Færslur: 2024 Júlí

08.07.2024 02:46

Bresk skúta strandar á Hörgárgrunni

                               Bresk skúta strandaði á Hörgárgrunni i dag mynd þorgeir Baldursson 

Lítil skúta strandaði úti fyrir Gáseyri við Eyjafjörð síðdegis en björgunarsveitarmönnum tókst að losa hana klukkan hálf átta. Tveir menn voru um borð, þá sakaði ekki og skútan skemmdist ekkert eftir því sem næst verður komist.

VIÐBÓT –

Í skeyti frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu sem sent var út klukkan 20.09 eru nánari upplýsingar. Þar segir:

Klukkan 16:58 barst útkall vegna skútu sem hafði strandað í Eyjafirði. Útkallsboðin fóru á Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði, Súlur Björgunarsveitina á Akureyri og Björgunarsveitina Dalvík.

Súlur, Björgunarsveitin á Akureyri voru komin fyrst á vettvang um kl. 17:45 á tveimur Rescue Runnerum (svipuð tæki og jetski) og björgunarbát. Þau töluðu við áhöfn skútunnar, tvo aðila, sem voru óhult. Stuttu seinna kom Björgunarsveitin Dalvík á björgunarbát. Björgunarskipið Sigurvin kom á vettvang kl. 18:30.

Klukkan 19:30 var skútan laus og sigldi á eigin vélarafli. Bjargir eru nú á leið heim en Sigurvin fylgdi skútunni á sinn næsta áfangastað áður en heim var haldið.

Veðrið á vettvangi var gott, um 9 gráður, 3 metrar á sekúndu og bjart.

heimild Akureyri.net

                             Áhöfnin á Sólbergi ÓF 1 var i viðbraðsstöðu mynd þorgeir Baldursson 

              Björgunnarbáturinn Sigurvin á Siglufirði kom á Vettvang mynd Þorgeir Baldursson 

          Björgunnarbátar frá Siglufirði Dalvik og Akureyri komu að björgun Skútunnar mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is