Færslur: 2009 Mars

13.03.2009 00:23

Drífa RE 18


                                374. Drífa RE 18 © mynd Snorri Snorrason

13.03.2009 00:19

Engey RE 11


                                         44. Engey RE 11 © mynd Snorri Snorrason

13.03.2009 00:14

Farsæll VE 12


                             407. Farsæll VE 12 © mynd Snorri Snorrason

13.03.2009 00:09

Freyja VE 260


                                   424. Freyja VE 260 © mynd Snorri Snorrason

13.03.2009 00:04

Friðbert Guðmundsson ÍS 403


                  433. Friðbert Guðmundsson ÍS 403 © mynd Snorri Snorrason

13.03.2009 00:00

Garðar EA 761


                           446. Garðar EA 761 © mynd Snorri Snorrason

12.03.2009 17:40

Heimir í Alaska


                                      F/T Alaska Ocean © myndir Heimir Tomm
Nýverið fékk Þorgeir eftirfarandi bréf frá Heimi Tomm sem staddur er í Alaska ásamt myndum þeim sem hér birtast. Birtum við bréfið allt saman, en það var svohljóðandi.

Sæll og blessaður.
 
Ég sendi þér póst fyrir nokkru síðan og þú svaraðir, sagðist gjarnan vilja fá einhverjar myndir og ferðalýsingu frá mér, svo hér er það.
 
Ég er þjónustustjóri hugbúnaðarsviðs hjá Carnitech, dótturfélagi Marel í Seattle í Bandaríkjunum. Við setjum upp Marelkerfin bæði til sjós og lands og í vetur setti ég upp kerfi í stærsta "Catcher/Processor" í Bandaríkjunum. Cather/Processors eru hreinlega eins og frystitogararnir heima, má ekki rugla þeim saman við processors sem veiða ekki en taka bara við afla til vinnslu.
F/T Alaska Ocean var smíðaður í Bandaríkjunum 1991. Reyndar var skrokkurinn smíðaður í Noregi en skipið svo klárað í USA. Þetta er vegna reglna um nýsmíði í USA, megnið af skipinu verður að vera smíðað í USA til þess að það fái leyfi til veiða innan Bandarískrar lögsögu. Þessi regla veldur því reyndar að bátar og skip hér eru oft mjög gömul og hefur verið breytt alveg gríðarlega. Oft eru þessar breytingar til hins verra, enda sökkva hér bátar alveg unnvörpum á vertíðunum.
Helstu tölur um AO eru:
 
Lengd.............................. 114 metrar
Afl aðalvélar...................... 6,250 hestöfl
Hámarkshraði................... 14 hnútar / 26 km/klst
Rafmagnsframleiðsla.......... 4,500 KVA
Þyngd............................... 7,419 tonn
Þyngd lestaður.................. 10,200 tonn
Eldsneyti.......................... 450,000 gallon / 1.703.435 lítrar
Áhöfn .............................. 150 manns
 
Þetta er alvöru dallur og öll aðstaða um borð til fyrirmyndar. Veiddur er Pollock, sem nota bene á ekkert skylt við hinn Íslenska Ufsa. Pollockinn hérna er um 1200 grömm að meðaltali og er magnið sem veitt er alveg hreint ótrúlegt. Það þykir lélegt hal sem fer undir 100 tonnin eftir 4 tíma! Skipið er með lestir fyrir um 2800 tonn af frosnum og unnum afurðum. Afurðirnar eru frosin flök, fiskmjöl og Surimi, sem er eiginlega allt kjöt sem ekki er fryst, tekið og hakkað og unnið á margvíslegan máta. Þetta Surimi er notað t.a.m. sem allrahanda fiskfylling. Meira má lesa um surimi hér
Allt er veitt í flottroll. Botntroll þekkjast varla þarna, er það bæði útaf reglugerðum, sem og náttúruverndarsjónarmiðum. Hinsvegar er þarna eiginlega bara drullubotn í öllu Beringshafinu og þeir draga nokkuð neðarlega. Reyndar svo neðarlega að það koma upp 1 - 2 krabbapottar í hverju hali (þeir sem hafa séð Deadliest Catch á Discovery vita hvað það er).
 
