Færslur: 2009 Október15.10.2009 14:07Guðrún Hlín BA 122 / Kolbeinsey BA 1231576. Guðrún Hlín BA 122 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson 1576. Kolbeinsey BA 123 í höfn í Miðvogi í Færeyjum Smíðanr. 63 hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1971. Breytt í frystitogara 1997. Leigt Dagomar í Eistlandi og flaggað því til Eistlands í feb. 1998. Gert út á rækjuveiðar af Nasco hf. Bolungarvík sumarið 1999 og hét þá Heltermaa EK 9901 með heimahöfn í Parno. Kom aftur hingað til lands urnid því nafni 5. des. 1999 og þá til Hafnarfjarðar. Lá síðan árið eftir í Reykjavík og þá var heimahöfn orðin Tallinn. Endurskráð síðan í íslenska skipaskrá það ár. Eftir að Miðvogur eignaðist skipið lá það allan tímann við bryggju í Miðvogi í Færeyjum eða þar til það var dregið til Póllands í júní 2009. Nöfn: Kolbeinsey ÞH 10, Hrafnseyri ÍS 10, Guðrún Hlín BA 122, Heltermaa EK 9901, Kolbeinsey EK 9901, Kolbeinsey BA 123 og nú síðast Laverne með heimahöfn á Kýpur, en í eigu Pólskra aðila. Skrifað af Emil Páli 15.10.2009 09:26Grundfirðingur SH 241202. Grundfirðingur SH 24 © mynd Sigurður Bergþórsson Smíðanr. 18 hjá Stálvík hf. Garðabæ 1972. Lengdur 1973. Yfirbyggður af vélsmiðjunni Herði hf. í Njarðvík við bryggju í Njarðvík 1985. Lengdur aftur 1990. Nöfn: Þorlákur ÁR 5, Brimnes SH 257, Rita NS 13, Hringur GK 18 og Grundfirðingur SH 24. Skrifað af Emil Páli 15.10.2009 09:20Knarrarnes KE 399Knarrarnes KE 399 © mynd Emil Páll Smíðanr. 400 hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1972. Nöfn: Knarrarnes GK 157, Knarrarnes ÍS 99, Knarrarnes GK 99, Knarrarnes EA 399 og Knarrarnes KE 399. Fórst ásamt þremur mönnum, 6 sjóm. N af Garðskaga 12. mars 1988. Skrifað af Emil Páli 15.10.2009 09:10Magnús KE 46 / Jón Forseti1677. Magnús KE 46, í Grófinni í Keflavík © Emil Páll 1999 1677. Jón Forseti, á bryggjunni á Blönduósi © mynd Þorgeir Baldursson 2007 Smíðaður hjá Bátastöð Jóhanns L. Gíslasonar í Hafnarfirði 1980. Afskráður í des. 1994 og átti þá að úreldast, en var á skrá í okt. 1995 og var þá breytt í skemmtibát. Átti að fá nafnið Vitinn GK, þar sem aðili í Sandgerði hafði keypt bátinn. En ekkert varð úr þeim kaupum og þeim rift. Seldur til Færeyja í maí 1997, en fór þangað aldrei, heldur stóð uppi í Grófinni í Keflavík frá okt 1995 og til maí 1999 að hann var kominn á skrá að nýju. Skráður sem vinnubátur frá maí 2003 og síðan nokkrum dögum síðar sem skemmtibátur. Slitnaði upp frá bryggju á Blönduósi 2005 og rak upp í sandfjöru, en tjón varð lítið. Síðan hefur báturinn staðið uppi á bryggjunní á Blönduósi. Nöfn: Kári VE 7, Sætindur HF 63, Valdi RE 48, Pálmi RE 48, Magnús KE 46, Magnús og Jón Forseti. Skrifað af Emil Páli 15.10.2009 08:47Von RE 3 / Finnbjörn ÍS 681857. Von RE 3, í maí 2009 1857. Finnbjörn ÍS 68, í júní 2009 © myndir Emil Páll Smíðaður hjá Kristjáni Guðmundssyni í Stykkishólmi 1987. Nöfn: Már SH 118, Elsa NS 216, Elsa SU 216, Jónas Guðmundsson GK 475, Jóka RE 3, Von RE 3 og Finnbjörn ÍS 68 Skrifað af Emil Páli 15.10.2009 00:00MarokkóÁ degi lambsins 31. desember Á veiðum Á veiðum Á veiðum Bátafloti Bátar að koma inn © myndir Svafar Gestsson Skrifað af Emil Páli 14.10.2009 22:20Hafnarfjörður í dag1610. Ísleifur VE 63 2298. Máni GK 109 ex Kársnes Atlantic Peace BX 786 Ontika © myndir Emil Páll í Hafnarfirði í dag 14. okt. 2009 Skrifað af Emil Páli 14.10.2009 12:50Pálmi BA 30 / Sigurður Pálmason HU 3331016. Pálmi BA 30 © myndir úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson 1016. Sigurður Pálmason HU 333 © mynd Birgir Karlsson Smíðanr. 