Færslur: 2008 September

08.09.2008 02:00

Erlend flutningaskip


                           Bremen Uranus © mynd Þorgeir Baldursson 2005
Skip þetta hefur frá upphafi borið sama nafnið og ber ennþá, en það er smíðað 1993 hjá Elbewerft G.m.b.H. í Boizenburg í Þýskalandi.

                           Cielo Di Baffin © mynd Þorgeir Baldursson 2005
 Skipið er smíðað 1986 hjá Odense Staalskibsværft A/S í Danmörku. sm.no. 119 og hét fyrst Rasmine Maersk, 1996 fékk það nafnið Maersk Baffin og 2001 núverandi nafn Cielo di Baffin.
                                Efi Tide © mynd Þorgeir Baldursson 2007
Engar upplýsingar finnast um skip með þessu nafni.

07.09.2008 00:46

Þrír frá Eyjum


                                                       2363. Kap VE 4

                                                            1011. Gígja VE 340

                      1443. Bylgjan VE75 © myndir úr safni Tryggva Sigurðssonar

06.09.2008 00:12

Hafborg EA 153


                       2323. Hafborg EA 153 © mynd Þorgeir Baldursson 2008

06.09.2008 00:08

Hlökk ST 66


                 2696. Hlökk ST 66 © mynd Guðjón H. Arngrímsson 2008

06.09.2008 00:01

Hvanney SF 51


        1426. Hvanney SF 51 © mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

05.09.2008 08:48

Hefur keypt Harðbak og Helgu Björg og lætur breyta þeim

Harðbakur EA-3
                             1412. Harðbakur EA 3 © mynd Þorgeir Baldursson

 Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá hefur fyrirtækið Neptune ehf., á Akureyri keypt Harðbak EA 3 og mun láta breyta  honum í rannsóknarskip.
Sl. vetur keypti fyrirtækið gamlan rækjutogara sem hét áður fyrr m.a. Helga Björg HU 7  og hefur gefið honum nafnið Neptune EA og er Slippstöðin hf. á Akureyri að ljúka breytingum á því skipi sem þjónustuskipi fyrir olíuiðnaðinn, þar sem m.a. er aðstaða fyrir kafara o.fl.
Meðal eiganda af Neptune ehf. eru nokkrir íslendingar s.s. Magnús Þorsteinsson athafnarmaður í Rússlandi.

05.09.2008 00:01

Fjórir með nafninu Ísleifur VE


                                                    606. Ísleifur II VE 36.
Hér birtast fjórar myndir af bátum sem hétu sama nafni, eini munurinn var sitthvort nr. auk þess sem þeir voru með bókstafina II. III. og IV. eða engan bókstaf. Myndir þessar eru úr safni Tryggva Sigurðssonar.



                                                         605. Ísleifur VE 63


                                                  607. Ísleifur III VE 336

             250. Ísleifur IV VE 463 © myndir úr safni Tryggva Sigurðssonar

04.09.2008 00:15

Guðrún VE 122

Fyrir nokkrum dögum var fjallað um þetta skip hér á síðunnu, en það mun vera á leiðinni í pottinn eins og það er kallað þegar það fer í brotajárn. Áður mun það þó fara til Noregs í svonefnt kvótabrask. Allt kom þetta fram í umfjölluninni hér fyrir neðan. Skip þetta varð frægt á sínum tíma m.a. fyrir það að fanga hinn þekkta háhyrning Keikó.

                            243. Guðrún VE 122 © mynd úr safni Tryggva Sig.

04.09.2008 00:07

Gullborg RE 38

Þetta skip, Gullborg RE 38, var landsfrægt hér fyrr á árum undir stjórn hins fræga aflaskipstjóra Binna í Gröf, eða Benónýs Friðrikssonar í Vestmannaeyjum.  Myndir af því eins og það leit út hér fyrr á árum, hafa þó ekki komið fram hér heldur eins og skipið lítur nú út, eða leit út síðast er það var gert út. Hvað um skipið verður virðist vera í mikilli óvissu, því það stendur uppi enn í gamla Daníelsslippnum í Reykjavík og er þar fyrir nýbyggingum sem þar eiga að koma, en hvort þetta fræga skip verður varðveitt í Reykjavík eða brotið niður virðist með öllu óljóst, eins og raunar hefur áður komið fram hér á síðunni.

