Færslur: 2020 Mars

25.03.2020 11:54

Gitte Henning FD 950 Með kolmunna til Fáskrúðfjarðar

Færeyska uppsjávarskipið Gitte Henning kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 3.300 tonn af kolmunna til bræðslu.

Skipið er byggt 2018 og er því eitt af nýjustu og stærstu uppsjávarskipum við N-Atlandshaf, 90 metrar að lengd og 18 metrar á breidd.

                 Gitte Henning FD950  Mynd Loðnuvinnslan 

          Gitte Henning FD 950 Mynd Eðvarð Þór Gretarsson 25 mars 2020

22.03.2020 21:06

Harðbakur EA 303 Eftir árekstur við skemmtiferðaskip

             1412 Harðbakur EA303    ljósmyndari Óþekktur 

22.03.2020 11:58

Á eftir að setja sálina Pál Jónsson Gk 7

            Gisli Jónsson Skipst Mynd Jón Steinar Sæmundsson 2020

 

Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

sbs@mbl.is

Bókamerki óvirkt Setja bóka­merki

Páll Jóns­son GK, nýi Vís­is­bát­ur­inn, reyn­ist vel og veiðin er ágæt. Með 40.000 króka á sjó sagði Gísli Jóns­son sína sögu en hann hef­ur verið til sjós í alls 54 ár. Starfið seg­ir hann hafa breyst mikið.

„Þorsk­ur­inn bít­ur ekki á agnið eins og við vild­um, því nú er loðna um all­an sjó,“ seg­ir Gísli Jóns­son, skip­stjóri á Páli Jóns­syni GK 7. Landað var úr bátn­um í Grinda­vík í gær­morg­un og var afl­inn um 70 tonn; þorsk­ur sem fékkst á Skerja­dýpi suður af Reykja­nesi, á Eld­eyj­ar­banka en að stærst­um hluta á Drit­vík­ur­grunni úti af Snæ­fellsnesi.

Nýr Páll Jónsson GK kom í dag

Frétt af mbl.is

Nýr Páll Jóns­son GK kom í dag

„Þó að loðnan finn­ist ekki í veiðan­leg­um mæli er nóg af henni samt, og hún þá mik­il­vægt æti fyr­ir þann gula og ann­an fisk sem er ofar í fæðukeðjunni. Sama var uppi á ten­ingn­um í fyrra en þegar loðnan hvarf var líka fínt fiskirí. Sama býst ég við að ger­ist á næst­unni.“

Alltaf á þriðju­dög­um

Hinn nýi Vís­is­bát­ur, Páll Jóns­son GK, er 45 metra lang­ur, 10,5 metra breiður og fyrsta ný­smíðin af þess­ari stærð sem Vís­ir hf. fær í rúm­lega 50 ára sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Bát­ur­inn kom til lands­ins 21. janú­ar. Róðrarn­ir síðan þá eru orðnir fjór­ir. Afl­inn sem fékkst á lín­una í þrem­ur fyrstu túr­un­um var um 100 tonn, en hver bát­ur í út­gerð Vís­is hef­ur sinn fasta lönd­un­ar­dag. Er þriðju­dag­ur­inn jafn­an merkt­ur Páli Jóns­syni, sem kem­ur inn í bítið og fer út aft­ur um kvöldið. Miðað er við að á bátn­um séu fiskuð um 4.000 tonn á ári, en sú tala þarf að hald­ast og hrá­efni að ber­ast í rétt­um skömmt­um svo að jafn­vægi hald­ist í vinnslu og sölu afurða.

Landað í Grindavíkurhöfn.

Landað í Grinda­vík­ur­höfn. Ljós­mynd/?Jón Stein­ar Sæ­munds­son

„Bát­ur­inn hef­ur nú í upp­haf­inu reynst vel í alla staði og reynsl­an er góð. Reynd­ar er eft­ir að fínstilla nokk­ur smá­atriði og koma ein­staka tækj­um og búnaði fyr­ir á sín­um rétta stað; nokkuð sem ég vil kalla að setja þurfi sál­ina í skipið, sem er al­veg bráðnauðsyn­legt,“ seg­ir Gísli og held­ur áfram:

24 eru í hópn­um

„Aðbúnaður í bátn­um er all­ur eins og best verður á kosið, svo sem á dekki, vinnslu­rými, í vél, vist­ar­ver­um skip­verja og borðsal. Allt íburðarlaust en flott. Svo erum við líka með all­an nýj­asta og besta skip­stjórn­ar­búnaðinn sem býðst, en hvernig hon­um var komið fyr­ir í brúnni var nokkuð sem ég fékk að vera með í ráðum um við og hönn­un smíði báts­ins. Annað sáu sér­fræðing­arn­ir um. “