1 hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 1966. Seldur úr landi til Danmerkur í pottinn fræga 20. feb.1995. Nöfn: Sigurbjörg ÓF 1, Sigurbjörg ÓF 30, Pálmi BA 30, Fylkir NK 102, Sigurður Pálmason HU 333, Erling KE 140 og Keilir GK 140. Skrifað af Emil Páli 14.10.2009 12:33Hrímnir SH 35 / Eleseus BA 3281252. Hrímnir SH 35 © mynd Emil Páll 1252. Eleseus BA 328, á Tálknafirði © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Biddy Villers 1252. Eleseus BA 328 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Sigurður Bergþórsson Smíðanr. 21 hjá Stálvík hf. í Garðabæ 1972. Lengdur og hækkaður í Stykkishólmi 1987. Sökk í Borgarfirði í ágúst 1975, en náð upp aftur. Seldur hæstbjóðanda á nauðungaruppboði í júní 1992. Fyrri eigandi kærði uppboðið til Hæstaréttar, en rétturinn staðfesti uppboðið og sýslumaður Barðastrandarsýslu gaf út afsal 24. sept. 1992 til nýrra eiganda, en þá hafði fyrri eigandi siglt bátnum án leyfis til Njarðvíkur. Í nóv. 1994, var samþykktur úreldingastyrkur á bátinn, en hann ekki notaður. Báturinn er enn í útgerð. Nöfn: Orion RE 44, Húnavík HU 38, Dagur HF 1, Rúna SH 35, Hrímnir SH 35, Eleseus BA 328, Hrönn SH 335, Hrönn BA 335, Bjarni Svein SH 107, Hafberg Grindavík GK 17 og Tálkni BA 64. Skrifað af Emil Páli 14.10.2009 11:52Ísak2201. Ísak ex Litlafell, í Kópavogshöfn © mynd Emil Páll í okt. 2009 Skrifað af Emil Páli 14.10.2009 08:08PatreksfjörðurUm 1980 og ekkert plast © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson © Úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson © Úr Flota Patreksfjarðar, Ágúst G. Atlason Skrifað af Emil Páli 14.10.2009 00:00Las PalmasHafnarröst með heimahöfn í Takoradi í Ghana, í höfn í Las Palmas Las Palmas Las Palmas á Kanarí Rússneska skipið Professor Locacher Falleg skúta Falleg skúta Skrifað af Emil Páli 13.10.2009 23:09Borgin - Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og LauganesSigurður Bergþórsson, sá sami og sett hefur á stofn þrjár heimasíður um skip og báta á Vestfjörðum og fjalla um flota Patreksfjarðar, Bíldudals og Tálknafjarðar, hefur sent okkar þrjár myndir sem hann tók í höfuðborginni fyrir einni viku síðan. Sendum við honum kærar þakkir fyrir þetta og hér sjáum við myndirnar. Borgin 971. Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 2305. Lauganes © myndir Sigurður Bergþórsson í okt. (síðustu viku) 2009 Skrifað af Emil Páli 13.10.2009 16:15Reykjanesbær í dagSegja má að hér hafi verið allt á fullu, mynd þessi var tekin í dag í Keflavíkurhöfn 2500. Árni í Teigi GK 1, kemur til Keflavíkurhafnar i dag 1914. Fylkir KE 102, á leið í Grófina í dag 1894. Sóley, á Stakksfirði, á leið frá Helguvík 1420. Keilir SI 145, kemur til Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll 13. okt. 2009 Skrifað af Emil Páli 13.10.2009 09:16Gissur hvíti SF 55 / Stafnes KE 130964. Gissur hvíti SF 55, kemur til Keflavíkur © mynd Emil Páll 964. Stafnes KE 130, við bryggju í Njarðvík © mynd Emil Páll 2009 Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 994 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060410 Samtals gestir: 50929 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 13:57:41 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is