Færslur: 2008 Júní

05.06.2008 00:06

Tveir á loðnuveiðum um aldamótin


                  1046. Oddeyrin EA 210 © mynd Þorgeir Baldursson árið 2000

                      1012. Örn KE 13 © mynd Þorgeir Baldursson árið 2000.

04.06.2008 00:24

Nótaskipið sem breytt var í togara

Eins og menn vita hefur nokkrum togurum verið breytt í nótaskip, en það eru líka til hér á landi nótaskip sem hefur verið breytt í togara. Eitt þeirra segjum við frá nú. Það var smíðað í Zaandam í Hollandi 1964, lengt í Noregi 1967, yfirbygg 1975 og 1980 var farið út í að breyta skipinu smátt og smátt í skuttogara og lauk því 2006. Hér erum við að tala um 962. Óskar Halldórsson RE 157, síðan Gustur SU 160, Votaberg SU 10, Aldey ÞH 380, Óskar ÞH 380 og nú heitir skipið Óskar RE 157. Birtum við hér myndir af skipinu bæði sem nótaskipi og nú eins og það lítur út í dag, sem skuttogari.

                    962. Óskar Halldórsson RE 157 © mynd Þorgeir Baldursson 1984

                        962. Óskar RE 157 © mynd Emil Páll 2008

04.06.2008 00:15

Sikuk

Það er ekki víst að margir kannist við þetta skipsnafn sem er frá Nýfundalandi, en þau íslensku nöfn sem báturinn bar áður kannast flestir við. Það eru nöfn eins og Gísli Árni RE, Sunnuberg GK, Sunnuberg NS og Arnarnúpur ÞH. Mynd þessi tók Júlíus Kristjánsson á Nýfundalandi og sendi okkur til birtingar og þökkum við kærlega fyrir.

       Sikuk áður 1002. Gísli Árni, Sunnuberg og Arnarnúpur © Júlíus Kristjánsson

03.06.2008 20:07

Kristina Katla Seafood 1 árs


                   © foto salvador/angel L Godar Moreira 2008

Fyrsta starfsári félagsins fagnað í nýju húsnæði
Höfuðstöðvar Kötlu Seafood hafa verið fluttar úr Hafnarfirði til Reykjavíkur. Nýja skrifstofan er staðsett á 8.hæð í Húsi Verslunarinnar og deilir húsnæði með Reykjavíkurdeild sölufyrirtækisins Ice Fresh Seafood. Á sama tíma og starfsmenn og gestir þeirra fögnuðu því að nýja skrifstofuhúsnæðið var formlega tekið í notkun var haldið upp á eitt ár er liðið frá því að núverandi eigendur tóku við erlendum rekstri Sjólaskipa og Katla Seafood var stofnuð. Starfsmenn Reykjavíkurskrifstofu Kötlu Seafood eru 14 talsins en einnig er rekin skrifstofa á vegum félagsins í Las Palmas á Kanaríeyjum
.  Heimild www.samherji.is  
 
ks_husn2_1983_400_01

03.06.2008 12:28

Útgerð Nesfisks


Hér fyrir ofan sjáum við opnu úr blaði sem kemur út á morgun og er varðandi kynningu á nánast öllum fyrirtækjum, stofnunum og félögum í Sandgerðisbæ. Blaðið er gefið út undir handleiðslu þeirra Emils Páls Jónssonar og Þóru Jónsdóttur og að mestu skrifað af þeim. Meðal efnis er þessi opna, en alls eru í blaðinu yfir 230 ljósmyndir og eru helstu ljósmyndarar varðandi blaðið, eftirtaldir í stafrófsröð: Emil Páll Jónsson, Hafþór Hreiðarsson,Jóhanna Sigurrós Pétursdóttir, Jón Páll Ásgeirsson, Kristinn Benediktsson, Reynir Sveinsson, Smári Sæbjörnsson og Þorgeir Baldursson. Þær myndir sem birtust á opnunni, eru frá þeim Emil Páli, Jóni Páli, Kristni og Þorgeiri.

03.06.2008 00:17

Dalaröst ÞH 40


                           1639. Dalaröst  ÞH 40 © mynd Emil Páll 2008 
Nýverið keypti fyrirtækið Íslensk sjávartækni ehf. í Sandgerði bátinn Dalaröst ÞH 40. Samkvæmt bryggjuspjalli er hann að hefja veiðar á sæbjúgum, en einnig eru hugmyndir um að láta bátinn veiða skel í Hvalfirði og vinna úr henni einhverjar Omega olíur fyir matvæla- og lyfjaiðnað.                       

