Færslur: 2009 Febrúar17.02.2009 19:37Wilson Skaw í Grindavík
17.02.2009 Næst stærsta skip sem nokkru sinni hefur siglt inn í Grindavíkurhöfn kom þangað í gær. Það heitir Wilson Skaw og er 113 metra langt, 15 metra breitt og með 7 metra djúpristu full hlaðið. Skipið kom með 3800 tonna saltfarm fyrir Saltkaup en birgðarstöðvar þess á Suðurnesjum eru í Hópsnesi. Saltskipið kom frá Bahamas og fer þangað beint aftur að ná í meira salt fyrir Íslendinga. Um tvo sólarhringa tekur að landa úr skipinu sem kemur hingað á vegum Nesskipa. Skipið hefur ekki komið hingað áður. Stærsta skip sem komið hefur í Grindavíkurhöfn var 4700 tonn, 115 metra langt og 19 metrar á breidd. HEIMILID: grindavik.is Skrifað af Emil Páli 17.02.2009 15:10Í variNokkur uppsjávarveiðiskip voru í vari á Stakksfirði eða úti af Keflavík í dag og hér sjáum við eitt þeirra, sem ljósmyndari heldur að geti verið Aðalsteinn Jónsson, Hákon eða einhver annar. Skrifað af Emil Páli 17.02.2009 12:37Veit einhver, einhver deili á þessum báti? - Já þetta var Mars KE 41Hér er birt mynd sem tekin var fyrir a.m.k. 20 árum af álbáti, sem mér var sagt á sínum tíma að hefði fallið af skipi úti á hafi í óveðri, þá óyfirbyggður björgunarbátur og varðskip hefði komið með hann að landi, eftir að hafa fundið hann. Einnig voru sögur um að báturinn hefði verið létta- eða björgunarbátur á varðskipi. Hvað um það eftir þetta var byggt yfir hann og sett á hann hús, en hvað um hann varð, eða hver saga hans var er ekki vitað, en myndin var tekin á Fitjum í Njarðvík á sínum tíma. Eins og fram kemur hér í álitum fyrir neðan myndina er þetta 5725. Mars KE 41. 5725. Mars KE 41 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 17.02.2009 00:12AtlantshafiðAðalsteinn Tryggvason, sendi okkur ótrúlega flotta mynd eins og hann segir sjálfur. Tók hann hana í stórsjó ca 300 mílur suður af Íslandi og annað eins vestur af Írlandi í fyrra...á svæði sem hann vill persónulega kalla versta hafsvæði í heiminum, Hatton Rockal. Myndin sýnir útsýnið úr brúnni á Margréti EA 710 í 40 metrum á sekúntum og ca 20 metra ölduhæð á Hatton Rockal.... Skrifað af Emil Páli 17.02.2009 00:00Samvinnufélagsbátarnir frá ÍsafirðiÞegar skoðaðir eru bátarnir sem stunduðu síldveiðar frá Siglufirði, er Kiddi Hall tók myndirnar sem við höfum verið að birta úr annað slagið, kemur í ljós að þarna eru bátar með skráningastörum eins og ÍS, GK, VE, MB, EA og SI. Mjög margir ÍS bátar eru í hópnum nú eru t.d. meira en tugur mynda af svokölluðum Samvinnufélagsbátum á Ísafirði og nú birtum við helminginn af þeim myndum sem enn eru óbirtar af þeim bátum, en restina birtum við einhvern tímann síðar, eins og aðrar myndir sem enn eru óbirtar úr þessari syrpu. Birting allra myndanna mun taka nokkrar vikur, ef ekki mánuði. Allt á það eftir að koma í ljós. Auðbjörn ÍS 17 Ásbjörn ÍS 12 Gunnbjörn ÍS 18 Gunnbjörn ÍS 18 Sæbjörn ÍS 16 © myndir Kiddi Hall Skrifað af Emil Páli 16.02.2009 18:07Saga skipasmiða á Isafirði skipasmíðar Marsellíusar. Nú er búið að opna sýninguna í Safnahúsinu á Ísafirði. Plakötin sem eru meginefni sýningarinnar eru nú aðgengileg á heimasíðu Safnahússins, sem er http://safn.isafjordur.is Skrifað af Þorgeir 16.02.2009 15:24sildveiðar i Breiðafirði 2008
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 526 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991947 Samtals gestir: 48545 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is