Færslur: 2008 Desember

23.12.2008 17:21

Frá línuveiðum á Sighvati

Eftirfarandi texta fengum við með myndunum tveimur sem nú birtast: Línan dreginn á Sighvati 17. júní 2008 á Víkinni.
Takk fyrir frábæra síða-skoða daglega þegar ég er í landi.
Kv . Þorvarður Helgason.


                     Tekið frá Sighvati GK 57 © myndir Þorvarður Helgason

23.12.2008 06:47

Tunu fær aftur Polunus-nafnið

Togarinn Tunu sem þekktari er sem Akraberg bæði hérlendis og eins í Færeyjum, fær aftur Polunus nafnið um áramótin og mun halda til veiða i Barentshafi strax eftir áramót. Hér sjáum við mynd af togaranum sem Akraberg FD 10 á Hryggnum 25. janúar 2005, sem Jón Páll tók.

            Akraberg FD 10, síðar Polunus og Tunu og nú aftur Polunus © mynd Jón Páll

23.12.2008 06:43

Krossey SF 26


                          1173. Krossey  SF 26 © mynd Tryggvi Sig.

23.12.2008 06:40

Brynjólfur ÁR 4


                                225. Brynjólfur ÁR 4 © mynd Tryggvi Sig.

23.12.2008 06:34

Jón Trausti ÍS 78

Nýlega sögðum við frá því að Sægreifinn EA sem áður hét m.a. Jón Trausti ÍS 78 var brotinn niður í Akureyrarslipp. Hér birtum við mynd af Jóni Trausta sem Tryggvi Sig tók.

                                    630. Jón Trausti ÍS 78 © mynd Tryggvi Sig.

23.12.2008 00:02

Guðmundur VE 29


                       Guðmundur VE 29   © Mynd Ómar Garðarsson
   Sturla Einarsson skipst mynd þorgeir Baldursson 


Árið sem er að líða hefur verið viðburðarríkt hjá áhöfn Guðmundar. Þeir hafa aflað fyrir samtals 2 milljarða íslenskra króna, eða nánar tiltekið 2.000.213.313 kr (fob). Aldrei áður hefur skip hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. aflað fyrir slík verðmæti á einu ári. Samtals hafa verið fryst 17.764 tonn af síld, loðnu, makríl og kolmunna og veiðin samtals 34.702 tonn.

Áhöfnin gaf eina milljón króna til góðgerðarmála fyrir jólin og afhentu þeir séra Kristjáni sóknarpresti í Landakirkju féð og bundu þar með endahnútinn á frábært ár.

Aflinn skiptist þannig


Aflinn skiptist þannig

  Veiði (tonn)
Loðna 5.440
Kolmunni 7.502
Íslandssíld 1.029
NÍ síld 18.239
Makríll 2.493



22.12.2008 16:31

Farsæll GK 162 fyrr og nú

Hér sjáum við tvær myndir af Farsæli GK 162, þ.e. eins og hann var í fyrstu og eins og hann er í dag.


                         1636. Farsæll GK 162 © myndir Tryggvi Sig.

22.12.2008 12:04

Jú, jú Brúarfoss varð það


         Já svarið kom fljótt, þetta var auðvitað 31. Brúarfoss © mynd úr safni Tryggva Sig.

22.12.2008 11:44

En hvaða skip á þessa yfirbyggingu?

Jæja getspöku menn, hvað skip skildi hafa átt þessa yfirbyggingu?

   Þessi getraun er nú létt fyrir ykkur getspöku menn, en spurt er hvaða skip átti þessa yfirbyggingu?  © mynd Tryggvi Sig. Með svari síðuritara, þegar rétt svar er komið,  kemur heildarmynd af skipinu.

22.12.2008 05:32

Hvaða bátar eru þettA?

Hér standa saman tveir bátar upp í slipp og spurningin er í hvaða slipp? og eins hvaða bátar þetta eru. Númerið sést á öðrum þeirra, en hinn á ansi mörg systurskip og því ekki eins auðvelt að giska á þann rétta.

                        Hver er slippurinn og hvaða skip eru þetta? © mynd Tryggvi Sig.

22.12.2008 05:12

Arnar RE 400 fyrir lengingu

Nýverið birtum við mynd af Arnari RE 400 eftir lengingu, en hér birtum við mynd af sama báti fyrir lengingu.

                      1254. Arnar RE 400 fyrir lengingu © mynd Tryggvi Sig.

22.12.2008 05:05

Vöttur SU 3

Fyrir nokkrum dögum var fjallað um þetta skip hér á síðunni en þá voru birtar tvær aðrar myndir af skipinu og hér bætum við þriðju myndinni af sama skipi, en öður nafni.

                                          1125. Vöttur SU 3 © mynd Tryggvi Sig.

21.12.2008 21:07

Hriseyjan EA 410



                                  © MYND ÞORGEIR BALDURSSON
Hérna kemur mynd af Hriseynni EA 410 ex Arnar HU 1 hvað er vitað um afdrif hans

21.12.2008 17:24

Kristina Lógos KÓ 2


                                           ©Mynd þorgeir Baldursson
Kristina Lógos Kó 2  hvað er vitað um þeta skip eina sem ég man um það er að það var
endalaust vandamál i vélarúmi og þvi var það meira við bryggju en á sjó kanski veit einhver hvar það er niðurkomið i dag

21.12.2008 11:16

Stýrishúsið er af Dala Rafni

Menn voru ekki lengi að finna út af hvaða báti stýrishúsið var, enda nýbúið að birta mynd af bátnum bæði með gamla og nýja stýrishúsinu. En rétt svar er Dala-Rafn VE 508 og sjáum við því hér stýrishúsið eins og það átti að vera.

                  Já, stýrishúsið er af Dala-Rafni VE 508 © mynd Tryggvi Sig.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is