Færslur: 2009 Ágúst

11.08.2009 00:13

Þórhalla BA 144


                       6771. Þórhalla BA 144 © mynd Emil Páll í ágúst 2009

11.08.2009 00:08

Sæborg GK 43


                          1516. Sæborg GK 43 © mynd Emil Páll í júlí 2009

11.08.2009 00:04

Sólbjartur SU 401


                         6550. Sólbjartur SU 401 © mynd Emil Páll í júlí 2009

10.08.2009 01:39

Frá Marokkó

Eins og margir vita eru fjölmargir íslendingar í störfum við Máritaníu, Marokko o.fl. framandi löndum. Hafa nokkrir þeirra sent okkur myndir til birtinga og hér kemur einn sem í viðbót í þann hóp, en af sérstökum ástæðum eru hin réttu nöfn þeirra ekki birt, þó við vitum þau að sjálfsögðu og sendum bestu þakkir fyrir. Hér koma fimm myndir frá einum, sá er staddur við Marokkó, sýna þær m.a.skip sem eru í raun í eigu íslendinga.


                                                              Beta 1


                                                      Henaste


                                               Kristina ex Engey RE


                                            Höfnin í Dakhla í Marokkó


  Roman stýrimaður heldur á Corvina eða captain fish © myndir einn af velunnurum síðunnar.

09.08.2009 15:40

Tíður gestur


   Þessi hollenska skúta Marguerite I hefur verið tíður gestur í Keflavíkurhöfn í sumar og í dag kom hún a.m.k. í þriðja skiptið, en miðað við fánana, þá er hún nú að koma frá Grænlandi. © mynd Emil Páll í ágúst 2009

09.08.2009 00:04

Crown Prinsess og Christina Regina á Akureyri

Þorgeir Baldursson tók þessar myndir af skemmtiferðaskipum sem höfðu samtímis viðdvöl á Akureyri fyrir nokkrum dögum. Aðallega er það annað þeirra Crown Prinsess sem gómaði auga ljósmyndarans, en einnig sést á einni myndanna Christina Regina.


 Hér eru það tveir af farþegum skipsins sem stilla sér upp fyrir ljósmyndarann með Crown Prinsess í baksýn


                   Um 3000 farþegar voru með skipinu að þessu sinni


                   Þetta er ekkert smá skip, enda munu þilförin vera 19 talsins


             Það fer ekkert á milli mála að hér er á ferðinni stórglæsilegt skip


  Skemmtiferðaskipin Christina Regina (t.v.) og Crown Prinsess á Akureyri © myndir Þorgeir Baldursson í ágúst 2009

08.08.2009 00:06

Frá Drangsnesi




                                                  1381. Magnús KE 46


                     Höfnin þeirra á Drangsnesi © myndir Árni Þ. Baldursson í Odda

07.08.2009 23:33

Álsey Ve dregur Júpiter til Akureyrar eftir óhapp á miðunum


                                      2772. Álsey VE 2 © mynd Emil Páll

Júpiter ÞH lenti í morgun í óhappi úti á miðunum og er Álsey VE 2 með hann í togi og eru skipin væntanleg til Akureyrar nú upp úr miðnætti. Um óhappið skrifaði Þorbjörn Víglundsson þetta á síðu sinni, en hann er á Álseynni:
,,Það leiðinlega óhapp henti strákana á Júpiter ÞH þegar þeir voru að taka trollið að annar leiðarinn fór í skrúfuna hjá þeim. Við það varð gríðarlegt högg og var eins og að sprenging hefði orðið í skipinu. Í stuttu máli sagt þá brotnaði gírinn í mask og við það gekk skrúfuöxullinn aftur um 20 sentimetra. Júpiter ÞH er af þessum sökum gjörsamlega úr leik.

  Júpiter ÞH náði þó að koma pokanum á síðuna og var aflanum dælt yfir í okkur og gekk það ágætlega. Eftir að dælingu lauk var farið í að græja skipin undir drátt í land og erum við með stefnuna á Akureyri núna á 8 sml. ferð. Það eru einar 150 sml. til Akureyrar og er áætlað að verða þar um tvö í nótt.
  Þetta er mikið tjón sem hefur orðið á gírnum og segja vélameistarar hér um borð að gírinn sé ónýtur. Skipið þarf að fara í slipp vegna þessa en skrúfan er er gengin aftur og liggur sennilega utan í stýrinu".

