snjóflóð féll í höfnina í bænum. Frétt af mbl.is„Þetta er skelfilegt“Hlunni er lítið fjölskyldufyrirtæki og ljóst er að tjónið er gríðarlegt en Blossi er eini báturinn sem Einar rekur ásamt eiginkonu sinni, syni og tengdadóttur. Báturinn er 12 tonna plastbátur og var smíðaður árið 2014 og er gerður út á ársgrundvelli á handfæri og línu. „Við erum sjö starfsmenn með mér, ef ég geri eitthvað,“ segir Einar og hlær. Líkt og Steinunn Guðný, dóttir Einars, sagði í samtali við blaðamann mbl.is í nótt fór brunakerfið í bátnum í gang skömmu eftir að fyrra flóðið féll um klukkan ellefu. Frétt af mbl.is„Maður er eiginlega í sjokki núna“„Ég fékk SMS og hringdi í tengdasoninn sem fór niður eftir, hann hafði heyrt einhvern hávaða, svo fór ég á eftir. Það var allt í rúst, það var allt farið,“ segir Einar. Blossi er 12 tonna plastbátur, var smíðaður árið 2014 og er gerður út á ársgrundvelli á handfæri og línu. Ljósmynd/?Kristján Fr. Einarsson
Ekki hægt að kanna aðstæður vegna veðursEinar segir að atburðarrásin hafi verið mjög hröð í gærkvöldi og hann hafi ekki áttað sig á því í fyrstu að snjóflóð hefði valdið tjóninu í höfninni. „Ég heyrði hávaðann og drunurnar en fattaði síðar að snjóflóðið hefði hafnað í höfninni, en varnargarðarnir stefna beint á höfnina.“ Ekki hefur gefist færi á að kanna aðstæður almennilega í höfninni það sem af er degi, veður er enn slæmt og er appelsínugul viðvörun í gildi á Vestfjörðum til klukkan 19 í kvöld. Einar hefur þó gert sér ferð niður að höfn. „Hann er alveg á kafi og stefnið upp úr, ég veit ekki hvernig hann lítur út að neðan. Sjór er í vélarrýminu og öllu afmagnskerfinu og tækjunum. Þetta er mikið áfall.“ Einar hefur skiljanlega lítið sofið eftir atburði næturinnar. „Ég fékk sjokk í morgun. Ég sofnaði um hálf fimm og vaknaði við SMS klukkan 8,“ segir hann, en hann er staddur í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í grunnskólanum á Flateyri sem nýlega var opnuð. Einar og fjölskylda verða því að bíða enn um sinn til að komast að bátnum í höfninni og meta tjónið. „Það er leiðindaveður og það verður ekkert gert í dag held ég.“ Heimild Mbl.is
Skrifað af Þorgeir 14.01.2020 17:00Skip við Slippkantinn
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is