                490. Gullborg RE 38 © mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

04.09.2008 00:01

Hilmir ST 1

Hilmir ST 1 komst í fréttir fyrir nokkrum vikum er sveitarstjórnin á Hólmavík vill láta fjarlægja bátinn sem staðið hefur til að varðveita. Nánar er fjallað um það mál hér á síðunni þegar þetta mál kom upp.

                     565. Hilmir ST 1 © mynd Guðjón H. Arngrímsson 2008

03.09.2008 00:18

Grímsey ST 2


741. Grímsey ST 2 © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, viktarmaður á Drangsnesi 2008

03.09.2008 00:01

Vonin II

Á því herrans ári 1943 lauk Dráttarbraut Vestmannaeyja við smíði á 64ra tonna eikarbát sem fékk nafnið Vonin II VE 113. Bátur þessi átti sér síðan tæplega hálfrar aldar útgerðarsögu, sem lauk með því að hann var tlinn ónýtur í nóv. 1991 og bútaður niður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og brendur síðan á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992. Meðan báturinn var í útgerð hélt hann alltaf sama nafni Vonin II en skráningarnúmerið breyttist úr VE 113 í GK 113, síðan SH 199, SF 5, ST 6 og að lokum GK 136. Hér birtast myndir af bátnum þegar hann var alveg nýr og síðan undir lokin, eða nokkrum mánuðum áður en hann var talinn ónýtur.

                      Vonin II VE 113 © mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

                               910. Vonin II ST 6 © mynd Emil Páll 1990

02.09.2008 20:11

Myndir frá Kaldbaki EA 1


Þessar myndir tók Þorgeir Baldursson í síðustu veiðiferð Kaldbaks EA 1 og látum myndirnar tala sínu máli þær segja meira en fátæk orð.

  Einn makríll kom í trollið og var honum að sjálfsögðu stillt upp eins og fyrirsætu



  Úr síðustu veiðiferð Kaldbaks EA 1 © myndir Þorgeir Baldursson 2008

02.09.2008 19:44

Sendum kærar þakkir fyrir

Við síðuritarar viljum koma á framfæri þökkum okkar til þess fjölda sem að undanförnu hefur sent okkur myndir til birtingar hér á síðunni. Sérstaklega viljum við þakka þeim Tryggva Sigurðssyni, Árna Þór Baldurssyni, Jóni Páli Ásgeirssyni og Guðjóni H. Arngrímssyni o.fl. sem hafa verið sérstaklega duglegir að senda okkur myndir og því eigum við nú mikið magn af óbirtum myndum sem við munum allar birta. Vegna þessa erum við nú með myndir frá nánast öllum stöðum landsins, svo og bæði myndir af gömlum skipum, sem nýjum, togurum, flutningaskipum og nánast hvaða tegund að skipum sem hægt er að nefna. Þrátt fyrir þetta munum við áfram birta fréttir og nýjar myndir, enda bara gaman að hafa úr nægu að moða og geta sýnt sem mesta úrvalið. Með þessu gerum við góða síðu enn betri og fögnum því öllum þeim myndum sem við fáum, þar sem þess er gætt að höfundaréttur sé að fullu virtur. En það er eins með þetta og allt annað að við getum alltaf á okkur blómum bætt og því tökum við áfram við góðum myndum sem falla undir skilgreiningu okkar, þó hjá okkur sé alls enginn skortur á myndefni til birtingar.
           Með kærri kveðju.
                Síðuritarar.

02.09.2008 18:11

Spói kom um borð

SPÓI kom um borð i Kaldbak EA 1 á Digranesflaki i gærkveldi og var honum sleppt þegar togarinn kom til hafnar á Eskifirði um hádegisbil í dag. Á myndinni sem Þorgeir Baldursson tók
heldur Reynir Hilmarsson  skipverji á spóanum.

  Reynir Hilmarsson, skipverji á Kaldbak EA 1 heldur á spóanum © mynd Þorgeir Baldursson 2008

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3045
Gestir í dag: 140
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 600563
Samtals gestir: 25061
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 18:28:29
www.mbl.is