Færslur: 2008 Júlí12.07.2008 00:04Þrír bláir gestir í Reykjavík2449. Steinunn SF 10 © mynd Emil Páll 2008 1964. Sæfari ÁR 170 © mynd Emil Páll 2008 2158. Tjaldur SH 270 © mynd Emil Páll 2008. Skrifað af Þorgeir 11.07.2008 00:19Lundey NS 14Stefnt var að því að Lundey NS 14, eitt af skipum HB Granda, héldi til síldveiða í dag (10.júlí) en skipið hefur legið í höfn í Reykjavík í nokkurn tíma vegna vélarupptektar og ýmissa viðhaldsverkefna, s.s. lagfæringa á toggálgum. Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda. 155. Lundey NS 14 í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll 2008. Skrifað af Þorgeir 11.07.2008 00:12Njörður KÓ 7Njörður KÓ 7 er einn af þeim bátum sem stunda hrefnuveiðar að þessu sinni. Nú í vikunni voru veiðarnar truflaðar hjá honum er kvikmyndatökulið mætti á Eldingu II til að fylgjast með og mynda veiðarnar í Faxaflóa. Vegna þessa atviks hættu skipverjar við veiðarnar þann daginn og fóru í land, töldu þeir of mikla slysahættu stafa að nærveru Eldingar II á veiðistaðnum. 1438. Njörður KÓ 7 í Kópavogshöfn © mynd Emil Páll 2008. Skrifað af Þorgeir 11.07.2008 00:05Stormur SH 333Á síðasta hausti var Stormur SH 333 sem legið hefur í Kópavogi í nokkur ár og sokkið nokkrum sinnum, tekinn upp í Njarðvíkurslipp og bárust þá fregnir um að eigandi bátsins Stefán Guðmundsson hjá GG hvalaferðum á Húsavík áformaði að endurbyggja bátinn og gera að hvalaskoðunarbáti. Því urðu margir hissa er bátnum var rennt niður í síðustu viku og lagt í Njarðvíkurhöfn. Að sögn Stefáns er ástæðan sú að hann óttaðist að báturinn myndi þorna of mikið uppi og því var hann settur í sjó til geymslu þar til endurbætur hefjast. 586. Stormur SH 333 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll 2008 Skrifað af Þorgeir 09.07.2008 20:12Útgerð Víðis EA 910 hætt
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is