Færslur: 2012 Janúar

15.01.2012 21:37

Danskir Sjómenn ákæra Greenpeace samtökin

                         Rainbow Warrior © mynd Ólafur Guðnasson  2011

Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace koma fyrir dóm á Helsingjaeyri í Danmörku á morgun fyrir að hafa farið ólöglega um borð í fimm fiskibáta frá Gilleleje á Norðursjálandi. Áður höfðu tíu sjómenn frá bænum verið ákærðir fyrir ólöglegar fiskveiðar á friðuðu hafsvæði í Kattegat. Berlingske greinir frá þessu.

Skráðu ferðir bátanna

Upphaf málsins má rekja til þess að í mars árið 2010 laumuðust nokkrir aðgerðasinnar í Greenpeace-samtökunum um borð í fiskibátana fimm og komu þar fyrir GPS-sendum. Yfir sumarið fylgdist fólkið með og skráði ferðir fiskibátanna og kom þá í ljós að þeir sigldu margsinnis inn á friðaða svæðið, sem er eina alfriðaða hafsvæði Danmerkur.

Gögnin sendi Greenpeace til viðeigandi yfirvalda sem ákærðu bæði forsvarsmenn fiskibátanna fimm og fimm til viðbótar. Þegar hafa fjórir þeirra verið dæmdir til hárra sekta auk þess sem afli var gerður upptækur. Þeir hafa áfrýjað til Landsréttarins og bíður lögreglan niðurstöðu hans áður en hinir verða sendir fyrir dóm. Vörnin fór fram á frávísun á grundvelli þess að gagnanna hefði verið aflað ólöglega en því var vísað frá.

Kærðu Greenpeace

Sjómennirnir kærðu hins vegar Greenpeace fyrir að hafa komið GPS-sendunum ólöglega fyrir. Og það er málið sem kemur fyrir réttinn á morgun. Fyrir réttinn koma bæði samtökin og fyrirsvarsmaður þeirra sem bar vitni gegn sjómönnunum frá Gilleleje.

Sjávarlíffræðingurinn Hanne Lyng Winter frá Greenpeace vonast til að dómurinn taki tillit til tilgangsins enda hafi þeim ekki verið aðrar leiðir færar til að stöðva ásókn sjómannanna á friðað hafsvæði. Þorskurinn í Kattegat sé í útrýmingarhættu og friðunin hafi verið örþrifaráð stjórnvalda.


15.01.2012 12:00

2600 Fyrir og eftir Breytingu

                             Guðmundur Ve 29 © mynd þorgeir Baldursson 2006

            Sturla Einarsson skipstjóri © mynd þorgeir Bald

                             Guðmundur Ve 29 © mynd Þorgeir Baldursson 2010
Hér að ofan má sjá myndir af Guðmundi Ve á siglingu á Eyjafirði fyrir lengingu og á þeirri siðari 
er skipið á leið til löndunnar á Þórshöfn með um 750 tonn af frostnum afurðum skipstjóri er sem 
 fyrr Sturla Einarsson 

14.01.2012 22:04

Vörður EA 748 landar i heimahöfn

          Vörður EA Kemur ti heimahafnar á Grenivik i morgun © mynd þorgeir Baldursson 2012

                    Raggi kastar springnum i land © mynd þorgeir Baldursson 2012

                     Landgangurinn Græjaður © mynd Þorgeir Baldursson 2012

                             löndun hafin © mynd þorgeir  Baldursson 2012

                Uppistaðan þorskur af Austfjarðamiðum © mynd þorgeir Baldursson 2012

                    Smá trollfix meðan landað er © mynd Þorgeir Baldursson 2012

            Vörður EA 748 við Bryggju á Grenivik i morgun © Mynd þorgeir Baldursson 2012

Togbáturinn Vörður EA 748 kom i annað sinn til heimahafnar á Grenivik um kl 10 i morgun með góðan afla af Austfjarðamiðum alls um 40 tonn eftir um einn og hálfan sólahring á veiðum uppistaða aflans var þorskur sem að verður unnin i fyrstihúsinu á staðnum en eigandi Varðar EA 
er útgerðarfélagið Gjögur  H/F sem að á uppsjávarveiðiskipið Hákon EA 148 og munu þeir einnig sjá um rekstur frystihússins ásamt heimamönnum ATH  fleiri myndir eru i albúmi hér efst á siðunni undir nafni Bátsins 

