Færslur: 2020 Mars25.03.2020 11:54Gitte Henning FD 950 Með kolmunna til FáskrúðfjarðarFæreyska uppsjávarskipið Gitte Henning kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 3.300 tonn af kolmunna til bræðslu. Skipið er byggt 2018 og er því eitt af nýjustu og stærstu uppsjávarskipum við N-Atlandshaf, 90 metrar að lengd og 18 metrar á breidd.
Skrifað af Þorgeir 22.03.2020 21:06Harðbakur EA 303 Eftir árekstur við skemmtiferðaskip
Skrifað af Þorgeir 22.03.2020 11:58Á eftir að setja sálina Pál Jónsson Gk 7
Sigurður Bogi Sævarsson Páll Jónsson GK, nýi Vísisbáturinn, reynist vel og veiðin er ágæt. Með 40.000 króka á sjó sagði Gísli Jónsson sína sögu en hann hefur verið til sjós í alls 54 ár. Starfið segir hann hafa breyst mikið. „Þorskurinn bítur ekki á agnið eins og við vildum, því nú er loðna um allan sjó,“ segir Gísli Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK 7. Landað var úr bátnum í Grindavík í gærmorgun og var aflinn um 70 tonn; þorskur sem fékkst á Skerjadýpi suður af Reykjanesi, á Eldeyjarbanka en að stærstum hluta á Dritvíkurgrunni úti af Snæfellsnesi. Frétt af mbl.isNýr Páll Jónsson GK kom í dag„Þó að loðnan finnist ekki í veiðanlegum mæli er nóg af henni samt, og hún þá mikilvægt æti fyrir þann gula og annan fisk sem er ofar í fæðukeðjunni. Sama var uppi á teningnum í fyrra en þegar loðnan hvarf var líka fínt fiskirí. Sama býst ég við að gerist á næstunni.“ Alltaf á þriðjudögumHinn nýi Vísisbátur, Páll Jónsson GK, er 45 metra langur, 10,5 metra breiður og fyrsta nýsmíðin af þessari stærð sem Vísir hf. fær í rúmlega 50 ára sögu fyrirtækisins. Báturinn kom til landsins 21. janúar. Róðrarnir síðan þá eru orðnir fjórir. Aflinn sem fékkst á línuna í þremur fyrstu túrunum var um 100 tonn, en hver bátur í útgerð Vísis hefur sinn fasta löndunardag. Er þriðjudagurinn jafnan merktur Páli Jónssyni, sem kemur inn í bítið og fer út aftur um kvöldið. Miðað er við að á bátnum séu fiskuð um 4.000 tonn á ári, en sú tala þarf að haldast og hráefni að berast í réttum skömmtum svo að jafnvægi haldist í vinnslu og sölu afurða. Landað í Grindavíkurhöfn. Ljósmynd/?Jón Steinar Sæmundsson „Báturinn hefur nú í upphafinu reynst vel í alla staði og reynslan er góð. Reyndar er eftir að fínstilla nokkur smáatriði og koma einstaka tækjum og búnaði fyrir á sínum rétta stað; nokkuð sem ég vil kalla að setja þurfi sálina í skipið, sem er alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Gísli og heldur áfram: 24 eru í hópnum„Aðbúnaður í bátnum er allur eins og best verður á kosið, svo sem á dekki, vinnslurými, í vél, vistarverum skipverja og borðsal. Allt íburðarlaust en flott. Svo erum við líka með allan nýjasta og besta skipstjórnarbúnaðinn sem býðst, en hvernig honum var komið fyrir í brúnni var nokkuð sem ég fékk að vera með í ráðum um við og hönnun smíði bátsins. Annað sáu sérfræðingarnir um. “ Alls eru fjórtán í áhöfn á Páli Jónssyni GK, en menn róa til skiptis svo í hópnum öllum eru alls 24 karlar. Allt dugnaðarforkar, rétt eins og þarf til sjós og á línunni – en sú sem skipverjarnir á Páli settu í sjó og drógu á Dritvíkurgrunni í vikunni var 54 kílómetrar og krókarnir um 40.000 talsins. Páll Jónsson GK þegar hann kom til Grindavíkur í janúar. Ljósmynd/?Jón Steinar Sæmundsson Gísli segir góða og skemmtilega tilfinningu fylgja því að vera skipstjóri á nýjum bát. Einn af hápunktum á ferlinum sem spannar 54 ár, þar af skipstjóri síðan 1973. Fyrst var Gísli á bátum frá Stokkseyri og byrjaði fimmtán ára. Var seinna austur á landi. Bjó þrjátíu ár í Þorlákshöfn og var á bátum sem gerðir voru þaðan út. Árið 1996 réði hann sig síðan til Vísis hf. í Grindavík og munstraðist svo þegar fram liðu stundir á bátinn Pál Jónsson GK – hinn fyrri. Dagur sem markaði skil í söguni„Við héldum út í fínu veðri og settum út fyrstu lögnina og þetta var 11. september 2001, dagur sem átti eftir að marka skil í sögunni,“ segir Gísli, en á sínum 19 árum á Páli Jónssyni fyrri fiskuðust alls 60 þúsund tonn, sem hlýtur að teljast ansi gott þegar allt er saman lagt eftir tvo áratugi. „Ég var og er vissulega ekki einn í þessu harki og alltaf með góðan mannskap með mér. Við Ingibergur Magnússon, jafnaldri minn og æskufélagi frá Stokkseyri, erum búnir að vera saman til sjós nánast alla tíð og þá hefur Valgeir Sveinsson frá Eyrarbakka verið með mér síðan 1996. Á nýjum Páli Jónssyni og fimm síðustu ár á þeim fyrri hefur Benedikt Páll Jónsson verið stýrimaður og skipstjóri á móti mér. Á þessum bát ætlum við að hafa fyrirkomulagið þannig að ég tek tvo túra og hann aðra tvo. Það kemur ágætlega út. Orðinn sjötugur finnst mér allt í lagi að slá aðeins af og taka mér lengri frí. Yngri menn sem leggja sjómennskuna fyrir sig gera slíkt raunar líka og kjósa að eiga líf utan vinnunnar, sem ég skil vel,“ segir Gísli að síðustu. Viðtalið við Gísla var fyrst birt í ViðskiptaMogganum 18. mars. Skrifað af Þorgeir 22.03.2020 11:16Þokkaleg birjun á Grásleppuveiði
Árlegur upplýsingafundur um grásleppumál var haldinn í Kaupmannahöfn 7. febrúar sl. Mjög góð þátttaka var á fundinum og margt fróðlegt sem þar kom fram.
