Færslur: 2008 September

14.09.2008 23:10

Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10


                Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10, mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

14.09.2008 23:06

Jón Garðar GK 510


                    Jón Garðar GK 510, mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

14.09.2008 23:01

Mummi GK 120


                                          Mummi GK 120, mynd úr safni Emils Páls

14.09.2008 11:40

Arnarnes ÍS 42 eftir breytingu

Fyrir nokkrum vikum birtum við mynd af Arnarnesi ÍS 42 eftir breytingar, en sú mynd var ekki mjög góð að gæðum og því birtum við nú nýja mynd af skipinu sem Pétur Sigurgeir hefur sent okkur.  Með því að bera saman þess mynd og þá sem sett var inn í nótt af skipinu fyrir breytingar, þá sjást breytingarnar vel.


            1128. Arnarnes ÍS 42, eftir breytingarnar © mynd Pétur Sigurgeir Sigurðsson

14.09.2008 00:11

Akureyrin EA 110


            1369. Akureyrin EA 110 © Mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

14.09.2008 00:06

Arnarnes ÍS 42 fyrir breytingu


1128. Arnarnes ÍS 42 fyrir breytingarnar 1986 © mynd úr safni Pétur Sigurgeirs Sigurðssonar

14.09.2008 00:01

Krossavík AK 300


                          1339. Krossavík AK 300 © mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

13.09.2008 13:25

Andanefjur á pollinum


                                 © Myndir Þorgeir Baldursson 2008
Hérna má sjá Andanefjurnar 4 og eins og sjá má tóku þær léttar syrpur fyrir
áhorfendur i landi sem að fjölmenntu til að bera þær augum

Tvær andarnefjur hafa bæst í hóp andanefjanna á Pollinum á Akureyri og eru nú fjögur dýr þar. Samkvæmt upplýsingum Hreiðars Þórs Valtýssonar fiskifræðings sáust andanefjurnar tvær  fyrst er farið var með hóp nemenda úr sjötta bekk grunnskóla í sjóferð í morgun. Síðan þá hafa þær fært sig nær landi og sjást þær nú vel frá Akureyri.

Hreiðar sagði í samtali við blaðamann mbl.is í morgun að ótal tilgátur hafi verið settar fram um það hvers vegna andanefjurnar sæki á þessar slóðir en að engin þeirra hafi verið sannreynd enn sem komið er.

"Andanefjur eru úthafshvalir og því er ljóst að þetta er ekki þeirra náttúrulega umhverfi," sagði hann. "Við höfum sett fram margar tilgátur um ástæðuna fyrir því að þær sækja á þessar slóðir núna en þar sem þær tilgátur hafa ekki verið sannreyndar vitum við í raun ekkert um það."

Hreiðar sagði að í fyrstu hafi verið talið að fyrri andanefjurnar tvær hefðu villst og að þær kæmust einfaldlega ekki aftur til hafs. Þá hafi verið talið líklegast að þær myndu veslast upp og deyja. Þær virðist hins vegar vera hinar hressustu og það grafi undan þeirri tilgátu.

Hann sagði jafnframt að koma nýju andanefjanna á Pollinn veiki tilgátur um að um tilfallandi atvik sé að ræða en sú tilgáta hafði verið sett fram um komu fyrri dýranna tveggja að kálfurinn hafi verið veikur og að móðirin hafi því leitað á afvikinn stað með hann. 

Eftir standi hins vegar vangaveltur um það hvort dýrin séu að elta fæðu eða á flóta undan háhyrningum. Óvenjustór síld hefur veiðst á Pollinum að undanförnu auk þess sem þar er ufsi og er talið hugsanlegt að hvalirnir séu að elta fæðuna þangað. 

Hreiðar sagði einnig hugsanlegt að hvalirnir hafi leitað inn á Pollinn á flótta undan háhyrningum og vísaði til árásar háhyrninga á hrefnu á Skjálfanda í sumar því til stuðnings.

"Það hafa ekki verið háhyrningar þarna úti fyrir að staðaldri en það er þó ekkert óvenjulegt að þeirra verði vart á þessum slóðum," sagði hann. "Háhyrningar eru hins vegar mjög misjafnir. Til eru hópar háhyrninga sem nærast nær eingöngu á fiski. Síðan eru aðrir hópar sem nærast á selum og hvölum og þeir geta verið mjög árásargjarnir. Það má vel hugsa sér að slíkur hópur sé þarna á ferð núna og að andanefjurnar hafi hrakist inn á Pollinn á flótta undan þeim."

Hreiðar sagði það einnig vekja athygli að ellefu andanefjur hafi strandað á Íslandi það sem af er þessu ári en að meðaltali strandi tvö dýr hér á ári. Heimild Mbl.is

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÝMSAR getgátur eru uppi um ástæður þess að andarnefjur hafa haldið sig á Pollinum við Akureyri síðustu fimm vikurnar en enginn þorir að fullyrða neitt í þeim efnum.


