Færslur: 2011 Desember

28.12.2011 17:20

1153- Viktor

                                  1153- Viktor © mynd þorgeir Baldursson 2011

28.12.2011 15:51

1429 Brá EA 92

                              1429 Brá EA 92 © Mynd þorgeir Baldursson 2011

28.12.2011 15:33

1661 Gullver NS 12

                        Gullver NS12 eftir slipp á Akureyri © Mynd þorgeir Baldursson 2011

27.12.2011 00:16

Haldið til veiða á miðnætti

                Kaldbakur EA 1 hélt til veiða á miðnætti © mynd þorgeir Baldursson 2011

                 Björgúlfur EA 312 hélt lika af stað um miðnættið © mynd þorgeir Baldursson 
Tveir togarar Samherja Hf héldu til veiða á miðnætti Björgúlfur frá Dalvik og Kaldbakur frá Akureyri 
og munu að öllu vera i landi á gamlársdag með hráefni fyrir vinnslurnar strax i fyrstu vinnuviku eftir áramót 

26.12.2011 17:02

Börkur NK 122 Á Eyjafirði eftir slipp

                       Börkur Nk 122 á siglingu á Eyjafirði 2011  © mynd þorgeir 

                 Glæsilegur  Börkur Nk á Eyjafirði © mynd þorgeir 2011 

26.12.2011 12:45

Vetrarmynd frá Akureyri

                                 Gamla brúin yfir Glerá © Mynd þorgeir Baldursson 2011
Svona getur verið fallegt við Glerána snemma dags áður en skyggja fer og sérstaklega þegar snjóað hefur um nóttina eins og gerði aðfara nótt Aðfangadags og er myndin tekin skömmu fyrir hádegi þann dag  

24.12.2011 00:30

Gleðileg Jól

                    Kaldbakur EA 1 og Árbakur EA 5 © Mynd þorgeir Baldursson 
     Siðueigandi óskar öllum þeim fjölmörgu sem að hafa heimsótt siðuna á árinu
 Gleðilegra jóla árs og friðar með þökkum fyrir það liðna Guð blessi ykkur öll
Þorgeir Baldursson

23.12.2011 11:11

Kristina EA 410

                             Kristina EA 410  © Mynd Þorgeir Baldursson 2011

                                      Kristina á Eyjafirði © Mynd þorgeir Baldursson 2011

                                   Kristina © mynd þorgeir Baldursson 2011 

                            komið að Oddeyrarbryggju © Mynd þorgeir Baldursson 2011

                           og lagst að bryggju © mynd þorgeir Baldursson 2011
Uppsjávarveiðiskipið Kristina EA 410 var i prufusiglingu á Eyjafirði á dögunum eftir vélarupptekt 
og þá voru þessar myndir teknar þarna mátti sjá einn af aðalmönnunum afturá Brynjar Arnarsson en sem kunnugt er er hann netamaður islands amk að sögn Siguðar Daviðssonar 

21.12.2011 21:04

Sjómannslif Ljósmyndasýning á Isafirði


                                            Forsiðan á Bókinni

                     Eyþór Jóvinsson höfundur bókarinnar i blóðgun

                                          Vænn steinbitur á linuna 

                                                     Barist um fæðuna 

                                              Súlasker 
       Fyrir nokkrum dögum , föstudaginn 16. Desember opnaði ljósmyndasýningin Sjómannslíf í
Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Sýningin inniheldur ljósmyndir úr
nýútgefni bók Vestfirska forlagsins, sem nefnist Sjómannslíf. Þar má
finna myndir sem Eyþór Jóvinsson hefur tekið seinustu 5 ár á sjónum,
samhliða vinnu sinni sem sjómaður.

Sýningin inniheldur 25 ljósmyndir sem gefur nokkuð góða innsýn inn í
nútíma sjómennsku. Myndir frá veiðum, af daglegu lífi, slysum og öðru
sem gerist um borð. Myndir af náttúru, lífríki og litadýrð hafsins.

Bæði bókin og sýningin eru einstök að því leiti að hér fá menn að
kynnast sjómennskunni með sjónarhorni sjómannsins, þar sem hann reynir
að fanga þá stemmingu sem hann hefur upplifað sem sjómaður.

Eyþór hefur verið á stórum frystitogurum, niður í smá trillum á
grásleppu og allt þar á milli, þannig að bókin spannar vítt og
fjölbreitt svið innan sjómennskunar.

Þetta er fyrsta bók Eyþórs auk þess að vera fyrsta einkasýning hans.
En hann hefur þó tekið þátt í fjölda samsýninga til þessa. Sýningin er
styrkt af Menningarráði Vestfjarða.


--


  Eyþór Jóvinsson
    sími: 865-5695

  Verslunarstjóri - Vestfirzka Verzlunin.
  Ritstjóri - Vestfirska Dagskráin.

20.12.2011 23:48

Nýr Togari á Isafjörð

                                         Isbjörn Is 304 © mynd Jón Páll Ásgeirsson 2011

Hérna má sjá Hið nýja skip þeirra feðga að vestan Isbjörn IS 304 ex Borgin þar sem að hún liggur við Ægisgarð i dag og þá er bara spurnig hvenar hún mun hefja veiðar og hver verður skipstjóri 
hvað finnst ykkur lesendur góðir með litinn á skipinu 

20.12.2011 19:07

Vilhelm Þorsteinsson EA-11 leggur samfélaginu lið

                              Vilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 2010

Áhöfnin á Vihelm Þorsteinssyn EA-11 safnaði hálfri milljón til góðgerðamála fyrir þessi jól sem skiptist milli þriggja aðila þetta árið.

