Færslur: 2014 Febrúar

15.02.2014 15:26

Áhöfnin á Húna EA hlýtur Eyrarrósina

                 Áhöfnin á Húna ásamt Dorrit  © mynd Árni Matt 

     Áhöfn Húna sem að fór ferðina © mynd þorgeir Baldursson 2013

      Sérstakur Húnasöngur sungin á hverjum viðkomu stað Bátsins 

          Húni kemur úr Hringferðinni © mynd þorgeir 2013

       Hljómsveitin spilaði inn Eyjafjörðinn © mynd þorgeir 2013

Komnir heim Davið Hauksson kastar springnum i land ©mynd þorgeir 2013

   Tónleikar um kvöldið mikil og flott stemming ©mynd þorgeir 2013

 Eins og sjá mátti var bakkinn fullur af fólki sem að skemmti sér vel

   Allir listafólkið fékk Málverk Frá Stefáni Þengilssyni að gjöf 

 

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á starfssvæði Byggðastofnunar, var afhent í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag að viðstöddum forseta Íslands og forsetafrú. 

Þrjú menningarverkefni voru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár: Verksmiðjan á Hjalteyri, Skrímslasetrið á Bíldudal og Áhöfnin á Húna. Verksmiðjan og Skrímslasetrið hlutu hvort um sig 300.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands og Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Það var Dorrit Moussaief forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar sem afhenti viðurkenninguna í Skaftfelli á Seyðisfirði en Skaftfell er handhafi Eyrarrósarinnar 2013. Áhöfnin á Húna er samstarfsverkefni tónlistarmanna og Hollvina Húna II. 

Í fréttatilkynningu segir að Áhöfnin á Húna hafi vakið mikla athygli í sumar þegar Húni II sigldi hringinn í kringum landið. Haldnir voru 16 tónleikar í sjávarbyggðum landsins. Ríkisútvarpið fylgdi siglingunni eftir með beinum útsendingum frá tónleikum áhafnarinnar sem og sjónvarps- og útvarpsþáttagerð þar sem landsmönnum öllum gafst tækifæri til að fylgjast með ævintýrum áhafnarinnar. Húni II hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir áhugavert starf í menningartengdri ferðaþjónustu og er samstarf hans við tónlistarfólkið í Áhöfninni á Húna liður í að efla það enn frekar. Heimild Mbl .is myndir Þorgeir Baldursson

 

14.02.2014 16:26

Varðskipið Týr i leigu til Svalbarða

 

Steingrimur Erlingsson og Georg Lárusson ©Lhg.is

 Frá undiritun Samningsins i dag

Týr ©  Mynd Árni Sæberg 

Landhelgisgæslan og Fáfnir Offshore hf undirrituðu í dag fimm mánaða samning um leigu á varðskipinu Tý, frá byrjun maí nk. Skipið verður leigt til eftirlits- og björgunarstarfa sem og almennra löggæslu- og þjónustustarfa fyrir Sýslumanninn á Svalbarða með heimahöfn í Longerbyen.  Sýslumaðurinn á Svalbarða fer með yfirstjórn allrar stjórnsýslu sem lýtur að aðkomu norska ríkisins á Svalbarða, þar með talið löggæslumál til sjós og lands, leit og björgun og umhverfismál.

Landhelgisgæslan hefur leitast við að koma eldri varðskipum í tímabundin verkefni þar sem ekki er fyrir hendi fjármagn til að halda úti rekstri þeirra hér við land eins og á stendur nú.  Mun þessi samningur styrkja rekstur Landhelgisgæslunnar, ekki hvað síst útgerð varðskipsins Þórs og þar með efla möguleika varðandi leit og björgun hér á heimaslóðum.  Landhelgisgæslan hefur beint og óbeint sinnt verkefnum fyrir Sýslumanninn á Svalbarða gegnum árin en mikið samstarf hefur verið milli þyrlusveitar Sýslumannsins og þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.  Landhelgisgæslan telur afar mikilvægt að efla samstarf leitar- og björgunaraðila á Norður-Atlantshafi og því skapar þessi samningur enn frekari möguleika á að efla samstarf milli Svalbarða og Íslands um öryggismál á Norðurslóðum.

