Færslur: 2020 September30.09.2020 20:46Aflaverðmæti Ljósafells 1 milljarður
Skrifað af Þorgeir 29.09.2020 20:59Sólrún EA151 Nýskveruð úr firsta róðriSólrún EA 151 kom úr sýnum firsta róðri i gær eftir að báturinn kom úr endurbótum hjá siglufjarðaseig á siglufirði Aflinn var rúm 3tonn uppistaðn Þorskur hérna koma nokkrar myndir
Skrifað af Þorgeir 29.09.2020 19:25Mikil umsvif i DalvikurhöfnÞað hefur verið mikið lif og Fjör i Dalvikurhöfn undanfarna daga og þegar ég átti leið um hafnasvæðið um miðjan dag i gær þann 28 september Var mikið um að vera bátar að koma og fara Dragnótabátar ásamt linu og netabátum að landa og hafa þeir verið að fiska vel uppistaða i þessu afla hefur verið bolta ýsa litilræði af þorski og smotterii af öðrum tegundum sem að mestu hefur farið á markað og Skipverjar verið mjög ánægðir með verðið en Alls var landað á Dalvik og Árskósandi um 160 tonnum þennan dag sem að skiptast svo Björgúlfur EA 312 97511 Kg Hafborg EA152 25453 Kg Bárður SH 81 19405 Kg Straumey EA 50 8330 Kg Sæbjörg EA 184 4258 kG Sæþór EA 101 1947 Kg Sólrún EA 151 3368 Kg Ársógsandi
Skrifað af Þorgeir 28.09.2020 23:38Kappsigling til löndunnar meira á morgun
Skrifað af Þorgeir 27.09.2020 20:04Sæþór EA101 kemur til Dalvikur i dag
Skrifað af Þorgeir 27.09.2020 08:53Sæplast á Dalvik
Skrifað af Þorgeir 26.09.2020 21:30Bárður SH 81 á EyjafirðiDragnóta báturinn Bárður var á veiðum fyrir norðan Hrisey á Eyjafirði i gær og kom svo til löndunnar á Dalvik um kl 18 i gær aflinn um 8 tonn uppistaðan ýsa og Þorskur en alls hefur hann fiskað á annað hundrað tonn undanfarna mánuði hérna koma nokkrar myndir frá Gærdeginum
Skrifað af Þorgeir 26.09.2020 10:26Beittur Baldur fer i Brotajárn
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2020 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Einn af stórleikurunum i 200 milna þorskastriðinu 1975-76, varðskipið Baldur, fer i sina siðustu ferð á næstunni. Þá verður skipið dregið til Belgiu þar sem það fer i niðurrif. A sinum tæplega 50 árum hefur það borið nöfnin Baldur, Hafþór, Skutull og Eldborg og auk gæslustarfa má nefna rækjuveiðar og hafrannsóknir. Sem varðskip tók það þátt i harðvitugum átökum og þurftu þrjár freigátur breska sjóhersins að halda laskaðar heim á leið eftir að hafa lent i´ Baldri, sem var þó miklu minna skip. Kantaður skutur togarans og gálgarnir reyndust mun stærri skipum skeinuhætt verkfæri og gátu rist gött á siður þeirra. Skuttogarinn Baldur var smiðaður i Póllandi fyrir Aðalstein Loftsson, útgerðarmann á Dalvik, og kom til heimahafnar i júni 1974, um 60 metra langt og 11 metrar á breidd. Skipið var þó ekki lengi gert út til fiskveiða frá Dalvik þvi rúmu ári siðar var það orðið varðskip og gegndi veigamiklu hlutverki i þriðja þorskastriðinu 1975-76 þegar landhelgin var færð út i 200 milur. Baldur fer i strið I grein Jóhanns Antonssonar i Norðurslóð fyrir fjórum árum kemur fram að aðstæður hafi breyst hjá útgerðinni á Dalvik og úr hafi orðið að selja togarann. Rikissjóður var kaupandi og mun tilgangur rikisins með kaupunum að nota skipið til hafrannsókna. Fyrst fékk Landhelgisgæslan það þó til afnota og var Baldur þvi orðinn varðskip og kominn i strið, eins og Jóhann skrifar. Á árunum 1980-1983 var Baldur gerður út af Hafrannsóknastofnun. Skipið fékk þá nafnið Hafþór og kom i stað eldra skips með sama nafni. Samvinnufyrirtæki nokkurra rækjuverksmiðja á Isafirði leigði þá skipið til veiða á rækju og 1984 var skipinu beytt i frystiskip.
