Færslur: 2021 Janúar

23.01.2021 23:52

Janus ex Birtingur og Börkur Nk

                       Janus EX Birtingur Nk 124 og Börkur NK 122 mynd þorgeir Baldursson 23 jan 2021

                            Janus EX Birtingur Nk 124 og Börkur NK 122 mynd þorgeir Baldursson 22 jan 2021

23.01.2021 22:26

Týr Kallaður út i sjúkraflutninga til Siglufjarðar

Týr kallaður út til Siglu­fjarðar

Skipið á siglingu út Eyjafjörð.

Skipið á sigl­ingu út Eyja­fjörð. mbl.is/Þ?or­geir Bald­urs­son

Týr, varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, er á leið til Siglu­fjarðar til að sinna sjúkra­flutn­ing­um.

Áhöfn lagði af stað nú á tí­unda tím­an­um úr Eyjaf­irði en að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar upp­lýs­inga­full­trúa Gæsl­unn­ar er um þriggja og hálfs tíma ferð inn á Siglu­fjörð. Þar mun áhöfn sækja veik­an mann og flytja sjó­leiðina til Ak­ur­eyr­ar, en ófært er land­leiðina.

Landfestar leystar frá Akureyri í kvöld.

Land­fest­ar leyst­ar frá Ak­ur­eyri í kvöld. mbl.is/Þ?or­geir Bald­urs­son

Til taks í Eyjaf­irði

Týr hef­ur verið til taks í Eyjaf­irði síðustu daga vegna snjóflóðahættu á Norður­landi en þetta er fyrsta form­lega út­kall þess frá því það kom norður á fimmtu­dag, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Gæsl­unni.

23.01.2021 19:52

Hátt viðbúnaðarstig hjá Landhelgisgæslunni

Þór, varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, mun halda úr höfn í Reykja­vík í kvöld og er stefn­an sett vest­ur á Flat­eyri.

Þetta staðfest­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is. Skipið verður komið vest­ur í fyrra­málið.

Hættu­stigi hef­ur verið lýst yfir vegna snjóflóða á Flat­eyri og Ísaf­irði, og hafa þrjú hús á Flat­eyri verið rýmd vegna snjóflóðahættu.

Þá er hættu­stig einnig í gildi á Sigluf­irði, þar sem hluti bæj­ar­ins hef­ur verið rýmd­ur.

Annað skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, Týr, er til taks í Eyjaf­irði en það hélt norður á miðviku­dag í sömu er­inda­gjörðum.

Ásgeir seg­ir að skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar geti nýst við ým­iss kon­ar verk­efni.

Um borð í skip­un­um sé áhöfn sem er sérþjálfuð til ým­issa björg­un­ar­starfa,

auk þess sem hægt sé að nýta skip­in til að flytja fólk sjó­leiðina ef land­leið reyn­ist ófær. 

                                              Einar Valsson Skipherra á Týr á brúarvængnum i dag  

                             Varðskipið Týr á Akureyri i dag Mynd þorgeir Baldursson 23 jan 2021 

                             Varðskipið Þór  við bryggju á Dalvik  19 des 2019 mynd þorgeir Baldursson  

21.01.2021 23:21

FYRSTA LOÐNAN SÍÐAN 2018

                 Polar Anaroq mynd þorgeir Baldursson 2015

Grænlenska skipið Polar Amaroq fékk 20-30 tonn af loðnu í gærkvöldi í trollhólfinu austur af landinu en það er fyrsta loðnan sem veiðist hér við land frá árinu 2018. Tekið var eitt hol í leiðindaveðri.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Sigurð Grétar Guðmundsson skipstjóra.

 

 

„Við prufuðum að kasta í gær rétt áður en dimmdi en veðrið var afskaplega leiðinlegt. Við leituðum síðan í nótt en það er bara ekkert veiðiveður. Við fengum um 20-30 tonn af stórri loðnu en það er töluverð áta í henni. Við munum frysta aflann um borð. Það er bullandi bræla og ég held að sé ekkert annað að gera en að leita vars,“ segir Sigurður.
Útgefinn loðnukvóti Polar Amaroq er 1155 tonn.