Alls eru fjór­tán í áhöfn á Páli Jóns­syni GK, en menn róa til skipt­is svo í hópn­um öll­um eru alls 24 karl­ar. Allt dugnaðarforkar, rétt eins og þarf til sjós og á lín­unni – en sú sem skip­verj­arn­ir á Páli settu í sjó og drógu á Drit­vík­ur­grunni í vik­unni var 54 kíló­metr­ar og krók­arn­ir um 40.000 tals­ins.

Páll Jónsson GK þegar hann kom til Grindavíkur í janúar.

Páll Jóns­son GK þegar hann kom til Grinda­vík­ur í janú­ar. Ljós­mynd/?Jón Stein­ar Sæ­munds­son

Gísli seg­ir góða og skemmti­lega til­finn­ingu fylgja því að vera skip­stjóri á nýj­um bát. Einn af hápunkt­um á ferl­in­um sem spann­ar 54 ár, þar af skip­stjóri síðan 1973. Fyrst var Gísli á bát­um frá Stokks­eyri og byrjaði fimmtán ára. Var seinna aust­ur á landi. Bjó þrjá­tíu ár í Þor­láks­höfn og var á bát­um sem gerðir voru þaðan út. Árið 1996 réði hann sig síðan til Vís­is hf. í Grinda­vík og munstraðist svo þegar fram liðu stund­ir á bát­inn Pál Jóns­son GK – hinn fyrri.

Dag­ur sem markaði skil í sög­uni

„Við héld­um út í fínu veðri og sett­um út fyrstu lögn­ina og þetta var 11. sept­em­ber 2001, dag­ur sem átti eft­ir að marka skil í sög­unni,“ seg­ir Gísli, en á sín­um 19 árum á Páli Jóns­syni fyrri fiskuðust alls 60 þúsund tonn, sem hlýt­ur að telj­ast ansi gott þegar allt er sam­an lagt eft­ir tvo ára­tugi.

„Ég var og er vissu­lega ekki einn í þessu harki og alltaf með góðan mann­skap með mér. Við Ingi­berg­ur Magnús­son, jafn­aldri minn og æsku­fé­lagi frá Stokks­eyri, erum bún­ir að vera sam­an til sjós nán­ast alla tíð og þá hef­ur Val­geir Sveins­son frá Eyr­ar­bakka verið með mér síðan 1996. Á nýj­um Páli Jóns­syni og fimm síðustu ár á þeim fyrri hef­ur Bene­dikt Páll Jóns­son verið stýri­maður og skip­stjóri á móti mér. Á þess­um bát ætl­um við að hafa fyr­ir­komu­lagið þannig að ég tek tvo túra og hann aðra tvo. Það kem­ur ágæt­lega út. Orðinn sjö­tug­ur finnst mér allt í lagi að slá aðeins af og taka mér lengri frí. Yngri menn sem leggja sjó­mennsk­una fyr­ir sig gera slíkt raun­ar líka og kjósa að eiga líf utan vinn­unn­ar, sem ég skil vel,“ seg­ir Gísli að síðustu.

Viðtalið við Gísla var fyrst birt í ViðskiptaMogg­an­um 18. mars.

22.03.2020 11:16

Þokkaleg birjun á Grásleppuveiði

 

 

        Sverrir og Guddi Á  Aþenu Þh 505 Gera klárt mynd þorgeir Baldursson

         2436 Aþena ÞH 505 heldur i Róður  mynd þorgeir Baldursson 
 
Árlegur upplýsingafundur um grásleppumál var haldinn í Kaupmannahöfn 7. febrúar sl.  Mjög góð þátttaka var á fundinum og margt fróðlegt sem þar kom fram.
 
 
Heildarveiði allra þjóða á árinu 2019 umreiknað í fjölda tunna af söltuðum hrognum losaði 21 þúsund.  Almennt gengu veiðarnar vel hér við land, Grænlandi og Noregi.  Þó lítilsháttar aukning hafi verið hjá Nýfundnalendingum á veiðin þar langt í land með að skila því magni sem þar var veitt hér á árum áður.  
 
Alls jókst heildarveiðin um 11% milli ára og skiptist þannig milli þjóðanna.
 

