Færslur: 2022 Mars12.03.2022 23:34Eldborg EK 14 á Flæmska Hattinum
Skrifað af Þorgeir 12.03.2022 09:38Snekkjan A haldlögð á ItaliuYfirvöld á Ítalíu hafa haldlagt lúxussnekkju rússneska milljarðamæringsins Andrei Melnichenko sem sætir nú refsiaðgerðum ríkja Vesturlanda vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Snekkja Melnichenko er talin vera 580 milljón dollara virði, því sem jafngildir tæplega 77 milljörðum króna. Snekkjan sást víða við Íslandsstrendur síðasta vor og sumar.
Skrifað af Þorgeir 12.03.2022 09:21Látlausar brælur, samt unnið alla daga í landvinnslum
Svo að segja látlausar brælur á miðunum hafa sett stórt strik í reikninginn hjá togaraflotanum. Pálmi Gauti Hjörleifsson skipstjóri á Björgúlfi EA 312 segir veðrið í janúar og febrúar með miklum ólíkindum, veðrið og veðurhorfur hafi í raun stjórnað því hvar sé veitt hverju sinni. Þrátt fyrir ótíðina hefur tekist að halda úti starfsemi í vinnsluhúsunum á Dalvík og Akureyri frá 3.janúar, aldrei hefur þurft að fella niður vinnslu vegna skorts á hráefni. Pálmi Gauti skipstjóri segir að oft á tíðum hafi þurft að gera hlé á veiðum vegna brælu, öryggi áhafnarinnar sé alltaf í fyrirrúmi. Hann segir að lægðirnar í vetur hafi verið óvenjulega stórar og djúpar og því lítið annað að gera en að bíða þær af sér. Skiptir öllu að hafa stór og öflug skip
„Það hafa verið brælur á öllum miðum, veðrið stjórnar einfaldlega veiðunum og hvar við erum hverju sinni. Björgúlfur er stórt og öflugt skip, sem hefur aldeilis komið sér vel í vetur og sýnir og sannar hversu nauðsynlegt það er fyrir okkur Íslendinga að hafa á að skipa öflugum flota, sem auk þess fer vel með mannskapinn í svona veðrum. Á svona skipi eins og Björgúlfi er það ekki veltingurinn sem stjórnar því hvenær við þurfum að hætta veiðum vegna veðurs, heldur skynsemin. Það er ekki viturlegt að vera að í miklum og mjög vondum veðrum, því ef eitthvað kemur upp á, má segja að öll vandamál margfaldist og hættan sem mannskapurinn er settur í við störf sín á dekkinu magnast. Þá skiptir öllu máli að vera á góðu og traustu skipi og bíða af sér veðrið, það er bara þannig. Þessi nýju og stóru skip eru bylting frá þeim skipum sem þau leystu af hólmi, ég tel að öryggi og aðbúnaður manna hafi stóraukist við þessar fjárfestingar. Þetta atriði hefur ekki fengið nægt vægi í allri umræðunni um sjávarútveg.“ Veðrið stjórnar hvar veitt er
„Þessi túr sem við erum í núna er á margan hátt dæmigerður. Við byrjuðum að kasta fyrir norðan og sigldum fljótlega austur á bóginn vegna þess að veðrið er hagstæðra, hérna erum við í blönduðum tegundum. Þegar við erum að undirbúa veiðiferð er veðurspáin það fyrsta sem er þarf að skoða og gaumgæfa. Staðan er einfaldlega sú að þessar vikurnar og mánuðina velur maður sér veiðisvæði eftir veðurspám.“
Unnið alla daga í landi, þrátt fyrir ótíðina Veiðar, vinnsla og sala afurða þurfa að fara saman til þess að ná sem bestum árangri. Landvinnslur ÚA á Akureyri og Samherja á Dalvík þurfa á bilinu 140 til 200 tonn af fiski til vinnslu á dag, fimm togarar félaganna sjá vinnslunum fyrir hráefni. Veiðarnar þarf að skipuleggja með tilliti til afkastagetu vinnsluhúsanna og eftirspurnar á mörkuðum. Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja segir að veturinn hafi vissulega verið snúinn hvað þetta varðar. Engu að síður sé staðreyndin sú að unnið hafi verið alla virka daga ársins frá 3. janúar. Tveggja daga vetrarfrí í tengslum við frí í grunnskólum nú í byrjun mars sé í raun fyrsta stoppið í vinnsluhúsunum. Afrek að halda úti fullri vinnslu
Sólveig Sigurjónsdóttir verkstjóri í landvinnslu ÚA á Akureyri segir mikilvægt að vinnslan stöðvist ekki vegna skorts á hráefni.