12.01.2012 17:41

Nýr/gamall bátur i flota Visis i Grindavik

      Mynd af Fb siðu skipasmiðjunnar i Njarðvik
Sævík GK 257 á hann að heita nýr bátur í flota Vísis hf í Grindavík 
Báturinn var tekinn upp i skipasmiðastöina i Njarðvik i dag og að sögn Kjartans Viðarssonar útgerðarstjóra 
hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um það hvernig skipinu verður breytt að svo komnu máli 
skipið hét upphaflega Skarðsvik SH,Skarðsvik AK ,Ásborg EA ,Arney KE, Steinunn SF, og Hafursey VE

12.01.2012 09:59

Leki að smábát fyrir vestan

                  6571-Isbjörg RE 11 © Mynd Guðmundur St Valdimarsson 2009

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði kom með smábát í togi til Ísafjarðar laust eftir kl. 8 í morgun, en leki kom að bátnum í Ísafjarðardjúpi. Björgunarmenn á Gunnari voru með dælur um borð sem náðu að tæma allan sjó úr bátnum.

Björgunarskipið var kallað út á sjötta tímanum í morgun þegar tilkynnt var um lekan bát rétt fyrir sunnan Ritinn í Ísafjarðardjúpi. Björgunarskipið lét úr höfn nokkrum mínútum eftir að útkall barst en þá þegar voru tveir nærstaddir bátar komnir til aðstoðar hinum leka báti. Farið var með dælu á staðinn og gekk vel að tæma hann. Að því loknu tók björgunarskipið bátinn í tog og er nú að sigla með hann til hafnar. Í Ísafjarðardjúpi er nú fínasta veður, stjörnubjart og suðaustan andvari. Heimild www.bb.is 

11.01.2012 19:53

Vetrarmyndir af sjó

                                   Vetrarmyndir á sjó © mynd Velunnari siðunnar 

                                          Smá krapabelti á sjó © Mynd Velunnari Siðunnar

                                        Fremur kuldalegt © mynd Velunnari siðunnar

                                        Allt hvitt © mynd Velunnari siðunnar 
Það er búinn að  fremur kalt og hráslagalegt undafarið á miðunum eins og þessrar myndir bera með sér en aflabrögð hafa samt verið með skásta móti þótt að oft hafi blásið hressilega á móti að minnsta kosti hjá togurum fyrir vestan 

09.01.2012 16:27

myndbirtingar án heimildar

                         Mynd af Sögu K Birt i óleyfi á siðu Emil Páls © Mynd þorgeir Baldursson 2011

  Að minnsta kosti er allt i lagi að geta heimilda á vef fiskifrétta er myndin merkt viðkomandi ljósmyndara og hérna koma höfundaréttarlögin 
                                           
                                                     ATH  www.myndstef.is

Höfundaréttur er virkur án sérstakrar skráningar eða merkingar. Hins vegar er mikilvægt að þeir sem eiga höfundarétt geri notendum grein fyrir skilyrðum sem gilda um not verka með því að nota áminningu um höfundarétt. Þetta á ekki síst við um verk sem birt eru á netinu því mörgum er ókunnugt um hvaða reglur gilda þar.
Verk, sem birt eru á netinu, er einungis heimilt að lesa af skjá samkvæmt höfundalögum. Útprentun, geymsla, áframsending eða önnur notkun efnisins er því óheimil nema til komi ótvírætt samþykki rétthafa eða sérstök lagaheimild. Þeim fjölgar stöðugt sem prenta út af netinu greinar úr dagblöðum eða fræðitímaritum (án þess að gera sér grein fyrir því að slíkt sé ólöglegt) í stað þess að ljósrita af pappírsútgáfum sömu rita. Til þess að Fjölís geti með samningum sínum tryggt að rétthafar fái endurgjald fyrir slíka fjölföldun verka, sem eru aðgengileg öllum á netinu, er æskilegt að rétthafarnir merki slík verk með tillögu Fjölís að áminningu um höfundarétt.





09.01.2012 14:18

Ný þyrla til Landhelgisgæslunnar

             Nýja þyrlan af vef mbl.is

Ákveðið hefur verið að taka tilboði Knut Axel Ugland Holding AS um leigu á þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu tegundar og björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LIF og TF-GNA. Leiguþyrlan mun leysa af TF-LIF sem flýgur til Noregs 14. janúar nk. þar sem hún mun í fyrsta sinn fara í gegnum umfangsmikla G-skoðun. Áætlað er að skoðuninni ljúki 23. mars. 

