Færslur: 2014 Janúar

28.01.2014 08:08

Spáir 30% fækkun skipa á bolfiskveiðum

                      komið til löndunnar á Húsavik ©mynd þorgeir

          Fjölnir SU 57 Kemur til Húsavikur  © mynd Þorgeir

 

„Við fengum 20% verðfall á allar afurðir í upphafi síðasta ár eins og aðrir og ég held að bolfiskfyrirtækin hafi ekki klárað að vinna úr því á árinu. Menn voru almennt með slakari afkomu í bolfiski í fyrra en árið áður. Staðan nú er heldur betri enda menn að laga til hjá sér og hagræða. Ég held að afleiðingin af lægra afurðaverði, sérstaka veiðigjaldinu og tækniframförum veiða og vinnslu síðustu ára verði að um verulega samþjöppun verður að ræða. Það er búið að leggja það miklar álögur á greinina að hún getur ekki haldið áfram óbreytt. Einhverjir verða tilneyddir til að hætta, eins og reyndar alltaf hefur verið, en mesti skaðinn yrði sá ef menn missa áhugann á því að stunda útgerðina og hætti því einfaldlega af þeim sökum. Það sé ekki lengur þess virði að standa í þessu þegar allt sem er búið til verði af þeim tekið,“ segir Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík í samtali við kvotinn.is

