Færslur: 2022 Október

07.10.2022 00:00

Eskifjörður Egersund og Fenrir

         Netaverkstæði Egersund og fóðurpramminn Fenrir við bryggju á Eskifirði Mynd Þorgeir Baldursson 2022

04.10.2022 23:29

Útskipun á sild til Canada

Útskipun á síld til Kanada

04. 10. 2022

Það er svo sannarlega líf og fjör í firðinum fagra þessa dagana, en í gær var skipað út um 516 tunnum, sem eru tæp 50 tonn, af síldarbitum sem fara til Kanada. En þennan sama dag var landað um 110 tonnum af bolfiski úr Ljósafellinu. 

                                                         1277 Ljósafell SU 70 Mynd Þorgeir Baldursson 

Síld er nýtt í mikinn fjölda ólíkra neytendaafurða og eru fáar ef nokkra fisktegundir nýttar á jafn fjölbreyttan hátt og síld. Það er ekki bara að síldin sé verkuð heil í salt, heldur er verið að skera hana og flaka með ýmsum hætti.

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

 

 

04.10.2022 23:25

Guðrún Þorkelsdóttir su 211

                 2944 Guðrún Þorkelsdóttir Su 211 mynd þorgeir Baldursson 2 okt 2022

03.10.2022 22:20

01.10.2022 05:45

Nýr Þór björgunnarskip til Eyja I dag

                          3023 Þór björgunnarskip landsbjargar i vestmannaeyjum mynd Eirikur Sigurðsson 2022

                                     3023 Þór i Reykjavikurhöfn mynd Eirikur Sigurðsson 2022

                                  3023 Þór leggur af stað i siglingu til Vestmannaeyja mynd Eirikur Sigurðsson 

Nýtt björg­un­ar­skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar kom til hafn­ar í Reykja­vík í dag en form­leg af­hend­ing skips­ins verður í heima­höfn þess í Vest­mann­eyj­um laug­ar­dag­inn 1. októ­ber, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­björgu. Þar seg­ir að skipið mun fá nafnið Þór.

Um er að ræða fyrsta skipið af þrem­ur sem Lands­björg hef­ur gengið frá kaup­um á. Þetta er fyrsti liður í stærra verk­efni er snýr að end­ur­nýj­un allra 13 björg­un­ar­skipa fé­lags­ins og er áætlað að með nýj­um skip­um stytt­ist viðbragðstími Lands­bjarg­ar á sjó allt að helm­ing.

Sjóvá hef­ur veitt 142,5 millj­óna króna styrk vegna smíði fyrstu þriggja björg­un­ar­skip­anna.

„Smíði nýju skip­anna er stærsta fjár­fest­ing sem Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg hef­ur ráðist í frá upp­hafi. Svona veg­leg­ur styrk­ur frá Sjóvá er afrakst­ur ára­tuga trausts sam­starfs, og ger­ir okk­ur kleift að hefja smíði fyrstu þriggja skip­anna,“ seg­ir Kristján Þór Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar.

„Við vilj­um þakka Sjóvá fyr­ir þetta rausn­ar­lega fram­lag. Það kom inn í verk­efnið á afar mik­il­væg­um tíma­punkti og gerði það að verk­um að við gát­um hafið smíði á fyrsta skip­inu. Við erum þakk­lát fyr­ir traustið sem Sjóvá sýndi okk­ur með því að leggja svo mikið fram þegar skip­in voru aðeins teikn­ing­ar á blaði,“ seg­ir Kristján.

Hvert á 285 millj­ón­ir

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að hvert hinna þriggja skipa kost­ar um 285 millj­ón­ir króna og var með sam­komu­lag –i sem gert var í janú­ar 2021 milli rík­is og Lands­bjarg­ar – tryggð allt að helm­ings fjár­mögn­un þess­ara skipa. Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg hafði safnað í ný­smíðasjóð í nokk­urn tíma sem tryggði enn frek­ar getu fé­lags­ins til að ráðast í þetta verk­efni.

„Með nýj­um björg­un­ar­skip­um verður bylt­ing í viðbragðstíma og aðbúnaði fyr­ir áhafn­ir og skjól­stæðinga. Skip­in skipta miklu máli fyr­ir ör­yggi sjófar­enda í kring­um landið og eru einnig hönnuð með það í huga að geta aðstoðað við björg­un­ar­verk­efni á landi, s.s. með því að tryggja fjar­skipti á fá­förn­um stöðum ef þörf kref­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni

„Við hjá Sjóvá erum stolt og ánægð að geta stutt Lands­björg í þessu stóra og mik­il­væga verk­efni. Það er mikið gleðiefni fyr­ir okk­ur Íslend­inga að fá ný björg­un­ar­skip sem munu gjör­bylta ör­yggi sjófar­enda á haf­inu í kring­um landið og þjón­usta byggðir þess um leið," seg­ir Her­mann Björns­son, for­stjóri Sjóvá.

Næsta skip til Siglu­fjarðar

Nýju björg­un­ar­skip­in þrjú eru smíðuð hjá KewaTec í Finn­landi. Áætluð af­hend­ing á öðru skip­inu er fyr­ir árs­lok 2022 á Sigluf­irði. Smíði á þriðja skip­inu hefst síðan í janú­ar 2023 og af­hend­ing á því verður eft­ir mitt það ár.

Áfram er unnið að fjár­mögn­un tíu björg­un­ar­skipa til viðbót­ar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is