21.01.2021 20:53

Leiðindaveður i Eyjafirði i dag

Leiðinda veður hefur verið á norðulandi siðustu daga og mikil ofankoma i formi snjókomu tók smá myndahring 

og hérna er afraksturinn 

 

          Hauganes um kl 13 i dag Hvalaskoðunnarbátar við Bryggju mynd þorgeir Baldursson 21 jan 2021

                         Hriseyjarferjan Sævar kemur i Árskóssand um kl 14 mynd þorgeir Baldursson 21 jan 2021

                          Janus i klakaböndum á Akureyri i dag 21 jan 2021 mynd þorgeir Baldursson 

              6152 Adda EA 34 snæviþakin i Smábátahöfninni á Akureyrii dag mynd þorgeir Baldursson 21 jan 2021

                        1783  skútan Paradis i Smábátahöfninni i  dag mynd þorgeir Baldursson 21 jan 2021

 

 

19.01.2021 20:40

Samkomulag og viljayfirlýsing um kaup á björgunarskipum

Frá undirrituninni í dag. Á myndinni eru Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. - mynd

Ríkið mun veita Landsbjörgu allt að 450 milljóna króna framlag til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í dag en þar að auki var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum.

Samkomulagið og viljayfirlýsingin byggjast á tillögum starfshóps um eflingu björgunarskipa Landsbjargar sem forsætisráðherra skipaði í desember 2019. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar þess að Alþingi vísaði þingsályktunartillögu um eflingu björgunarskipaflota Landsbjargar til ríkisstjórnarinnar í maí 2019. Var forsætisráðherra falið að taka málið til skoðunar og tryggja verkefninu framgang og fjármagn.

Kaupin eru liður í því að endurnýja skipakost Landsbjargar sem er kominn til ára sinna. Markmiðið er að leggja grunn að enn öflugra starfi Landsbjargar á komandi árum, efla útkallsgetu björgunarsveita og tryggja öryggi skipa og áhafna þeirra.

Í samkomulagi um kaup á þremur björgunarskipum fyrir Landsbjörg felst að ríkið greiði helming kostnaðar fyrir hvert skip. Hámarkskostnaður við hvert skip verði ekki meiri en 300 milljónir, þannig að hlutur ríkisins gæti orðið 150 milljónir. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 er gert ráð fyrir 450 milljóna króna framlagi vegna þessa.

                                                                                                                            Fá Athöfninni i dag Mynd Stjórnarráðið         

19.01.2021 08:29

19.119 TONN AF LOÐNU TIL NORÐMANNA

                                 Norsk Loðnuskip við bryggju á Akureyri 2018 mynd þorgeir Baldursson 

 

Verði endanlegur loðnukvóti í ár aðeins 21.800 tonn, munu 19.119 tonn af því koma í hlut norskra skipa.

Í samræmi við Smugusamninginn um veiðar íslenskra skipa í Barentshafi ætti hlutur Norðmanna að vera 25.641 tonn, en nú er tekið tillit til þess hve lágur kvótinn er.

Heimildir Norðmanna byggjast á 5% hlutdeild úr heildarkvóta og yfirfærslu 1.679 tonna frá ESB og 6.350 tonna úr Smugusamningnum.

Samtals gefur þetta Norðmönnum 19.119 tonna kvóta nú samkvæmt heimasíðu samtaka norskra útgerðarmanna.

Vart hefur orðið mikillar loðnu fyrir austan land og standa mælingar á loðnugöngunni nú yfir. Eftir þær mælingar kemur í ljós hver hvort kvótinn verði aukinn.

Teksti audlindin.is 

Myndir Þorgeir Baldursson 

                               2265 Arnar HU 1 á togi i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 2018

18.01.2021 23:15

Fæðuskortur gæti verið skýringin

                                       1661 Gullver NS12  á Austfjarðamiðum  mynd þorgeir Baldursson 2020

 

Búið að vera dræmt úti fyrir Austurlandi

Fæðuskortur gæti verið skýringin

Á sama tíma og vel fiskast úti fyrir Vestfjörðum er veiðin fremur dræm úti fyrir Austurlandi og hefur verið allt frá því í haust. Steinþór Hálfdánarson, stýrimaður og afleysingarskipstjóri á Gullveri NS frá Seyðisfirði, segir að náðst hafi gott ufsaskot í Lónsdýpinu, um 40-50 tonn. Alls voru komin um 70 tonn í lest.

GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
gugu@fiskifrettir.is

Gullver var í Lónsdýpi um 60 sjómílur út af landi þegar rætt var við Steinþór. Hann sagði að veiðarnar gengju upp og ofan en undanfarið hefði verið brælutíð.
„Við erum hérna í Lónsdýpi að leita að þorski. Það hefur ekki verið mikið af fiski. Mér finnst þetta hafa verið óvenju dapurt allt haustið og það sem af er þessu ári hérna fyrir austan og víðar. Það hefur reyndar verið ágæt veiði fyrir vestan undanfarið en við höfum ekki farið þangað. Auðvitað gætum við farið þangað og landað þá einhvers staðar annars staðar en hér heima,“ segir Steinþór.

Steinþór var áður skipstjóri á Bjart NK og síðast á Barða NK allt þar til hann var seldur til Rússlands sumarið 2017.
Veiðar gengu vel framan af síðasta ári á Gullveri og skilaði hann á land nálægt um 5.000 tonnum á árinu. Haustið var hins vegar óvenju lélegt, að sögn Steinþórs.
Vorrall í mars

„Ég held að það vanti bara æti hérna. Makríllinn kom náttúrulega ekkert hingað austur með landinu og það virðist bara skipta sköpum. Það var reyndar óvenjumikið af síld hérna fyrri hluta hausts og meðan það var veiddist ágætlega. Frá miðjum október og fram að þessu hefur þetta verið mjög tregt í þorski og lítið sést af ufsa.“
Að undanförnu hefur meðaltúrinn verið 50-70 tonn eftir um fjögurra til fimm daga túra sem Steinþór segir að sé auðvitað bara lélegt. Fram að því hafði meðaltúrinn gefið 25-30 tonn á dag.
Gullverið hefur ekki farið nema einstaka túra á vetrarvertíð fyrir sunnan land. Framundan sé vorrallið sem Gullverið tekur þátt í og fer lunginn af marsmánuði fer í það.

„Við verðum á norðaustursvæðinu og þar hefur aldrei fengist fiskur í ralli. Við erum að fá svipuð laun þannig að þetta kemur ekkert illa út fyrir okkur. Auk þess spörum við kvóta og fáum kvóta í staðinn. Rúmir 20 dagar fara í rallið þannig að með stoppum fer nánast allur marsmánuður í rallið,“ segir Steinþór.

Vantar loðnuna

Í framhaldinu verði skipið á heimamiðum en Steinþór telur þó ekki ósennilegt að eitthvað verði sótt vestur með landinu á hefðbundna vertíðarslóð. Hann vonast þó til þess að loðna gangi í suðurátt svo veiðin glæðist fyrir austan.
„Það hefur bara verið fæðuskortur hérna. Ég held að það sé meginskýringin. Það er engin spurning að það kemur fiskur á eftir loðnunni. Spurningin er bara hve mikið gengur af loðnu hingað. Um áramótin urðum við varir við lítið magn norður af Digranesflaki, Sléttugrunni og Langanesgrunni en það var sáralítið af loðnu í fiski. En það er reyndar nokkuð frá liðið. Það hefur verið fín veiði fyrir vestan frá því loðna fór að sjást en það hafði lítið sem ekkert fiskast þar frá því seinnipart sumars og fram á  haust sem er heldur óvenjulegt á þessum tíma.“

Steinþór hóf störf hjá Síldarvinnslunni árið 1969, þá 16 ára gamall. Hann hefur því séð tímana tvenna til sjós. Hann segir að stóra breytingin á þessum tíma til sjós séu samskiptin í land. Allt önnur tækni sé líka til veiða en var áður þegar menn höfðu ekki annað til að reiða sig á en einn dýptarmæli. Annað byggðist að mestu á ágiskunum og innsæi skipstjórnarmanna.

 

18.01.2021 20:37

Þokkalegt útlit á Austfjarðamiðum

                                                 2618 Jóna Eðvalds SF 200 mynd þorgeir Baldursson 

18.01.2021 20:31

Skip Brims færðu 128.000 tonn að landi í fyrra

                                               2890 Akurey Ak 10 mynd þorgeir Baldursson 

Heildarafli skipa Brims var um 11 þúsund tonnum minni afli en 2019. Heildaraflaverðmæti jókst um 525 milljónir króna milli ára.

Heildarafli skipa útgerðarfélagsins Brims var 128 þúsund tonn á árinu 2020, sem er um 11 þúsund tonnum minni afli en 2019.

Frá því segir á heimasíðu félagsins.

Afli uppsjávarskipa dróst saman um 7 þúsund tonn milli ára og munaði þar mestu um minni afla í kolmunna en árið áður. Engar loðnuveiðar voru leyfðar á árinu 2020 eða 2019.