„Ég held reyndar að við séum með um 30% of mörg skip í bolfiski á miðunum og sé því fyrir mér þriðjungsfækkun á næstu þremur árum eða svo. Það eru mjög mörg skip, sem eru ekki nýtt að fullu og ljóst að menn verða annaðhvort að sameinast um rekstur eða sameina fyrirtæki. Hagræðingin snýst ekki endilega um það hver stór fyrirtækin eru, hvort þau eru með 5% eða 10% kvótans.  Hún snýst um það að þau skip, sem eru í útgerð hafi næg verkefni allt árið um kring og þau fiskhús sem áfram verða í rekstri hafi nægt hráefni allt árið. Það er eina leiðin til að hægt sé að byggja upp þokkalegt  markaðsstarf. Í framhaldinu er síðan  hægt að vinna úr öllu sem til fellur með einhverjum skipulegum hætti. Við erum í dag með mjög mörg skip, sem eru ekki nýtt nema hluta úr viku allan ársins hring og eða lagt vikum saman yfir sumarið. Í mörgum tilfellum er samsetning á kvóta bátanna þannig að þeir geta ekki verið að allt árið. Því verður þróunin þannig að á sjó verða aðeins skip sem hafa heimildir sem duga allt árið,“ segir Pétur.
En hvernig gengur þeim ‚ nýta sína báta, sem eru fimm og allir á línu?
„Við gerum reyndar okkar báta út meira og minna allt árið, en við erum kannski of stóran hluta þess að veiða fisk, sem er ekki mjög arðbær. Við erum erum mikið í keilu og löngu og ég tel að gengið sé nokkuð nærri þessum stofnum. Þetta eru þó helstu stofnarnir sem við bjóðum útlendingum að veiða úr, það er Norðmönnum og Færeyingum.  Veiði á keilu er eins og akuryrkja. Það er hægt að nýta svæðin með ákveðnu millibili og Færeyingar og Norðmenn vita hvernig við högum okkur og eru búnir að „yrkja“ svæðin áður en við komum á þau. Ég myndi ekkert gráta það þó Norðmenn færu héðan út og í raun og veru eigum við bara að semja við Norðmenn um gagnkvæmar veiðiheimildir, þorsk í Barentshafi fyrir þorsk á Íslandsmiðum. Af hverju á línuútgerðin að gjalda fyrir það að togarar héðan séu að sækja þorsk í Barentshafið. Það gildir annað um Færeyinga, því við erum ekki með bolfiskveiðiheimildir á móti hjá þeim og allir vilja gjarnan rétta þeim hjálparhönd þegar illa stendur á fyrir þeim. Mér finnst einfaldlega rangt að veita þeim leyfi til veiða úr þessum stofnum sem eru þeir sem eru hvað veikastir á Íslandsmiðum auk þess að þeir eru það smáir að þeir þola ekki mikla sókn. Svo er það að auki mjög athugunarvert að bæði Norðmenn og Færeyingar undirbjóða okkur alveg stöðugt á mörkuðum fyrir þessar fisktegundir. Þeir bjóða saltfisk úr keilu og löngu á það lágu verði að það setur okkur í verulegan vanda.
Við teljum, að þó skipin okkar séu að meira og minna allt árið, getum við veitt miklu meira á þau með því að beina þeim í þorsk, hætta að forðast hann og fara að veiða hann.  Gætum við breytt sóknarmynstrinu þannig, gæti það alveg leitt til um 20% aflaukningar. Við eigum að geta tekið rúmlega 4.000 tonn á þessi stóru línuskip á ári. Við myndum þannig treysta okkur til að taka 20.000 tonn á okkar fimm báta, en erum að veiða 17.000 tonn. Væru svona bátar í þorski allt árið og stoppuðu aldrei gæti hámarksveiði hjá þeim verið um 5.000 tonn.“
Pétur sér því fyrir sér að miðað við aðstæður séu eins og nú, muni skipunum fækka enn meira en er í dag.
„Ísfiskskipunum mun fækka og þau verða öflugri og smábátaflotinn getur tekið sínar heimildir á helmingi færri báta en nú er gert. Ég er nokkuð viss um að þessi tilfærsla er byrjuð. Auðvitað ýtir veiðileyfagjaldið undir þessa þróun, en burt séð frá því eiga menn alltaf að leita mestu hagræðingar, sem náð verður. Menn komast í raun ekkert upp með annað og það ætti ekki að þurfa auknar álögur til að ýta mönnum út í hagræðinguna,“ segir Pétur.
En er ekki eðlilegt að útgerðin greiði til samfélagsins fyrir aðganginn að auðlindinni?
„Það finnst öllum sjálfsagt að menn borgi meiri skatta í þessari atvinnugrein en öðrum. Menn geta haft hvaða skoðun sem er á því hvað er best í þeim efnum fyrir þjóðina í heild. Um það er orðin sæmileg sátt svo lengi sem skattheimtan sé hófleg. Þeim mun hærra sem farið er í skattheimtunni falla fleiri fyrir borð. Á síðustu 20 árum er búið að taka þriðjung af þorskveiðiheimildum aflamarksskipanna og dreifa þeim annað, þannig að miklu fleiri eru að taka fiskinn en þörf er á. Þróunin í uppsjávarfiskinum hefur verið þveröfug. Þar hafa menn safnast saman í nokkrar öflugar einingar og afkoma þeirra er fyrir vikið mun betri en bolfiskfyrirtækjanna.  Þau eru því færari um að taka á sig auknar álögur en við sem erum í bolfiskinum, þó í raun eigi jafnt yfir alla að ganga.
Það má líka deila um það hvernig skattheimtunni skuli háttað. Hvort taka eigi skatt af framlegð, eftir fisktegundum, eða ákveða fasta tölu eða einfaldlega ákveðna prósentu af hagnaði hvers og eins. Ég sé ekki fyrir mér að stjórnvöld láti skuldsett félög fara á hausinn vegna gjaldanna. Þá þarf að koma einhver vörn gagnvart skuldapakkanum og þá er í raun verið að gera það sama og ef farið er í gegnum efnahagsreikninginn og hagnaðurinn skattlagður. Þess vegna væri að mínu mati besta aðferðin að greitt væri fast gjald fyrir veiðiheimildirnar samkvæmt framlegð hverrar tegundar á hverjum tíma og síðan ákveðið fast hlutfall af hagnaðinum. Þannig leiðir fjárfesting í skipum og vinnslubúnaði til lægri gjalda og virkaði því hvetjandi til fjárfestingar en er ekki stöðvuð fyrirfram. Það er löngu orðin veruleg þörf á endurnýjun í bolfiskveiðum.“ segir Pétur Pálsson. Heimild Kvotinn.is

