Færslur: 2022 Desember17.12.2022 23:04Hoffell Su 80 á Eyjafirði i dagHið nýja skip Loðnuvinnslunnar Hoffell Su 80 kom til Akureyrar i dag og i vikunni verður skipið tekið upp i Flotkvinna hjá slippnum á Akureyri þar sem að sett verður nýtt botnstykki fyrir hlerapar og kanski eitthvað fleira
Skrifað af Þorgeir 16.12.2022 21:41Skötuveisla Húnafólks i BrekkuskólaÞað var góð stemming i sal Brekkuskóla i kvöld þegar skipverjar á Húna 11 EA 740 héldu sina árlegu skötuveislu alls voru um 80 manns og að sögn matargesta var þetta magnað og voru gestirnir hæðst ánægðir með þessa stórveislu boðið var uppá skötu, saltfisk, tindabyggju, kartöflur, rófur, og hamsafitu og i eftirrétt kaffi og piparkökur hérna koma nokkar myndir frá kvöldinu
Skrifað af Þorgeir 15.12.2022 23:15Mesta aflaverðmæti íslensks togara frá upphafiSólberg ÓF-1.á veiður i Barentshafi 2017 mbl.is/Þorgeir BaldurssonFrystitogarinn Sólberg ÓF-1 kom til hafnar í Siglufirði í morgun með um 600 tonn af þorski, 130 tonn af ufsa og 100 tonn af ýsu. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hefur skipið nú náð mesta aflaverðmæti á einu ári meðal íslenskra togara frá upphafi. Alls hefur yfir 12 þúsund tonnum verið landað úr skipinu á árinu og er aflaverðmætið rúmir sjö milljarðar króna.
Sigþór Kjartansson skipstjóri segir árangurinn fyrst og fremst áhöfninni að þakka. „Það þarf að vinna þetta og það eru ófá handtökin,“ en allur fiskur er fullunninn um borð og það sem ekki fer í frystingu fer í lýsi og mjöl. Um borð í skipinu, sem smíðað var fyrir Ramma hf. árið 2017, er alla jafna 34 manna áhöfn sem nú fer í verðskuldað jólafrí.
Skrifað af Þorgeir 15.12.2022 22:11Vilja samstarf um karfaleitKarfastofninn hefur árum saman verið á niðurleið og áhugi er á samstarfi um karfarannsóknir á hrygningartíma, bæði innan greinarinnar og meðal vísindafólks.Trollið tekið á karfaveiðum á Ljósafellinu í sumar. FF MYND/Þorgeir Baldursson Karfastofninn er kominn að svokölluðum aðgerðarmörkum sem þýðir að verði ekkert að gert geti karfabrestur verið yfirvofandi. Kristján Kristinsson, fiskifræðingur á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, segir stofninn hafa verið á niðurleið undanfarin ár. „Við höfum í áratug verið að sjá lélega nýliðinun. Það þýðir bara að fiskurinn stækkar og honum fækkar. Þess vegna þurfum við að fara varlega í nýtingu á honum. Horfurnar næstu árin eru ekkert mjög jákvæðar.“ Ráðgjöfin helmingi lægriÁrið 2017 gaf Hafrannsóknastofnun út ráðgjöf um karfaveiðar upp á 50.800 tonn, en síðasta sumar hljóðaði ráðgjöfin upp á 25.545 tonn fyrir fiskveiðiárið 2022-23. Hún hefur því dregist saman um helming á aðeins fimm árum. Karfinn er langlífur fiskur og stofninn þarf þess vegna lengri tíma til þess að ná sér aftur á strik. Eða eins og það er orðað í ráðgjöf stofnunarinnar: „Fyrir langlífa tegund eins og gullkarfa er samleitni í stofnmati aftur í tímann hægari samanborið við skammlífari tegundir.