Færslur: 2009 Maí08.05.2009 22:09SamherjaskipBjörgúlfur EA 312 og Björgvin EA 311 © Mynd þorgeir Baldursson 2009 Tveir togarar Samherja voru á Ýsuslóð úti fyrir suðausturlandi i morgun veit einhver söguna hversvegna er ekki búið að mála Björgúlf i litum Samherja Skrifað af Þorgeir 08.05.2009 14:48Von RE 3 seld í VogaFeðgarnir Halldór Magnússon og Björn Elías Halldórsson úr Vogum hafa fest kaup á Von RE 3 og er það annar báturinn sem þeir kaupa á stuttum tíma en hinn er Fanney HU 83 sem liggur í Reykjavíkurhöfn. Von RE er smíðuð af Kristjáni Gumundssyni í Stykkishólmi árið 1987. Fram til þessa hefur báturinn borið eftirfarandi nöfn: Már SH 118, Elsa NS 216, Elsa SU 216, Jónas Guðmundsson GK 475, Jóka RE 3 og Von RE 3. Skrifað af Emil Páli 08.05.2009 14:14Mars RE 2052154 Mars RE 205 © Mynd Þorgeir Baldursson 2009 Mars RE 205 á siglingu fyrir austan land i morgun Skrifað af Þorgeir 08.05.2009 13:581472- Klakkur SH 5101472- Klakkur SH 510 Mynd Þorgeir Baldursson 2009 Klakkur SH 510 er hérna á veiðum fyrir austan land i morgun.Skipstjóri er Snorri Snorrasson Skrifað af Þorgeir 08.05.2009 13:56Nýr Ólafur Magnússon HU 54 til SkagastrandarÍ gær var sjósettur í Hafnarfirði báturinn Ólafur Magnússon HU 54 frá Skagaströnd, eftir miklar breytingar þar. Var báturinn m.a. lengdur um 2 metra, auk þess sem skipt var um mastur o.fl. áhonum. Það er SJ-útgerð á Skagaströnd sem festi kaup á bátnum í upphafi ársins, en áður hét hann Halla Sæm SF 23 frá Höfn.Sama útgerð hafði sl. hausti fest kaup á Felix AK og gefið honum nafnið Lómur HU en það gekk ekki áfallalaust að koma þeim báti í heimahöfn, því eftir að hann hafði siglt frá Reykjavík til Akraness var ekið með hann til Hvammstanga þar sem átti að sjósetja hann og stóð til að hann sigldi þaðan til Skagstrandar. En ekki vildi betur til en svo að þegar gúið var að sjósetja bátinn á Hvammstanga valt kraninn sem hafði verið notaðu við við verkið, á hliðina og lenti á bárum og komst sjór í vélarúmið og honum hvoldi og sökk síðan þann 22. nóv. sl. Skrifað af Emil Páli 08.05.2009 00:30Sigurkarfi GK 480184. Sigurkarfi GK 480 © mynd Snorri Snorrason Skrifað af Emil Páli 08.05.2009 00:19Sólrún EA 1512547- SÓLRÚN EA 151 MYND ÞORGEIR BALDURSSON 2009 Sólrún EA 151 á landleið inn Eyjafjörðinn einn góðviðrisdag fyrir skömmu Skrifað af Þorgeir 08.05.2009 00:07Skírnir AK 12191. Skírnir AK 12 © mynd Snorri Snorrason 6518. Skírnir AK 12 © mynd Þorgeir Baldursson 2009 Skrifað af Emil Páli 08.05.2009 00:00Norðurljós HF 73 og RE 1612360. Norðurljós HF 73 © mynd Emil Páll 2009 7317. Norðurljós RE 161 ex VE 16 © mynd Þorgeir Baldursson 2009 Skrifað af Emil Páli 07.05.2009 14:51GrásleppubáturEyjólfur Ólafsson GK 38 skráður í Sandgerði en í eigu aðila í Keflavík, er einn þeirra Suðurnesjabáta sem þetta árið eru gerðir út á grásleppuveiðar. 2175. Eyjólfur Ólafsson GK 38 © mynd Emil Páll 2009 Skrifað af Emil Páli 07.05.2009 09:20Labrador Storm
Nokkrir yfirmenn hjá Natfish í brúnni á Labrador Storm, talið frá vinstri: Wayne Mansfield stýrimaður á togaranum Inuksuk, Jónfriður Poulsen skipstjóri á Labrador Storm, Gabriel Lanteigne stýrimaður á togaranum Inuksuk og Steingrímur Erlingsson útgerðarstjóri. © MYND/ÞORGEIR BALDURSSON 2009 Fjórða skipið sem Nataaqnaq Fisheries gerir út Labrador Storm veiðir rækju við Kanada Grænlenski togarinn Tasermiut sem verið hefur á Akureyri undanfarna mánuði í viðgerð og breytingum hjá Slippnum hefur verið seldur til Kanada og fengið nafnið Labrador Storm. Útgerð skipsins verður í höndum Nataaqnaq Fisheries Inc í St. John's á Nýfundnalandi. Steingrímur Erlingsson útgerðarstjóri hjá Natfish sagði í samtali við Fiskifréttir að skipið færi á rækjuveiðar í kanadískri lögsögu. Labrador Storm er 66 metra langur togari og var smíðaður í Noregi árið 1988. Þetta er fjórða skipið sem Nataaqnaq Fisheries annast útgerð á. Fyrir gerir félagið út tvo rækju- og grálúðutogara og einn netabát. Steingrímur sagði að skip á vegum Natfish hefðu veitt um 10 þúsund tonn af rækju á síðasta ári og um 3 þúsund tonn af grálúðu. Með tilkomu Labrador Storm mun rækjuveiðin aukast í um 17-18 þúsund tonn á ári. Frekari upplýsingar má finna á vef félagsins www.natfish.ca. kjartan@fiskfrettir.is Skrifað af Emil Páli 07.05.2009 00:35Hvaða fáni er þetta?Hér sjáum við mynd af fánanum sem er að aftan á flutningaskipinu Axel. En hvaða fáni er þetta? Hvaða fáni er þetta á m.s. Axel? © mynd Emil Páll 2009 Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is