 

 

22.01.2014 12:33

Árni Friðriksson RE 200

       Árni Friðriksson RE 200 © Mynd Þorgeir Baldursson 2014

Skip Hafrannsóknarstofnunnar Árni Friðriksson RE 200 

kom til Akureyrar i morgun og mun  verða hérna framyfir helgi 

að sögn starfsmanns hafnarinnar 

                 Vestlandia  © mynd þorgeir Baldursson 2014

        Maron Björnsson gengur frá borði mynd Þorgeir 2014

Vestlandia kom með afurðir fyrir Laxá og mun enda i Sandgerði 

og taka þar Refafóður 

21.01.2014 08:48

Bræla á loðnumiðunum og litið að sjá

          Bræla Á loðnumiðunum og litið að sjá ©mynd þorgeir 

Lítil loðnuveiði hefur verið síðustu daga og að sögn Arnþórs Hjörleifssonar, skipstjóra á Lundey NS, hefur tíðarfarið verið slæmt. Lundey var djúpt austur af Vopnafirði er rætt var við Arnþór á vef HB Granda í gær en skipið fór til veiða sl. föstudag.

,,Það er ekkert veiðiveður núna, skítabræla og við gerum ekki annað en að halda sjó. Vindurinn hefur reyndar heldur gengið niður en það er mikil kvika. Hugsanlega væri hægt að trolla en það hefur lítið upp á sig á meðan ekkert verður vart við loðnu,“ sagði Arnþór.

Að sögn Arnþórs var Lundey á svæðinu norður af Langanesi í fyrradag og þar varð aðeins vart við loðnu. Hún var hins vegar smá og hentaði ekki til vinnslu.

,,Við erum komnir með um 230 tonna afla og ég geri ráð fyrir því að fara til hafnar í Vopnafirði í fyrramálið (þ.e. nú í morgun). Hvað við tekur eftir það veit ég ekki en það eru margir farnir í land og búnir að binda. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið við loðnuleit úti fyrir Norðurlandi að undanförnu og ætti að vera komið austur að Langanesi á morgun. Mér skilst að lítið hafi orðið vart við loðnu í leiðangrinum fram að þessu,“ sagði Arnþór en hann er nú með Lundey í öðrum loðnutúr ársins. Aflinn í þeim fyrri var um 850 tonn. Ingunn AK er nú að leita að loðnu á svipuðum slóðum og Lundey er á en Faxi RE er í höfn á Vopnafirði.

Heimild Fiskifréttir 

20.01.2014 16:42

Mikið um að vera á bryggunni á Isafirði um helgina

Það var mikið lif og fjör á bryggjunni á isafirði þegar Halldór Sveinbjörnsson 

ljósmyndari Bæjarins Besta átti þar leið um skip að koma  skip að landa önnur að taka veiðarfæri

frá borði hlera og troll sem að sett verða i geymslu en talsvert hefur verið um að skip komi til 

hafnar vegna þess hversu stutt er i gjöful fiskimið útaf vestfjörðum

Kann ég Halldóri bestu þakkir fyrir afnotin af myndunum

www.bb.is

 

 Það var lif á bryggunni á Isafirði um helgina  © mynd Halldór BB.is

                              Hlerinn mynd © Halldór bb.is

                     Troll og skiljur mynd © Halldór bb.is

                      Sett uppá Traler ©Mynd Halldór BB.is

         Gengið frá hlerum á bilinn © mynd Halldór bb.is

              Isborg is 250 við Bryggju © mynd Halldór bb.is

                  Bylgja Ve 75 að landa © mynd Halldór bb.is

                          Góður Afli© mynd Halldór bb.is

                                Löndun © mynd BB.is

 

           1968-Aldan IS 47 © mynd Halldór Sveinbjörnsson 2014

 

16.01.2014 19:43

Helga Maria AK 16 úr fyrsta túr sem Isfisktogari

 

,,Við erum hæstánægð með árangurinn. Búnaðurinn reyndist framar vonum. Það komu upp smávegis vandkvæði eins og gengur en það er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ sagði Eiríkur Ragnarsson, skipstjóri á Helgu Maríu AK, eftir að skipið kom til hafnar í Reykjavík eftir sína fyrstu veiðiferð sem ísfisktogari.

