Færslur: 2008 Júlí12.07.2008 00:04Þrír bláir gestir í Reykjavík2449. Steinunn SF 10 © mynd Emil Páll 2008 1964. Sæfari ÁR 170 © mynd Emil Páll 2008 2158. Tjaldur SH 270 © mynd Emil Páll 2008. Skrifað af Þorgeir 11.07.2008 00:19Lundey NS 14Stefnt var að því að Lundey NS 14, eitt af skipum HB Granda, héldi til síldveiða í dag (10.júlí) en skipið hefur legið í höfn í Reykjavík í nokkurn tíma vegna vélarupptektar og ýmissa viðhaldsverkefna, s.s. lagfæringa á toggálgum. Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda. 155. Lundey NS 14 í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll 2008. Skrifað af Þorgeir 11.07.2008 00:12Njörður KÓ 7Njörður KÓ 7 er einn af þeim bátum sem stunda hrefnuveiðar að þessu sinni. Nú í vikunni voru veiðarnar truflaðar hjá honum er kvikmyndatökulið mætti á Eldingu II til að fylgjast með og mynda veiðarnar í Faxaflóa. Vegna þessa atviks hættu skipverjar við veiðarnar þann daginn og fóru í land, töldu þeir of mikla slysahættu stafa að nærveru Eldingar II á veiðistaðnum. 1438. Njörður KÓ 7 í Kópavogshöfn © mynd Emil Páll 2008. Skrifað af Þorgeir 11.07.2008 00:05Stormur SH 333Á síðasta hausti var Stormur SH 333 sem legið hefur í Kópavogi í nokkur ár og sokkið nokkrum sinnum, tekinn upp í Njarðvíkurslipp og bárust þá fregnir um að eigandi bátsins Stefán Guðmundsson hjá GG hvalaferðum á Húsavík áformaði að endurbyggja bátinn og gera að hvalaskoðunarbáti. Því urðu margir hissa er bátnum var rennt niður í síðustu viku og lagt í Njarðvíkurhöfn. Að sögn Stefáns er ástæðan sú að hann óttaðist að báturinn myndi þorna of mikið uppi og því var hann settur í sjó til geymslu þar til endurbætur hefjast. 586. Stormur SH 333 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll 2008 Skrifað af Þorgeir 09.07.2008 20:12Útgerð Víðis EA 910 hætt
Kristján segir ákvörðunina um að hætta með Víði EA hafa verið erfiða enda hafi skipið reynst vel í gegnum árin. Jafnframt kemur fram í máli hans að fleiri breytingar séu fyrirhugaðar hjá Samherja á næstu mánuðum. Víðir EA er um átta hundruð tonna fiskveiðiskip og var smíðað í Póllandi árið 1973.Víðir er einn þeirra fimm togara sem ríkisstjórn Íslands lét smíða á þessum árum en honum var breytt í frystitogara árið 1992. Hann hefur verið í rekstri Samherja síðastliðin tuttugu ár. Skipið kom úr sinni síðustu veiðiferð í lok júní en það verður selt úr landi til niðurrifs á næstunni. Frá þessu er skýrt á fréttavef RUV og skip.is Skrifað af Þorgeir 09.07.2008 00:11Arnþór EA 1021887. Arnþór EA 102 ex Bresi AK 101 © mynd Emil Páll 2008 Skrifað af Þorgeir 09.07.2008 00:03Óli Bjarnason EA 2797642. Óli Bjarnason EA 279 © mynd Emil Páll 2008 Skrifað af Þorgeir 08.07.2008 00:03Þrír á siglinguÞorvarður Helgason, stýrimaður á Sighvati GK 57 sendi okkur þessar myndir af Hvanney SF, Þóri SF og Sólborgu RE. Þeir tveir fyrst nefndu eru á myndunum á siglingu í Breiðamerkurdýpi en Sólborgin úti af Stokksnesi. Sendum við Þorvarði bestu þakkir fyrir þetta framtak hans. 2403. Hvanney SF 51 © mynd Þorvarður Helgason 2008 2464. Sólborg RE 270 © mynd Þorvarður Helgason 2008 91. Þórir SF 77 © mynd Þorvarður Helgason 2008 Skrifað af Þorgeir 07.07.2008 23:44Mettúr úr Barentshafi Sigurbjörg ÓF 1© mynd þorgeir baldursson Sigurbjörg ÓF frá Ólafsfirði er að koma til Siglufjarðar með um 170 milljóna króna aflaverðmæti sem er mesti afli skipsins úr einni veiðiferð. Aflinn er þorskur veiddur í Barentshafi og tók veiðiferðin 34 daga höfn í höfn. Skipstjóri var Friðþjófur Jónsson. RUV greindi frá þessu. Skrifað af Þorgeir 07.07.2008 19:55Muggur KE 57Aðstandendur Jóa Blakk ehf., f.v. feðgarnir Jón Jóhannsson og Jóhann Jónsson © mynd Emil Páll 2008 Í dag var nýsmíði nr. 5 hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði reynslusiglt og við það tækifæri voru þessar myndir teknar. Umræddur bátur Muggur KE 57 er í eigu Jóa Blakk ehf. í Keflavík og að því útgerðarfélagi standa feðgarnir Jóhann Jónsson og Jón Jóhannsson. 2771. Muggur KE 57 © mynd Emil Páll 2008. Skrifað af Þorgeir 07.07.2008 07:38Þrír HB Granda togarar
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1101 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 4478 Gestir í gær: 133 Samtals flettingar: 1252230 Samtals gestir: 54995 Tölur uppfærðar: 12.3.2025 04:43:50 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is