Afli frystitogara var um svipaður og 2019.

Afli ísfiskskipa var tæplega 3 þúsund tonnum minni en 2019 aðallega vegna lokunar fiskiðjuversins við Norðurgarð, en það var lokað í um þrjá mánuði vegna endurnýjunar á vinnslubúnaði og lagfæringa á húsnæði. Með kaupunum á Kambi á síðasta ári bættist línuskipið Kristján HF 100 í flotann.

Heildaraflaverðmæti skipa félagsins var rúmlega átján milljarðar króna, og jókst um 525 milljónir króna milli ára. Hér má finna sundurliðun heildaraflans eftir skipum.

18.01.2021 11:01

Kirkella kemst ekki til veiða

                                   Kirkella H 7  á veiðum i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 2018 

Flaggskip breska úthafsveiðiflotans er kvótalaust eftir Brexit. Það hefur í meira en mánuð verið bundið við bryggju í Hull.

Skipið er í eigu breska fyrirtækisins UK Fisheries, sem er í eigu Samherja og hollensks útgerðarfyrirtækis.

Eitt stærsta skip breska flotans, frystitogarinn Kirkella, kemst ekki til veiða vegna þess að samningur Evrópusambandsins við Noreg um veiðarnar féll úr gildi þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu nú um áramótin.

„Enginn getur haft efni á því að sitja á 50 milljón punda fiskiskipi aðgerðarlausu til eilífðarnóns,“ segir Trevor Datson, talsmaður útgerðarinnar.

Kirkella er 81 metra langur frystitogari, til þess að gera splunkunýr því aðeins tvö og hálft ár er síðan það kom nýtt til Bretlands. Skipið hefur stundað úthafsveiðar á þorski og ýsu í norskri lögsögu og við Svalbarða.

„Venjulega væri skipið á siglingu inn í norska lögsögu eða til Svalbarða á þessum tíma árs, að hefja veiðar. En við erum ekki með neinn kvóta núna,“ segir Datson.

Datson sagði þríhliða viðræður milli Noregs, Bretlands og Evrópusambandsins vera að fara af stað nú í vikunni, en í kjölfar þeirra þurfi síðan að fara fram tvíhliða viðræður milli Noregs og Bretlands.

Komið í óefni

Útgerðin hefur harðlega gagnrýnt bresk stjórnvöld fyrir að sinna þessu máli ekki fyrr en í óefni var komið.

„Bresk stjórnvöld hafa lengi vitað af því að þessi staða myndi koma upp. Við höfum talað um það í meira en tvö ár.“

Hann sagðist þó ekki telja að samningsgerðin við Noreg þurfi að vera flókin.

„Það sem við erum að fara fram á er bara framhald á því fyrirkomulagi sem verið hefur í gildi. Við höldum að Norðmenn myndu taka því fagnandi að gera samning við okkur því þeir þurfa að veiða í okkar lögsögu líka.“

Hann bendir hins vegar á að allt sem tengist sjávarútvegi verði iðulega býsna flókið viðureignar þegar á reynir.

„Við höfum sagt að hvenær sem tveir sjómenn koma saman þar eru strax komnar upp fjórar ólíkar skoðanir.“

Tjón fyrir marga

Datson segir efnahagslegt tjón vera töluvert, ekki aðeins fyrir útgerðina heldur ekki síður fyrir sjómennina og fjölskyldur þeirra.

„Við erum með hundrað manna áhöfn og fólk sem reiðir sig á Kirkella um framfærslu. Við erum líka með sögu úthafsveiða sem nær aftur í aldir.“

Hann sagðist þó bjartsýnn á að bresk stjórnvöld muni á endanum koma til móts við útgerðina.

Skipstjórarnir á Kirkella eru tveir og þeir eru báðir íslenskir, enda er Kirkella gert út af breska fyrirtækinu UK Fisheries, sem er í eigu Samherja og hollenska útgerðarfyrirtækisins Parlevliet & Van der Plas.

Engir hnökrar þrátt fyrir Brexit

Þrátt fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafa þó engir hnökrar hafa orðið á útflutningi á íslenskum fiski til Grimsby eftir áramótin, að því er Martyn Boyer, framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins í Grimsby (Grimsby Fish Market) segir. 

Hann telur ekki að Brexit muni breyta neinu fyrir íslenskar sjávarafurðir í Bretlandi.

