Færslur: 2008 Október09.10.2008 22:19Þá er það næsta getraun - Hvaða bátur er þetta?Já hvaða bátur er þetta ? © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 09.10.2008 22:06Reynir GK 47 og 355733. Reynir GK 47, fyrir endurbyggingu og breytingu © mynd úr safni Tryggva Sig. 733. Reynir GK 47, eftir breytingar og endurbyggingu © mynd Tryggvi Sig. Sami bátur í gær, en nú sem 733. Reynir GK 355 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 09.10.2008 16:41Úr fjörunni í VestmannaeyjumHér sjáum við tvo gamla báta úr Vestmannaeyjum, sá dökki til vinsti á myndinni er Helgafell VE 32 sem áður hét Surprice GK 4 og sá til hægri er Helgi VE 333 sem fórst 7. jan. 1950 á Faxaskeri. Helgafell VE 32 og Helgi VE 333 © mynd úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 09.10.2008 16:29Úr slippnum í ReykjavíkÚr slippnum í Reykjavík, Dala-Rafn VE 508 og Jón Kjartansson SU 111 © mynd Guðjón H. Arngrímsson Skrifað af Emil Páli 09.10.2008 15:53Gamlar myndir úr höfnumAkraneshöfn Ólafsvíkurhöfn Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll Skrifað af Emil Páli 08.10.2008 23:02Kaldbakur EA 1 í stórsjóMynd þessa tók Þorgeir Baldursson af sýningatjaldi í bás einum á nýliðinni Sjávarútvegssýningu og sýnir hún togarann sem hann er á, Kaldbak EA 1 í stórsjó. Skrifað af Emil Páli 08.10.2008 20:08Helgi Helgason VE 343Hér sjáum við Helga Helgason VE við sjósetningunar í Vestmannaeyjum 1947.Sagt var að hún hafi verið erfiðasti hlutinn við alla smíðina. Það voru engin tæki til í Eyjum á þessum árum og því tók sjósetningin marga daga. Skrifað af Emil Páli 08.10.2008 18:27Fékk norsk verðlaun fyrir fellikjölNýverið fékk bátasmiðjan Seigla á Akureyri 1. verðlaun frá Noregi fyrir fellikjöl. Var þetta afhent skömmu fyrir Sjávarútvegssýninguna og því bar bátur sá sem þar var til sýnis frá bátasmiðjunni merkingu tengdum þessum verðlaunum sérstaklega. Hér sjáum við myndir af bátum og viðurkenningunni, sem Þorgeir tók á útisvæði sýningarinnar í Fífunni á dögunum. © myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli og Þorgeir 08.10.2008 12:29Gísli lóðs GK 130Gísli lóðs GK 130 © mynd úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 08.10.2008 12:24Friðbert Guðmundsson ÍS 403Friðbert Guðmundsson ÍS 403 © mynd úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 07.10.2008 18:31Richard ÍS 549 var svarið
Skrifað af Emil Páli 07.10.2008 15:10Varðskip á leiðinni til bjargar ex HAUKI GK 25
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gærkvöldi beiðni um aðstoð frá færeyska togaranum Rasmus Effersöe sem er vélarvana 9-10 sjómílur undan Austur-Grænlandi og um 550 sjómílur norður af Akureyri. Áætlað er að varðskipið dragi skipið til Akureyrar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var varðskip samstundis undirbúið fyrir brottför og hélt úr Reykjavíkurhöfn um klukkustund síðar eða laust fyrir klukkan eitt í nótt og siglir nú áleiðis á staðinn. Búist er við að varðskipið verði komið að togaranum um hádegi á fimmtudag. Að sögn skipverja er veður sem stendur gott á svæðinu, nokkur hafís en veðurspá góð. Togarinn Rasmus Effersöe er 742 brúttólestir að stærð og 42,5 metra langur. Togarinn var á svæðinu til aðstoðar rússneska rannsóknaskipinu GEO ARCTIC og bíður rússneska skipið hjá togaranum eftir komu varðskipsins Landhelgisgæslan segir, að umfangsmiklar loftslagsbreytingar hafi orðið orðið á síðastliðnum árum og haft í för með sér aukna skipaumferð um hafísslóðir á Norður-Atlantshafi. Leitar- og björgunarsvæði Landhelgisgæslunnar er 1.800.000 ferkílómetrar en efnahagslögsagan er 754.000 ferkílómetrar og ber Landhelgisgæslan ábyrgð á öllum leitar- og björgunaraðgerðum innan svæðisins. Togari þessi var áður gerður út frá Sandgerði og hét þá Haukur GK 25.
Skrifað af Emil Páli 07.10.2008 14:06Síðasti Bátalónsbáturinn en með álhúsi?Bátalónsbátarnir svokölluðu sem smíðaðir voru úr Furu og eik hér á árum áður og mældust 11 tonna að stærð hafa nú týnt tölunni hver á fætur öðrum. Einhverjir eru að vísu enn til í geymslum, en hafa verið afskráðir. Spurningin er því hvort bátur sá sem við birtum mynd af nú sé sá síðasti sem enn er á floti? Hann hefur að vísu legið á Drangsnesi um tíma, en er haldið við. Þessi bátur er að einu leiti frábruðginn hinum dæmugerðu Bátalónsbátum, en það er að sá sem lét smíða hann vildi hafa á honum ál hús og fékk því framgengt, en þó varð hann að láta smíða það annarsstaðar en hjá Bátalóni, þar sem þeir höfðu ekki trú á slíkum húsum.Smíðanr. bátsins er 425 hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði. Undir myndinni birtist saga bátsins að öðru leiti. 1381. Magnús KE 46 © mynd Erling Brim Ingimundarson Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is