Veiðiferðin hófst sl. föstudagskvöld. Fyrirhugað var að reyna karfa- og ufsaveiðar fyrir SV landi en þar sem veður var slæmt svo til alla veiðiferðina reyndist ekki unnt að fara á miðin út af Reykjanesi.

,,Við vorum mest að veiðum út af Snæfellsjökli. Vindhraðinn var þetta frá 20 og upp í 25 metra á sekúndu en sjólagið í skjóli við jökulinn var mun skárra en utar. Mest vorum við að veiðum á hinni svokölluðu ,,Flugbraut“ sem nær upp að fjórum sjómílum frá landi og aflinn var ágætur. Við vorum með um 60 tonn í túrnum, mest karfa. Undir lok veiðiferðarinnar gekk veðrið heldur niður og þá gátum við sótt dýpra,“ segir Eiríkur.

Að sögn skipstjórans reyndist kælibúnaðurinn og flokkarinn mjög vel og hann segir að einu vandamálin hafi verið í fiskmóttökunni. Þau lýstu sér þannig að í þeim mikla veltingi, sem var í veiðiferðinni, átti fiskurinn til að detta út af færibandinu.


,,Þetta er atriði sem auðvelt er að laga. Þá getur verið að við þurfum að bæta við lausu færibandi í lestina en að öðru leyti gekk allt eins og í sögu,“ segir Eiríkur Ragnarsson en þess má geta í þessari fyrstu ferð voru með í för tveir tæknimenn frá Marel og einn frá 3X Stál. Ekki verður stoppað lengi í landi því næsta veiðiferð er fyrirhuguð á morgun og stefnt er að löndun nk. miðvikudag.

Lestarbönd eru frá Vélsmiðjunni Þór og Flokkarinn frá Marel og 3X sem að er samstarfverkefni þessara tveggja fyrirtækja 

Meiri upplýsingar um 3X eru á heimasiðunni þeirra www.3x.is 

Myndirnar úr þessariveiðiferð tók Albert Högnasson einn eigenda 3X Stál og léði heimasiðunni til birtingar 

                     Aflinn kemur úr Móttökunni © Mynd Albert Högnasson 2014

                    Keyrt uppá Aðgerðarlinuna © mynd Albert Högnasson 2014

             Séð frameftir millidekkinu skipverjar i Aðgerð © mynd Albert Högnasson 2014

                      Skipverjar á Helgu Mariu i aðgerð © mynd Albert Högnasson 2014

                       Talsvert af karfa var i afla skipsins © mynd Albert Högnasson 2014

                   um 300 kg af karfa á bandinu © mynd Albert Högnasson 2014

                   Karfinn kemur úr kælitönkunum frá 3 x © mynd Albert Högnasson 2014

                     Þorskurrinn slægður um borð © Mynd Albert Högnasson 2014

                        Lestin i Helgu Mariu AK 16 © Mynd Albert Högnasson 2014

                  Frágangur til fyrirmyndar i lestinni © mynd Albert Högnasson 2014

                 Ýsa sem að var flökuð eftir Kælingu © mynd Albert Högnasson 2014

                  Fallegt flak greinilega góð Kæling á fiskinum © mynd Albert Högnasson 2014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15.01.2014 08:44

2287-Bjarni Ólafsson AK 70

 

         Bjarni ólafsson Ak 70 © mynd þorgeir Baldursson 2013

Bjarni Ólafsson á siglingu til hafnar i Neskaupsstað með Góðan afla 

14.01.2014 20:27

Vinnsluskipin landa loðnu i Neskaupsstað

                     Polar Amarq © mynd Guðlaugur Birgisson 2014

   Kann ég Guðlaugi bestu þakkir fyrir afnotin af myndinni

Vilhelm Þorsteinsson EA kom til Neskaupstaðar í morgun og er að landa 550 tonnum af frystri loðnu í frystigeymslur Síldarvinnslunnar. 