„Eftir frídaga um hátíðarnar eru hlutirnir hjá okkur aftur að komast í sitt vanalega horf með íslenska fiskinn. Í vikunni fengum við mjög góðar sendingar frá Íslandi án nokkurra truflana eða vandkvæða,“ sagði Boyer í lok síðustu viku þegar Fiskifréttir höfðu samband við hann.

Hann segir Brexit vissulega vera umdeilt í breskum sjávarútvegi. Sumir fari vel út úr því en aðrir illa, og skoðanir séu þess vegna skiptar.

„Ég get bara horft á það frá okkar sjónarhóli,“ segir hann. „Þrátt fyrir útgöngubannið hér þá var salan góð í byrjun vikunnar.“

Hann minnir á að Bretar flytji inn 80 prósent af þeim fiski sem neytendur kaupa þar í landi, og 75% af því sem breskir sjómenn veiða fer í útflutning.

„Þetta þýðir að Bretland er háð innfluttum fiski! Það mun ekki breytast því breska þjóðin er vanaföst og öll erum við hrifin af fiski og frönskum. Enginn vafi leikur á því að besta hráefnið í það er íslenskur fiskur!“

Heimild Fiskfrettir.is

15.01.2021 20:14

FISK Seafood kaupir útgerðarfélagið Ölduós á Höfn

15. janúar 2021 kl. 13:49

 

Dögg SU 118 er smíðuð hjá Trefjum árið 2007. Báturinn er tæplega 15 brúttótonn, 11,5 brúttórúmlestir og ríflega 11 metrar að lengd.

 

Aflaheimildir Daggar eru um 700 þorskígildistonn og eru heildarverðmæti viðskiptanna ríflega 1,8 milljarður króna.

Gengið hefur verið frá samningi um kaup FISK Seafood á útgerðarfélaginu Ölduósi ehf. á Höfn í Hornafirði og um leið á krókaaflamarksbáti félagsins, Dögg SU 118. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Aflaheimildir Daggar eru um 700 þorskígildistonn og eru heildarverðmæti viðskiptanna ríflega 1,8 milljarður króna. Báturinn hefur til þessa verið gerður út frá Stöðvarfirði og munu seljendur bátsins ljúka þessu fiskveiðiári með áhöfn sinni áður en afhending hins selda fer að fullu fram.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu FISK Seafood. Þar segir:

„Með kaupunum styrkir útgerð FISK Seafood rekstur sinn og hlutdeild í bolfiskvinnslu félagsins. Þorskveiðikvótinn eykst um tæplega 5% og gera má ráð fyrir að viðbótaraflinn samsvari tveggja til þriggja vikna afkastagetu landvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki og Snæfellsnesi.

Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri FISK Seafood, segir í fréttinni að með þessum viðskiptum sé FISK Seafood að fikra sig inn í smábátaútgerð á línu og skak „og ef vel tekst til munum við halda áfram að byggja okkur upp á því sviði. Vertíðarbátarnir yrðu kærkomin viðbót við það aukna líf sem höfnin hér á Sauðárkróki hefur öðlast á undanförnum árum og þetta fyrsta skref með kaupunum á Dögg verður strax mikil styrking fyrir landvinnsluna og verðmætin sem hún er að skapa á hverjum degi.“fiskifréttir greina frá 

15.01.2021 16:35

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út vegna vélsleðaslys

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra á öðrum tímanum í dag vegna vélsleðaslyss í Tröllaskaga, nálægt Lágheiði. Áhöfnin á TF-EIR var á eftirlitsflugi þegar útkallið barst laust eftir klukkan hálf tvö í dag og hélt beint á staðinn. Óvíst var með meiðsli vélsleðamannsins og því var áhöfnin á TF-GRO jafnframt kölluð út ásamt lækni. TF-EIR var komin á slystað klukkan 14:30 og TF-GRO hálfri klukkustund síðar. Vélsleðamaðurinn var hífður um borð í TF-EIR og fluttur sjúkrahúsið á Akureyri.
Þorgeir Baldursson tók meðfylgjandi myndir af TF-EIR þegar hún lenti við sjúkrahúsið á Akureyri á fjórða tímanum.
IMGL9354

TF-EIR lendir við sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

IMGL9353

TF-EIR á Akureyri. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

IMGL9347Hrannar Sigurðarson, spilmðaur, og Björn Brekkan Björnsson, flugstjóri, ræða við lögreglumenn á Akureyri í dag. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.
BjornBrekkanHrannarSigurdarson-Andri-johannessonBjörn Brekkan Björnsson, Hrannar Sigurðarson og Andri Jóhannesson. Á myndina vantar Elvar Stein Þorvardsson, sigmann. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

