Færslur: 2009 Júní27.06.2009 00:06Edna VA 214V Edna VA 214 © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009 Skip þetta bar nafnið Vesturvarði VA 214 og var frá Sörvogi í Færeyjum og hafði borið sama nafn frá því að smíði þess lauk í Skála Skipasmiðju í Færeyjum árið 1984 og til ársins 2007. Skrifað af Emil Páli 26.06.2009 13:56Dúa RE 400 og Fanney HU 83619. Fanney HU 83 og 617. Dúa RE 400 koma til Njarðvíkur í dag Dúa RE 400 ex SH 359 með Fanney HU 83 á síðunni Þrír gamlir í Njarðvíkurhöfn, f.v. 163. Jóhanna Margrét SI 11, 619. Fanney HU 63 og 617. Dúa RE 400 Nú eftir hádegi kom Dúa RE 400 sem áður hét Dúa SH 359, Jói gasalegi SH 359, Jói á Nesi SH 359, Hafnarberg RE 404 og Jón Gunnlaugs GK 444 með Fanney HU 83, sem áður hefur borið nöfnin Hrafnsey SF 8, Sóley SH 150, Jóhanna Magnúsdóttir RE 70, Merkúr EA 24, Valur RE 7, Dalborg EA 317, Guðmundur Einarsson HU 100 og Jón Jónsson SH 187, til Njarðvíkur. Síðan mun Fanney verða dregin í Voga, en eins og áður hefur komið fram hefur Halldór Magnússon keypt bátinn til að endurbyggja hann. Þó nokkrir bátaáhugamenn voru mættir til að fylgjast með komu bátanna, nú í góða veðrinu. Sjá mátti þarna fyrir utan Emil Pál, þá Markús Karl Valsson, Þórodd Sævar Gunnlaugsson, Karl Einar Óskarsson, Svein Þórarinsson í Álasundi o.fl. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan er vélstjórinn á Dúu þjóðþekktur maður á sínum tíma Bergþór Hávarðarson sem sigldi einn síns liðs á skútu yfir Atlandshafið og var bjargað til Vestmannaeyja. Þá bjó hann lengi um borð í gamla Búrfellinu í Njarðvíkurhöfn, en hann ætlaði sér að endurbyggja þann bát og sigla með erlendis, en það mál dagaði uppi. Bergþór Hávarðarson vélstjóri á Dúu RE 400 © myndir Emil Páll í júní 2009 Skrifað af Emil Páli 25.06.2009 00:30Sigurpáll GK 375Smíðaður úr stáli í Marstrand í Svíþjóð 1963 og mældist rétt rúm 200 tonn, smíðanr. 46 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/B. Kom hann nýr til Sandgerðis 13. apríl 1963 eftir aðeins 7 mánaða smíðatíma. Eldur fór illa með bátinn í tvígang. Fyrra skipið var 29. mars 1974 og þá var hann staddur 8 sm. út af Stafnesi og dró Ásgeir Magnússon II GK 59 bátinn logandi til Njarðvíkur. Var hann þá endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur á árunum 1974-1977. Báturinn var yfirbyggður í Þýskalandi 1976, auk þess að vera lengdur, skutur sleginn út og ný brú sett á hann Siðari bruninn varð við bryggju í Sandgerði 20. feb. 2005 og varð tjónið það mikið að ekki var gert við hann aftur og í október var lagt af stað með hann í drætti í pottinn fræga. Ekki gekk það þó eins og til átti að gera, því báturinn slitnaði aftan Brynjólfi Ár sem var að draga hann er skipin voru stödd nálægt Færeyjum, að morgni 10. okt. 2005. Var Brynjólfur einnig á leið í pottinn. Var báturin ná reki og mannlaus er varðskipið Brimill kom að honum og dró til Færeyja. Síðan kom annað skip og dró hann til Esbjöerg í Danmörku þar sem förinni hafi verið heitið, en það gerðist þó ekki fyrr en í maí 2006. Þó svo að skipið sé farið í pottinn, eru aðeins nokkrir mánuðir síðan síðast var auglýst nauðungaruppboð á honum og hefur það verið gert nokkrum sinnum eftir að skipið var tætt niður. Nöfn þau sem báturinn hefur borið eru: Sigurpáll GK 375, Sigþór ÞH 100, Þorvaldur Lárusson SH 129, Straumur RE 70 og Valur GK 006. Svona í smá framhjáhlaupi þá var síðuritari háseti á bátum á síldveiðum 1966, frá vori og fram að jólum. 