Færslur: 2020 Apríl23.04.2020 21:53Granit H-11-AV i Barentshafi
Skrifað af Þorgeir 23.04.2020 21:16Goðafoss Kveður eftir 20 ára Þjónustu
Skrifað af Þorgeir 23.04.2020 21:01Slasaður vélsleðamaður fluttur með TF-GRO til Akureyrar
Skrifað af Þorgeir 22.04.2020 00:45Leki að Strandveiðibát á Skagafirði
Skrifað af Þorgeir 20.04.2020 22:03Margret EA 710 með Kolmunna til Neskaupstaðar
Gert er ráð fyrir að Margrét EA komi með liðlega 2.000 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar seint í dag eða í kvöld og litlu síðar mun Bjarni Ólafsson AK koma með um 1.850 tonn til Seyðisfjarðar.
Heimasíðan ræddi við Tómas Kárason, skipstjóra á Beiti NK, en skipið var að toga á kolmunnamiðunum á gráa svæðinu suður af Færeyjum.
„Við erum komnir með rúm 1.500 tonn og erum að fara að hífa. Ég held að það sé mjög gott í, allavega 400 tonn, en aflinn er ekki kominn um borð fyrr en hann er kominn um borð eins og einhver góður maður sagði. Þetta lítur vel út hérna; gott veður og meira að sjá í dag en í gær. Það eru mörg skip að veiðum hérna, ég held að þau séu um 50 talsins. Hér eru grænlensk, færeysk, og rússnesk skip og svo er hér einn Norðmaður auk íslensku skipanna. Þessi floti dreifðist í gær á um 20 mílna breitt svæði,“ segir Tómas. Heimasiða svn myndir Þorgeir Baldursson Guðlaugur Björn Birgisson Ómar Bogasson Skrifað af Þorgeir 19.04.2020 21:51Seifur á Eyjafirði i dag
Skrifað af Þorgeir 18.04.2020 12:54Octopus til söluhttps://www.burgessyachts.com/en/buy-a-yacht/yachts-for-sale/octopus-00006307 og verðið er 295.000.000 eur snekkjann er 126.2 m löng 21.82 á breidd og pláss er fyrir 26 gesti 13 klefum og er smiðuð i Lurssen 2003 heimahöfn George Town Suður Afriku en núna er snekkja i Marseille i Frakklandi IMO: 1007213 Name: OCTOPUS Vessel Type - Generic: Pleasure Craft Vessel Type - Detailed: Yacht Status: Active MMSI: 319866000 Call Sign: ZCIS Flag: Cayman Is [KY] Gross Tonnage: 9932 Summer DWT: 1680 t Length Overall x Breadth Extreme: 126.2 x 21.82 m Year Built: 2003 Home Port: GEORGE TOWN Snekkjan hefur tekið þátt i fjölda rannsókna um allan heim með visindamömnnum Octopus „draumur vísindamannsins“ , sem ekki er í eigu þjóðhöfðingja eða þjóða. Tvær þyrlur eru um borð og tveir litlir kafbátar. „Það er eins og draumur vísindamannsins. Best útbúna hafrannsóknarskip í heimi. Og svo er 56 manna áhöfn fyrir einn mann,“ segir Haraldur. Hann hefur ferðast á því til Nýju-Gíneu og til Salomonseyja með Allen í því skyni að rannsaka jarðhita og hefur með honum skoðað eldfjöll víðsvegar um heiminn bæði að ofan og neðan. Skotið niður af þýsku herskipi sem hét Bismarck. Skipið hefur nú verið fundið og Octopus hefur tekið þátt í að kanna það flak sem er á tæplega 3 kílómetra dýpi,“ útskýrir Haraldur. Paul Allen ku einnig vera mikill áhugamaður um fornminjar neðansjávar og skipsflök.
Skrifað af Þorgeir 17.04.2020 21:59Kap VE 4 i slipp á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 17.04.2020 16:30Kolmunnaveiðin gosin upp suður af Færeyjum
Kolmunnaveiði á gráa svæðinu suður af Færeyjum er hafin af góðum krafti. Kolmunnaskipin köstuðu í gærkvöldi og fengu mörg hver góðan afla í fyrsta holi. Heimasíðan ræddi stuttlega við Gísla Runólfsson skipstjóra á Bjarna Ólafssyni AK og spurði hann hvort væri ekki bros á hverju andliti um borð.