12.01.2021 13:55

Fékk í skrúfuna og dregin til Akureyrar

Skapti Hallgrímsson - skapti@akureyri.net  12.01.2021 kl. 13:05

Bergey VE kemur með Bylgju VE til Akureyrar í hádeginu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Bergey VE kemur með Bylgju VE til Akureyrar í hádeginu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Togarinn Bergey VE frá Vestmannaeyjum kom með annað Eyjaskip, Bylgju VE, í togi til Akureyrar í hádeginu. Bylgja fékk í skrúfuna norður af Vestfjörðum,

kafari mun bjarga málum í Akureyrarhöfn og skipið síðan snúa til veiða á ný. Bergey var komin með fullfermi og tækifærið verður því notað og landað á Akureyri.

Bergey er í eigu Bergs-Hugins en eigandi Bylgju er samnefnd útgerð.

10.01.2021 15:17

Fóðurpramminn Muninn sem að sökk i Reyðarfirði

Skandi Acercy flytur nýja prammann til landsins og er væntanleg .                                                         Skandi Acercy flyt­ur nýja pramm­ann til lands­ins og er vænt­an­leg ttil Eskifjarðar í lok næstu viku. Skipið er 157 metra langt og 27 m á breidd.

 

Lax­ar ehf. hafa gert lang­tíma­samn­ing um leigu á fóðurpramma, sem á að þjóna eld­is­stöð fyr­ir­tæk­is­ins við Gripalda í sunn­an­verðum Reyðarf­irði. Pramm­inn er aðeins minni held­ur en Mun­inn, sem sökk þar um síðustu helgi.

Pramm­inn fer vænt­an­lega um borð í stórt flutn­inga­skip í Nor­egi á mánu­dag og er reiknað með hon­um til Eskifjarðar í lok næstu viku, að sögn Jens Garðars Helga­son­ar fram­kvæmda­stjóra.

Þangað til sinna fjór­ir þjón­ustu­bát­ar með fóður­byss­ur fóðrun fisks í 16 kví­um við Gripalda, þrír þeirra eru í eigu Laxa, en sá fjórði er í eigu Fisk­eld­is Aust­fjarða. Á Gripalda eru nú um 3.900 tonn af fiski sem verður kom­inn í slát­ur­stærð í haust.

Jens Garðar seg­ir ljóst að all­ur tækni­búnaður um borð í Mun­in sé ónýt­ur og skrokk­ur­inn veru­lega laskaður.

            Fóðutpramminn Muninn sem að sökk i Reyðarfirði i gær mynd þorgeir Baldursson 7 ágúst 2020

200 míl­ur | mbl | 10.1.2021 | 14:30 | Upp­fært 15:16

Tíu þúsund lítr­ar af olíu um borð

Sjór komst inn í prammann, sem sökk að lokum.                                                                                                         Sjór komst inn í pramm­ann, sem sökk að lok­um. Ljós­mynd/?Land­helg­is­gæsl­an

 

Mikið tjón varð hjá fisk­eld­is­stöðinni Löx­um í Reyðarf­irði þegar fóðurprammi sem sér 16 fisk­eldisk­ví­um fyr­ir fóðri sökk í vondu veðri í gær. Um tíu þúsund lítr­ar af díselol­íu eru um borð í pramm­an­um sem er nú á sjáv­ar­botni. Eng­in svartol­ía er þó um borð.

Varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, Þór, er á vett­vangi en viðbragð er að öðru leyti í hönd­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Jens Garðar Helga­son, fram­kvæmda­stjóri Laxa fisk­eld­is, að ekki sé gert ráð fyr­ir að olía leki í mikl­um mæli í sjó­inn en all­ur búnaður og girðing­ar séu þó til taks ef illa fer.

                                                                                                                               Ljós­mynd/?Land­helg­is­gæsl­an

Af­taka­veður var á öllu Aust­ur­landi í gær, kalt og mik­ill vind­ur. Vatn fór að leka inn á pramm­ann á ní­unda tím­an­um en heppi­lega var varðskipið Þór í firðinum og kom á vett­vang. Var það hins veg­ar mat viðbragðsaðila að ekk­ert væri hægt að gera stöddu. Pramm­inn fyllt­ist fljótt af sjó og sökk svo í nótt.

Heimild mbl.is og Landhelgisgæslan 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is