Verður leiguþyrlan afhent Landhelgisgæslunni um mánaðarmótin janúar-febrúar. Til að þyrlan uppfylli öll skilyrði útboðsgagna til björgunarþyrlu þarf að gera á henni smávægilegar breytingar sem verða framkvæmdar annaðhvort í Noregi eða á Íslandi.

Starfsmenn á vegum LHG hafa verið í Noregi undarfarna daga þar sem unnið er að lokafrágangi fyrir samningsgerð ásamt því að undirbúa skráningarferli hjá íslenskum flugmálayfirvöldum sem getur tekið nokkurn tíma en vonast er til að þyrlan verði tilbúin til notkunar um eða uppúr miðjan febrúar.

Opnun tilboða vegna tímabundinnar leigu á þyrlu til Landhelgisgæslunnar fór fram þann 19. desember hjá Ríkiskaupum.  Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Knut Axel Ugland Holding AS og frávikstilboð um leigu á Dauphin AS365N - TF-HDU sem er í eigu Norðurflugs ehf. Í útboðsgögnum var gerð krafa um þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma og er tilboðið frá Norðurflugi frávik þar sem þyrlan sem þeir buðu fram er af gerðinni Dauphin.  

TF-LIF Aerospatiale Super Puma AS-332 L1 getur tekið fimm í áhöfn og allt að tuttugu farþega, flugþol hennar eru fimm klukkustundir og hámarkshraði er 270 km/klst. Hámarks flugdrægni er 625 sjómílur. TF-GNA, einnig Aerospatiale Super Puma AS-332 L1 er systurþyrla, TF-LIF og getur tekið fimm manna áhöfn og svipaðan fjölda farþega, flugþol hennar er 4:45 klukkustundir og hámarkshraði 270 km/-  klst. Hámarks flugdrægni er 570 sjómílur. Þyrla Knut Axel Ugland Holding AS er sambærileg í getu og núverandi þyrlur Landhelgisgæslunnar.af vef mbl.is


