Færslur: 2008 Júlí18.07.2008 01:11EyrarfossHét áður Mercadian Import, smíðaður í Danmörku 1978, keyptur hingað til lands 1981 og lengdur 1984. En vitið þið um sögu hans eftir það? Jú, Óskar Franz var fljótur að hafa upp á því og er hún eftirfarandi: 1978 Mercandian Importer II. 1980 Eyrarfoss 1989 South Coast 1990 Cala Fustan, 2000 Lucia B og 2007 Jigawa II og er frá Panama. 1593. Eyrarfoss, mynd úr bókinni Ísland 1990, ljósm. ókunnur? Skrifað af Þorgeir 18.07.2008 01:03Sandra GK 25Bátur þessi er smíðaður á Skagaströnd 1979 og var opinn bátur til 1994, þá skráður þilfarsbátur en síðan aftur skráður sem opinn bátur frá 1994. Hann var lengdur 1997. Hann hefur borið langann nafnalista s.s. Jökull RE 139, Var AK 39, Siggi Villi NK 17, Búi SU 174, Búi GK 230, Búi ÍS 56, Gísli á Bakka BA 25, Jökulberg SH 398, Dagur RE 10, Draupnir GK 122, Víðir KE 101, Víðir KE 301 og Sandra GK 25.
Skrifað af Þorgeir 18.07.2008 00:57Eldeyjar Hjalti GK 42Um þennan bát hefur verið ritað mikið hér á síðunni, en nú stendur hann uppi í Njarðvíkurslipp sem Gerður ÞH 110 og hefur gert í mörg ár, en hann var seldur úr landi, en fór aldrei og þó búið sé að taka hann af íslenskri skipaskrá, er enn verið að reyna að selja hann þar sem hann er í slippnum. 1125. Eldeyjar Hjalti GK 42, mynd úr bókinni Ísland 1990, ljósm. ókunnur. Skrifað af Þorgeir 17.07.2008 21:10Björgunarskip
Skrifað af Þorgeir 17.07.2008 19:03Hanse Explorer í KeflavíkÞessi litla en fallega snekkja, Hanse Explorer kom til Keflavíkur í gærkvöldi og fór í dag í skemmtisiglingu út á Faxaflóa, en kemur aftur að bryggju í Keflavík fyrir kvöldið. Fer snekkjan síðan af landi brott í kvöld. Um er að ræða 48 metra snekkju, sem verið hefur á siglingu um Atlantshaf með eiganda þess, en skipið mun vera hægt að fá leigt til skemmtisiglinga, samkvæmt upplýsingum er komu á vf.is Hanse Explorer © mynd Emil Páll 2008. Skrifað af Þorgeir 17.07.2008 18:50Nýr Víkingur KE sjósetturÍ dag var sjósettur í Grófinni í Keflavík nýr bátur að gerðinni Gáski 1000d sem á þegar nokkuð óvenjulegan feril. Ástæðan er sú að Mótun ehf. í Njarðvík afhenti skokk bátsins haustið 2001 og síðan hefur smíði staðið yfir hægt og rólega og farið víða milli húsa í Keflavík og Njarðvík á þeim tíma, en nú hefur semsé tekist að ljúka smíði hans og gerðist það í húsnæði á vegum Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. 2426. Víkingur KE 10 kominn á flot í Grófinni © mynd Emil Páll 2008. Skrifað af Þorgeir 17.07.2008 08:34ex Jökulfell nú Green AtlanticHér fyrir neðan var spurt hvað hefði orðið um Jökulfellið og svarið er komið og mynd með. Skipið er í dag skráð á Bahamas og ber nafnið Green Atlantic. Green Atlantic ex Jökulfell © mynd Kevin Blair Skrifað af Þorgeir 17.07.2008 00:21Gissur hvíti SF 55Þessi bátur á þó nokkra sögu hér á landi og hefur hún verið rakin áður hér á síðunni. Þó svo að báturinn sé nú gerður út frá Kanada, er útgerð hans í samvinnu við útgerðarfyrirtæki sem gerði hann út hér á landi, meðan hann var íslenskur. Hér er átt við útgerðarfyrirtækið Vísir hf. í Grindavík. 1626. Gissur hvíti SF 55 © mynd Þorgeir Baldursson 2000. Skrifað af Þorgeir 17.07.2008 00:13JökulfellSkipadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga eða SÍS fékk í febrúar 1985 nýtt vöruflutningaskip sem gefið var nafnið Jökulfell. Það var smíðað Bretalandi, en þið þarna úti vitið þið eitthvað meira um skipið svo og hvað varð síðan um það? 1683. Jökulfell, mynd úr bókinni Ísland 1990, ljósmyndari ókunnur. Skrifað af Þorgeir 17.07.2008 00:07Einar SigurjónssonBjörgunarsveit Hafnarfjarðar fékk árið 2003 enskt björgunarskip sem gefið var nafnið Einar Sigurjónsson. Síðan þá hefur skipið verið notað til björgunarstarfa frá Hafnarfirði. 2593. Einar Sigurjónsson © mynd Emil Páll 2008 Skrifað af Þorgeir 16.07.2008 23:02Breki nú frá Murmansk Frá því að togarinn Breki KE 61 var seldur til Noregs á síðasta ári, hefur hann að mestu legið við bryggju í Melbú í Noregi. Í dag mun skipið vera skráð í Murmansk,og heitir Breki þar, fyrirtækið Breki Ltd. í Murmansk er skráður eigandi en gert út af Breka A/S í Strömmen í Noregi, Virðist því vera samstarf þarna á milli norsarans sem gerir út skipið nema það hafi með heimildir að gera þetta fyrirtæki í Rússlandi.
Breki við bryggju í Melbú í Noregi © mynd Thomas K. Petersen Skrifað af Þorgeir 16.07.2008 20:43Mikið af erlendum skútumÞað sem af er sumri hefur verið mikið um að erlendar skútur hafi viðkomu í höfnum landsins. Hvað Suðurnesin varðar, hefur vart frá því í vor svo liðið dagur að ekki hafi verið erlend skúta í einhverri Suðurnesjahöfn. Hér birtum við myndir af tveim þeirra er höfðu smá viðdvöl í höfnum Reykjanesbæjar og eru myndirnar teknar af handahófi, án þess að nokkur lýsing sé með skútunum. Þessi hafði viðdvöl í Keflavíkurhöfn á dögunum © mynd Emil Páll 2008 Hér sjáum við aðra, er hafði viðkomu í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll 2008. Skrifað af Þorgeir 16.07.2008 19:21Skútustrand við Ísafjörðbb.is | 16.07.2008 | 14:04
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is