Eins og áður segir er um tímabundna leigu að ræða þar til nýtt skip Fáfnis sem nú er í smíðum í  Noregi verður fullbúið, en það skip er fyrsta sérhæfða skip Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla og er sérstaklega hannað til að sinna verkefnum á norðlægum slóðum.  Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur haslað sér völl á sviði þjónustu við olíurannsóknir og olíuvinnslu á Norðurslóðum og hyggst enn frekar færa út kvíarnar á þeim vettvangi.  Fyrirtækið hefur gert samning við Sýslumanninn á Svalbarða um gæsluverkefni í kringum eyjarnar næstu tíu árin og mun nýta hið nýja skip til þeirra verk

Heimild Landhelgisgæslan www.lhg.is 

13.02.2014 13:26

2847 Rifsnes SH 44 i slippnum á Akureyri

                      2847 Rifsnes SH 44 við bryggju á Akureyri i gær 

                     Báturinn tekin upp i morgun i flotkvinna 

                eins og sjá má fer ekki mikið fyrir honum þarna 

                      Ekki talið að skemmdirnar séu mjög miklar 

         En  ekki  er endanlega búið að ganga úr skugga um tjónið 

Linubáturinn Rifsnes SH 44 kom til Akureyrar i fyrrakvöld eftir að annar linubátur 

sigldi á það i höfninni á Rifi það gerðist með þeim hætti að Tjaldurinn SH 270 

var að keyra i springinn þegar hann slitnaði og lenti hann þá aftan á Rifsnesinu 

var höggið talsvert þvi að gat kom skipið og krani á afturþilfari gekk til svo og 

ibúðir  sem að eru i afturskipinu og mun skipið verða frá veiðum 

i að minnsta kosti 2 vikur 

 

12.02.2014 23:13

Börkur Nk og Hákon EA á Neskaupsstað

                    Hákon EA 148 og Börkur NK 122  mynd þorgeir 2014

                Börkur siglir með siðunni á Hákon mynd þorgeir 2014

                             Samsiða mynd  þorgeir 2014

              Báðir klárir við Bræðsluna mynd þorgeir 2014

Loðnubátarnir hafa verið að veiðum út af Skarðsfjöru og þar fyrir vestan en í morgun fann Börkur NK loðnutorfur mun austar eða um 10 mílur vestan við Ingólfshöfða.

Börkur kastaði þegar og fékk á milli 400-500 tonn í fyrsta kasti.

Þegar heimasíðan ræddi við Sturlu Þórðarson skipstjóra var hann með næsta kast á síðunni og taldi að eitthvað minna væri í því.

„Ég gæti best trúað því að við höldum heim á leið eftir að við ljúkum að dæla úr þessu kasti“, sagði Sturla.

„ Það virðist vera svolítið af loðnu hérna, þetta er allavega eitthvað juð. Ég held að bátarnir sem voru fyrir vestan okkur séu að keyra í þetta“.

Loðnan sem Börkur er að fá þarna virðist vera ágæt og henta vel til manneldisvinnslu. 

11.02.2014 17:36

Veiðar i Norsku Lögsögunni

                   Mánaberg ÓF 42  mynd Þorgeir Baldursson 

Talsverður fjöldi islenskra togara er nú á veiðum i Norsku lögsögunni 

og hefur veiðin verið með þokkalegasta móti og veðrið verið gott

 að minnsta kosti eitt skip  á leiðinni þangað og skipin sem að hér um ræðir eru 

Kleifarberg RE , Þerney RE ,Mánaberg ÓF ,Snæfell EA Kaldbakur EA

og siðan mun Arnar HU verða kominn langleiðina 

11.02.2014 08:10

1293 -Birtingur Nk 124

             Birtingur Nk 124 © mynd þorgeir Baldursson

Birtingur NK er rétt i þann mund að koma til Neskaupsstaðar  með góðan 

afla sem fékkst á miðunum og er þetta fyrsta veiðiferðin hans á þessari 

vertið 

10.02.2014 23:20

Bótin 2014

            Nokkrir smábátar i botinni  © mynd þorgeir 2014

09.02.2014 02:02

Börkur NK 122 með fyrstu loðnuna

                        Börkur NK 122 á landleið með góðan túr 

 

