Færslur: 2009 Ágúst

22.08.2009 10:52

María Pétursdóttir VE 14


                     1430. María Pétursdóttir VE 14 © mynd Þorgeir Baldursson

Þó oft hafi verið rætt um þennan bát hér, segjum við samt sögu hans: Hann hafði smíðanr. 6 hjá Vör hf. á Akureyri, frá árinu 1975 og hefur borið eftirfarandi nöfn: Ægir Jóhannsson ÞH 212, Erlingur GK 212, Erlingur GK 214, Dagný GK 91, Dagný GK 291, María Pétursdóttir VE 14 og núverandi nafn er Birta VE 8.

22.08.2009 00:00

Nafnlausir í Reykjavík, ,Blöndósi,Hofsósi og Færeyjum


                             6994. Í Reykjavík © mynd Emil Páll í ágúst 2009


                                 Á Hofsósi © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009


                      Í Skála í Færeyjum © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009


                             Á Blöndósi © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009


                 Í Þórshöfn í Færeyjum © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009


               FD 487 í Skála í Færeyjum © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009


                TN 613 í Þórshöfn í Færeyjum © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009

21.08.2009 23:07

Venus HF 519 með 300 milljónar kr. túr


                                    1308. Venus HF 519 © mynd Jón Páll  2005

Togarinn Venus HF 519 var að koma með að landi, afla að verðmæti um 300 milljónir króna eftir um mánaðar veiðiferð í Barentshafinu. En hann fór út frá Reykjavík 20. júlí sl.

21.08.2009 13:39

Fyrir björgun hvalsins



Nýverið sögðum við frá björgun á steypireyð við Drangsnes og hér koma tvær myndir sem Magnús Kristjánsson sendi okkur og voru teknar af hvalnum fyrir björunina.


21.08.2009 00:01

Siggi Þórðar GK 197


                    1445. Siggi Þórðar GK 197, í Grindavík © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Hér er á ferðinni bátur með smíðanr. 48 hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri frá árinu 1975. Í fyrstu var hann fiskiskip, en 2003 var hann skráður sem farþegaskip, en er nú aftur orðin fiskiskip og einn af svonefndum Strandveiðibátum.
Báturinn hét fyrst Fanney ÞH 130, síðan Pétur Jakob SH 37, þá Skrúður og Skrúður RE 445, en nú er það Siggi Þórðar GK 197.

21.08.2009 00:00

Regina Del Mar komin undir ísl. flagg




                         7660. Regina Del Mar frá Reykjavík © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Í vor sögðum við frá því að útgerð hvalaskoðunarbátsins Elding, hefði tekið á leigu danska lúxussnekkju til skoðanaferða og nú hefur snekkjan, eins og sést á myndunum hér verið sett undir íslenskt flagg og skráð með heimahöfn í Reykjavík.

20.08.2009 15:38

DS Varguard


              DS Varguard í Straumsvík sl. þriðjudag © mynd Emil Páll í ágúst 2009
Skipið sem er frá Bahamas er 179 metra langt, 28 metra breitt og ristir 10.2 metra.

20.08.2009 15:32

Heimskautafari á Arctic Wandcrer


   Skúta þessi sem heitir Arctic Wandcrer hefur legið í Keflavíkurhöfn undanfarna dag, en á henni er einn maður sem hefur búið um borð í skút sl. 20 ár, en hann hyggst fara umhverfis norður-heimskautsins, þegar færi gefst © mynd Emil Páll í ágúst 2009

20.08.2009 15:27

CF 3788 EG


  Þessi skúta var í Grindavíkurhöfn í gær og sást ekki önnur merking á henni en: CF 3788 EG © mynd Emil Páll í ágúst 2009

20.08.2009 06:38

Ísborg ÍS 250


                                       78. Ísborg ÍS 250 © mynd útgerð skipsins

Arnar Kristjánsson útgerðarmaður skipsins sendi okkur þessa mynd og þökkum við honum kærlega fyrir.

20.08.2009 00:22

Tveir með sama nr. á sama tíma: Faxi RE 147 og Kló RE 147


                                            6299. Faxi RE 147, í Reykjavík


                      2062. Kló RE 147, í Reykjavík © myndir Emil Páll í ágúst 2009

Bátar þessir báðir voru nánast hvor á móti öðrum sl. laugardag. En samkvæmt þeim gögnum sem síðuritari komst yfir, er Faxi ekki lengur á skrá og hefur ekki verið í fjölda ára.

20.08.2009 00:05

Nöfnur: Elva Björk KE 33 og Elva Björk SI 84


           5978. Elva Björk KE 33, í Grófinni Keflavík © mynd Emil Páll í ágúst 2009


             1992. Elva Björk SI 84, á Siglufirði © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009

20.08.2009 00:04

Ólafur HF 51




                      2781. Ólafur HF 51, í Sandgerði © myndir Emil Páll í júlí 2009

20.08.2009 00:00

Sæunn


                             6360. Sæun, í Kópavogi © mynd Emil Páll í apríl 2009


                   6360. Sæunn, í Kópavogi  © mynd Þorgeir Baldursson í apríl 2009

19.08.2009 19:19

Togari og skemmtiferðaskip


   Þessi skemmtilega mynd var tekin á Hornbanka fyrir örfáum dögum og sýnir togarann Þerney RE 101 á veiðum og skemmtiferðaskipið Costa Magica á siglingu til Reykjavíkur © mynd Þorgeir Baldursson í ágúst 2009

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is