Færslur: 2021 Ágúst

31.08.2021 07:59

3,5 milljarða króna stækkun fyrir seiði

                          Seiðaeldisstöð Arctic Fish mynd þorgeir Baldursson 28 júni 2021 

 

Verktakafyrirtækið Eykt mun annast hönnun og framkvæmdir við stækkun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í Norður-Botni í Tálknafirði og norska fyrirtækið Eyvi sér um tæknibúnað stöðvarinnar.

Áætlað er að kostnaður við verkið verði um 3,5 milljarðar króna og verður það ein af stærstu framkvæmdum einkaaðila á Vestfjörðum.

Framkvæmdir hefjast næstu daga. Húsnæðið verður stækkað um 4.200 fermetra og verður samtals 14.200 og kerjarými meira en tvöfaldað því við það bætast 7.200 rúmmetrar.

Framleiðslugeta stöðvarinnar tvöfaldast, verður 1.000 tonn sem svarar til um fimm milljóna 200 gramma seiða. Úr þeim fjölda á að vera hægt að ala um það bil 25 þúsund tonn af laxi. 

Heimild morgunblaðið 

 

29.08.2021 14:37

Akureyrarkirkja þema Gærdagsins

                                                                                                                     Akureyrarakirkja i gærkveldi. Mynd þorgeir Baldursson  28ágúst 2021

                                                              Akureyri er 159 ára í dag. Til hamingju með daginn, Akureyringar nær og fjær!  myndasyrpa af viðburðum munu birtast eftir helgina en þangað til Góðar stundir

 

29.08.2021 07:30

Janus og Eyborg i Krossanesi

          Janus EX (1293 Börkur Nk )og 2190 Eyborg EA 59 i Krossanesi i gærkveldi mynd þorgeir 28 ágúst 2021

28.08.2021 13:54

Hólmasól kemur úr Hvalaskoðun á Akureyri

Nú loksins hillir undir léttari sóttvarnarreglur og að sögn rekstraraðila  hvalaskoðunnar báta virðist þetta vera allt á réttri leið 

mikil aðsókn i ferðir og eru þetta i meirihluta erlendir hópar sem að búnir voru að panta með löngum fyrirvara en siglingin 

eftir hvalnum er löng þar sem að hann hefur mest verið hér i minni Eyjafjarðar þannig að það tekur um 4 klst að sigla 

frá Akureyri og til baka á miðin en i dag sáust 4 hnúfubakar talsvert af höfrungi  og ein hrefna fyrir innan Hrisey 

Að sögn Vignis Sigursveinssonar skipst á Hólmasól þegar spjallað var við hann i dag 

 

                     Hólmasól kemur úr hvalaskoðun i dag mynd þorgeir Baldurson 28 ágúst 2021

                                     Frambandið sett á pollann mynd þorgeir Baldursson 28 ágúst 2021

                     springurinn og vatnslangan mynd þorgeir Baldursson 28 ágúst 2021

                           Landgangurinn gerður klár fyrir farþegana mynd þorgeir Baldursson 28 ágúst 2021

     Farþegar streyma i land og næsti hópur biður klár að fara um borð mynd Þorgeir Baldursson 

27.08.2021 12:50

Lif og fjör á Pollinum i morgun

                                                                                   Frá vinnsti Snekkjan Satori á Pollinum og Pursuit til hægri mynd þorgeir Baldursson 27 ágúst 2021

                                                                                    Þyrla lendir á Pursuit i morgun Mynd þorgeir Baldursson 27 ágúst 2021

                                                                                                                  Viking Júpiter við bryggju á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 27 ágúst 2021

27.08.2021 08:42

Áhöfn Páls Pálssonar ÍS í sóttkví

                                                                                                                  2904 Páll Pálsson IS 102 við komu til Isafjarðar mynd þorgeir Baldursson 2021

 

Með hraðprófi fyrir Covid-19 sýkingu greindist skipverji á Páli Pálssyni ÍS jákvæður í gær.

Beðið er niðurstöðu úr PCR prófi sem væntanleg er i dag . Þar til niðurstaða liggur fyrir er áhöfnin í sóttkví.

Á sama hátt hefur annar starfsmaður í landi einnig verið greindur jákvæður með hraðprófi og hluti starfsfólks farið í sóttkví þar til niðurstaða liggur fyrir úr PCR greiningu á morgun.

Af þeim sökum verður skrifstofa fyrirtækisins í Hnífsdal lokuð i dag Föstudag .

segir á vef fyrirtækisins 

 

26.08.2021 20:46

Straumey EA 50

  

                         2710 Straumey EA50 á leið i róður mynd þorgeir Baldursson 26 ágúst 2021 

                                                Læmi gerir  klárt á Útleiðinni mynd þorgeir Baldursson 

                                Húni Ea og Straumey EA Mætast á Eyjafirði i morgun mynd þorgeir Baldursson 

25.08.2021 06:44

Góður Dráttur

                 Skipverjar á Örvari HU 2 mynd þorgeir Baldursson 

Skipverjar á Örvari HU 2 lentu i heldur óskemmtilegu atviki á Papagrunni i siðustu viku

þegar skipið fékk annað af 2 trollum sem að það dró i skrúfuna svo að draga þurfti það i land .