“ Óvissa í stofnmatinuTekið er fram að töluverð óvissa sé í stofnmatinu en gullkarfi sé „torfufiskur og því fæst stærsti hluti hans í fáum, stórum togum sem leiðir til tilviljanakenndra sveiflna í vísitölum milli ára. Aldursgreindur afli sýnir mjög litla nýliðun, sem er í samræmi við upplýsingar úr stofnmælingum.“ Kristján segir að brátt verði hugað að því að endurskoða líkanið sem notast er við. Á næsta ári verði farið í rýnifund um karfann hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) þar sem reynt verði að fara yfir öll gögn. Áhuginn liggur í ungviðinuGuðbjörg Ásta Ólafsdóttir, sviðstjóri botnsjávarsviðs, staðfestir að mikill áhugi sé bæði meðal greinarinnar og innan Hafrannsóknastofnunar á samstarfi um karfarannsóknir. „Áhuginn liggur náttúrlega í ungviðinu, að reyna að finna það,“ segir hún. „Ef okkur dettur í hug góð leið til að gera það þá er aldrei að vita nema það verði eitthvað úr þessu.“ Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, sagði frá því á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu nýverið að brátt fari af stað samstarf um karfarannsóknir, og Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sagði sömuleiðis á ráðstefnunni að rætt hafi verið um karfarannsóknir á hrygningartíma. Skrifað af Þorgeir 12.12.2022 13:03Björgvin EA 311
Skrifað af Þorgeir 10.12.2022 15:50Dalvikurhöfn
Skrifað af Þorgeir 08.12.2022 04:34Rafnarbátur til FáskrúðsfjarðarEinkaframtak björgunarsveitarinnar
Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun nýja björgunarbátinn Hafdísi sem er hannaður af íslenska bátahönnunarfyrirtækinu Rafnar og smíðaður í Noregi.
Báturinn er reyndar fyrir nokkru kominn til landsins en bið hefur orðið á því að þar til bær yfirvöld gæfu út haffærisskírteini. Nú er báturinn kominn með haffærisskírteini til bráðabirgða og ekkert til fyrirstöðu að taka hann í notkun. Óskar Guðmundsson, formaður sjóbjörgunardeildar björgunarsveitarinnar Geisla, segir það tímamót að hafa nú yfir að ráða lokuðum bát sem getur tekið á móti áhöfnum flestra fiskiskipa.
Sem kunnugt er stendur nú yfir endurnýjun á björgunarskipaflota Landsbjargar. Þar er ætlunin að ný skip komi í stað þrettán björgunarskipa sem flest eru af Arun Class gerð og fengust á gjafarverði frá Konunglegu Bresku Sjóbjörgunarsamtökunum (RNLI). Skipin eru smíðuð á árunum 1978 til 1990. Björgunarbátur Geisla er utan þessa verkefnis Landsbjargar og er einkaframtak björgunarsveitarinnar sem hefur notið mikillar velvildar fyrirtækja í Fjarðabyggð og Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Sá fyrsti til GæslunnarÞróun á smíði fyrsta Rafnarbátsins hófst í samstarfi við Landhelgisgæsluna árið 2011 og fékk stofnunin afhentan strandgæslubátinn Óðinn í júlí 2013. Í október 2015 fékk Hjálparsveit skáta Kópavogi afhentan 11 metra björgunarbát frá Rafnar og 2020 var komið að Björgunarsveitinni Ársæli. Bátarnir eru byggðir samkvæmt einkaleyfisvarðri hönnun Össurar Kristinssonar, stofnanda stoðtækjaframleiðandans Össurar, og voru í fyrstu smíðaðir hér á landi. Nú hefur smíðin flust til annarra landa.