„Jú, það má alveg segja það. Við köstuðum klukkan 10 í gærkvöldi austarlega á gráa svæðinu, drógum í 10 tíma og aflinn var 550 tonn. Það má því alveg segja að þetta byrji vel. Við köstuðum strax aftur, erum búnir að toga í tvo tíma og þetta hol lítur líka afar vel út. Hér um borð eru allir glaðir enda búið að bíða eftir því að veiðar hæfust. Við fórum frá Neskaupstað fyrir 10 dögum og höfum síðan beðið eftir að fiskurinn gengi úr skosku lögsögunni og inn á gráa svæðið. Annars er veiðin að hefjast um líkt leyti og í fyrra. Mér sýnist að veiðin hafi byrjað 14. apríl í fyrra þannig að það munar ekki miklu. Við lítum bara á biðina eftir kolmunnanum sem góða sóttkví. Það hafa fleiri skip verið að fá mjög góð hol. Polar Amaroq hífði 620 tonn áðan og ég held að Víkingur hafi verið með 580 tonn. Beitir NK hífði í nótt tæplega 200 tonn eftir að hafa dregið stutt og Margrét EA var líka kominn með afla. Mér líst afar vel á þetta. Útlitið er býsna bjart og ég held að þetta verði bara vaxandi“,segir Gísli. Heimild Svn.is Skrifað af Þorgeir 17.04.2020 13:54Sólberg ÓF með mettúr eftir 32 daga höfn í höfnSólberg ÓF með mettúr eftir 32 daga höfn í höfn
Það tók tvo daga að landa úr Sólbergi ÓF eftir að það kom úr mettúr úr Barentshafinu í síðustu viku. Aflinn var um 1.800 tonn upp úr sjó, mestmegnis þorskur en 20% aflans voru aðrar tegundir. Í eðlilegu árferði væri aflaverðmætið einhvers staðar í kringum 800 milljónir króna en óvissa á mörkuðum gerir alla útreikninga flókna. Túrinn tók 32 daga. Sigþór Kjartansson skipstjóri segir að hann hafi verið kláraður norður af Lófóten á hrygningasvæði þorsks.
Sólbergið er fullbúið frystiskip með flaka- og bitavinnslu og vatnsskurðarvél frá Völku. Sama áhöfn er að uppistöðu á Sólbergi og var áður á Mánaberginu. Eftir að hið fyrrnefnda var tekið í drift hefur verið farinn einn túr á ári í Barentshafið en þeir voru tveir á Mánaberginu. Sólbergið er einn fullkomnasti frystitogari landsins með heilmikilli vinnslu um borð. Áhöfnin telur enda 34 menn og fiskurinn er unninn í flök og hnakkastykki og aðra bita. Ekki hafa verið framleiddir hnakkar í túrnum í Barentshafi en heilmikil framleiðsla hefur verið á heimamiðum. Sneisafullar lestar
Lestar Sólbergs taka 732 tonn af unnum afurðum og þær voru sneisafullar þegar skipið kom til heimahafnar úr Barentshafinu í síðustu viku. Mestmegnis eru þetta þorskafurðir og eitthvað af ufsa og ýsu. Þá var skipið með bæði mjöl og lýsi, nálægt um 200 tonn.
Sigþór segir að eitthvað lítilræði hafi verið eftir af kvótanum og lítið mál hefði verið að veiða hann allan. Stöðva hefði þurft veiðarnar þar sem meira komst ekki fyrir í lest. Sigþór og áhöfn hans var komin í langþráð frí en Sólbergið var komið á Austfjarðamið með hinni áhöfninni. Sigþór segir talsverða óvissu með verðmæti aflans. Varlegt uppgjör var gert á 90% aflans en lokauppgjör fari fram síðar. Hann segir að venjulega fari aflinn beint í gáma til útflutnings en nú horfi þannig við að birgðir hafi eitthvað safnast upp. Allt í hægagangi Fiskifréttir ræddu við Sigþór í lok mars þegar skipið var komið með um 1.000 tonn upp úr sjó eftir einungis um hálfan mánuð á miðunum. Sigþór segir þennan túr í Barentshafið mun betri en þann sem var farinn í fyrra. Veiði hafi verið mikil en eftirtektarvert hafi verið hve lítið var af ýsu. Það sé í samræmi við það sem Norðmenn kvarti undan þessa dagana. Talsvert hafi verið af ufsa en þorskgegndin mikil. Fiskurinn út af Lófóten hafi verið vel haldinn og fullur af loðnu. Sigþór segir að fiskverð hafi vissulega verið hátt undanfarið. Hann segir að þrátt fyrir óvissuna á mörkuðum vegna kórónuveirunnar sé alveg ljóst að afurðirnar seljist á endanum. Hann viti til þess að eitthvað hafi meira að segja opnast fyrir sölu á ferskum fisk frá íslenskum fiskvinnslum inn á Evrópu. Allt virki þó hægar en áður og menn verði einfaldlega að sýna biðlund. Skrifað af Þorgeir 16.04.2020 11:10ÞETTA VAR FÍNASTI TÚR
Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi eða 108 tonnum á Seyðisfirði eftir páskana. Uppistaða aflans var þorskur og ýsa en einnig var nokkuð af ufsa og gullkarfa.