08.01.2012 20:18

Saga K sjósetning og fleira

                      Saga K sjósett á Akureyri © Mynd þorgeir 

                   Tveir Öflugir kranar sjósettu bátinn  © mynd þorgeir Baldursson 2011

               Saga K á siglingu skömmu fyrir brottför © mynd þorgeir Baldursson 2011

                              Á fullri ferð © mynd þorgeir Baldursson 2011

                    Séð aftan á bátinn © mynd þorgeir Baldursson 2011

                          Komið að bryggju eftir prófanir © mynd þorgeir Baldursson 2011

                Tækjapakki frá Sónar er i bátnum © mynd þorgeir Baldursson 2011

                                Linuspil frá Beitir © Mynd þorgeir Baldursson 2011

                         Linukerfið er  Mustad frá Sjóvélum mynd þorgeir Baldursson 2011

                  kælisnigll frá 3x technology er bátnum © Mynd þorgeir Baldursson

                           Vélbúnaður frá Marás Ehf © mynd þorgeir Baldursson 2011

                             Eldhús og Borðsalur © Mynd þorgeir Baldursson 2011

                                 BB megin  i brúnni © Mynd þorgeir Baldursson 2011

         Helgi Sigvaldason skipstjóri i brúnni á Sögu K © mynd þorgeir Baldursson 2011

                         Sævar Ásgeirsson skipstjóri © mynd þorgeir Baldursson

                   Kör frá Sæplast eru um borð Sögu K © Mynd þorgeir Baldursson 2011

                          Lestin er stór og rúmgóð © mynd þorgeir Baldursson 2011

            Aðbúnaður áhafnarinnar er með besta móti © mynd þorgeir Baldursson 2011

                Áhöfnin á Sögu K skömmu fyrir brottför © mynd þorgeir Baldursson 2011

                         Landfestum sleppt og lagt i hann © mynd þorgeir Baldursson 2011

                       Allt klárt fyrir siglinguna til Noregs © mynd þorgeir Baldursson 2011
 I lok siðasta árs 2011 afhennti bátasmiðjan Seigla stæðsta plastbát sem að smiðaður hefur verið á islandi og fékk hann nafnið Saga K T-7-T og mun  báturinn verða gerður út frá Tromsö i Noregi 
Báturinn  er stærsti plastfiskibátur sem smíðaður hefur verið á Íslandi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Saga K er smíðuð fyrir útgerðarfélagið Eskøy AS í Tromsø í Noregi en Íslendingar standa að því félagi. Saga K er 15 metra langur bátur og flokkast því sem smábátur í norska kerfinu. Skráð lengd er nánar tiltekið 14,98 metrar og skráð breidd er 5,70 metrar. Mesta lengd, frá trjónu framan á og með kassa að aftan, er hins vegar yfir 18 metrar og mesta breidd er 5,80 metrar. Hæðin er mikil á bátnum, um 8 metrar, enda er hann þriggja þilfara. Þess má geta til samanburðar að mesta hæð á 15 tonna plastfiskibátum hér á landi er um 5 metrar. Brúttótonn skipta ekki miklu máli í norska kerfinu en báturinn mældist um 50 brúttótonn væri hann skráður hér á landi. Á fyrsta þilfari í Saga K eru vélarrúm, fiskilest og fjórir tveggja manna klefar. Á öðru þilfari eru vinnsludekk með aðgerðarlínu, dráttarrými, línuspili, beitningarvél og línurekkum. Þar er einnig setustofa, eldhús, borðsalur, þvottahús, baðherbergi með sturtu og geymslur. Á þriðja þilfari eru stýrishúsið, skorsteinshús og loftinntak fyrir utan opið rými. Í stýrishúsi er fullkominn tækjabúnaður. Í Saga K er 911 hestafla Yanmarvél og getur báturinn náð um 12 mílna hraða á klukkustund. Fjöldi aðila kom að smíði Saga K eða útveguði tæki og búnað. Yanmar vélbúnaður og fleira kemur frá Marási ehf., tæki í brú koma frá Sónar ehf., krapavélin er frá Kælingu ehf., vinnslubúnaður er frá 3X Technology ehf., Mustad beitningarvél og línubúnaður er frá Sjóvélum ehf. Rafeyri ehf. á Akureyri annaðist raflagnir og fleira. að lokum má geta þess að báturinn hefur landað einu sinni rúmum 12 ,5 tonnum en um borð eru tvö rekkabúnt með um 18000 krókum hvort sem að gera 38,5oo króka samtals siðustu fréttir voru að allt gengi vel hjá þeim 







08.01.2012 13:39

Þokkalegur gangur i loðnuveiðum

                Loðna um borð i Lundey NS 14 i dag © Mynd Börkur Kjartansson 8 jan 2012

                                   Lundey NS 14 © Mynd þorgeir Baldursson 2011
Lundey NS 14 kom til Vopnafjarðar um hádegsbilið i dag með um 1100 tonn eftir stuttan tima á veiðum þetta er annar túrinn sem að skipið gerir siða loðnuveiðar hófust i siðustu viku og ekki hægt að segja annað en að vertiðin fari þokkalega  af stað þvi að Faxi RE landaði lika á Vopnafirði i gær um 1000 tonnum Heimasiða Lundeyjar www.123.is/lundey og svo Facebook siður skipanna 

07.01.2012 13:09

Plastbátar

                                      5893  Von EA 38 © mynd þorgeir 2011

                                 2328 Manni ÞH 88 © mynd þorgeir Baldursson

                           2765- Akraberg AK 65 © Mynd Þorgeir Baldursson 

                             2499- Kolbeinsey EA 352 © mynd þorgeir Baldursson

                               6031-Tribrá  EA 199  © Mynd þorgeir Baldursson 

                                 1852- Ramóna IS 840 © mynd þorgeir Baldursson 

                2705 Sæþór EA 101 OG 2507 Arnþór EA102 © mynd þorgeir Baldursson
Smá Yfirsýn yfir þá plastbáta sem að er búið að mynda og næstu dag mun koma meira þessu tengt ásamt öðruefni i bland. Er annas litið fyrir yfirlýsingar um efni siðunna nema að mér þyki keyra um þverbak eins og stundum kemur fram á ákveðinni siðu nánar i lok dags 