 

 

Að sögn Þorgeirs Baldurssonar sem er um borð í Sólbaki á leið út frá Akureyri mættust skipin rétt áðan, en Álsey VE 2 sem Þorbjörn Víglundsson er skipverji á, dregur Júpiter og átti Þorgeir von á að Álsey og Júpiter myndu komu um kl. 00.30 til Akureyrar. Þar sem dimmt var orðið er skipin mættust í Eyjafirði, látum við gamlar myndir af Júpiter og Álsey nægja að þessu sinni, annars hefðu nýjar myndir verið teknar og settar inn á síðuna.


                     2643. Júpiter ÞH 363 © mynd Þorgeir Baldursson

07.08.2009 11:27

Fiskidagurinn á Dalvik 2009


                  FISKIDAGURINN Á DALVIK  ©MYND ÞORGEIR BALDURSON
Samherji hf. býður gesti Fiskidagsins mikla hjartanlega velkomna til Dalvíkur.   Við erum stolt af því að taka þátt í þessari einstöku hátíð og að fá tækifæri til þess að kynna fyrir Íslendingum grunnatvinnuveginn okkar útgerð og fiskvinnslu. Á Dalvík fer fram mikil verðmætasköpun og framleiddar eru fiskafurðir fyrir kröfuhörðustu neytendur. Fyrir einstaka gestrisni Dalvíkinga fá Íslendingar nú að njóta afrakstur vinnu þessa duglega fólks. Ekki síst vonumst við til að efla vitund ungra Íslendinga á því hvað fiskur er góður og hollur. Heimild Samherji.is

07.08.2009 08:15

Steypireyð bjargað til hafs



Um verslunarmannahelgina kom steypireyður upp í fjöru í  Hveravík sem er rétt innan við Drangsnes. Brugðust heimamenn þegar við og hófust björgunaraðgerðir sem enduðu að sjálfsögðu með því að hvalurinn synnti til hafs. Hér birtum við myndir sem Jón Halldórsson, Nonni.123.is á Hólmavík tók af atburðunum og eru af heimasíðu hans.






              Frá björgun steypireyðsins í Hveravík © myndir Jón Halldórsson á Hólmavík

07.08.2009 00:13

Petra SK 18




                             2668. Petra  SK 18 © myndir Þorgeir Baldursson 2009

07.08.2009 00:09

Hrappur SK 121


                  

                       6087. Hrappur SK 121 © myndir Þorgeir Baldursson 2009

07.08.2009 00:04

Bjarmi EA 112




                       2577. Bjarmi EA 112 © myndir Þorgeir Baldursson 2009

06.08.2009 12:59

Mikil breiting: Anton GK 68/Prince Albert KE 8


                                       1764. Anton GK 68 © mynd Emil Páll 2008


                    1764. Prince Albert KE 8 © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Nýverið birtum við mynd af Prince Albert KE 8 og sögðu frá því að hann hefði nýlega verið sjósettur að nýju í Sandgerði, eftir að hafa staðið þar á hafnargarðinum í rúm 3 ár, eða frá því að sett var á hann perustefni og fljótlega eftir það fór útgerð bátsins í þrot. Fyrir skemmstu keyptu nýir aðilar bátinn og hafa endurbyggt á allan máta og er hann nú kominn með Strandveiðileyfi. Sést ef myndirnar eru bornar saman að mikil breiting er á bátnum hvað útlitið varðar.

06.08.2009 11:31

Kruzenshtern


                                                   Kruzenshtern © J. Marechal

Þessi 114 metra langa og 14 metra breiða rússneska skúta var við Garðskaga nú fyrir hádegi á leið til Reykjavíkur undir öllum seglum og því tignarleg. En þar sem við náðum ekki mynd af henni þar, birtum við mynd er sýnir hana er hún var búin að fella seglin.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is