Frystihús Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði tók drjúgan hluta aflans til vinnslu en hluti hans fór til vinnslu á Akureyri og í Neskaupstað. Þórhallur Jónsson skipstjóri segir að nú á tímum kórónaveirunnar fari Gullver í eina veiðiferð á viku og í þessari veiðiferð hafi verið farið suður fyrir land. „Við byrjuðum í Breiðamerkurdýpi og á Öræfagrunni og tókum þar þrjú hol. Síðan var keyrt á Selvogsbankann og þar fengust 85-90 tonn á einum og hálfum sólarhring. Þá var komið hrygningarstopp og Selvogsbankanum lokað. Það verður að segjast að þetta var fínasti túr“, segir Þórhallur í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar. Gullver NS hélt á ný til veiða í gærkvöldi. Heimild svn.is Skrifað af Þorgeir 15.04.2020 21:00Sólberg ÓF1
Skrifað af Þorgeir 15.04.2020 13:29Fiskideginum á Dalvik frestað um 1 ár
Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að tuttugu ára afmælishátíð verði frestað um eitt ár og er fólk boðið velkomið á 20 ára afmælið 6. til 8. ágúst 2021. Ekkert verður af Fiskideginum þetta árið. Eins og fram kom í gær telur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óvarlegt að halda fjöldasamkomur í sumar þar sem saman koma fleiri en 2.000 manns. Frétt af mbl.isTilmælin hafa áhrif á mikilvæga viðburði„Saman förum við í gegnum þetta verkefni sem okkur hefur verið rétt upp í hendurnar, verum áfram einbeitt og hlýðum þríeykinu sem vinnur ásamt sínu fólki afar gott starf. Við skulum muna að tapa aldrei gleðinni. Við komum sterk inn að ári og þá knúsumst við og njótum samvista við fólkið okkar og gesti. Veriði velkomin á 20 ára afmæli Fiskidagins mikla 6.-8. ágúst 2021,“ segir í tilkynningu frá stjórn Fiskidagsins mikla. Styrktaraðilar munu á næstu dögum fá bréf þar sem þeim verður þakkað fyrir frábært samstarf og þess óskað að þeir haldi stuðningi áfram á næsta ári. Skrifað af Þorgeir 14.04.2020 21:32Kolmunnaflotinn á reki á gráa svæðinuÍslensku kolmunnaskipin láta reka á gráa svæðinu suður af Færeyjum. Ljósm. Helgi Freyr Ólason Heimasíðan ræddi við Tómas Kárason, skipstjóra á Beiti NK, í dag og spurðist frétta af kolmunnaveiðum. Tómas sagði að heldur lítið væri að frétta en beðið væri eftir því að kolmunninn gengi úr skoskri lögsögu inn á hið svonefnda gráa svæði suður af Færeyjum. „Hér eru öll skip á reki. Ég held að hér á hinu svonefnda gráa svæði séu 14 íslensk skip og hér er einnig grænlenska skipið Polar Amaroq og allmargir Rússar. Færeysku skipin voru hér en ég held að þau séu farin í land. Skipin eru alldreifð, en það er ekkert að gerast. Það gætu verið einhverjir dagar í að kolmunninn gangi inn á svæðið en það hafa borist fréttir af fínustu veiði innan skoskrar lögsögu. Menn bíða semsagt eftir því að fiskurinn gangi norðureftir en hér hefur gjarnan verið byrjuð veiði um þetta leyti. Staðreyndin er sú að þetta kemur mönnum ekkert rosalega á óvart. Það getur verið breytilegt frá ári til árs hvenær fiskurinn kemur á þessar slóðir. Menn eru bara rólegir, fylgjast með og bíða. Það er bara ekkert annað að gera í stöðunni,“ segir Tómas. Af svn.is Skrifað af Þorgeir 13.04.2020 21:26Hífðu slasaðan sjómann um borð
Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti slasaðan sjómann um borð í togara sem staddur var um 20 sjómílur suður af Krísuvíkurbergi í dag.
TF-EIR var komin að togaranum um hádegisbil og hífingar gengu vel, að því er segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Sigmanni var slakað niður í togarann og var skipverjinn hífður um borð í þyrluna skömmu síðar. Að hífingum loknum var flogið á Reykjavíkurflugvöll þar sem sjúkrabíll beið hins slasaða. Kolbeinn Guðmundsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var við öllu búinn. Ljósmynd/?Landhelgisgæslan Tf Eir Mynd Landhelgisgæslan Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1154 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060570 Samtals gestir: 50938 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:22:06 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is