05.01.2012 17:57

Fyrsta loðna vertiðarinnar Lundey NS 14 til Vopnafjarðar

                          155 Lundey NS 14 © Mynd ÞORGEIR  BALDURSSON 2011
Uppsjávar veiðiskip Granda Lundey NS 14 kom með fyrsta loðnufarm þessarar vertiðar til Vopnafjarðar um hádegisbil i dag aflinn var um 900 tonn sem að veiddist i þremur hölum 
fyrsta var um 100 tonn næsta var 350 og siðasta var 470 tonn og var talning 46-50 stykki per kg

04.01.2012 22:46

Nokkrir Eikarbátar úr myndasafninu

                     Aggi afi EA 399 

                       Svanborg ve 52

                                              Þingey ÞH 51 

                                             Baldur VE 24 

                                             Gullborg VE 38

                                                     Viðar þh 17 

                                       Faldur Hvalaskoðunnarbátur 

                                                  Hinni ÞH  70

                                                 Aron ÞH 105

                                                Hrönn BA 99 

                                                 Jón Júli BA 157

                                           Snorri Hvalaskoðunnarbátur

                                                         Eyrún EA  

                                                      Gói ÞH 25

                                                         Húni 2 
 
                                        Haffari  sjóstangveiðibátur

                                                   Trausti EA 98 

                                             Sylvia Hvalaskoðunnarbátur

                                              Heiddi frændi EA 244 
Nokkrir eikarbátar úr myndasafninu sumir i drift ennþá en aðrir komnir á höggstokkin  og enn aðrir sem að ekki er vitað hvað á að gera við en allt eiga þeir sameginlegt að eikarliturinn fer þessum bátum lang best allveg sama hvort að þeir eru málaði Bláir Rauðir eða Gráir Þá fyrst verða þeir forljótir 

03.01.2012 23:38

Kristina heldur til loðnuleitar

                                 Kristina EA 410 © mynd þorgeir Baldursson 2011
Áleiðis á loðnumiðin til loðnuleitar frá Akureyri ásamt 14 öðrum skipum vonandi finnst eitthvað fljótlega svo að vertiðin komist i gang af fullum krafti ekki veitir af fyrir rikiskassann 

02.01.2012 15:45

Nýtt Stramberg 2013


Slik blir nye Straumberg

Dette er nye Straumberg som i 2013 skal erstatter den gamle sliteren fra 1979.

Nye Straumberg leveres i 2013

Foto: Skipskompetanse AS
  • Tekst:
  • Standard tekst
  • Standard tekst
  • Standard tekst

Larsnes Mek Verksted har signert kontrakt med Straumberg AS ved Øystein Hanssen og skal bygge nye Straumberg som får deres bygg nr 51.

Halvannet års bygging
Fartøyet skal overleveres til sommeren 2013 og skal avløse dagens Straumberg som ble bygget i 1979.

Fartøyet et designet og utviklet av Skipskompetanse i Måløy som skal levere komplett pakke med beregninger og tegninger. Prosjektet har blitt til som resultat av et samarbeid med reder, verft og megler. Megler, Maritime Competence Ltd, har også vært sentral i forhold til arbeid med finansiering og forhandlinger med verft.

Fleksibelt design
Straumberg er et moderne og fleksibelt design med Skipskompetanse sin typebetegnelse SK-3100V. Fartøyet får en lengde på 46,5m, bredde på 12,0m og er rigget for not, pelagisk trål og bunntrål, og utstyres med topp moderne utstyr.

Det er lagt stor vekt på god driftsøkonomi ved utviklingen av designet og skroget skal testes i modelltank for endelig optimalisering. Framdriftsanlegget blir av diesel-mekanisk type med akselgenerator / booster-motor og opsjon på diesel-elektrisk drift (hybrid).

Seks RSW-tanker
Fartøyet er utstyrt med seks RSW-tanker hvorav tre forberedes til fremtidige kombinerte fryserom. Fartøyet får en total RSW-kapasitet på 650m3. Videre får det to notbinger, trålarrangement med stor tråltrommel samt trommel for reservetrål. Kombivinsjer for trål og not blir plassert under bakk.

Vakuum-anlegg arrangeres med sug fra not og fra trål over hekk og på hoveddekk blir det arrangement for sløying av sei.

Innredning blir arrangert for 12 personer i ni lugarer og inneholder blant annet trimrom, stor messe / dagrom, våt og tørr garderobe samt kastemesse på båtdekk.

Opprettet 28.12.2011 10:44. Sist oppdatert 28.12.2011 10:44


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is