Færslur: 2008 Maí12.05.2008 19:341019 Sveinn Sveinbjörnsson NK 55Þessi er smíðaður í Noregi 1966 og er enn í flota okkar íslendinga. Hvað geta menn sagt um þennan ? Skrifað af Þorgeir 12.05.2008 08:04Sóley Sigurjóns GK 2002262. Sóley Sigurjóns GK 200 © Emil Páll Í morgun kom Sóley Sigurjóns GK 200 í fyrsta sinn til Sandgerðis, en þá var togarinn að koma úr miklum breytingum sem fram fóru í Póllandi. Við það tækifæri tóku 7 af skipum útgerðarinnar á móti togaranum utan við innsiglinguna til Sandgerðis og birtast hér fyrir neðan tvær myndir sem teknar voru við það tækifæri. Sjö af tíu skipum Nesfisks utan við Sandgerði í morgun. © Emil Páll Nýja og gamla Sóley Sigurjóns © Emil Páll Skrifað af Þorgeir 11.05.2008 20:29976 Ólafur Sigurðsson AK 370.Hér kemur mynd af einum sem var smíðaður 1965 í Boizenburg,en var seldur til Noregs 1975. Skrifað af Þorgeir 11.05.2008 00:12Langur nafna- og eigandalisti259. Margrét HF 20 © Emil Páll Þó þessi bátur sé orðinn 40 ára gamall, þá lýtur hann ansi vel út, en hann var byggður í Sandefjord í Noregi og lauk smíði hans 1964. Síðan var hann lengdur 1966. Yfirbyggður við bryggju í Keflavík 1982-1983 og mælist í dag 207 tonna skip. Fyrsta nafnið sem báturinn bar var Súlan EA 300 og var frá Akureyri. Þá Súlan EA 310 frá sama stað. Sama nafn í eigu aðilar í Reykjavík, Síðan hefur þetta verið þannig. Stígandi ÓF 30 frá Ólafsfirði, eigandaskipti þar en áfram sama nafn. Stígandi RE 307 í sameign manna í Keflavík og Reykjavík, síðan flutti sá í Keflavík á Seltjarnanes og þaðan til Kópavogs, en áfram var aðilinn í Reykjavík eigandi. Þá urðu tvenn eigandaskipti er fyrirtæki í Reykjavík keyptu bátinn og hélt hann áfram nafni sínu. Þaðan fór báturinn á ný til Keflavíkur og nú sem Jarl KE 31, þaðan til Vestmannaeyja sem Valdimar Sveinsson VE 22 og síðan urðu tvenn eigandaskipti á bátnum í Eyjum en áfram bar hann sama nafn. Síðan urðu enn ein eigandaskiptin þar og þá fékk hann nafnið Beggi á Tóftum VE 28. Það fyrirtæki skráði hann síðan á Hornafirði og þá bar hann sama nafn en nr. SF 222 og síðan flutti fyrirtækið með hann til Ólafsvíkur en breytti ekki um nafn. Þar var hann síðan seldur innanbæjar og fékk nafnið Bervík SH 143. Undir þessu nafni komast hann í eigu aðila í Keflavík og síðan seldur aðila í Kópavogi. Þaðan var hann seldur til Þorlákshafnar og fékk nafnið Klængur ÁR 20. Þá keypti fyrirtæki á Álftanesi bátinn, en skráði hann í Þorlákshöfn og fékk hann nafnið Margrét ÁR 20, sama fyrirtæki skráði hann síðan á Hofsósi og hélt hann nafninu en fékk nr. SK 20. Nú var hann seldur til Hafnarfjarðar þar sem hann fékk núverandi nr. HF 20 og síðan það gerðist hefur hann skipt um eigendur þrisvar, en haldið sama nafni og nr. og haft heimahöfn í Hafnarfirði, þó svo að eigendur hafi verið ýmist á Álftanesi eða Blönduósi. Skrifað af Þorgeir 10.05.2008 13:15HögabergHér kemur mynd af skipi sem hefur borið nokkur nöfn. Skip þetta er smíðað 1979 hjá Sterkoder Mek. Verksted A/S í Kristiansund í Noregi og hefur sm.no.66.Upphaflega hét skipið Silljo M-84-M og var frá Molde,árið 1981 er skipið keypt til Vestmanna í Færeyjum og fær nafnið Gullfinnur VN 147.