Kaldbakur EA 1 var næsta skip og var skipið tekið i tog til Fáskrúðfjarðar og var þá eftir um 8 klst vinna fyrir kafara að skera úr skrúfunni

 

 

24.08.2021 17:32

Frá Öngli til Maga

                                                                                 Húni EA á siglingu á með skólabörn úr Grunnskólum Akureyrar i morgun  Mynd þorgeir Baldursson 24 ágúst 2021

                                                                                          108  Húni EA 740 Siglir með skólakrakka mynd þorgeir Baldursson 24 ágúst 2021

Á hverju hausti sigla Hollvinir Húna II með nemendur 6. bekkjar á Akureyri og Eyjafirði  í veiði og fræðsluferðir.  Í  ferðunum fræðast þau um bátinn Húna II og smíði hans, um lífríki sjávar og hollustu fisksins .Fjallað er um hafið kring um landið og þau verðmæti sem við þurfum að nýta og vernda td. með því að halda hafsvæðinu hreinu. Þau skoða stjórntæki í brú, veiða fisk sem síðan er krufinn, flakaður grillaður og snæddur.  Þetta er unnið í samstarfi við Akureyrarbæ, Samherja og Háskólann á Akureyri.  Rúmlega 300 nemendur sigla þetta haustið.  Áhöfnin á Húna II eru 10 í þessum ferðum og öll vinna unnin í sjálfboðavinnu.og i dag sigldu með Húna  43 nemendur úr Naustaskóla 

skipstjóri á Húna er margreyndur aflaskipstjóri Arngrimur Brynjólfsson sem að var lengi með 

Vilhelm Þorsteinsson EA11 og Kristinu EA 410 

 

24.08.2021 06:35

virasplæsning á bryggjunni

                                                                                                 Tveir snillingar i virasplæsningu     þekkir einhver mennina ? mynd þorgeir Baldursson 

23.08.2021 23:41

Bergur Ve 44

                                            Álsey VE 2 ex Bergur Ve 44 mynd þorgeir Baldursson 

                                            2677 Bergur Ve 44 mynd þorgeir Baldursson 
 

23.08.2021 23:34

Sigurjón Friðriksson EA 50

                                      7035 Sigurjón Friðriksson EA 50 Mynd þorgeir Baldursson 

23.08.2021 08:24

Klettur Is 808 á Sæbjúgnaveiðum

                                                                                                         1426 Klettur IS 808 á sæbjúgnaveiðum við austurland mynd þorgeir Baldursson 27 april 2021

Fiski­stofa hef­ur aug­lýst eft­ir um­sókn­um um leyfi til veiða á sæ­bjúg­um á næsta fisk­veiðiári, sem hefst 1. sept­em­ber. Alls verður út­hlutað níu leyf­um til skipa sem stundað hafa veiðar á sæ­bjúg­um á síðustu þrem­ur fisk­veiðiár­um, en veiðar á sæ­bjúg­um eru ekki kvóta­sett­ar. Níu bát­ar hafa leyfi til veiða á sæ­bjúg­um á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári.

Veiðar má stunda í skil­greind­um hólf­um fyr­ir vest­an land og aust­an og þegar til­tekn­um afla er náð á hverju svæði eru veiðar stöðvaðar. Alls er heim­ilt að veiða rúm­lega 2.200 tonn í ár og um 100 tonn­um meira á næsta ári.

Ólíkt því sem gerst hef­ur á und­an­förn­um árum þegar afli hef­ur verið um­fram veiðiráðgjöf þá er afli fisk­veiðiárs­ins tals­vert und­ir heild­ar­ráðgjöf­inni. Nú er sam­kvæmt yf­ir­liti á vef Fiski­stofu búið að veiða tæp­lega 1.700 tonn og vant­ar því rúm 500 tonn upp á heim­ild­ir árs­ins.

Markaðir er­lend­is fyr­ir sæ­bjúgu hafa verið þung­ir í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um og skýr­ir það einkum að dregið hef­ur úr sókn, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins. Besti veiðitím­inn miðað við afla og gæði er á haust­in og fram und­ir hrygn­ingu vor og sum­ar, mis­jafnt eft­ir svæðum. Útgerðir hafa í ár haft sam­vinnu um skipu­lag og stýr­ingu veiða út frá aflareynslu til að koma í veg fyr­ir kapp­hlaup eins og verið hafði árin á und­an.

Klett­ur ÍS hef­ur komið með 456 tonn að landi, Þrist­ur ÍS og Sæ­fari ÁR 3 um 320 tonn hvor bát­ur og Eyji NK með rúm 176 tonn svo afla­hæstu bát­arn­ir séu nefnd­ir. Mörg und­an­far­in ár hef­ur Friðrik Sig­urðsson ÁR verið afla­hæst­ur, en á þessu fisk­veiðiári hef­ur hann komið með 48 tonn af sæ­bjúg­um að landi. Áhersla út­gerðar­inn­ar með þann bát hef­ur verið á neta­veiðar á þessu ári.

                                                                                      1084 Friðrik Sigurðsson Ár 17 áleið i netaróður þann 8 mars 2021 mynd þorgeir Baldursson 
  •  

22.08.2021 21:25

Rækjutogarinn Ottó á rækjuveiðum á Flæmingjagrunni

                                                                        Rækjutogarinn Ottó EX Dalborg  EA 317  á Rækuveiðum á flæmingjagrunni   14-6 2010 mynd Canadiska Strandgæslan 

22.08.2021 12:14

Lagarfoss á Akureyri

                                                                                                                  Lagarfoss og Seifur á Eyjafirði i morgun mynd þorgeir Baldursson 22 ágúst 2021 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 346
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119472
Samtals gestir: 52250
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02
www.mbl.is