Færslur: 2012 Janúar15.01.2012 21:37Danskir Sjómenn ákæra Greenpeace samtökin Rainbow Warrior © mynd Ólafur Guðnasson 2011 Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace koma fyrir dóm á Helsingjaeyri í Danmörku á morgun fyrir að hafa farið ólöglega um borð í fimm fiskibáta frá Gilleleje á Norðursjálandi. Áður höfðu tíu sjómenn frá bænum verið ákærðir fyrir ólöglegar fiskveiðar á friðuðu hafsvæði í Kattegat. Berlingske greinir frá þessu. Skráðu ferðir bátanna Upphaf málsins má rekja til þess að í mars árið 2010 laumuðust nokkrir aðgerðasinnar í Greenpeace-samtökunum um borð í fiskibátana fimm og komu þar fyrir GPS-sendum. Yfir sumarið fylgdist fólkið með og skráði ferðir fiskibátanna og kom þá í ljós að þeir sigldu margsinnis inn á friðaða svæðið, sem er eina alfriðaða hafsvæði Danmerkur. Gögnin sendi Greenpeace til viðeigandi yfirvalda sem ákærðu bæði forsvarsmenn fiskibátanna fimm og fimm til viðbótar. Þegar hafa fjórir þeirra verið dæmdir til hárra sekta auk þess sem afli var gerður upptækur. Þeir hafa áfrýjað til Landsréttarins og bíður lögreglan niðurstöðu hans áður en hinir verða sendir fyrir dóm. Vörnin fór fram á frávísun á grundvelli þess að gagnanna hefði verið aflað ólöglega en því var vísað frá. Kærðu Greenpeace Sjómennirnir kærðu hins vegar Greenpeace fyrir að hafa komið GPS-sendunum ólöglega fyrir. Og það er málið sem kemur fyrir réttinn á morgun. Fyrir réttinn koma bæði samtökin og fyrirsvarsmaður þeirra sem bar vitni gegn sjómönnunum frá Gilleleje. Sjávarlíffræðingurinn Hanne Lyng Winter frá Greenpeace vonast til að dómurinn taki tillit til tilgangsins enda hafi þeim ekki verið aðrar leiðir færar til að stöðva ásókn sjómannanna á friðað hafsvæði. Þorskurinn í Kattegat sé í útrýmingarhættu og friðunin hafi verið örþrifaráð stjórnvalda. Skrifað af Þorgeir 15.01.2012 12:002600 Fyrir og eftir Breytingu Guðmundur Ve 29 © mynd þorgeir Baldursson 2006 Sturla Einarsson skipstjóri © mynd þorgeir Bald Guðmundur Ve 29 © mynd Þorgeir Baldursson 2010 Hér að ofan má sjá myndir af Guðmundi Ve á siglingu á Eyjafirði fyrir lengingu og á þeirri siðari er skipið á leið til löndunnar á Þórshöfn með um 750 tonn af frostnum afurðum skipstjóri er sem fyrr Sturla Einarsson Skrifað af Þorgeir 14.01.2012 22:04Vörður EA 748 landar i heimahöfn Vörður EA Kemur ti heimahafnar á Grenivik i morgun © mynd þorgeir Baldursson 2012 Raggi kastar springnum i land © mynd þorgeir Baldursson 2012 Landgangurinn Græjaður © mynd Þorgeir Baldursson 2012 löndun hafin © mynd þorgeir Baldursson 2012 Uppistaðan þorskur af Austfjarðamiðum © mynd þorgeir Baldursson 2012 Smá trollfix meðan landað er © mynd Þorgeir Baldursson 2012 Vörður EA 748 við Bryggju á Grenivik i morgun © Mynd þorgeir Baldursson 2012 Togbáturinn Vörður EA 748 kom i annað sinn til heimahafnar á Grenivik um kl 10 i morgun með góðan afla af Austfjarðamiðum alls um 40 tonn eftir um einn og hálfan sólahring á veiðum uppistaða aflans var þorskur sem að verður unnin i fyrstihúsinu á staðnum en eigandi Varðar EA er útgerðarfélagið Gjögur H/F sem að á uppsjávarveiðiskipið Hákon EA 148 og munu þeir einnig sjá um rekstur frystihússins ásamt heimamönnum ATH fleiri myndir eru i albúmi hér efst á siðunni undir nafni Bátsins Skrifað af Þorgeir 12.01.2012 17:41Nýr/gamall bátur i flota Visis i Grindavik Mynd af Fb siðu skipasmiðjunnar i Njarðvik Sævík GK 257 á hann að heita nýr bátur í flota Vísis hf í Grindavík Báturinn var tekinn upp i skipasmiðastöina i Njarðvik i dag og að sögn Kjartans Viðarssonar útgerðarstjóra hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um það hvernig skipinu verður breytt að svo komnu máli skipið hét upphaflega Skarðsvik SH,Skarðsvik AK ,Ásborg EA ,Arney KE, Steinunn SF, og Hafursey VE Skrifað af Þorgeir 12.01.2012 09:59Leki að smábát fyrir vestan 6571-Isbjörg RE 11 © Mynd Guðmundur St Valdimarsson 2009 Björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði kom með smábát í togi til Ísafjarðar laust eftir kl. 8 í morgun, en leki kom að bátnum í Ísafjarðardjúpi. Björgunarmenn á Gunnari voru með dælur um borð sem náðu að tæma allan sjó úr bátnum. Björgunarskipið var kallað út á sjötta tímanum í morgun þegar tilkynnt var um lekan bát rétt fyrir sunnan Ritinn í Ísafjarðardjúpi. Björgunarskipið lét úr höfn nokkrum mínútum eftir að útkall barst en þá þegar voru tveir nærstaddir bátar komnir til aðstoðar hinum leka báti. Farið var með dælu á staðinn og gekk vel að tæma hann. Að því loknu tók björgunarskipið bátinn í tog og er nú að sigla með hann til hafnar. Í Ísafjarðardjúpi er nú fínasta veður, stjörnubjart og suðaustan andvari. Heimild www.bb.is Skrifað af Þorgeir 11.01.2012 19:53Vetrarmyndir af sjó Vetrarmyndir á sjó © mynd Velunnari siðunnar Smá krapabelti á sjó © Mynd Velunnari Siðunnar Fremur kuldalegt © mynd Velunnari siðunnar Allt hvitt © mynd Velunnari siðunnar Það er búinn að fremur kalt og hráslagalegt undafarið á miðunum eins og þessrar myndir bera með sér en aflabrögð hafa samt verið með skásta móti þótt að oft hafi blásið hressilega á móti að minnsta kosti hjá togurum fyrir vestan Skrifað af Þorgeir 09.01.2012 16:27myndbirtingar án heimildar Mynd af Sögu K Birt i óleyfi á siðu Emil Páls © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Að minnsta kosti er allt i lagi að geta heimilda á vef fiskifrétta er myndin merkt viðkomandi ljósmyndara og hérna koma höfundaréttarlögin ATH www.myndstef.is Höfundaréttur er virkur án sérstakrar skráningar eða merkingar. Hins vegar er mikilvægt að þeir sem eiga höfundarétt geri notendum grein fyrir skilyrðum sem gilda um not verka með því að nota áminningu um höfundarétt. Þetta á ekki síst við um verk sem birt eru á netinu því mörgum er ókunnugt um hvaða reglur gilda þar. |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is