 

03.06.2008 00:05

Kristrún II RE 477


           256. Kristrún II RE 477 ex Kristrún RE 177 © mynd Þorgeir Baldursson

Kristrún RE 177 hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Kristrún II RE 477, sjálfsagt er það vegna þess að nýja skipið sem sagt er frá hér neðar á síðunni muni fá nafnið Kristrún RE 177.

02.06.2008 18:11

Rússi í Keflavík


                       Rússneskt skip í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 2008
Þetta rússneska skip hafði stutta viðdvöl í Keflavíkurhöfn á sjómannadaginn, en hvað það var að gera, eða hverskonar skip hér er um að ræða er ekki vitað.

 

02.06.2008 15:35

Kaldbakur EA 1


                                    © Mynd þorgeir Baldursson 2007

Kaldbakur EA

Togara inná hvert heimili landsins.  Kanski svona var álit manna uppúr 1980 þegar hátt í 100 ísfiskstogarar voru komnir til veiða hérna við landið.  Voru togarar svo til í hverju sjávarútsvegsplássi landsins.  Akureyri var ekki undanskilin því.  Þar voru meðal annars keypti tvö systurskip.  Harðbakur EA og Kaldbakur EA.
Þessi skip eru enn í dag til.  Reyndar er bara Kaldbakur gerður út.  Kaldbakur EA er alveg óumdeilanlega með eitt mesta lestarrými íslenskra togara.  Ekki var óalgeng að uppúr skipinu kæmu vel yfir 300 tonn af fiski hérna á árum áður.

Í dag er ekki svona rosalega mikill atgangur hjá Kaldbaki EA.  Þó kemur fyrir að tölur yfir 200 tonn sjáist hjá Kaldbaki EA.  Núna í maí þá bregður svo við að togarinn er orðinn aflahæsti togarinn í maí,  650 tonn í 4 ferðum.  eða 162 tonn í löndun.  Landaði togarinn 155 tonni,  157 tonni, 160 tonnum og 179 tonn sem var stærsta löndun togarans.  
Tvennt er merkilegt við maímánuð hjá Kaldbaki EA.  Hið fyrra er löndunarhöfninn. Kaldbakur EA landaði öllu á Eskifirði, sem er nokkuð óvenjulegt þar sem oftast hefur Kaldbakur EA landað á Akureyri.  Hitt atriðið er að stór hluti aflans hefur verið settur í gáma, sem er líka nokkuð óvenjulegt þar sem helsta atvinna Kaldbaks EA var að fæða frystihús ÚA og síðan Brims á Akureyri.   Alls var sett í 20 gáma eða tæp 440 tonn af aflanum.  

Aflalega séð þá miðað við fortíðina hjá Kaldbaki EA þá má segja að togarinn sé kominn aftur á gamlar slóðir.  það er að segja koma með sem mest af fiski í stóru lestina í togarnum.  Heimild .www.aflafrettir.com

Skrifað 2.6.2008 kl. 3:28 af Gísli.R

Bein slóð á færslu

02.06.2008 00:57

Sjómannadagurinn á Akureyri 2008

Sjómannadagurinn Akureyri 2008
                                                 © Mynd þorgeir Baldursson 2008
Mikill fjöldi smábáta tók þátt i hópsiglingu  á sjómannadaginn úr smábátahöfninni og inná pollinn með Húna 2 i broddi fylkingar og var þar mart um manninn og ýmiss skemmtiatriði meðal annas listflug og björgun úr sjó með TF LIF þyrlu Landhelgisgæslunnar sem að var að koma frá Ólafsfirði fleiri myndir i myndaalbúmi

02.06.2008 00:29

Sjómannadagurinn á Hornafirði 2008


             © Myndir Andri og Bragi Þorsteinssynir 2008
þeir Andri og Bragi frændur minir á Höfn i Hornafirði sendu mér þessar myndir af sjómanndeginum fyrir austan og kann ég þeim bestu þakkir fyrir afnotin

02.06.2008 00:17

Sjómannadagurinn á Seyðisfirði 2008


                                  © Mynd Ólafur Guðnasson 2008
Mynd af Gullver Ns 12 i höfn á Seyðisfirði á sjómannadaginn 2008 fánum skrýddur  og kann ég Ólafi Guðnassyni  kærar þakkir fyrir afnotin

01.06.2008 21:12

1046 Birtingur NK 119

                      1046 Birtingur NK 119 © mynd Hughson
Þessi var smíðaður 1967 hjá Flekkefjord Slipp & Mask. fabr. A/S í Flekkefjord í Noregi.

01.06.2008 00:19

Sjómannadagurinn 1 júni 2008


                         © mynd þorgeir Baldursson 2005
Okkar bestu hamingjuóskir til sjómanna og fjölskyldna þeirra og megi allir eiga góðan dag  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is