Færslur: 2021 Nóvember

03.11.2021 17:22

Loðnan hífir upp útflutningsverðmætin

                                                         2772 Áley Ve 2 mynd þorgeir Baldursson 2014. 

Á fyrstu 9 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæplega 21 milljarð króna.

Á fyrstu níu mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í rúma 213 milljarða króna. Það er rúmlega 8% aukning í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra. Gengi krónunnar hefur að jafnaði verið um 2% sterkara fyrstu 9 mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra og er aukningin þar með aðeins meiri í erlendri mynt, eða 10%.

Þetta kemur fram í greiningu frá SFS.

Aukningu í útflutningsverðmætum sjávarafurða má að langstærstum hluta rekja til loðnu. Á fyrstu 9 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæplega 21 milljarð króna. Á sama tímabili í fyrra var verðmæti þeirra rétt um 2 milljarðar króna, en þar var um birgðasölu að ræða enda hefur loðnubrestur verið undangengin tvö ár.

Ef verðmæti loðnuafurða er undanskilið í tölum um útflutning, stendur útflutningsverðmæti sjávarafurða nánast í stað á milli ára. Þar innan eru þó talsverðar breytingar. Þannig er útflutningsverðmæti botnfiskafurða ríflega 6% meira í ár en á sama tímabili í fyrra. Aukninguna má rekja til helstu tegunda botnfiska, þorsk, ýsu, ufsa og karfa.

Á móti vegur verulegur samdráttur í útflutningsverðmæti annarra uppsjávarfiska en loðnu, það er síld, kolmunna og makríl, eða sem nemur rúmum 32%. Útflutningsverðmæti þessara þriggja tegunda nemur samanlagt tæpum 21 milljarði króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, sem er á pari við útflutningsverðmæti loðnu.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1040
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060456
Samtals gestir: 50932
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:18:51
www.mbl.is