Eftir Skapta Hallgrímsson

skapti@mbl.is

ÝMSAR getgátur eru uppi um ástæður þess að andarnefjur hafa haldið sig á Pollinum við Akureyri síðustu fimm vikurnar en enginn þorir að fullyrða neitt í þeim efnum. Um það var þó ekki deilt í gær að skepnurnar voru orðnar fjórar en einungis tvær höfðu sést þegar íbúar höfuðstaðar Norðurlands gengu til náða í fyrrakvöld.

Fjölskylda sem blaðamaður heyrði af í gær var á báti á Pollinum á miðvikudagskvöldið og andarnefjurnar - tvær - buðu þá upp á stökksýningu. Það voru svo börn úr 6. bekk Síðuskóla, í vettvangsferð um borð í bátnum Húna II, sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að sjá nýju gestina tvo fyrst allra í gærmorgun. Og fengu þar ágætis tækifæri til þess að sannreyna þá gömlu speki að tveir plús tveir eru fjórir!

Fyrir voru kýr og kálfur hennar en ekki er enn hægt að fullyrða um dýrin sem sáust fyrst í gær. En vel var tekið á móti þeim; skepnurnar héldu sig allar í hóp lengi dags í gær, syntu í stóra hringi í grennd við athafnasvæði siglingaklúbbsins Nökkva við vestanverðan Pollinn og komu hvað eftir annað alveg upp í flæðarmálið, að því er virtist til þess að skemmta áhorfendum sem voru margir, eða þá af einskærri forvitni.

Sérfræðingur sem blaðamaður ræddi við í gær segir óvenju mikið af andarnefju hafa verið á grunnslóð undanfarið, m.a. fjögur dýr á Skjálfanda, og rifja má upp að tvær slíkar skepnur villtust inn í Vestmannaeyjahöfn í fyrra. Heimamönnum tókst þá að reka þær út úr höfninni, en ekki er talið mögulegt að vísa þessum akureyrsku nýbúum á haf út, til þess er Eyjafjörðurinn of stór Heimild Morgunblaðið / skapti Hallgrimsson 2008 

13.09.2008 00:07

Áskell ÞH 48


                       298. Áskell ÞH 48 © mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

13.09.2008 00:04

Bliki ÞH 50


                                        710. Bliki ÞH 50 © mynd Emil Páll

13.09.2008 00:01

Sigurjón Arnlaugsson HF 210


                167. Sigurjón Arnlaugsson HF 210 © mynd Þorgeir Baldursson

12.09.2008 22:12

Mikið klakaður

Hér sjáum við einn klakaðan sem talið er að sennilega sé Guðný ÍS þar sem Haukur Böðvarsson var skipstjóri. En umræddur Haukur kom víðar við sögu eins og sjást mun hér á síðunni síðar. Mynd þessi og fleiri slíkar perlur erum við nú með óbirtar og eiga allar eftir að koma hér inn. Er þetta tilkomið þannig að fjölgun hefur orðið í þeim hópi sem sendir okkur myndir til birtingar, auk þess sem Tryggvi Sig í Eyjum hefur sent okkur enn fleiri perlur. Þessi mynd og aðrar sem birtast munu hér á síðunni eru frá Pétri Sigurgeir Sigurðssyni. Þökkum við síðuritarar honum, sem og Tryggva og öðrum sem hafa sent okkur myndir til birtingar kærlega fyrir hlutdeild þeirra í að gera góða síðu að enn betri síðu.

 Hér er sennilega á ferðinni Guðný ÍS mikið klökuð © mynd úr safni Péturs Sigurgeirs Sigurðssonar

12.09.2008 00:16

Þrír gamlir


                                                601. Ingiber Ólafsson GK 35

                                                   969. Páll Pálsson ÍS 101

                 49. Faxaborg RE 126 © myndir úr safni Tryggva Sigurðssonar.

11.09.2008 23:37

Gréta SI, Guðrún Björg HF og Kambaröst RE á leið í pottinn

Þrjú fiskiskip eru á förum í pottinn margumrædda í Danmörku. Þetta eru togarinn Gréta SI 71 ex Margrét EA 710 sem mun draga með sér Guðrúnu Björg HF 125 og Kambaröst RE 120.

          1484. Margrét EA 710 nú Gréta SI 71 © mynd Þorgeir Baldursson

           76. Helgi S. KE 7 nú Guðrún Björg HF 125 © mynd Þorgeir Baldursson

               120. Erling KE 140 nú Kambaröst RE 120 © mynd Emil Páll

11.09.2008 07:29

Glófaxi II VE 301


             1092. Glófaxi II VE 301 © mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 670
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1587
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 915095
Samtals gestir: 46151
Tölur uppfærðar: 16.10.2024 08:43:46
www.mbl.is