Útgerðarfyrirtækið Reyktal AS i Tallinn keypti skipið 2004 og gerði út til rækjuveiða á Flæmska hattinum, Barentshafi og við Austur- Grænland fram til 2013. Frá þeim tima hefur skipið legið i Hafnarfjarðarhöfn, en Reyktal er m.a. með starfsemi i Eistlandi og á Islandi. Nú er siðasta siglingin fram undan, en nýlega var skipið notað til upptöku á atriði i nýjum sjónvarps þáttum af Ófærð, sem eru i vinnslu. Reyndar hefur nokkur umferð kvikmyndagerðarfólks verið um Hafnarfjörð undanfarið þvi atriði i aðra sjónvarpsþætti voru tekin upp i bát i höfninni i vikunni.
Grettir sterki dregur Eldborg yfir hafið til Belgiu, en það er öflugur dráttarbátur i eigu Icetug, systurfyrirtækis Skipaþjónustu Islands. Fyrir nokkru var fiskiskipið Páll Jónsson úr Grindavik dregið sömu leið til niðurrifs i Belgiu, en skipa- þjónustan eignaðist það fyrir ári og nýtti m.a. ýmsan búnað úr skipinu. Það var dráttarskipið Togarinn sem dró Pál til Belgiu, en Togarinn kemur heldur ekki heim þvi skipið hefur verið selt og afhent nýjum eigendum i´ Amsterdam. Ægir Örn Valgeirsson, stjórnarformaður Icetug og framkvæmdastjóri Skipaþjónustu Islands, segir, spurður um ástæður sölu Togarans, að öll fyrirtæki i rekstri finni fyrir kóronufaraldrinum. „Dregið hefur úr umferð stærri skipa siðustu mánuði og svo erum við i samkeppni við borgina. Þeir keyptu nýlega dráttarbát fyrir um milljarð og við erum að laga okkur að þvi. Það er erfitt fyrir einkafyrirtæki að keppa við opinberan rekstur,“ segir Ægir.
1990 keypti Togaraútgerð Isafjarðar hf. Hafþór og fékk hann þá nafnið Skutull IS 180. Þegar Básafell hf. varð til siðla árs 1996 var Togaraútgerð Isafjarðar meðal þeirra sjávarútvegsfyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum sem sameinuðust undir nafni Básafells. Vorið 1999 kom Skutull úr breytingum i Póllandi sem fólust m.a i lengingu um ellefu metra auk breytinga á skut. Um tima var skipið i eigu Útgerðarfélags Reykjavikur og hafði þá fengið nafnið Eldborg RE13 BALDUR GERÐI ÞRJÁR BRESKAR FREIGÁTUR ÓVIGFÆRAR Gerðu 27 tilraunir til Ásiglingar
„Það sem gerði Baldur að öflugu skipi i þorskastriðinu 1975-76 var hversu lipur hann var. Hann gekk tæplega 18 milur, var listagott sjóskip, og það var hægt að snúa honum mun hraðar heldur en hinum varðskipunum,“ segir Pálmi Hlöðversson, sem var um tima stýrimaður á Baldri með Höskuldi Skarphéðinssyni skipherra, og siðar sjálfur skipherra. Pálmi leit um borð i skipið nýlega með félaga sinum Júliusi Helgasyni, sem starfaði m.a. sem bátsmaður og háseti á Baldri, en ekki var margt að sjá, sem minnti þá á gamla tima. „Við lentum i ýmsu á Baldri og stundum stóð þetta tæpt þegar verið var að atast i herskipunum og þeir i okkur,“ segir Pálmi. Það er varla ofsögum sagt að stundum hafi staðið tæpt i orrustum varðskipanna við breskar freigátur. I frásögn Morgunblaðsins 30. mars 1976 er sagt frá harðvitugri glimu Baldurs 27. mars við freigátuna Diomede og fleiri bresk skip undir fyrirsögninni „Baldur hefur sent 2 freigátur i slipp“. áður hafði Baldur gert Yarmouth óvigfæra, eins og það var orðað, og siðar átti Mermaid eftir að bætast við. I Morgunblaðinu segir meðal annars: „Freigatan Diomede laskaðist mikið er hún sigldi á varðskipið Baldur á Vopnafirði eftir hádegi á laugardag. Freigátan gerði 27 ásiglingartilraunir á varðskipið og heppnuðust þrjár þeirra. I siðustu ásiglingunni laskaðist freigátan það mikið, að hún varð að halda heim á leið. Eftir áreksturinn kom freigátan Galatea á vettvang og beindi hún byssum og eldflaugum að Baldri og hótaði skipherra freigátunnar, að nota vopnin ef Baldursmenn „hættu ekki áreitni við freigáturnar“. Þegar atburðurinn átti sér stað var Baldur á leið að brezkum togurum á Vopnafjarðargrunni, um 52 sjómilur austur af Langanesi. Eftir áreksturinn hélt Baldur til Seyðisfjarðar, þar sem gert var við skemmdir skipsins.“ Ein ósvifnasta árásin Lúðvik Jósepsson, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi, 30. mars, i kjölfar þessa atburðar: „Tilefnið er fyrst og fremst atburðirnir sem gerðust ámiðunum fyrir aust-an land sl. föstudag þegar tvær breskar freigátur og einn drátt- arbátur gerðu þar sérstaklega ósvifna árás á islenskt varðskip, varðskipið Baldur, sem telja má hiklaust að hafi verið ein ósvifnasta árás sem gerð hefur verið á islenskt löggæsluskip i þeirri deilu sem nú stendur yfir við Breta út af fiskveiðimálum,“ sagði Lúðvik meðal annars.
