Færslur: 2023 Febrúar

16.02.2023 22:50

Kvannoy N- 400- B landar loðnu

                                         Kvannoy N-400 -B við bryggju á Fáskrúðsfirði mynd þorgeir Baldursson 

16.02.2023 08:08

Langar og leiðinlegar brælur

                               1661 Gullver Ns 12 i Brælu á Austfjarðamiðum mynd þorgeir Baldursson 

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði 106 tonnum á Seyðisfirði í gærmorgun. Uppistaða aflans var þorskur og ýsa.

Þórhallur Jónsson skipstjóri segir að drullubræla hafi verið alla veiðiferðina. „Við vorum að veiðum við Herðablaðið eða ofan við Reyðarfjarðardýpið.

Það aflaðist ágætlega en veiðiferðin tók eina þrjá sólarhringa. Eftir hádegi á sunnudag var orðið vitlaust veður og þá var farið í land.

Það er búin að vera mikil brælutíð í janúar og það sem af er febrúar. Þetta eru langar og leiðinlegar brælur og þreytandi tíðarfar,“ segir Þórhallur.

Gullver heldur á ný til veiða í kvöld.

06.02.2023 23:05

Július Geirmundsson is 270.

                                         1977 Július Geirmundsson IS 270 mynd þorgeir Baldursson 2022

06.02.2023 07:50

Norsk Loðnuskip á Fáskrúðsfirði

                   Fjöldi Noskra loðnuskipa i höfn á Fáskrúðsfirði 4 feb 2023 mynd þorgeir Baldursson 

                                       Loðnulöndun á Fáskrúðfirði 4 feb 2023 mynd þorgeir Baldursson 

Unnið dag og nótt á Fáskrúðsfirði Fjöldi norskra skipa hefur landað yfir 1.800 tonnum af loðnu á Fáskrúðsfirði síðustu daga.

Nú er unnið nótt og dag í Loðnuvinnslunni við að frysta loðnuna.

Það sem flokkast undan fer í bræðslu. Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar segir farmana ekki mjög stóra, 250 til 300 tonn,

en safnist þegar saman kemur. Sex skip lönduðu fyrir helgi og þar á undan lönduðu tvö skip.

„Nú er komin bræla og verður væntanlega fram á miðvikudag,“ segir Friðrik og bætir við að skipin bíði veðrið af sér áður en haldið sé aftur út á miðin.

„Það er bara fjögurra til fimm tíma sigling út á miðin frá okkur.“

Hann segir þó ekkert verða stopp í vinnslunni; þegar loðnan er komin í frysti fer mannskapurinn yfir í vinnslu á bolfiski.

Friðrik gerir ráð fyrir að taka bolfisk með í dag og fara svo alveg yfir í hann á morgun.

„Já, það er nóg að gera, alltaf nóg að gera. Við erum kannski öðruvísi en önnur uppsjávarfyrirtæki því við rekum bolfiskvinnsluhús líka,

þá fellur aldrei dagur úr vinnu hjá okkur,“ segir Friðrik.

nánar um þetta i morgunblaðinu i dag 

  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991682
Samtals gestir: 48535
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:24
www.mbl.is