Færslur: 2008 Maí

26.05.2008 00:38

Kaspryba III Rússneskt


                                          © MYND ÞORGEIR BALDURSSON 2008
Sá þetta skip i Hafnarfjarðarhöfn i siðustu viku .Þetta skip heitir Kaspryba III skráð í Navorossiysk í Rússlandi,eigandi er Rybkholodflot í Moskvu,smíðað 1999 hjá Peene-Werft GmbH í Stralsund í Þýzkalandi sm.no.445.Fyrirtækið á annað svona skip sem heitir Kaspryba I. heimild. Óskar Franz
 

26.05.2008 00:02

Gullborg RE 38

Mynd þessi eru úr safni Emils Páls, en ljósmyndari er ókunnur. Ef einhver sem les þetta veit hver tók þessa mynd þá væri það vel þegið að fá þá vitneskju.

                                        490. Gullborg  RE 38 © Ljósm.: ókunnur.

25.05.2008 23:09

POLAR NATAARNAQ GR.10-86


                         © Þráinn Marius Ingólfsson 2008
 þessar myndir  voru teknar af togaranum POLAR NATAARNAQ sem er að mér skilst  að sé Fyrrverandi BLIKI frá Dalvík,og er hann þarna að brjótast i gegnum 70-80 cm þykkan is á Grænlandi  Þetta skip er nákvæmlega eins og RAUÐINÚPUR ÞH 160 og núverandi Sóley Sigurjóns GK 200
 
 

25.05.2008 12:50

Rauðinúpur þh 160

                      © Mynd þorgeir Baldursson
Einn af gömlu japanstogurunum Rauðinúpur i slipp á Akureyri hvað varð um hann

25.05.2008 12:39

Hvað er vitað um þennan?

Þessi bátur hefur legið inni á Dalvík nú i nokkur misseri eða ár, en komið var þó með hann til Akureyrar fyrir helgi og síðan er hann aftur kominn inn á Dalvík. Heyrst hefur að verið sé að breyta honum í skútu, en hvað bátur er þetta annars? Gaman væri að fá vitneskju um það.  - Svar 1186. Muggur EA 26
                                        1186. Muggur EA 26 © Þorgeir Baldursson

25.05.2008 00:00

Á Stakksfirði


                                     Erlent flutningaskip © Emil Páll
Þetta erlenda flutningaskip, sem ekki er vitað nein deili á var á Stakksfirði í tvo sólarhringa í vikunni. Var það ýmist undir Vogastapa eða á ytri-höfnunum í Keflavík eða Njarðvík. Hvort það var þar vegna veðurs eða af einhverri annarri ástæðu er heldur ekki vitað.  - Samkvæmt umsögnum hér fyrir neðan, virðist hér vera á ferðinni skipið Amanda frá Marsal og var á leið til Reykjavíkur, því þangað var það komið á föstudag.

24.05.2008 00:00

Keflvíkingur GK 197

Hér birtist mynd af einum af gömlu nýsköpunartogurunum sem komu hingað til lands rétt fyrir miðja síðustu öld. Þessi Keflvíkingur GK 197 var smíðaður í Aberdeen í Skotlandi og hljóp af stokkum 14. október 1947. Síðari nöfn voru Keflvíkingur KE 19, Vöttur SU 103 og Apríl GK 122, en hann var seldur úr landi til Grikklands 17. maí 1965. Mynd þessi eru úr safni Emils Páls, en ljósmyndari er ókunnur. Ef einhver sem les þetta veit hver tók þessa mynd þá væri það vel þegið að fá þá vitneskju.

                                            8. Keflvíkingur GK 197 © Ljósm. ókunnur.

23.05.2008 23:04

Gandi VE 171


                    84. Gandi VE 171 ex Guðjón VE ex Haraldur AK © Emil Páll

23.05.2008 00:00

Hver er hann þessi?

Þessi mynd er einnig fengin úr safni VSFK og trúlega tekin einhverntíman á árunum frá 1960-1980 en þó ekki heldur vitað. Ef gengið er út frá því þá virðist helst vera sem hér sé á ferðinni 727. þ.e annað hvort sem Rán SU 58 eða Hraunsvík GK 68. Sem Rán var báturinn gerður út frá Keflavík 1965-1966 og Hraunsvíkurnafnið fékk hann 1971 og hélt því fram til 1980. Þó hann hafi verið frá Grindavík þann tíma hefur hann efalaust komið einhvern tímann til Keflavíkur. Spurningin varðandi síðara nafnið er hvenær sá bátur fékk hvalbak en það getur ráðið úrslitum um það hvort þetta sé sá bátur. Eitt er víst að þarna er hann eins og báturinn á myndinni fyrir neðan að beygja fyrir hafnargarðinn í Keflavík. Auðvitað getur þetta verið allt annar bátur, en um það er ekki heldur vitað.
  - Eða er þetta kannski 475. Happasæll KE 94? -