Skrifað af Þorgeir 24.09.2020 17:55Þorskurinn úttroðinn af sild
Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar að lokinni veiðiferð í hádeginu í gær með 92,5 tonn. Aflinn var mest þorskur en um 10 tonn voru ýsa auk þess sem smávegis var af ufsa og karfa. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Steinþór Hálfdanarson sem var skipstjóri í veiðiferðinni. Við hófum veiðar á Tangaflakinu, færðum okkur yfir á Glettinganesflak og síðan aftur á Tangaflakið. „Sannast sagna var veiðin heldur treg framan af í þessum túr, en það rættist úr í lokin þegar við fengum ein 30 tonn á skömmum tíma. Við vorum semsagt bara í kálgörðunum hér heima. Fiskurinn sem fékkst er stór og fallegur og hann er úttroðinn af síld,“ segir Steinþór. Skrifað af Þorgeir 21.09.2020 15:33Steffano Ek 1601 togar í Barentshafi
Skrifað af Þorgeir 19.09.2020 22:08Eskifjörður 18 sept
Skrifað af Þorgeir 19.09.2020 17:00Gerpir Nk 111
Skrifað af Þorgeir 19.09.2020 00:56Lif og fjör i Norðfjarðarhöfn i morgun
Það hefur svo sannarlega verið mikið um að vera í Norðfjarðarhöfn síðustu dagana. Veiðiskip koma og fara og flutningaskip koma og lesta afurðir. Alls staðar eru menn að störfum við löndun eða útskipun.
Í gær var verið að landa síld úr Berki NK og einnig var verið að landa fullfermi úr ísfisktogaranum Vestmannaey VE. Margrét EA kom til hafnar í gær með 730 tonn af síld og fékkst aflinn í einungis einu holi. Verðmætin sem fara um höfnina eru ótrúlega mikil og vinnslustöðvarnar hafa vart undan að taka á móti aflanum samkvæmt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Þá var verið að skipa út frystum makríl og undirbúa komu Hákonar EA sem var að koma með frysta síld til löndunar. Í gærkvöldi lauk síðan vinnslu úr Berki og þá hófst vinnsla úr Margréti. ísfisktogarinn Bergey VE var kominn til löndunar með góðan afla og hamast var við að landa frystri síld úr Hákoni. Jafnhliða var unnið áfram við útskipun á frystum makríl.
Börkur beið í höfninni eftir að röðin kæmi að honum að halda út á síldarmiðin en Beitir NK hélt til veiða í morgun . Síldveiðin er það góð og miðin í svo mikilli nálægð að einungis eitt skip er að veiðum hverju sinni.
Við bryggju hinnar nýju netagerðar Hampiðjunnar lá síðan grænlenska skipið Polar Amaroq og naut þjónustu netagerðarmannanna. Það er afskaplega gaman að fylgjast með því sem er að gerast við höfnina. Þar er líf og fjör og bullandi traffík.
Skrifað af Þorgeir 18.09.2020 19:06Varskipið Þór við Seley vitatúr að hausti
Áhöfnin á varðskipinu Þór lagði í síðustu viku af stað í árlegan vitatúr í samstarfi við Vegagerðina. Áratugum saman hafa varðskip siglt meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi. Áhöfnin á varðskipinu Þór og starfsmenn Vegagerðarinnar sjá um eftirlit og viðhald á vitum og öðrum sjómerkjum í ferðinni. Meðal verkefna í vitatúrunum er að yfirfara rafgeyma og sólarspegla auk þess að endurnýja perur. Einnig er skipt um vindrafstöðvar auk annars tilfallandi viðhalds. Teksti Lhg.is myndir Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 17.09.2020 22:35Knúsast á austfjarðamiðunum i dag
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3707 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1122833 Samtals gestir: 52257 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:37:54 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is