Ísland

9.433 tunnur

Grænland

8.431 tunnur

Noregur

1.965 tunnur

Nýfundnaland

    461 tunna

Danmörk og Svíþjóð

1.000 tunnur

 
 
84447037_161724231937976_6156380957873012736_n.png
Hrogn úr grásleppuafla sem veiðist úti fyrir ströndum Svíþjóðar og Danmörku er að mestu leyti seld á fiskmörkuðum þar sem kaupendur eru fiskbúðir og veitingahús.  Í Danmörku er um árlegan viðburð að ræða þegar grásleppuhrogn koma og þau sett á matseðla sem sérstakur réttur (Frisk stenbiterrogn).  Rétturinn nýtur sívaxandi vinsælda - sýrður rjómi með tilheyrandi kryddi í botninn og hrognin sett ofan á og vafla við hliðina - lostæti.
 
 
 
Hvernig væri nú að veitingageirinn á Íslandi tæki þann danska sér til fyrirmyndar?   
 
 
 

22.03.2020 10:47

Sirrý Is 36

                2919 Sirrý is 36 Mynd þorgeir Baldursson 12 mars 2020

21.03.2020 22:37

Hákon EA 148 við Slippkantinn i morgun

          2407 Hákon EA 148 mynd þorgeir Baldursson 21 mars 2020  

Hákon EA kom til Akureyrar i fyrrinótt og mun vera að fara i slipp og stoppa næstu 3 vikur 

 

21.03.2020 16:48

Dagur SK 17 seldur erlendis

                   Dagur EK 2001 mynd þorgeir Baldursson 19 mars 2020

Dögun á Sauðárkróki hyggur á breytingar.

Dögun á Sauðárkróki hyggst ekki gera út skip til rækjuveiða á Íslandi á þessu ári og hefur sett Dag SK 17 á sölu. Áhöfninni, fimm manns,  verður sagt upp en hluta hennar býðst mögulega að halda sínum plássum hjá nýjum eiganda gangi samningar um söluna eftir. Dögun hyggst auka framleiðslu á iðnaðarrækju í verksmiðjunni á Sauðárkróki og stefnt er að vinnslu á 10.000 tonnum á þessu ári.

Dögun hefur starfað óslitið frá árinu 1983 og hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á rækju. Rækjuverksmiðjan tók til starfa snemma árs 1984 og var þá að mestu unnin innfjarðarrækja úr Skagafirðinum. Verksmiðja félagsins hefur verið endurbætt og stækkuð reglulega og er nú ein fullkomnasta rækjuverksmiðja á Íslandi. Óskar Garðarsson, framkvæmdastjóri Dögunar, segir ástæður þess að ekki verði gert út á rækjuveiðar þær að veiðarnar standi ekki undir sér. Þar er ekki um lágt verð að sakast heldur ónóga veiði og kostnaðarsamt úthald.

Of hár kostnaður

„Rekstrarskilyrði fyrir rækjuútgerð hafa verið erfið í nokkuð mörg ár eða 10-15 ár. Aðallega snýst það um litla veiði sem er undir því sem þarf til að útgerð borgi sig.   Kostnaðurinn sem hlutfall af tekjum er of hár þegar aflinn er ekki meiri en raun ber vitni,“ segir Óskar.

Borist hefur tilboð í Dag SK  frá Eistlandi þar sem það yrði gert út á rækju undir eistnesku flaggi. Samningurinn er þó ekki frágenginn.  Dagur var keyptur 2016 frá Írlandi en skipið var smíðað á Spáni árið 1997.

Opnað á Flæmska hattinum

Langstærstur hluti hráefnisins sem unninn er í verksmiðju Dögunar kemur annars staðar frá, þ.e.a.s. Barentshafi, Kanada og á þessu ári verður opnað fyrir rækjuveiðar að nýju á Flæmska hattinum. Stefnt er að vinnslu á um 10.000 tonnum á þessu ári í rækjuverksmiðju Dögunar. Undanfarin ár hafa verið framleiddar afurðir úr 6.000 til 7.500 tonnum af hráefni. Síðustu ár hefur hlutfall innlendrar rækju verið innan við 10% af hráefnisöflun Dögunar.

Verksmiðjan var mikið endurnýjuð á síðasta ári. Bætt var við tækjabúnaði, annað endurnýjað og sjálfvirkni aukin. Rúmlega 25 manns vinna við rækjuvinnsluna og sú tala mun lítið breytast þrátt fyrir aukna framleiðslu framundan með aukinni sjálfvirkni.

