Færslur: 2008 Júní25.06.2008 20:02Meira af íslenskum skipum í FæreyjumEins og menn muna sumir hverjir þá var Andey ÍS 440 seld til Færeyja í mars í vetur. Eftirfarandi frétt birtist af skipinu á vefnum www.sudurras.fo
Síðan djúpvatnstrolarin Beinisvørð kom til landið fyri góðum 3 mánaðum síðani hevur verið arbeitt miðvíst við at gera skipið klárt til fiskiskap. Hans J. Joensen, reiðari sigur við Suðuroyarportalin, at arbeiði við at gera Beinisvørð kláran fiskiskap, er nú við at verða liðugt og nú skal skipið uppá beding, at skifta ein hvíttmetallring í stevnirørinum. Nýggj fabrikk er sett í skipið og tey skipasýniskrøv, sum vóru, eru so at siga øll komin undir land. Nú er so bara at vóna at oljuprísurin ferð at lækka, soleiðis at hetta kann bera til, sigur Hans J. Joensen - og leggur afturat, at Beinisvørð hevur ikki ligið orsaka av høgu oljuprísunum. Reiðaríið fer annars at søkja eftir tveimum maskinmeistarum, soleiðis at tað verða tríggir sum koma at ganga 2-1. So um onkur er sum kundi havt áhuga, so er bara at seta seg í samband við reiðaríðið. Skrifað af Þorgeir 25.06.2008 00:00Hvaða togarar eru þetta? KYNSLÓÐARSKIPTI Þorsteinn Pétursson á Akureyri sendi okkur þessa skemmtilegu togaramynd sem í raun sýnir okkur einnig kynslóðarskipti meðal togara landsmanna. Þökkum við kærlega fyrir sendinguna, en spurningin er hvort þið þekkið togarana á myndinni? Mynd þessa tók annar þekktur, en sá var Vilhelm Þorsteinsson. Hvaða togarar eru þetta? © mynd Vilhelm Þorsteinsson Skrifað af Þorgeir 24.06.2008 23:13Sögufrægt skip grotnar við bryggjuEins og menn muna sumir hverjir, þá var mikið rætt um að sækja til Færeyja bát sem búið var að kaupa til varðveislu hér, þar sem hann var með fyrstu bátunum sem smíðaður var á Akranesi og bar nafnið Höfrungur. Ekkert hefur heyrst um málið meira, þar til nú að eftirfarandi birtist í færeysku blaði um málið og birtum við það óþítt þar sem flestir ættu að geta lesið sig út úr Færeyskunni.
Skrifað af Þorgeir 24.06.2008 00:26Þrjú flutningaskipÞér koma þrjár myndir af flutningaskipum, sem birtust í bókinni Ísland 1990, en ljósmyndari er ókunnur. Ef einhver getur upplýst um það hver sá er, væri það vel þegið. M.s. Akranes, ljósmyndari ókunnur M.s. Esja, eins og sést á textanum fyrir ofan myndirnar þá eru þær fengnar úr bók, og kemur þar fram úr hvaða bók það, en ljósmyndari er ókunnur. Væri vel þegið ef einhver gæti upplýst hver hann væri. Einhver af ,,fossunum" frá Eimskip siglir fram hjá Viðey. Skrifað af Þorgeir 22.06.2008 00:02Þrjár úr safninuHér birtum við þrjár skipamyndir úr safni Emils Páls, myndir sem teknar voru einhvern tímann á níunda áratug síðustu aldar sennilega á síðari hlutanum og eigum við t.d. 198? og 5-90 t.d. Ljósmyndari er hins vegar ókunnur og því væri gaman ef einhver sæi hver hann gæti verið og léti okkur vita.
Skrifað af Þorgeir 21.06.2008 15:56Brimrún og Særún2427. Særún og 2227. Brimrún © myndir Smári Steinarsson 2008 Smári Sævarsson sendi okkur þessar myndir af farþegaskipunum Brimrúnu og Særúnu sem gerð eru út frá Stykkishólmi. Færum við honum bestu þakkir fyrir. Skrifað af Þorgeir 20.06.2008 00:24Þekkið þið þennan?© mynd Smári Steinarsson 2008 Hér er um að ræða bát sem við viljum ekki segja mikið frá í upphafi nema það að hann var gerður út hérlendis í allmörg ár, en talinn ónýtur og tekinn af skrá fyrir tugum ára og rennt þá á land þar sem hann er ennþá. Myndir þessar sendi Smári Steinarsson okkur og færum við honum bestu þakkir fyrir. Þá væri einnig skemmtilegt ef þið þekktuð landssvæðið þar sem flakið liggur. Skrifað af Þorgeir 20.06.2008 00:18Sérkennileg merking - ekki spegilmynd1930. Dóri GK 19 © mynd Emil Páll 2008 Eins og sjá má á merkingunni á stýrishúsinu, þá er númerið á bátnum málað svona öfugt á bátinn og því ekki um spegilmynd að ræða. Sjálfsagt finnst þeim sem það gerðu, eitthvað sniðugt. Skrifað af Þorgeir 20.06.2008 00:11Færeyskur lúðubátur landar í SandgerðiFæreyska lúðuveiðiskipið Fagraenni KG 323 frá Hvannasundi landaði fyrir skemmstu 11 tonnum af vænni lúðu í Sandgerðishöfn. Voru þær stærstu á bilinu 100 til 150 kíló hver. Skipverjarnir eru fimm talsins og höfðu verið við veiðar á Reykjaneshrygg í um tvær vikur. Fagraenni KG 323 © mynd Emil Páll 2008 Skrifað af Þorgeir 19.06.2008 00:15Þórsnes II SH 1091424. Þórsnes II SH 109 © mynd Smári Steinarsson 2008 Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 526 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991947 Samtals gestir: 48545 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is