            Hver er þetta 727. eða frekar 475. Happasæll KE 94 © Heimir
Spurningin sem fleiri fallast á er að þetta sé 475. Happasæll KE 94, ex Farsæll SH 30 ex Guðfinnur KE 32, smíðaður á Akranesi 1955.
Gaman væri er einhver þarna úti ætti mynd af honum og gæti sent mér til samanburðar á netfangið www.emilpall@simnet.is

22.05.2008 00:00

Hafborg KE 54

Mynd þessa fengum við að láni út myndasafni Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, en hún er tekin einhvern tíman á árunum 1974-1978 og sýnir Hafborgu KE 54 koma að landi í Keflavík. Bátur þessi er með smíðanr. 3 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1970 og mældist þá 47 tonn, síðan var hann stækkaður í Keflavík 1977 og lendur 1985-1986. Fyrsta nafn hans var Einar Þórðarson NK 20, síðan Hlíf SI 24, Hafborg KE 54, Búi EA 100, Otur EA 162 og að lokum Bjarmi VE 66. Báturinn fórst ásamt tveimur mönnum 10 sjómílur V. út af Þrídröngum á siglingu til nýs útgerðarstaðar, Grindavíkur, þann 23. feb. 2002.

                                    1103. Hafborg KE 54 © Heimir Stígsson

21.05.2008 05:08

Sportacus KE 66


                                      7526. Sportacus KE 66 © Emil Páll
Um þennan bát er í raun lítið vitað, nema að hann kom nýr 2003 og fyrir 2006 bar hann nafnið Guðmundur Helgi ÍS 66 og var skráður í eigu Friðfinns ehf. á Flateyri. Er hann kom í maí 2006 eða fyrir 2 árum í Grófina í Keflavík bar hann nafnið Palli Tomm EA 70 og mánuði síðar var þetta nafn komið á hann og skráður eigandi var Reykjanes Adventure ehf. í Reykjavík. Síðan þá hefur báturinn að mestu eða öllu legið við þessa sömu bryggju í Grófinni.

20.05.2008 23:05

Gasflutnigaskipið Arctic Princess


                         © mynd þorgeir Baldursson 2008
Þetta gasflutningaskip var á siglingu úti af austfjörðum i  næst siðustu viku á leið til Bandarikjanna skipið Arctic Princess er 121.597 tonn 288 metra langt 49 metra breitt
og ganghraði 19,9 milur

20.05.2008 22:01

1059 Heimir SU 100


Þessi var smíðaður 1967 hjá Ankerlökken Verft A/S í Florö í Noregi,skrokkur skipsins var smíðaður hjá Kvina Verft A/S í Flekkefjord. Upphaflega bar skipið nafnið Heimir SU 100,árið 1975 fær það nafnið Hákon ÞH 250,seldur til Chile 1987 og ber þar nafnið Hakon.

20.05.2008 21:51

Nærri sokkinn í dag

                                 2733. Von GK 113 hífð upp í dag © 245.is
Í dag munaði litlu að  línubáturinn Von GK 113 frá Sandgerði myndi sökkva er hann keyrði á grjótgarð í innsiglingunni til Sandgerðis. Búið er að ná bátnum og hífa hann upp á bryggju og kom í ljós töluverðar skemmdir á bátnum að framanverðu. Meðfylgjandi mynd fengum við frá 245.is og þökkum við þeim fyrir greiðan en björgunaraðgerð bátsins er flutt á vefnum  í máli og myndum og vísum við því á www.245.is

20.05.2008 00:00

Maggi Ölvers GK 33

                                             1315. Maggi Ölvers GK 33 © Emil Páll
Þessi er hefur smíðanr. 44 hjá Slippstöðinni á Akureyri, en þar lauk smíði hans 1973 og mældist hann þá 24 tonn að stærð. Nöfn hans hafa verið Eyrún EA 157, Eyrún SH 57, Eyrún GK 157, Eyrún ÁR 66, Eydís ÁR 26 og svo það nafn sem kom á hann um síðustu helgi Maggi Ölvers GK 33.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1247
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 3737
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 1060663
Samtals gestir: 50940
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:43:08
www.mbl.is