Færslur: 2009 Janúar04.01.2009 21:15ÁramótaspjallÍ upphafi árs Á flestum öflugum miðlum er það venjan að horfa um öxl á áramótum og það gera einnig marga vefsíður á sama tíma. Við sem erum bak við þessa síðu viljum ekki verða eftirbátar annarra í þeim efnum, enda hefur þetta ár breytt síðunni ótrúlega mikið. Síða Þorgeirs Baldurssonar hefur undanfarin ár miðast við að þegar hann hefur komið í frí fjórðu hverja veiðiferð á Kaldbak sem þá var og hét, eða í önnur lengri frí voru settar inn færslur og myndir. Hann hafði lengi þó spáð í það hvernig hægt væri að gera síðuna öflugri og um leið skemmilegri og því voru tveir valinkunnir bátagrúskarar fengnir til að gerast síðuritarar með honum og stóð ekki á viðbrögðum. Fljótlega datt þó annar hjálparmanna hans úr, en hinn var áfram, en í staðinn kom færandi hendi hinn öflugi ljósmyndari Tryggvi Sigurðsson úr Eyjum. Þessir þrír Þorgeir, Emil Páll og Tryggvi eiga stærstan þátt í því hvað síðan er orðin öflug, auk mikils fjölda annarra ljósmyndara út um allt land sem lagt hafa síðunni líf með myndum og upplýsingum. Í upphafi voru menn með allskyns skoðanir á því hvernig síðan leit út og nokkuð bar á gagnrýni, ýmist á síðunni sjálfri eða þeir sem stóðu að henni fengu til sín skammar í formi símtala eða á vefpósti. Þetta hafði þó engin áhrif og í dag er svo komið að síðan birtir 250-300 skipamyndir á mánuði hverjum, sem er þó nokkuð mikið, enda hefur ekki staðið á því að inn streyma mikill fjöldi gesta dag hvern og flettingar hafa farið eins og gestafjöldinn langt fram úr vonum manna. Þegar þetta er skrifað er heildarfjöldi flettinga 573976 og heildarfjöldi gesta kominn í 144488. Sem betur fer hefur skítkastið að mestu horfið, enda hafa síðuritarar ekki hikað við að henda út athugasemdum sem þeim finnst vera fyrir neðan allar hellur. Með samheldni allra sem vilja gera síðuna skemmtilega og fjölbreytta getum við haldið þessu áfram, en vegna hins mikla fjölda mynda sem hér birtast verðum við þó að hafa í huga að auðvitað birtast myndir af skipum sem áður hefur verið fjallað um bæði hér á síðunni sem og á öðrum skipasíðum. Ef það gerðist ekki er hætt við að brunnurinn myndi fljótt tæmast og síðan yrði því auð. Förum við því fram á að menn taki viðleitnina fram yfir annað, þó svo að hér birtist myndir af skipum sem áður hefur verið sagt frá annað hvort á þessari síðu eða öðrum. Stöndum öll saman, síðuritarar, ljósmyndarar og þeir sem vilja skrifa undir myndir eða öðru efni. Með samheldnir höldum við áfram því markmiði að gera góða síðu enn betri, þar sem skoðanaskipti fara fram og verður stundum all líflegt. Við erum ekki í samkeppni við aðrar síður, því allar síður hafa það að markmiði að standa undir því markmiði sem síðuritarar hafa sett sér. Með góðum kveðjum Þorgeir Baldursson Emil Páll Jónsson Skrifað af Þorgeir og Emil Páli 04.01.2009 01:28Hver á þetta stýrishús?Hvaða bátur er þetta? © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 04.01.2009 00:38Loðnuleit 2009Lundey NS 14 © Mynd Þorgeir Baldursson Loðnuskipið Lundey NS 14 sem er i eigu Granda hélt til loðnuleitar út frá Reykjavik i dag ásamt Faxa RE 9 og Árna Friðrikssyni RE 200 einnig fór Börkur NK 122 frá Sildarvinnslunni i Neskaupstað með i þessari leit. Hérna fyrir ofan má sjá Lárus Grimsson skipstjóra á Lundey ásamt Stefán Geir Jónsson 1 stýrimanni og afleysingaskipstjóra sem að fer með skipið i loðnuleitina að þessu sinni.Skipverjar gáfu sér þó tima fyrir myndatöku en þeir eru flestir frá Húsvik fyrir utan einn sem að er frá Dalvik Skrifað af Þorgeir 04.01.2009 00:09Keflavíkurhöfn 1983, þekkið þið nöfn bátanna?Hér birtum við mynd frá Þorgeiri Baldurssyni sem sýnir Keflavíkurhöfn árið 1983. Svona fljótt á litið má þekkja a.m.k. 14 báta og því er spurning hvort þið þekkið þá ekki líka, í lokin mun ég bæta inn þeim nöfnum sem á vantar eða leiðrétta þau sem komin eru ef þörf er á. Keflavíkurhöfn 1983, þekkið þið einhverja af þessum 14 bátum sem eiga að þekkjast? © mynd Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 04.01.2009 00:07Faxafell III GK 3441982. Faxafell III GK 344 © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 03.01.2009 05:08Ólafur Jónsson GK 4041471. Ólafur Jónsson GK 404 © mynd Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 03.01.2009 05:00FífillHvalaskoðunarsafn í Reykjavíkurhöfn ex Fífill © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 02.01.2009 12:07Hvaða bátur er þetta?Hvaða bátur er þetta? © mynd úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páli 02.01.2009 11:56Hákarl í trolliðHér sjáum við þegar hákarl kom í trollið hjá 1595. Frá VE 78. © myndir Tryggvi Sig. Skrifað af Emil Páli 01.01.2009 10:23Fyrsta getraun ársins 2009. Hvaða bátar eru þetta?Jæja þá kemur fyrsta getraun nýhafins árs og spyrjum við hvað bátarnir tveir á myndinni heita? Hvaða bátar eru þetta? © mynd úr safni Tryggva Sig. Skrifað af Emil Páll |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 526 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991947 Samtals gestir: 48545 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is