Björgunarveitin Geisli keypti Rafnar björgunarbát árið 2016 en keypti hann aftur þegar smíði hófst á nýja bátnum. Liðsmenn sveitarinnar hafa því reynslu af þessum bátum og líkar vel. Sami skrokkur er á báðum bátunum en breytingar hafa verið gerðar á stýrishúsinu sem er nú breiðara og rúmbetra. Þá var byggt yfir framdekkið sem var opið á eldri bátnum. Þar eru nú eru vistarverur. Óskar segir þessar breytingar hafa í för með sér að nú sé hægt að taka á móti áhöfnum togara. Það fari vel um tíu manns í vistarverunni á framdekkinu og auðveldlega hægt að koma þar fyrir fleirum sé þéttar setið. Auk þess geta menn staðið í stýrishúsinu ef því er að skipta. Með í ráðum við hönnunina„Við getum því auðveldlega tekið á móti áhöfnum af flestum fiskiskipum án þess að illa fari um þá. Það gátum við ekki á eldri bátnum. Það hefur líka verið gaman að taka þátt í hönnunarferlinu því við vorum með í ráðum hvað varðar hönnunina frá fyrsta degi. Hugmyndir okkar um að hafa bátinn lokaðan voru svo unnar áfram með hönnuðum Rafnar og báturinn svo smíðaður,“ segir Óskar. Fyrirtækið Rafnar er á Íslandi en það smíðar ekki lengur báta hérlendis en þjónustar engu að síður bátana hér. Hafdís var smíðuð í Noregi og Óskar segir að það hafi reyndar verið Íslendingar búsettir í Noregi sem unnu við smíðina. Bátur af þessu tagi kostar ekki undir 100 milljónum króna en björgunarsveitin greiddi þó ekki þá upphæð fyrir hann þar sem gamli báturinn var tekinn upp í. Báturinn er með tveimur 300 hestafla utanborðsmótorum. Ganghraðinn getur náð rúmlega 40 hnútum sem samvarar 74 km hraða á landi sem eldri báturinn státaði einnig af. Reynslan af honum var enda sú að björgunarsveitin var jafnan talsvert á undan næsta viðbragði. Óskar segir að þetta skipti sköpum því það segi sjálft að það liggur alltaf mikið á þegar vandamál verða til sjós. 2 í smíðum fyrir björgunarsveitir á Íslandi„Skrokklagið er mjög sérstakt og báturinn er mýkri í sjó en aðrir bátar af þessari stærð. Við höfum siglt á svona skrokk í að verða sjö ár og höfum því góða reynslu af honum í alls konar veðri. Það var aldrei neinn vafi í okkar huga að við myndum stefna að því að kaupa annan Rafnarbát.“ Rafnar hefur selt mikið af sams konar bátum erlendis og nú er verið að smíða tvo í Tyrklandi fyrir íslenskar björgunarsveitir, þ.e. björgunarsveitirnar á Flateyri og Húsavík. Þeir eru væntanlegir til landsins um áramótin. Í björgunarsveitinni eru um 20 manns og Óskar segir litla nýliðun dálítið farið að há starfseminni. Sífellt þyngra reynist að fá yngra fólk til þess að taka að sér sjálfboðaliðastörf af þessu tagi og það eigi jafnt við um björgunarsveitir, íþróttafélög og annað. Hann vonast til þess að þessi þróunin snúist við sem fyrst. „Þetta er fjárfesting sem björgunarsveitin hefði aldrei getað farið út í nema með því að eiga góða að. Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er langstærsti styrktaraðili okkar en fleiri komu líka myndarlega að málum eins og Fjarðabyggðarhafnir, Laxeldi Austfjarða og fleiri." Skrifað af Þorgeir 08.12.2022 00:14Mokveiði hjá linubátum LoðnuvinnslunnarSandfell og Hafrafell mokfiskaSandfell SU fiskaði 315 tonn í 22 róðrum.Ljósmynd: Þorgeir Baldursson Þeir hafa verið að gera það gott línubátarnir hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Nóvembermánuður var þeim mjög gjöfull. Þannig fór afli Sandfells í 315 tonn í 22 róðrum sem gerir rúmlega 14 tonna meðalafla í róðri. Mesti afli í einum róðri var 25,1 tonn. Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar segir að mjög sjaldgæft sé að bátar í þessum flokki nái yfir 300 tonna afla á einum mánuði.
Gangurinn var ekki síður góður hjá Hafrafelli sem skilaði á land 287 tonnum úr 23 róðrum. Mesti afli Hafrafells í einum róðri var 24,6 tonn. Bátarnir eru gerðir út af Hjálmum ehf. og Háuöxl ehf., dótturfélögum Loðnuvinnslunnar. Skrifað af Þorgeir 03.12.2022 21:48Gullver Ns 12 á Lögginni i álnum
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 236 Gestir í dag: 7 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119362 Samtals gestir: 52248 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:27:59 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is