Hákon EA liggur úti á Norðfirði og er að frysta loðnu um borð. Gert er ráð fyrir að hann landi um 700 tonnum í frystigeymslurnar á fimmtudag.

Afli loðnuskipanna hefur verið þokkalegur í gær og í nótt og hafa þau gjarnan verið að fá 200-300 tonn í holi.

Birtingur NK er nýlagður af stað í land með um 900 tonn.

Bjarni Ólafsson AK hóf veiðar í gær og fékk 300 tonn í fyrsta holi.

Vinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar gengur vel en í dag er verið að vinna afla úr Polar Amaroq.

Heimlid Svn.is

14.01.2014 08:48

15 tonn á fyrstu lögn við Nýfundaland

  © mynd Rúnar þór Björgvinsson 2014

linan dregin ©mynd Rúnar Þór 2014

Fiskistofumenn í Kanada ræða við Óla Björn í brúnni á Ocean Breeze.

Þeir eru með nokkuð frábrugðinn búnað frá starfsbræðrum sínum á Íslandi

og eru byssurnar líklega það sem gerir mesta muninn.

mynd Rúnar Þór 

Þetta gekk bara ljómandi vel, þó mannskapurinn sé ekki allur vanur. Við vorum því allir á dekki og lögðum línuna í tvennu lagi í leiðinda veðri. Aflinn var alveg þokkalegur, um 15 tonn. Við þurfum sennilega að fara á dýpra vatn en núna, allt niður fyrir 200 faðmana, en þeir segja að þorskurinn haldi sig á meira dýpi yfir veturinn,“ sagði Óli Björn Björgvinsson, skipstjóri á Ocean Breeze í samtali við kvotinn.is í gærkvöldi. 

Ocean Breeze er línubeitningarbátur í eigu dótturfyrirtækis Vísis hf. í Grindavík, sem er í útgerð og fiskvinnslu á Nýfundnalandi í Kanada. Þetta er í fyrsta sinn sem veiðar af þessu tagi eru reyndar þar um slóðir á þetta stórum bát, en hann hét áður Rifsnes og var í eigu Hraðfrystihúss Hellissands. Daðey, 14 tonna yfirbyggður beitningarvélarbátur, kannaði slóðina reyndar að hausti til fyrir nokkrum árum og gekk þokkalega. Ocean Breeze kom til Nýfundnalands í byrjun árs eftir siglingu frá Grindavík, en gert er út frá Bænum Fortune á sunnanverðu Nýfundnalandi.
Þegar kvotinn.is ræddi við Óla Björn voru þeir voru þeir að leggja af stað í sinn annan róður þar vestra.Óli Björn segir fara þurfi með línuna dýpra en þegar Daðeyin var að reyna fyrr sér og nú hafi þeir verið að leggja allt niður á 180 faðma og gengið vel að draga línuna og ljóst sé að þarna sé þorskur. Það þurfi bara að anna miðin betur og mannskapurinn að slípast til og þá muni veiðarnar örugglega ganga vel. „Við erum fullir bjartsýni,“ sagði Óli Björn Björgvinsson.
Á meðfylgjandi mynd er mannskapurinn að draga línuna, en ljósmyndarinn er Rúnar Þór Björgvinsson, stýrimaður.

