Færslur: 2008 Desember15.12.2008 00:49Kristján og LivÞorsteinn Pétursson á Akureyri sendi okkur þessar myndir og eftirfarandi texta með þeim: Sendi þér þessa gömlu mynd sem tekin er frá Bárufellsklöððum og sést yfir bryggjuna í Jótunheimum og Krossanesi. Við bryggjuna nær er M/S Kristján og innan á er M/S Liv en Norskir síldarbátar bíða löndunar. Myndina á Bjarni Gestsson vélstjóri en myndina tók Hallgrímur Einarsson ljósmyndari Akureyri Kveðja Steini Pje Eini munurinn á þessum tveimur myndum er að sú neðri er tekin nær og sýnir betur Kristján og Liv © mynd Hallgrímur Einarsson Skrifað af Emil Páli 15.12.2008 00:17Endalok Hrauneyjar VEEftirfarandi myndasyrpa Tryggva Sigurðssonar sýnir endalok hjá 918. Hrauney VE 41. 918. Hrauney VE 41 © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 14.12.2008 13:56Bergur VE 44 og Huginn VE 552677. Bergur VE 44 og 2411. Huginn VE 55 © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 14.12.2008 00:41Ólafur GK 33þetta er einn hinna svonefndu dönsku blöðrubáta, smíðaður í Stuer í Danmörku 1945. Hann var gerður út hérlendis frá 1955 til 1994 að hann var afskráður og seldur til Noregs. Til Noregs fór hann þó aldrei og stóð þá til að hann yrði settur sem minjagripur eða vísir af sjóminjasafni í Þorlákshöfn, en það gekk ekki í þeirri tilraun og var hann seldur og settur þá við festar í Fossvogi árið 2000. Þar sökk hann við bólfæri 7. okt. 2002, en var bjargað í land tveimur mánuðum síðar og settur á land á Kársnesinu en þá var búið að selja hann til Akureyrar þar sem breyta átti honum í skemmtibát. En þannig fóru þó ekki leikar, heldur var báturinn fluttur til Þorlákshafnar í sama tilgangi og áður stóð til og þar stendur hann nú. Báturinn hefur borið eftirfarandi nöfn: Fyrstu 10 árin hét hann Singapore og var frá Danmörku en þá varð hann Friðrik Sigurðsson ÁR 7 og síðan Ólafur GK 33 og undir því nafni var hann gerður út í 30 ár frá Grindavík. Þessi var síðast 434. Ólafur GK 33 © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 14.12.2008 00:33Sigurvin GK 51Hér er á ferðinni bátur með smíðanr. 30 hjá Trésmiðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði árið 1972. Hann hefur borið eftirtalin nöfn: Sólborg SU 202, Sigurborg í Dal ÍS 83, Svanborg ÍS 83, Lárberg SH 275, Valdimar AK 15, Marvin AK 220, Hafbjörg SL 154 og Sigurvin GK 51. Báturinn var seldur til Noregs 30. nóv. 1995, en stendur þó enn uppi í Njarðvíkurslipp í dag, 13 árum síðar. 1249. Sigurvin GK 51 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 14.12.2008 00:21Garðar BA 64Skip þetta er talið vera elsta stálskipið sem enn er til hérlendis. Það var smíðað í Osló í Noregi 1912, umbyggt 1945 og tekinn á land í Skápadal við Patreksfjörð sem minjagripur, eftir að útgerð lauk um 1981. Hérlendis var skipið gert úr frá 1945 til 1981, undir nöfnunum Siglunes SI 89, Sigurður Pétur RE 186, Hringsjá SI 94, Garðr GK 175, Garðar RE 9 og Garðar BA 64, en áður hét það Falkur, en ekki er vitað meira um útgerðina þann tíma né hvar það var gert út. Síðast 60. Garðar BA 64 © myndir Tryggvi Sig. © mynd Jóhann Þórlindsson Skrifað af Emil Páli 13.12.2008 21:08Skútur í ReykjavíkurhöfnSkútur í Reykjavíkurhöfn í júlí 2008 © mynd Jón Páll Skrifað af Emil Páli 13.12.2008 20:55Nýi og gamli Frár VE 78Nýi og gamli Frár VE 78, f.v. 1595 og 1199 © mynd Tryggvi Sigurðsson Skrifað af Emil Páll 13.12.2008 04:04Snerrir RE sekkurÞorsteinn Pétursson á Akureyri sendi okkur þessar myndir og með þeim fyldi eftirfarandi texti: Sendi þér þessar merkilegu myndir sem ekki hafa byrst áður. Myndirnar tók Bjarni Gestsson vélstjóri á Akureyri og var þá vélstjóri á Bjarka frá Akureyri og voru þeir á síldveiðum á Grímseyjarsundi. Þarna sést er Snerrir RE er að sökkva, hét áður Skeljungur. Þetta er sennilega árið 1946 og skipið sem við sjáum hjá Snerri er Fagriklettur smíðaður hjá Nóa á Akureyri 1943. Snerrir RE að sökkva og Fagriklettur fylgist með © myndir Bjarni Gestsson Skrifað af Emil Páli 12.12.2008 10:02Skagaröst KE762. Skagaröst KE 34 © mynd Tryggvi Sig. 212. Skagaröst KE 70 © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 12.12.2008 00:46En hvaða togari er þetta?Já hvaða togari er þetta? © mynd úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 12.12.2008 00:38Stefnið var af Víkingi AK 100Þeir voru margir sem spáðu í myndina af perustefninu sem birtist í gær. All flestir töldu að þetta væri allt annað skip en raunin var á og sumir voru svo vissir um að verið væri að grínast með þá og birta aftur myndina af Sigurður VE að þeir töldu augljóst að svo væri. Það sem mesta athygli vakti var að þekkt nöfn úr hópi bátakarla eða grúskara sáu ekki að hér var ekki um Sigurð að ræða og eftir að Tryggvi kom sjálfur og benti á það tölu margir, en sem betur fer ekki allir að þetta væri annað skip en Víkingur. Hér birtum við aðra mynd af stefni Víkings AK 100. Já Víkingur AK 100 var rétt svar. Eins og í gær er hér um að ræða stefni 220. Víkings AK 100 © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 12.12.2008 00:30Geirfugl GK 6688. Geirfugl GK 66 © mynd úr safni Tryggva Sig. 88. Geirfugl GK 66 © mynd Tryggvi Sig. 2745. Geirfugl GK 66 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is