Margar útgerðir hafa hætt rækjuveiðum á síðustu árum. Nú er til að mynda ekkert skip á rækjuveiðum en búasta má við einhver haldi til veiða í vor. Það eru þá nánast eingöngu skip sem eru í blönduðum veiðum, það er að segja rækju og bolfiski. Dögun hefur ekki haft svigrúm til þess vegna kvótastöðu sinnar í öðrum tegundum. Það eru ekki nema einn eða tveir sem eru eingöngu í rækju á sumrin.

           

20.03.2020 21:02

Bara venjuleg Flensa hjá skipverjum

           Hrafn Sveibjarnarsson GK 255 mynd Óskar Pétur Friðriksson 

Staðfest hefur verið að veikindin sem komu upp hjá áhöfn togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar frá Grindavík eru ekki af völdum COVID-19 veirunnar.

20.03.2020 17:27

Loðna Hrygnir á Húnaflóa

Hrygningarloðna í Húnaflóa styður vísbendingar um aukna hrygningu loðnu undan Norðurlandi. Þetta segir leiðangursstjóri í rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. Hann segir í samtali við ruv.is enga vísbendingu um vestangöngu loðnunnar.

Það er tæp vika síðan haldið var í leiðangur á uppsjávarskipinu Kap VE til að rannsaka loðnu við landið. Leiðangurinn hófst fyrir sunnan land og þaðan var haldið norður með Vesturlandi og austur að Eyjafirði. Þar var gert hlé á rannsóknum vegna veðurs.

Vilja fylgjast með framvindu loðnugöngunnar

Birki Bárðarson leiðangursstjóri, segir tilganginn með þessum túr að fylgja eftir stofnmati loðnu fyrr í vetur. „Við viljum fygjast með framvindu göngunnar og hvenig það gerir sig og hvort það sé eitthvað nýtt að gerast þar. Hvort að hugsanlega séu einhver merki um vestangöngu eða einhverja óvænta atburði.“ Þá sé verið að skoða ástand loðnunnar frá ýmsum hliðum, hrygningarsvæði og fæðuöflun.

Áhugavert að sjá hrygningaloðnu í Húnaflóa

Birkir segir þá ekki hafa séð mikið af loðnu, en þó nokkuð. Hrygningaloðna hafi verið undan Suðurlandi og út af Reykjanesi, en lítið hafi reynst á bak við fréttir af loðnu út af Faxaflóa. Þá sáu þeir nokkuð af hrygningaloðnu inni á Húnaflóa sem hann segir áhugavert. „Það má svosem búast við því og eins og við höfum talað um, virðist vera aukin hrygning undanfarið fyrir norðan land. Og þetta er til merkis um það.“

Engin ákveðin merki um vestangöngu

„En það er engin vestanganga á leiðinni og þú ert ekkert að sjá meira en menn áttu von á?“ 
„Við höfum ekki séð nein ákveðin merki um vestagöngu, nei. Og enn sem komið er þá er engin stór breyting á því sem við erum að sjá. Þó að það hafi verið ánægjulegt að sjá líf í Húnaflóanum,“ segir Birkir.

 

               Kap Ve 4 á Akureyri i vikunni Mynd þorgeir Baldursson 

 

20.03.2020 13:19

Björgun Blátinds VE 21

Nú fyrir Skömmu var unnið að Björgun Blátinds VE 21 i vestmannaeyjarhöfn og var okkar maður 

óskar Pétur Friðriksson á vaktinni sem endranær og fangaði herlegheitin á flögu myndavélarinnar 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir sendinguna 

 

        Blátindur og Lóðsinn mynd Óskar Pétur Friðriksson  

Þórólfur Vilhjálmsson, húsa- og skipasmíðameistari í Vestmannaeyjum, var einn þeirra sem kom að endursmíði Blátinds árið 2000. Hann fylgist með af bryggjunni þegar bátnum var lyft af hafsbotni.

