Færslur: 2009 Mars20.03.2009 22:38Nýr í flota Ólafsvíkur - Geisli SH 41Geisli SH 41 er nýr bátur í flota Ólafsvíkur,en eigandi er HG Geisli ehf. Bátur þessi hét áður Hafborg KE 12. Á öðrum skipasíðum mátti í kvöld sjá fréttir þess efnis að 1631. Mundi Sæm SF 1 hefði verið seldur til Akraness og 1850. Magnús Ingimarsson SH 301 til Hafnarfjarðar. 1587. Hafborg KE 12 nú Geisli SH 41 © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 20.03.2009 19:56Garðar GK 25Eitthvað fyrir Hafliða, Axel, Kaj o.fl Jæja þeim fjölgar alltaf sem betur fer sem eru þessari síðu hjálpsamir með að senda myndir til birtingar. Nýlega fengum við stóran pakka sem innihélt myndir af flestum af gömlu togurnum sem voru á undan nýsköpunartogurunum, myndir af mörgum af gömlu farskipinum okkar, svo og myndir úr mörgum kauptúnum og kaupstöðum af landinu. Sumar myndirnar munum við nota í getraunir, en aðra birta með nafni eins og þá sem birtist hér með. Sendandi á myndum þessi var Svafar Gestsson og sendum við honum kærar þakkir fyrir. Áður en við hefjum birtingu fyrir alvöru á þessum gullmolum munum við þó klára birtingar á svonefndu Siglufjarðarmyndum og ganga betur á myndir Snorra Snorrasonar. Með þessum myndum birtast upplýsingar um viðkomandi skip s.s. eigendur og stærð skipana. Munum við þó hugsanlega birta eina og eina mynd af og til frá Svafari svona til að gleðja menn eins og Hafliða, Axel, Kaj o.fl. Sá sem nú birtist Garðar GK 25 var í eigu Einars Þorgilssonar í Hafnarfirði og mældist 333 brúttótonn og var með 860 hp vél. Garðar GK 25 © mynd úr safni Svafars Gestssonar Skrifað af Emil Páli 20.03.2009 10:47Endurbyggja brunarústBrunninn Sómi 1500 kominn suður með sjó Eins og margir trúlega muna var á síðasta ári kveikt í bátum fyrir utan Bátastöð Guðmundar í Hafnarfirði og skemmdust margir þeirra. Meðal þeirra var einn nokkuð stór að gerðinni Sómi 1500 sem mælist 32 tonna bátur þegar smíði hans er lokið. Nokkur óvissa var eftir brunann hvað gera ætti við skokkinn sem var illa brunninn og stóð að lokum til að henda honum, en nú nýverið komu áhugasamir Suðurnesjamenn og fengu bátinn er er hugmyndin að endurbyggja hann og ljúka smíði hans suður með sjó svona í róleg heitunum. Þeir sem hér eiga hlut að máli vita hvað þeir eru að gera og því verður örugglega komin á þetta betri skipsmynd einhvern tímann © myndir Emil Páll Skrifað af Emil Páli 20.03.2009 00:00Gert úr frá hafnlausri ströndinniTorup Strand á Jótlandi, Danmörku Nýverið birtum við hér mynd af dönskum brimbáti, sem við fengum að láni á síðu Gunnars Th. Í framhaldi af því bauð hann okkur ferðasögu og myndir sem teknar voru á sömu slóðum og þáðum við það og hér kemur frásögnin:
Sl. sumar leigðum við sumarhús í viku við Torup Strand á norðvestur- Jótlandi. (skoðaðu það á Google earth). Vesturströndin þarna er sendin og hafnlaus með öllu. Þó hafa danskir sjómenn stundað róðra þaðan allt frá því bátur snerti sjó í fyrsta sinn. Í tímans rás hafa bátarnir stækkað og þróunin kallað á meiri og flóknari sjósetningarbúnað en handaflið eitt. Á mörgum stöðum höfðu menn komið sér upp spilbúnaði til að draga báta á flot og síðan aftur á land. Samfara þeirri þróun varð til sérstök gerð báta sem notaðir voru á sandana, breiðir og belgmiklir súðbyrðingar sem voru sérstyrktir í skut til að mæta þungri undiröldu í sjósetningu. Súðbyrðingarnir voru léttari en plankabyggðir eikarbátar auk þess að vera seymdir bæði þvers og langs. Svo breiður var belgurinn að um miðjuna var botninn að kalla alveg flatur. Á þeim hluta var byrðingurinn klæddur aukalagi af borðviði og síðan voru festir nylonrenningar þar neðan á, nánast eins og skíði. Myndin sem ég sendi af spilinu er reyndar ekki tekin við Torup Strand heldur litlu sunnar, þar sem heitir Lild Strand. Þar er allur spilbúnaður enn uppistandandi en lítið eða ekkert notaður. Útgerð stærri báta er þar aflögð og einungis einn eftir sem sýningargripur. Aðallega eru þar brimbátar, ekki ólíkir gamla slippprammanum á Ísafirði, sem okkur púkunum þótti vera með tunnubotn í báða enda. Við Lild Strand eru notuð tvö spil en við Torup Strand er eitt gríðarstórt, tvöfalt. Tvær myndir eru teknar við Nörre Vorupör. Aðrar myndir eru teknar við Torup Strand.