 

300 þúsund til Mæðrastyrksnefndar

100 þúsund til Ljósberans

100 þúsund til annara málefna

 

Viljum við leggja okkar að mörkum til samfélagsis til að sem flestir geti haldið gleðileg jól og notið jólahátiðarinnar sem best.

Mæðrastyrksnefnd og Ljósberinn hafa unnið frábært starf í gengum árin og vitum við að þessir styrkir eiga eftir að koma sér mjög vel fyrir margar fjölskyldur á Eyjafjarðarsvæðinu.


Gleðileg jól og farsælt komandi ár 

Áhöfnin á Vilhelm Þorsteinssyni EA-11

20.12.2011 14:06

Gríðarleg áhrif 27% veiðigjalds á sjávarbyggðir.

20.12.2011


                                           Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 mynd óskar P Friðriksson 2011
Gríðarleg áhrif 27% veiðigjalds á sjávarbyggðir.


Gangi áform stjórnvalda eftir um 27% veiðigjald af vergri framlegð (EBITDA) fiskiskipaflotans munu útgerðir í Vestmannaeyjum greiða 1.245 milljónir króna á ári m.v. fyrirliggjandi forsendur á þessu fiskveiðiári. Þetta má leiða út úr svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Einars Kr Guðfinnssonar alþingismanns. Til þess að setja þessa skattgreiðslu í samhengi við áþreifanlegt dæmi,  þá nemur þessi fjárhæð hátt upp í kaupverðið á  hinum nýja togara Vestmanneyinga,  Þórunni Sveinsdóttir VE 401. Þessi áform stjórnvalda munu hafa mjög alvarleg áhrif á fjárhagslega stöðu fjölmargra sjávarútvegsfyrirtækja og byggðarlög. Viðbúið er að fjöldi fyrirtækja muni neyðast til að hætta rekstri, sameinast arðbærustu fyrirtækjunum eða þau lendi í þroti.  Hér að neðan er listi yfir heimahafnir og  tilgreindar þær fjárhæðir sem viðkomandi útgerðir í viðkomandi byggðarlögum munu koma til með að greiða, gangi þessi áform eftir. Byggðarlögin sem verma efstu sætin eru auk Vestmannaeyja, Reykjavík með um 1.150 milljónir króna, Grindavík greiðir 654 milljónir króna, Akranes 496 milljónir króna, Neskaupstaður 456 milljónir króna og Hornafjörður mun greiða 388 milljónir króna. Listi yfir einstakar hafnir. af www.liu.is

 
Fleiri fréttir á LÍÚ

20.12.2011 09:39

Þór til Eyja

                    Þór og Lóðsinn © mynd Óskar Pétur Friðriksson 2011

                             Þór og þór © mynd óskar Pétur Friðriksson 2011

                     Lóðsinn fylgir Þór til hafnar © mynd Óskar Pétur Friðriksson 2011

           Þór kemur i fyrsta skipti til Eyja © Mynd óskar Pétur Friðriksson 2011

Miðvikudagur 26. október 2011

Þór, nýtt varðskip Íslendinga lagði að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 14:00 í dag við minnismerkið - Skrúfuna fyrir fyrsta varðskipið Þór,sem upphaflega var keypt af Björgunarfélagi Vestmannaeyja 26. mars árið 1920 til björgunarstarfa við Vestmannaeyjar. Skipið varð síðar eða árið 1926 upphafið að stofnun Landhelgisgæslunnar.

Fjöldi fólks var samankominn á Friðarbryggju þegar glæsilegt varðskipið sigldi inn höfnina. Þyrlur Landhelgisgæslunnar  TF-LÍF og TF-GNÁ sveimuðu yfir meðan varðskipið sigldi inn. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar festi landfestar og gekk svo um borð.  Eyjamenn tóku vel á móti nýja skipinu, bæjarbúar fjölmenntu á bryggjuna og skotið var úr fallbyssu á Skansinum, gamla varnarvirkinu í Eyjum þegar Þór sigldi inn innsiglinguna.

Björgunarfélagið í  Vestmannaeyjum liðsinnti Landhelgisgæslunni með ýmsum hætti við komuna og fylgdi Þór, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar nafna sínum til hafnar. Einnig sigldi lóðsinn í Eyjum til móts við varðskipið og sprautaði viðhafnarúða yfir varðskipið Þór áður en siglt var inn í höfnina.

Við komuna bárust varðskipinu fjölmargar veglegar gjafir, m.a. frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja, Bæjarstjórninni, Kvenfélagi björgunarfélagsins Eykyndils, Ísfélaginu og fleirum.

Þór kemur til Reykjavíkur á morgun, fimmtudag og verður tekið á móti varðskipinu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar kl. 14:00. Verður varðskipið opið til sýnis frá kl. 14:30 til 17:00 og eru allir velkomnir um borð.

Þór verður einnig til sýnis á Miðbakka föstudag, laugardag og sunnudag kl. 13:00-17:00. Varðskipið  mun koma víða við um landið á næstu mánuðum þar sem skipið verður til sýnis fyrir alla áhugasama.

Hér eru ýmsar upplýsingar um varðskipið.


19.12.2011 20:18

Flæmski Hatturinn

         Merke á siglingu á Flæmska Hattinum 2011 © Mynd kanadiska standgæslan

                                  Togari á Flæmska © Kanadiska Strandgæslan

17.12.2011 19:29

Bilun i kerfi 123.is

Einhver bilun i netkerfi 123.is sem að veldur þvi að ekkert gengur að koma myndum inná siðuna 
en vonandi kemur skýring á þvi von bráðar frá tæknideildinni hjá þeim hversu alvalegt þetta er 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is