     Þórólfur Vilhjálmsson Skipasmiður Mynd óskar PéturFriðriksson

 

„Ég hef nú bara séð hann úr fjarlægð á seinni árum. Við tókum hann gríðarlega mikið í gegn á sínum tíma en síðan dagaði þetta mál einhvers staðar uppi. Síðan hefur ekki gengið sem skyldi. Eins og ástandið er núna á bátnum er það mikið verkefni að gera eitthvað vitrænt í málinu, að því er mér finnst. Ég hef svo sem ekki skoðað þetta mikið heldur bara fylgst með úr fjarlægð hvernig þetta hefur því miður gengið til hins verra. Þetta er sannarlega merkilegur bátur en hér eins og víðar hefur vantað hvata til að halda í þessi atvinnumenningarverðmæti sem víða eru. Oft hefur þetta byggst á eldhugum og þar má sem dæmi benda á slíka menn á Siglufirði sem hafa dregið til sín fólk sem hefur áhuga á varðveislu slíkra minja. En víða eru skip að grotna niður hér og þar á landinu,“ segir Þórólfur.

                     Dapurt ástand  mynd  Óskar Pétur Friðriksson 

 

Hann kveðst telja að mikið þurfi til þess að koma Blátindi í viðundandi horf. Málið snúist hugsanlega um það að lagfæra bátinn þannig að hann verði sýningarhæfur eða færa hann í það horf að hægt verði að nota hann til dæmis í ferðaþjónustu að sumarlagi.

          Blátindur við Skansinn mynd Óskar Pétur Friðriksson 

Hættulegt ástand bátsins

„En hvað sem reynt verður að gera þá verður það mjög kostnaðarsamt eins og málið hefur þróast,“ segir Þórólfur. Hann segir Vestmannaeyjabæ standa vel en það skyggi á að annað árið í röð bregðist loðnuvertíðin og ofan í þetta bætist kórónuveiran. Loðnubrestur sé gríðarlegt högg fyrir sjávarútvegsbyggðirnar. Hann eigi því síður von á því að björgun atvinnumenningarlegra minja verði í forgangi á dálítið fordæmalausum tímum.

           Blátindur Ve 21 kafarar að störfum mynd óskar Pétur Friðriksson 

 

Fram kom á fundi hafnar- og framkvæmdaráðsins að stefnt sé að viðhaldi á lyftupalli skipalyftunnar þann 22. mars og fyrir þann tíma yrði að losa skipalyftupallinn. Þeir möguleikar séu í stöðunni að negla vatnsheldan krossvið yfir göt á síðu Blátinds og setja bátinn á flot og geyma hann í smábátahöfninni þar til fyrir liggur hvað á að gera við hann. Annar möguleiki sé að flytja bátinn á svæðið norðan við lyftuhúsið. Ekki sé forsvaranlegt að geyma bátinn í þessu ástandi á hafnarsvæðinu vegna hættulegs ástands hans auk þess sem stöðugt verði að dæla úr honum sjó. Ekki sé hægt að fara með bátinn aftur á Skanssvæðið í því ástandi sem hann er.

              Kominn á Þurrt Mynd Óskar Pétur Friðriksson 

     Björgunnarmenn sem að komu að verkinu mynd Óskar Pétur Friðriksson 

     Tryggvi Sig Gisli Óskars og tói vidó Mynd Ósksar Pétur Friðriksson

Saga Blátinds er eftirfarandi

Blátindur VE 21.

Skráninganúmer 347

Vélbátur.

Fiskibátur.

 

Eigendur Blátinds.

1947. Ríkissjóður Íslands.

1948. Magnús Thorberg og Ágúst Ólafsson Vestmannaeyjum.

1959. Blátindur GK 88,

Snæfell hf og Söltun hf Keflavík.

1962. Atlantor hf Reykjavík.

1966. Sæmundur Jónsson, Gísli Jónsson og Bjarni Ágústsson Grindavík.

1970. Blátindur  Sk 88,

Lúðvík Gizurarson, Reykjavík.

1972. Fiskiðja Sauðárkróks hf Sauðárkróki.

1982. Tindur sf Sauðárkróki.

1990. Seldur til Ólafsfjarðar Kvótalaus.

1993. Tryggvi Sigurðsson og Hermann Einarsson fá hann dreginn til Vestmannaeyja.

2000. Áhugamannafélag um endurbyggingu vélbátsins Blátinds VE 21.

2001. Menningarmálanefnd Vestmannaeyja.

Varðveislustaður, við Skansinn, Vestmannaeyjahöfn.

Smíðaár 1947.

Skipasmíðastöð. Dráttarbraut Vestmannaeyja hf, meistari: Gunnar Marel Jónsson.

Smíði Bátsins var hluti af raðsmíði fiskiskipa fyrir tilstilli ríkistjórnarinnar til endurnýjunar á fiskiskipaflota þjóðarinnar í stríðslok.

Smíðastaður. Vestmannaeyjar.

