Færslur: 2009 Febrúar21.02.2009 11:52Þrenning á StakksfirðiÍ morgum voru óvenjulega mörg skip á reki á Stakksfirði við Keflavík. Þarna mátti greinilega sjá t.d. varðskip, Vilhelm Þorsteinsson, Lucky Star og sennilega Aðalstein Jónsson, en við bryggju var Ásgrímur Halldórsson. Á þessari mynd birtast Vilhelm Þorsteinsson, og þá sennilega Aðalsteinn Jónsson auk varðskipsins. Þrenning á Stakksfirði f.v. trúlega Aðalsteinn Jónsson, Vilhelm Þorsteinsson og varðskip © mynd Emil Páll Skrifað af Þorgeir 21.02.2009 00:00Síðasta ferð Snæfells EA 740Snæfell EA 740 að landa í Krossanesi © mynd Gunnlaugur P. Kristinsson Þorsteinn Pétursson á Akureyri hefur verið duglegur að senda okkur myndir til birtingar og hér er syrpa frá honum og þeim fylgdi eftirfarandi lesning: Sendi ykkur hér eina mynd af Snæfellinu að landa í Krossanesi, ljósm Gunnlaugur P Kristinsson hinar eru þar sem Snæfellið sökk í dokkinni en það lá utan á Harðbak. Eftir það var það dregið út fyrir land og því sökkt NA af Flatey. Sorgarsaga og gaman hefði verið í dag að eiga Snæfellið og Harðbak. Einnig sést þarna á mynd Akraborgin EA 50 Myndirnar tók Örlygur Ingólfsson skipstjóri. Þær hafa ekki birst áður kveðja Steini Pje Skrifað af Emil Páli 20.02.2009 19:38Oddur á Nesi skemmdist í eldiOddur á Nesi úr leik
Þriðjudaginn 17. febrúar síðastliðinn varð línubáturinn Oddur á Nesi fyrir því óhappi að það kviknaði í stýrishúsinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en Slökkvilið Sandgerðis var komið á staðinn innan nokkurra mínútna. Talið er að kviknað hafi í út frá fjöltengi, en rannsókn stendur yfir. Oddur er kominn til Bátasmiðjunnar Sólplasts þar sem áætlað er að viðgerð taki um mánuð, enda báturinn mjög illa farinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Skrifað af Emil Páli 20.02.2009 00:22Þekkið þið mennina?Hér sjáum við fiskaðgerð á einum af gömlu síðutogurunum og spyrjum hvort þið vitið nöfnin á mönnunum sem þarna sjást og hvaða togari þetta sé. Áður en ný myndasyrpa kemur inn birtum við rétt svör, eða staðfestum það ef þau verða komin áður. Á þeirri myndasyrpu sem birtist eftir um sólarhring kemur sami togari við sögu, auk tveggja Akureyrarbáta þeirra Snæfells EA 740 og Akraborgar EA 50. En þær myndir sem birtast þá hafa aldrei áður komið fyrir augu almennings og sýna ákveðinn leiðangur. Hvaða togari er þetta og hvað heita mennirnir? © mynd Þórður Jónsson Skrifað af Emil Páli 20.02.2009 00:14Litlafell
Skrifað af Emil Páli 20.02.2009 00:11Stapafell199. Stapafell © mynd úr safni Tryggva Sig., ljósmyndari ókunnur Skrifað af Emil Páli 20.02.2009 00:01Óþekkt varðskipÓþekkt varðskip frá 4. áratug síðustu aldar © mynd Kiddi Hall Skrifað af Emil Páli 19.02.2009 00:18Vilhelm Þorsteinsson EA 112410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 19.02.2009 00:15Guðmundur á Sveinseyri BA 35480. Guðmundur á Sveinseyri BA 35 © mynd Snorri Snorrason Skrifað af Emil Páli 19.02.2009 00:12Guðmundur frá Bæ ST 55481. Guðmundur frá Bæ ST 55 © mynd Snorri Snorrason Skrifað af Emil Páli 19.02.2009 00:10Guðmundur Þórðarson RE 7060. Guðmundur Þórðarson RE 70 © mynd Snorri Snorrason Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is