185. Sigurpáll GK 375 © mynd Snorri Snorrason Skrifað af Emil Páll 25.06.2009 00:22Jón Garðar GK 510Stálbátur sem mældist 128 tonn og hafði smíðanr. 1182 hjá Scheepswerft De Beer N.V. í Zaandam í Hollandi árið 1960. Bar báturinn aðeins þetta eina nafn, Jón Garðar GK 510, en hann sökk 22. jan. 1964, 16 sm. SA af Hjörleifshöfða. Jón Garðar GK 510 © mynd Snorri Snorrason Skrifað af Emil Páli 25.06.2009 00:13Hugur GK 177Þessi 36 tonna bátur var smíðaður í Reykjavík 1916 úr eik og furu. Saga hans var svohljóðandi: Draupnir GK 21, Guðrún GK 21, Ágústa VE 250, Ágústa GK 200, Ágústa RE 115, Ágústa MB 37, Ágústa AK 37, aftur Ágústa RE 115, Ágústa HU 11 og Hugur GK 177. Dæmdur ónýtur eftir árekstur 1963. Brenndur í Grófinni Keflavík 6. maí 1964. Hugur GK 177 © mynd Snorri Snorrason Skrifað af Emil Páli 24.06.2009 07:37Ný Cleopatra 31 á RifÍ gær afhentu Trefjar ehf. nýjan Cleopatra 31 bát sem skráður er á Rifi. Reiknað er með að hann verði á handfæraveiðum nú sumar og líklega á línu yfir vetrartímann, samkvæmt frétt frá Trefjum. Útgerðarfélagið Hlíðarfoss ehf. á Rifi er eigandi bátsins. Að útgerðinni stendur Friðbjörn Ásbjörnsson. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Særún SH 86 og er af gerðinni Cleopatra 31 í nýrri útgáfu. Hann er 8,5 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Báturinn er útbúinn fjórum DNG handfærarúllum og í honum er vökvakerfi tilbúið til línuveiða. Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6HE1TCX 370hp tengd ZF gír. Siglingatækin eru af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Rými er fyrir 12-14 stk. 380 lítra kör í lest. Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Setkrókur er í lúkar og stólar fyrir skipstjóra og háseta í brú. Báturinn er þriðji í röðinni af fjórum sem Trefjar hafa smíðað af þessari gerð nú í vor. Sá fyrsti Ólafur HF- 51 er nú í sýningarferð. Hann er nú á ferð milli hafna í Færeyjum eftir siglingu frá Hornafirði. Skrifað af Emil Páli 24.06.2009 00:43SmyrillSmyrill í Þórshöfn í Færeyjum © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009 Skrifað af Emil Páli 24.06.2009 00:36Norland ex JaxlinnNorland ex Jaxlinn í Færeyjum © myndir Þorgeir Baldursson í maí 2009 Skrifað af Emil Páli 24.06.2009 00:27Högabergið að verða íslenskt aftur?Þessi tilgáta er rétt, því samkvæmt skrifum Óskars Franz undir myndinni mun skipið fá nafnið Háberg EA 299 Fyrir nokkrum dögum kom færeyska skipið Högaberg til Akureyrar og í dag mátti lesa á færeyskum vef að búið væri að selja skipið frá Færeyjum. Bendir því allt til Samherji sem í raun átti skipið í Færeyjum sé að gera það íslenskt á ný? En í örfáa mánuði á árinu 2005 var það skrá sem EA 12 frá Akureyri. Mun það fá nafnið Háberg EA 299. Högaberg FD 110 sem nú verður Háberg EA 299 við bryggju í Færeyjum © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009 Skrifað af Emil Páli 23.06.2009 00:19Suðurnesjabátar á SiglufirðiEins og oft áður á vorin og yfir sumartímann þá fara Suðurnesjabátar og bátar víðar af suðvesturhorninu norður fyrir land til veiða. Hér sjáum við t.d. fjóra Suðurnesjabáta sem voru dag einn í maí á Siglufirði. 2321. Milla GK 121 2672. Óli á Stað GK 99 og 2622. Dóri GK 42 2608. Gísli Súrsson GK 8 © myndir Þorgeir Baldursson í maí 2009 Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1527 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 992948 Samtals gestir: 48558 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is