Við Torup Strand lifir þessi útgerð enn góðu lífi, þó víðast annars staðar sé hún aflögð. Þó draga menn báta ekki lengur á land með spili þar heldur eru þeir einungis sjósettir á þann hátt. Þegar bátarnir svo koma að landi í eftirmiðdaginn er notuð gríðarstór jarðýta með ripper, Caterpillar tía. Undir henni aftanverðri er vökvaspil og er spilkróknum húkkað ofarlega á ripperinn. Allir bátarnir eru með nokkurra metra vírspotta lásaðan í stefnislykkjuna og er efri endinn hengdur í rekkverkið aftan við hnýfil. Þegar von er á bát er honum valinn staður í sandinum, báturinn siglir upp í sandinn og gefur vel inn síðustu metrana. Þá lyftist stefnið og rennur lengra upp í sandbakkan en ella. Þegar báturinn er stopp bakkar ýtan niður í flæðarmálið og fer eins nærri stefninu og mögulegt er. Einn úr áhöfn bátsins fer fram á stefni og krækir spilkrók ýtunnar til sín með krókstjaka. Lásar saman sinn stubb og krókinn, losar bindinguna við rekkverkið og lætur lásinn síga í sjóinn með festibandinu. Ýtan keyrir síðan upp sandfjöruna upp fyrir þann stað sem báturinn á að standa. Þar stöðvar hún og spilar bátinn viðstöðulaust upp sandinn, kjölréttan og fullan af fiski! Aflanum er svo landað á handafli í körfum niður á dráttarvélar með lyftanlega palla á beislinu. Raunar er mögulegt að nota vökvaspil bátanna við það einhverja stund, því vélarkælingin er lokað spíralkerfi, annað gengi ekki vegna sandrótsins.
Stærsti báturinn sem er í notkun við Torup Strand er á að giska 20 tonn en flestir eru á bilinu 8 - 15 tonn. Alls voru þarna 12-15 bátar og virtust ekki allir frá Torup, því skráningar voru nokkuð mismunandi. Tvo plastbáta sá ég, á að giska 6 -80 tonn, og einn álbát, trúlega 15 tonn. Þessir þrír voru með sérsmíðaða stokka undir síðunum, líka risavöxnum slingbrettum, og neðan á þá var klætt með næloni.
Tvisvar sinnum reyndi ég að sjá bátana sjósetta en þó ég kæmi fyrri daginn kl 05 að morgni og þann seinni kl. 04.45 tókst það ekki. Fyrri daginn var engan bát að sjá, þann seinni mátti sjá síðasta bátinn úti við sjóndeildarhring. Þeir vakna snemma í Torup Strand!
Nörre Vorupör (þessa mynd birtum við nýverið) Nörre Vorupör Spil við Lild Strand Hér má sjá spilbúnað við hliðina á einu af stærri bátunum í Torup Strand Torup Strand Með þessari ýtu eru bátarnir í Torup Strand, dregnir á land © myndir Gunnar Th. Skrifað af Emil Páli 19.03.2009 09:48Snæfell EA 310Samherjamenn hafa skipt um nafn á togaranum Akureyrin EA 110 og heitir það nú Snæfell EA 310. Meðfylgjandi myndir tók Þorgeir Baldursson, en þær sýna togarann á Eyjafirði og eins sést skipstjórinn Sigmundur Sigmundsson. 1351. Snæfell EA 310 ex Akureyrin EA 110 © mynd Þorgeir Baldursson Sigmundur Sigmundsson skipstjóri Snæfells EA 310 © mynd Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 19.03.2009 00:16CitronCitron á reki á Stakksfirði © mynd Þórarinn Ingi Ingason Citron kemur til Helguvíkur © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 19.03.2009 00:12HaukurHaukur á siglingu í Faxaflóa © myndir Þórarinn Ingi Ingason Skrifað af Emil Páli 18.03.2009 19:54Kastað á síld í Vestmannaeyjahöfn í dag Ólafur Ragnarsson sendi okkur glænýja frétt er sýnir myndir sem voru teknar í Vestmannahöfn í dag 18-03-2009. Kap VE að kasta á síld í höfninni. Einnig er mynd af Glófaxa 2 sem aðstoðaði Kap. Sendum við honum kærar þakkir fyrir.
Skrifað af Emil Páli 18.03.2009 17:43DominatorLítill pollocktogari Dominator frá Seattle.Wa © mynd Heimir Tomm Skrifað af Emil Páli 18.03.2009 17:37Manu GR 7-43Grænlenski togarinn Manu GR 7-43 frá Manitsoq í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 18.03.2009 17:33Markus GR 6-373Grænlenski togarinn Markus GR 6-373 í flothvínni á Akureyri © mynd Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is