Heildarveiði allra þjóða á árinu 2019 umreiknað í fjölda tunna af söltuðum hrognum losaði 21 þúsund. Almennt gengu veiðarnar vel hér við land, Grænlandi og Noregi. Þó lítilsháttar aukning hafi verið hjá Nýfundnalendingum á veiðin þar langt í land með að skila því magni sem þar var veitt hér á árum áður.
Alls jókst heildarveiðin um 11% milli ára og skiptist þannig milli þjóðanna.
Hrogn úr grásleppuafla sem veiðist úti fyrir ströndum Svíþjóðar og Danmörku er að mestu leyti seld á fiskmörkuðum þar sem kaupendur eru fiskbúðir og veitingahús. Í Danmörku er um árlegan viðburð að ræða þegar grásleppuhrogn koma og þau sett á matseðla sem sérstakur réttur (Frisk stenbiterrogn). Rétturinn nýtur sívaxandi vinsælda - sýrður rjómi með tilheyrandi kryddi í botninn og hrognin sett ofan á og vafla við hliðina - lostæti.
Hvernig væri nú að veitingageirinn á Íslandi tæki þann danska sér til fyrirmyndar?
Skrifað af Þorgeir 22.03.2020 10:47Sirrý Is 36
Skrifað af Þorgeir 21.03.2020 22:37Hákon EA 148 við Slippkantinn i morgun
Skrifað af Þorgeir 21.03.2020 16:48Dagur SK 17 seldur erlendis
Skrifað af Þorgeir 20.03.2020 21:02Bara venjuleg Flensa hjá skipverjum
Skrifað af Þorgeir 20.03.2020 17:27Loðna Hrygnir á Húnaflóa
Skrifað af Þorgeir 20.03.2020 13:19Björgun Blátinds VE 21Nú fyrir Skömmu var unnið að Björgun Blátinds VE 21 i vestmannaeyjarhöfn og var okkar maður óskar Pétur Friðriksson á vaktinni sem endranær og fangaði herlegheitin á flögu myndavélarinnar og kann ég honum bestu þakkir fyrir sendinguna
Skrifað af Þorgeir 20.03.2020 08:13Skipverjar í Sóttkvi í vestmannaeyjum
Skrifað af Þorgeir 19.03.2020 18:34Kaldbakur EA 1 Landar i Hafnarfirði
Skrifað af Þorgeir 18.03.2020 13:25Hákon EA 148 kemur með kolmunna til Neskaupstaðar
I nótt kom uppsjávarveiðiskipið Hákon EA 148 til Neskaupstaðar eftir erfiðan túr á Rockhall svæðið vestur af Irlandi og var skipið á veiðum i um sólahring og var skipið með um 530 tonn sem að fara i mjöl og lýsi og um 400 tonn af frosnum kolmunna i heildina var túinn 9 sólahringar höfn i höfn en mikil ótið hefur verið á veiðisvæðinu miklar brælur og þungur sjór svo að vinnuaðstæður verið með erfiðasta móti að sögn skipverja Nú mun Hákon EA gera hlé á Kolmunnaveiðum næstu 3 vikur og mun skipið fara i slipp til Akureyrar áður en haldið verður aftur til kolmunnaveiða við Færeyjar
Skrifað af Þorgeir 18.03.2020 07:52Gullver Ns með Fullfermi
Skrifað af Þorgeir 16.03.2020 21:43Alltaf líf og fjör í GrundarfirðiTogarinn Drangey Sk landaði í Grundarfirði í morgun og þá tók Þiðrik Unason meðfylgjandi myndir og kann ég honum bestu þakkir Fyrir það og var mikil traffik í höfninni þennan stutta tíma Sem að tók að landa og kara skipið en látum myndirnar tala
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is