önnur nöfn sem skipið hefur borið er 1990 M.Ytterstad N-10-LN,1993 Eldjarn H-128-AV,1994 Storeknut H-148-AV,2003 Högaberg FD 1210,2005 Högaberg EA 12,og í dag Högaberg FD 110. Skrifað af Þorgeir 10.05.2008 10:29Arnþór GK 202325. Arnþór GK 20 © Emil Páll Bátur þessi er smíðaður á Ísafirði 1998 og var þá fyrsta sérhannaða skipið fyrir dragnót hér á landi. Hann var síðan lengdur 2001 og er nú 72 tonn að stærð. Fyrst bar hann nafnið Reykjaborg RE 25, síðan Reykjaborg KE 6, þá Geir KE 6 og nú er það Arnþór GK 20 frá Garði. Skrifað af Þorgeir 09.05.2008 23:16Rússagrýla.Hér kemur mynd af skipi sem kom til Húsavíkur í vikunni,en í land úr þessu skipi komust tíu lítrar af vodka ásamt nokkrum stubbum af sígarettum sem lögregla staðarins gerði upptækt . Það skip sem hér um ræðir er Altair ,en þetta skip er smíðað 1988 hjá Khabarovskíy Sudoistroitenyy Zavod im Kirova í Khabarovsk og er smíði no. 866. Skrifað af Þorgeir 09.05.2008 22:07Hér kemur einn gamall.Þessum ættu menn að muna eftir, 234 Arnar ÁR 55. Skrifað af Þorgeir 09.05.2008 14:51Aldan ÍS 471968. Aldan ÍS 47 © Emil Páll Þessi er smíðaður í Herre, í Noregi 1987, lengdur hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar 1989 og aftur hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi 1995. Keyptur hingað til lands 1988 og fékk þá nafnið Arnar KE 260 og var frá Keflavík, síðar Arnar KE 160, þá Hanna Kristín BA 244 frá Garðabæ en með heimahöfn á Tálknafirði, María Pétursdóttir VE 14 frá Vestmannaeyjum og hélt síðan nafninu þrátt fyrir tvær sölur, fyrst til Reykjavíkur og síðan til Grindavíkur. Þaðan fór báturinn til Dalvíkur og fékk nafnið Guðrún Jakobsdóttir EA 144 og á síðasta ári fékk hann nafnið Aldan ÍS 47 og er frá Ísafirði. Skrifað af Þorgeir 07.05.2008 23:25Hverjir voru þessir ?Hér kemur mynd sem er tekin 1991 eða 1992,á þessari mynd eru tvö skip sem hafa verið skráð á Íslandi, það skip sem er nær var skráð fyrir töku myndarinnar en hitt eftir að myndin er tekin En hvaða skip voru þetta meðan þau voru skráð hér á landi ?. Menn eru komnir með hvaða skip hér um ræðir.Þetta eru 1027 upphaflega Júlíus Geirmundsson ÍS 270 hét síðast hér á landi Kristbjörg VE 70 ,selt til Noregs 1976,á myndinni heitir skipið Maloyfisk SF-31-V.Hitt skipið sem er fjær er M,Ytterstad N-10-LN sem hét hér á landi Högaberg EA 12. Skrifað af Þorgeir 07.05.2008 21:12GullfossÞessi mynd er frá Reykjavíkurhöfn á meðan aðal umferðin var um gömlu höfina og hér sést m.a. Gullfoss. Skrifað af Þorgeir 06.05.2008 17:42Seldur til Hollands 2295. Vörður II © Emil Páll Skrifað af Þorgeir 05.05.2008 21:56Hver var þessi ?Hér kemur mynd af skipi sem kom nýtt til landsins 1947,og stundaði togveiðar. Skipið var selt úr landi á sjöunda áratugnum,en nokkur breyting hefur orðið á skipinu frá þeim tíma. En hvaða skip var þetta meðan það stundaði veiðar hér við land og víðar ? Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1326 Gestir í dag: 41 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060742 Samtals gestir: 50944 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 16:04:29 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is