Lengd 18,4m. breidd 5,1m dýpt 2,14

Smíðaefni og samsetning. Eik: sléttsúðaður.

Þilför: Alþilja.

Yfirbygging: Stýrishús, lúkar, lúkarskappi.

Lokuð rými: Lest, vélarúm.

Möstur og seglabúnaður: Tvísildur, framsigla og aftursigla.

Vél:

1947: Alpha dísel 150 hö.

1961: Alpha dísel 220hö.

1980: GM dísel 335 hö.

Fengið úr Eyjafréttum 19. Febrúar 2020.

20.03.2020 08:13

Skipverjar í Sóttkvi í vestmannaeyjum

     Hrafn Sveibjarnasson GK 255 Mynd óskar Pétur Friðriksson 20 mars 2020

Mikill viðbúnaður var hjá Lögreglu og sóttvararteimi Landlæknis

þegar togarinn Hrafn Hrafn Sveinbjarnarsson Gk i eigu Þorbjarnar i Grindavik 

kom inn til eyja um kl 02 i nótt vegna gruns um Korona smit um borð og voru 

alls 4 skipverjar settir i einangrun 

19.03.2020 18:34

Kaldbakur EA 1 Landar i Hafnarfirði

   

                    2891 Kaldbalur Ea 1 Llandar i Hafnarfirði mynd Þorgeir Baldursson mars 2020

18.03.2020 13:25

Hákon EA 148 kemur með kolmunna til Neskaupstaðar

             2407 Hákon EA148 mynd Smári Geirsson 18 mars 2020

I nótt kom uppsjávarveiðiskipið Hákon EA 148 til Neskaupstaðar eftir erfiðan túr á Rockhall svæðið

vestur af Irlandi og var skipið á veiðum i um sólahring og var skipið með um 530 tonn sem að fara i mjöl og lýsi 

og um 400 tonn af frosnum kolmunna i heildina var túinn 9 sólahringar höfn i höfn en mikil ótið hefur verið 

á veiðisvæðinu miklar brælur og þungur sjór svo að vinnuaðstæður verið með erfiðasta móti að sögn skipverja 

Nú mun Hákon EA gera hlé á Kolmunnaveiðum næstu 3 vikur og mun skipið fara i slipp til Akureyrar 

áður en haldið verður aftur til kolmunnaveiða við Færeyjar 

 

18.03.2020 07:52

Gullver Ns með Fullfermi

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær með fullfermi eða 106 tonn. Aflinn var mest þorskur en einnig dálítið af karfa, ufsa og ýsu.

                 1661 Gullver NS12 mynd þorgeir Baldursson 2019

Heimasíðan ræddi við Þórhall Jónsson skipstjóra og spurði fyrst hvar skipið hefði verið að veiðum. „

    Þórhallur Jónsson skipst

Við fengum mestan hluta af aflanum í Litladýpinu og á Fætinum. Þar var fínasti þorskur.

Við fórum síðan allt vestur á Mýragrunn í leit að ufsa og ýsu en það bar takmarkaðan árangur.

Það sem helst bar til tíðinda í veiðiferðinni var það að við fengum gott veður í þrjá af þeim fjórum dögum sem við vorum að veiðum.

Það er lúxus sem við höfum ekki upplifað lengi og mikið fagnaðarefni,“ segir Þórhallur.

Gert er ráð fyrir að Gullver haldi aftur til veiða kl. 8 annað kvöld.

Heimasiða www.svn.is

 

 

 

 

16.03.2020 21:43

Alltaf líf og fjör í Grundarfirði

Togarinn Drangey Sk landaði í Grundarfirði í morgun og þá tók 

Þiðrik Unason meðfylgjandi myndir og kann ég honum bestu þakkir

Fyrir það og var mikil traffik í höfninni þennan stutta tíma

Sem að tók að landa og kara skipið en látum myndirnar tala 

   

             Málmey Sk 1 mynd þiðrik unason 

            Sigurborg Sh12 mynd þiðrik unason 2020

        Farsæll SH 30 mynd þiðrik unason 2020

      Runólfur SH Málmey Sk og Drangey Sk mynd  Þiðrik Unason  2020

   Runólfur SH 135 mynd þiðrik unason 2020

    Drangey Sk og sigurborg SH mynd þiðrik unason 2020

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1802
Gestir í dag: 148
Flettingar í gær: 1762
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 595999
Samtals gestir: 24885
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 15:58:27
www.mbl.is