Færslur: 2009 Ágúst19.08.2009 15:09Þekkið þið þetta fiskveiðiskip?Þekkið þið þetta skip? © mynd Þorgeir Baldursson í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 19.08.2009 11:09Finnur Friði á AkureyriFinnur Friði Myndir þorgeir Baldursson 2009 I morgun laust fyrir kl 11 kom Færeyska tog og nótaskipið Finnur Friði til Akureyrar vegna bilunnar i flottrolli sem að starfmenn nótastöðvarinnar Odda munu sjá um viðgerð á Skrifað af Þorgeir 19.08.2009 00:08Faxi RE 241581. Faxi RE 24, í Reykjavík © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 19.08.2009 00:05Frár VE 781595. Frár VE 78, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 19.08.2009 00:02Jón Gunnlaugs ÁR 4441204. Jón Gunnlaugs ÁR 444, í Hafnarfirði og orðinn blár © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 19.08.2009 00:00Surprise HF 8137. Surprise HF 8, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 18.08.2009 20:55Sprengdi drifiðLínu- og handfærabáturinn Kópur HF-29 varð fyrir því óhappi að sprengja drifið 30 sjómílur vestur af Garðskaga um hádegisbilið í gær. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein náði í Kóp og dró hann til hafnar í Sandgerði, en ferðin tók um 7 tíma að því er fram kemur á 245.is 6443. Kópur HF 29 í Sandgerðishöfn fyrr í mánuðinum © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 18.08.2009 14:11ÞórHér sjáum við gamla varðskipið 229. Þór, í Gufunesi, þar sem það lítur illa út, enda í litum sem settir voru á það til að notast við kvikmyndatöku í Hvalfirði fyrir nokkrum misserum eða árum © Markús Karl Valsson í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 18.08.2009 14:07Hvalur 6 og Hvalur 7115. Hvalur 6 RE 376 og 116. Hvalur 7 RE 377 í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 18.08.2009 00:00Fleiri SH-bátar189. Skarðsvík SH 205 Smíðaður í Þýskalandi 1962 og lengdur í Noregi 1966. Bar nöfnin: Skarðsvík SH 205, Skarðsvík II SH 305, Kópavík VE 404, Valdimar Sveinsson VE 22 og Arnþór EA 16. Sökk austur af Stokksnesi í okt. 1989. 786. Stapafell SH 15 Smíðaður í Djupvik í Svíþjóð 1959. Bar nöfnin Stapafell SH 15 og Stapi SH 42. Sökk 10-11 sjómílur V. af Öndverðarnesi 24. ágúst 1977. 791. Steinunn SH 207 Smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1960.Bar nöfnin: Steinunn SH 207, Steinunn SF 10, Steinunn SF 101, Pétursey GK 104 og Þengill ÞH 114. Sökk á Öxarfirði 15. jan. 1979. 857. Tjaldur SH 175 Smíðaður í Esbjerg í Danmörku 1955.Nöfn: Tjaldur SH 175, Tjaldur SI 175 og Taldur EA 175. Sökk 16 sm. N Af Krísuvíkurbjargi 29. ágúst 1976. Var á leið frá Keflavík til Vestmannaeyja, í sinni fyrstu ferð efir að hafa verið keyptur til Eyja. 925. Þórsnes SH 108 © myndir Snorri Snorrason Smíðaður í Danmörku 1960. Nöfn: Þórsnes SH 108, Þórsnes SH 3ö8, Þórsnes SU 308, Þórsnes HF 101, Stakkavík ÍS 72, Gísli Júl ÍS 262 og Katrín ÍS 109. Báturinn var tekinn af skrá og brenndur 30. mars 1995. Skrifað af Emil Páli 17.08.2009 13:09VíkingahringurinnÞetta listaverk stóð á vagni sem var aftan í dráttarvél við Hafnarfjarðarhöfn sl. laugardag. Merkingin á vagninum segir trúlega nokkuð mikið © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 17.08.2009 00:12Plastarar á siglingu6031. Tíbrá EA 199 7023. Unnur EA 5988. Ver EA 6005. Vonin © myndir Þorgeir Baldursson í júní 2009 á Pollinum, Akureyri Skrifað af Emil Páli 16.08.2009 22:09SH - skip2650. Bíldsey SH 65 á Hofsósi © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009 5915. Kría SH 232 © mynd Þorgeir Baldursson í júní 2009 6055. Magnús Árnason SH 38 á Akranesi © mynd Þorgeir Baldursson í maí 2009 1304. Ólafur Bjarnason SH 137 í Reykjavík © mynd Emil Páll í ágúst 2009 1849. Sproti SH 51 í Hafnarfirði © mynd Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 16.08.2009 08:13Í sólaráttHér sjáum við þrjá togara sem voru í Hafnarfjarðarhöfn í góða veðrinu í gær og eru myndirnar af þeim frekar dökkar sem stafar að því að þær voru teknar í sólarátt. 1579. Gnúpur GK 11 1275. Jón Vídalín VE 82 Sonar frá Tallin, sem legið hefur í Hafnarfirði í mörg ár © myndir Emil Páll í ágúst 2009 Skrifað af Emil Páli 16.08.2009 00:00Frá Ushuaia, syðsta bæ í heimiGóður poki eða um 80 tonn Íslendingar eru til sjós víða um heim. Höfum við fengið myndir frá þeim frá stöðum eins og Marokkó, Marítaníu, Kanada, Grænlandi, Færeyjum og víðar. En einn fer þó lengra en hinir, en það er Vestmanneyingurinn Eiríkur H. Sigurgeirsson, en hann er á skipi sem heitir Tai an og er gert út frá Ushuaia, sem er syðsti bær í heimi og er í Argentínu. Skipið sem Eiríkur er á var smíðað í Japan 1981 og veiða þeir fisk sem heitir holi og er unnin í surimi. Hér birtum við myndasyrpu sem Eiríkur sendi okkur og er bæði frá skipinu og eins frá bænum sem gert er út frá. Kokkurinn og hjúkki að grilla Sæljón koma oft inn með trollinu, en talsvert er af þeim í kringum skipið þegar híft er Tato með strákana sína Ushuaia, bærinn sem gert er út frá. Þetta er syðsti bær í heimi og er mjög vinæll viðkomustaður ferðamanna. Á sumrin er straumur skemmtiferðaskipa sem koma við á leið sinni til og frá Suður-heimskautinu, yfir veturinn er mikið af skíðafólki sem kemur til að renna sér. Bærinn Ushuaia © myndir Eiríkur H. Sigurgeirsson 2009 Sendum við Eiríki bestu þakkir fyrir myndirnar. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is