Vitanlega fer það eftir fiskeríi hvað túrarnir eru langir. Í mínu tilfelli fór ég með skipinu frá Seattle þann 18 janúar, sigldum sem leið lá upp til Dutch harbor og lönduðum þar birgðum. Svo beint á miðin sem voru ekki nema 12 tíma sigling. Til stóð að ég yrði bara um borð fyrstu dagana til að vera vissir um að allt virkaði, en örlögin höguðu því svo að ýmist var ekki veður til að koma mér yfir á annað skip eða hreinlega ekkert far reyndist vera fyrir mig inn til Dutch. Því var ég um borð í 36 daga.
 
Það fór ekkert illa um mann, síður en svo, það er svona ráðstefnuherbergi um borð og svaf ég þar, sökum þess að nýlega var búið að fjölga í áhöfninni og var skortur á herbergjum. Það er einnig barborð í herberginu þannig að þegar ég sagði bróður mínum að ég svæfi á barnum fékk ég bara framan í mig að það væri ekkert nýtt.
 
Ég læt fylgja með nokkrar myndir en ef menn vilja frekari lýsingar og fleiri myndir er hægt að fara á bloggið mitt og skoða meira þar.
 
Ég vona að menn hafi einhvern áhuga á þessu. Þess má geta að ef Íslenskir sjómenn hafa atvinnuleyfi í USA þá eru þeir algerlega öruggir með pláss í Barentshafinu, verkþekkingin og vinnumátinn hjá Íslendingum er eitthvað sem hvaða útgerðarmaður sem er vildi feginn fá og borga vel fyrir. Menn geta sent mér póst ef þeir vilja fá einhverjar upplýsingar, ég hefði bara gaman af að aðstoða ef ég get.
 -------------
Heimir Tomm
(206) 669 6807







                                     F/T Alaska Ocean © myndir Heimir Tomm

12.03.2009 00:16

Fjallfoss og Selfoss


                            54. Fjallfoss og 176. Selfoss © mynd úr safni Tryggva Sig

12.03.2009 00:12

Lagarfoss


                                139. Lagarfoss © mynd úr safni Tryggva Sig.

12.03.2009 00:08

Laxfoss


                                        1485. Laxfoss © mynd Tryggvi Sig.

12.03.2009 00:03

Tungufoss og Brúarfoss


                  214. Tungufoss og 31. Brúarfoss © mynd úr safni Tryggva Sig.

11.03.2009 23:59

Vigri RE 71


                               1265. Vigri RE 71 © mynd úr safni Tryggva Sig.

11.03.2009 00:28

Happasæll KE 94

Þó síðuritari hafi tilkynnt að hann yrði að heiman á afmælisdaginn gat hann ekki skorast undan því er útgerð Happasæls KE 94 óskaði eftir að hann tæki myndir af bátnum er hann yrði sjósettur á afmælisdag hans þ.e. í gær og hér sjáum við eina af þeim myndum sem teknar voru eftir að báturinn var kominn á sjó að nýju, en nú undir nýju nafni.


                                    1767. Happasæll KE 94 © mynd Emil Páll

11.03.2009 00:15

Kló og Þórey skipta um eigendur

 Mjög tíðar bátasölur berast inn á borð okkar þessar vikurnar og hér eru tvær til viðbótar, önnur er um 2062. Kló RE 147 sem seld hefur verið nýjum aðilum í Reykjavík og hin er 1913. Þórey KE 23 sem seld hefur verið til Akraness.


                                     2062. Kló RE 147 © mynd Emil Páll

                              1913. Þórey KE 23 © mynd Emil Páll

11.03.2009 00:00

Andey o.fl

Hér birtum við fjórar myndir sem við vitum lítið um nema það að það var skipsfélagi Þorgeirs á Sólbak EA 1 sem heitir Guðmundur Guðmundsson sem lét okkur hafa myndirnar og á fyrstu myndinni, þ.e. þeirri fyrir framan brúnna á Andey mun afi hans vera einn þeirra.





                                   © myndir úr safni Guðmundar Guðmundssonar

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is