„Já, það skiptir máli, bæði fyrir starfsfólkið og svo auðvitað viðskiptavinina, sem panta með töluverðum fyrirvara og treysta á afhendingu á umsömdum tíma. Þetta hangir allt saman, veiðar, vinnsla og sala. Auðvitað veit allt starfsfólkið í landi að brælurnar hafa skapað erfiðleika við veiðar en sem betur fer hefur tekist að halda úti stanslausri vinnu alla daga frá áramótum í landi og það er visst afrek.“ Skrifað af Þorgeir 10.03.2022 19:44Rússneskur togari á Karfaveiðum á Reykjaneshrygg
Skrifað af Þorgeir 07.03.2022 22:36Nýtt rannsóknarskip hjá Icetug við Grænland„Nýtt" skip fyrir GrænlandFyrsta ferð Argus er áætluð í apríl. Aðsend mynd
Íslenska fyrirtækið IceTugs hefur keypt Argus, 68 metra langt skip í ísklassa A1 super sem nota verður við að þjónusta starfsmenn námuvinnslufyrirtækis við störf þeirra á Grænlandi. Skipið kemur til Reykjavíkur í næstu viku og siglir undir dönskum fána.Eigendur IceTugs eru bræðurnir Bragi Már og Ægir Örn Valgeirssynir sem reka einnig Skipaþjónustu Íslands. Þeir keyptu Kleifabergið af Brim hf. þegar því var lagt árið 2020 eftir langan og gifturíkan feril á Íslandsmiðum. Gerðar voru breytingar á skipinu og síðasta sumar var það gert út sem þjónustuskip fyrir starfsmenn ástralsks námuvinnslufyrirtækis sem stóð fyrir borunum og sýnatökum á Grænlandi. Leitað er verðmætra málma á svæðinu, kopars, sinks og jafnvel gulls. Í jörðu á Grænlandi er einnig að finna málma sem eru notaðir í hátækniiðnaði, t.a.m. í snjallsíma, rafbíla og vopn. 2019 keypti Skipaþjónustan skuttogarann Mars RE sem áður hét Sturlaugur Böðvarsson AK sem HB Grandi gerði út og fór í sína síðustu veiðiferð í febrúar 2018. Skipið var smíðað hjá Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi árið 1981. Ægir Örn segir að búið sé að ganga frá sölu á skipinu til brotajárnsvinnslu til fyrirtækis í Belgíu Bragi segir Argus henta vel fyrir Grænlandsverkefni IceTugs. „Þetta er skip í super 1 ísklassa, tekur 50 manns í kojur. Það var smíðað fyrir dönsk stjórnvöld á sínum tíma og var í drift í Grænlandi upphaflega. Það hefur verið notað sem þjónustuskip í Norðursjónum núna undanfarin 20 ár. Það er verið að klassa skipið upp úti í Danmörku núna og við eigum von á því til Reykjavíkur í næstu viku,“ segir Bragi. Siglir í eins metra ís Skipið var smíðað árið 1971 í skipasmíðastöðinni í Svendborg í Danmörku og er, sem fyrr segir í Super 1 ísklassa sem er næsta stig fyrir neðan ísbrjóta. Það er með tveimur B&W Alpha dísilvélum, samtals 3.480 hestöfl. Í skipinu eru 37 káetur, tvö eldhús og tveir setustofur með hvíldaraðstöðu. Skipið var síðast í eigu Esvagt í Danmörku sem notaði það við þjónustu við danskan olíu- og gasiðnað í Norðursjó. IceTugs er þriðji eigandi skipsins sem Bragi segir að sé í góðu ástandi enda fengið toppviðhald alveg frá upphafi. „Þetta er þriðja árið í röð sem við sinnum þessum verkefnum við Grænland. Það hafa verið fleiri fyrirspurnir til okkar í þessa veru og það bætist núna við annað námuvinnslufyrirtæki frá Ástralíu. Við sáum okkur ekki fært annað en að bæta við skipakostinn.“ Kleifabergið og Argus verða því bæði í þjónustu fyrir námuvinnslufyrirtækin frá vordögum og langt fram á haust. Átta verða í áhöfn hvors skips. Argus er mun öflugra skip og getur siglt í um eins metra þykkum ís og getur því verið að yfir lengra tímabil við Grænland. af vef Fiskifretta
Skrifað af Þorgeir 07.03.2022 22:12Hoffell SU 80 á landleið með fullfermi
Skrifað af Þorgeir 07.03.2022 18:23Fiskeldiskviar i Reyðarfirði
Skrifað af Þorgeir 07.03.2022 17:54Finnur Friði FD 86 á Eskifirðiskipverjar á færeyska uppsjávarveiðiskipinu Finni Friða að taka nótina eftirviðgerð hjá Egesund á Eskifirði i vikunni skipstjórarnir eru feðgar Arne og Andri Hansen komu i brúargluggan fyrir myndatöku og siðan hélt skipið til loðnuveiða fyrir vestan land eftir að hafa landað 1800 tonnum hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðfirði
Skrifað af Þorgeir 03.03.2022 21:09Arnþór EA 372434 Arnþór EA 37 kemur til hafnaráDalvík mynd þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is