Heimild Kvotinn.is 

13.01.2014 23:03

Beitir Nk 123

           

   Nýji Beitir að verða klár i slippnum á Akureyri  ©  mynd þorgeir 2014

 

13.01.2014 12:59

I vari við hótel Grænuhlið

         Skip i Vari undir Grænuhlið ©Mynd Bergþór Gunnlaugsson 2011

Nú er úti veður vont segir i kvæðinu og hérna má sjá þrjá togara i vari 

við hótelið undir grænuhlið  i isafjarðardjúpi en það eru

Sigurbjörg óf  Mánaberg óf  Vigri RE og svo skip Ljósmyndarans Hrafn Gk 

kann ég Bergþóri bestu þakkir fyrir afnotin af myndinni

13.01.2014 11:25

Bræla Á miðunum

 

            Það er bræla á vestfjarðamiðum og á norðurdjúpi 

Spá veðurstofunnar er eftirfarandi:

Norðan og norðvestan 18-25 m/s eftir hádegi á morgun, en 20-28 síðdegis, hvassast á Suðausturlandi og á Hálendinu og víða mjög snarpar vindhviður, einkum suðaustanlands og á sunnanverðum Austfjörðum yfir 40 m/s. Talsverð rigning austanlands, rigning eða slydda norðanlands, en slydda eða snjókoma til fjalla. Úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Annað kvöld og aðra nótt má búast við talsverðri eða mikilli úrkomu austast á landinu. Búast má við sjókomu ofan 300-400 m austast á landinu, en 200-300 m norðvestantil. Annað kvöld má búast við að kólni heldur og að snælínan færist 100 til 200 metra neðar. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á mánudag, fyrst vestantil.

Heimild Veðurstofa Islands

12.01.2014 23:56

Loðnuskip á landleið

            Börkur Nk 122 Með fyrstu loðnuna til Neskaupsstaðar 2014

Núna um miðnættið er Börkur Nk 122 að koma inn til Neskaupstaðar 

með um 1050 tonn af loðnu sem að  veiddust úti fyrir norðurlandi 

einnig eru jóna Eðvalds SF 200  og Lundey Ns 14 á landleið

og  nú mun vera farið að blása á miðunum og er spáin ekki góð fram i vikuna

 Aflinn var 1050 tonn og fékkst hann í 5 holum. Sturla Þórðarson skipstjóri sagði í samtali við heimasíðuna

að í upphafi veiðiferðar hefði verið togað austan við Kolbeinseyjarhrygginn en í lokin norður af Langanesi.

Veðrið var hundleiðinlegt allan tímann og reyndar ekki alltaf hægt að vera við veiðar

. „Það sést nú ekki mikil loðna á þessum slóðum“, sagði Sturla,

“en þarna eru þó blettir sem geta gefið þokkalegan afla.

Það er enginn kraftur í veiðunum en loðnan sem fæst virðist vera ágæt.“

 

Polar Amaroq er á landleið með góðan loðnuafla og mun landa í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar þegar löndun úr Berki er lokið.

Heimild www.svn.is

12.01.2014 15:27

Guðmundur Ve 29 á Akureyri

            Guðmundur VE 29 © mynd Þorgeir Baldursson 2014

                   Guðmundur Ve við Slippkantinn i gærmorgun 

                Haldið til veiða um hádegisbilið i gær © þorgeir 

Guðmundur Ve 29 kom i stutta heimsókn til Akureyrar i gærmorgun 

og voru þá þessar myndir teknar 

12.01.2014 14:31

Kolmunnaveiðar Jón Kjartansson Su 111

       Jón Kjartansson su 111 á landleið © mynd AF Fb siðu skipsins 

     Jón Kjartansson Su 111 © mynd þorgeir Baldursson 2013

Lögðum af stað heimleiðis kl 10:00 í morgun með um 1900 tonn af kolmuna,

aflinn fékkst í 7 hölum 200-400 tonn í hali, frekar löng tog. Veðrið hefur verið gott

og veiðisvæðið var um 90 msml suður af Færeyjum við miðlínuna milli Færeyja og Skotlands.

Erum núna að nálgast Akraberg sem er syðsti oddi eyjanna siglum rétt vestan við eyjarnar,

oftast er hægt að fylgjast með siglingu skipa á http://www.marinetraffic.com/

 Erum væntanlegir heim um miðjan dag á morgun

Heimild Fb siða skipsins 

 

 

 

 

12.01.2014 12:21

Hvaða skip á þessa Brú

               Á hvaða skipi er þessi Brú © mynd þorgeir 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is