08.02.2014 13:50

Tvö Norsk Loðnuskip á Akureyri i dag

                       Malene S H -128-AV á Akureyri i morgun 

                  Endre Dyroy H-15-F VIÐ Eimskipsbryggjuna i dag 

Tvö Norsk loðnuskip komu til Akureyrar i morgun en þau hafa verið að leita 

loðnu útifyrir norðurlandi og litið fundið einnig var Lundey NS 14 i eigu 

HB Granda að leita og samhvæmt viðtali við Arnþór Hjörleifsson skipstjóra 

á heimasiðu Hb Granda 

  sé   vissulega loðna í firðinum en hún sé ekki í veiðanlegu magni.
,,Þetta kemur fram á mælum sem smá ,,ryk“, ef það mælist eitthvað á annað borð,

og það hefur ekki verið ástæða til að reyna veiðar. Reyndar erum við bara með djúpnótina

og hún myndi henta illa hér inni í firðinum. Við höfum farið inn fyrir Hrísey og út aftur

og þar sem við erum núna, út af Ólafsfjarðarmúlanum, er 60 faðma dýpi,“ segir Arnþór

en hann segir óvissu ríkja um framhaldið. Það er reyndar vitlaust veður hér þessa stundina,

15-17 m/s af norðri, og mér finnst líklegast að við notum tækifærið og leitum hér fyrir utan

áður en við höldum vestur fyrir land til Reykjavíkur þar sem grunnnótin verður tekin um borð.“

08.02.2014 01:59

Polar Amaroq GR 18-49

 

                            Polar og Norðfjarðarhornið

                                               Nótinni kastað

                                           og hringurinn tekinn 

                   siðan snurpað og nótin dregin aftur um borð

                                  siðan gert klárt i myndatöku 

                                           tekin BB beyja 

                                      og slegið i hrossinn

              kominn á fullaferð með Norðfjarðahornið i baksýn

                                   Griðarlega fallegt skip 

                   Á góðri siglingu inn Norðfjarðarflóa

Nokkrar myndir af Grænlenska Uppsjávarveiðskipinu Polar Amaroq GR 18-49 

þegar hann tók prufukast með nót i Norðfjarðarflóa sl mánudagsmorgun

og að þvi loknu tók Halldór skipstjóri myndahring fyrir mig sem að tókust

allveg ljómandi vel og er ekki hægt annað en að vera sáttur við þetta

hvað finnst ykkur lesendur góðir um þessa syrpu

07.02.2014 12:20

2433- Frosti ÞH 229

 

 

 

 

 Togbáturinn Frosti þH landaði á Eskifirði i gær fullfermi um 50 tonnum

eftir stuttan túr og var uppistaðan þorskur báturinn hélt aftur til veiða strax 

að löndunn lokinni og var i góðri veiði þegar haft var samband við 

skipstjórann i Hádeginu 

07.02.2014 10:02

Uppsjávarveiðiskip á Eskifirði i gær 6 feb

                             Vendla H-4-AV og Svanaug Elise St-19-F 

                          Vendla, Svanaug Elise , og Hákon EA 

            Aðalsteinn JSU Vilhelm Þ EA  Frosti ÞHog jón Kjartansson SU

07.02.2014 08:54

Börkur Nk 122 tekur Nótina

                   Barkarmenn koma til að taka nótina um borð 

                              Strákarnir á Berki klárir i endana

                               Birjað að taka nótina um borð 

                               Úr netagerðinni i gær 6 feb 

Uppsjávar veiðiskip sildarvinnslunnar Börkur Nk 122 tók nótina um borð i gær 

og hélt svo til  leitar /veiða sennipartinn en litlar fréttir hafa fengist af loðnuleit 

eftir þvi sem að komið hefur fram i fréttum og hafa sum norsku skipin ekkert

farið frá bryggju i að minnsta kosti 10 daga

04.02.2014 21:09

1972 Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255

 Sigurður Jónsson skipstjóri á Brúarvængnum i dag

                1972 Hrafn Sveinbjarnarsson Gk 255 á toginu i dag

                          Talsverð kvika á miðunum en fór samst vel á þvi

 

03.02.2014 01:42

Malene S á Akureyri og Neskaupsstað

 

 

     Nokkrar svipmyndir af Malene S á Akureyri og siðan i Neskaupsstað?

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2319
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993740
Samtals gestir: 48564
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:09:39
www.mbl.is