Færslur: 2015 Febrúar09.02.2015 14:17Þokkalegt veður og þokkaleg veiðiÍ gær var þokkalegt veður á loðnumiðunum fyrir norðan land og fengu sum skip góðan afla. Í gærkvöldi voru mörg skip á landleið og önnur á leið á miðin að lokinni löndun. Bjarni Ólafsson AK og Hákon EA komu til Neskaupstaðar í nótt og er verið að vinna aflann úr Bjarna í fiskiðjuverinu. Polar Amaroq er að landa 1800 tonnum í fiskimjölsverksmiðjuna á Seyðisfirði og Vilhelm Þorsteinsson EA er væntanlegur þangað með 2300 tonn. Beitir, Börkur og Birtingur eru á miðunum.
Gunnar Sverrisson rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar og verksmiðjustjóri á Seyðisfirði segir að með farminum sem verið er að landa og þeim sem sé væntanlegur til Seyðisfjarðar verði komin þar á land rúmlega 14.000 tonn á vertíðinni. „Þetta er mikill munur frá því í fyrra en þá var engri loðnu landað á Seyðisfirði,“ segir Gunnar. „Annars hefur loðnuvinnslan ekki verið samfelld hjá okkur á Seyðisfirði frá því að hún hófst. Við höfum þurft að stoppa tvisvar í stuttan tíma vegna hráefnisskorts. Annars verður að segja að vertíðin lofi góðu fyrir verksmiðjuna á Seyðisfirði. Helsta áhyggjuefnið hefur verið heldur stopul veiði, fyrst og fremst vegna veðurs. Svo er líka hegðun loðnunnar sérkennileg. Miðað við reynslu fyrri ára ætti hún nú að vera að veiðast út fyrir suðaustur- og suðurströndinni. Annars erum við Seyðfirðingar bjartsýnir. Sól hækkar á lofti og hún fer að skína á okkur á Seyðisfirði 18. febrúar. Það er bjart framundan“, sagði Gunnar að lokum.
Í Neskaupstað hefur loðnuvinnsla í fiskimjölsverksmiðjunni haldist nánast samfelld að undanförnu þökk sé þremur norskum bátum sem komu þangað með afla um helgina. Libas landaði 700 tonnum og Vea 600 tonnum í fiskimjölsverksmiðjuna en Manon landaði 350 tonnum til vinnslu í fiskiðjuverinu. Heimils heimasiða svn
Skrifað af Þorgeir 08.02.2015 22:57Skipamyndir á Dalvik i dagþað var hálf hryssinglegt veðrið á dalvik i dag þegar farinn var smá myndhringur með i för var Bátsmaðurinn á Ægir Guðmundur St Valdimarsson ekki var mikið að sjá og flestir i landi enda sunnudagur og þess utan bræla á miðunum
Skrifað af Þorgeir 08.02.2015 21:581851 Sólrún EA151Sólrún EA151 var að koma úr netaróðri um miðjan dag en stutt er siðan báturinn hóf róðra Samkvæmt lista www.aflafrettir.is er afli bátsins 23 tonn i 7 róðrum og mest 7,3 tonn i róðri Að sögn ólafs Sigurðssonar Skipstjóra var aflinn tregur i dag en veður hefur hamlað sjósókn þar sem að SV áttir hafa gert það að verkum að færa hefur til trossurnar nánast allveg uppi fjöru i utanverðum Eyjafirði
Skrifað af Þorgeir 07.02.2015 16:302652 Darri EA 75 Dregur linuna i kropp FiskiriiÞað var þokkalegt nudd hjá Darra i dag fyrir utan slipptantinn
Skrifað af Þorgeir 07.02.2015 12:23Hoffell 2 Su Veiðir loðnu fyrir HB GrandaSkipstjóri verður Magnús Þorvaldsson og 1. stýrimaður Gunnar GunnarssonHB Grandi hefur gert samkomulag við Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði um að skip Loðnuvinnslunnar, Hoffell II, fari til loðnuveiða. Skipið mun veiða af heimildum HB Granda og landa aflanum til vinnslu ýmist á Akranesi eða Vopnafirði. Þetta kemur fram á vef HB Granda. Gert er ráð fyrir Hoffell II verði komið til veiða seinni part næstu viku. Skipstjóri verður Magnús Þorvaldsson og 1. stýrimaður Gunnar Gunnarsson. Þeir eru báðir gamalreyndir skipstjórar og hafa sinnt skipstjórn fyrir HB Granda árum saman. Aflamark HB Granda í loðnu er um 72.000 tonn og eru nú um 55.000 tonn óveidd. Þau tonn eru enn í sjó en ekki á bankabók að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra HB Granda og vill hann ekki spá neinu um hverju þessi tonn skili í verðmæti.
Skrifað af Þorgeir 06.02.2015 19:321351 Snæfell EA heldur til veiðaÞað eru mörg handtökin hjá hafnarstarfsmönnum og skipverjum þegar haldið er til veiða eftir inniveru en alllir ganga þeir fumlausir i þau verk sem vinna þarf og þá ganga hlutirnir auðveldlega upp
Skrifað af Þorgeir 06.02.2015 10:432883 Sigurður ve 15 Til Eyja i GærkveldiSigurður ve kom til Vestmanneyja i gærkveldi með um 500 tonn af loðnu sem að fengust fyrir austan land i troll og var erindið til eyja að sækja nótina og landa Allt virkaði sem skildi i túrnum en fremur tregt var i trollið fyrir austan og mun Tuneq EX Þorsteinn vera á leið til löndunnar ásamt þvi að ná i nótina einnig mun Tasilag Ex Guðmundur vera á á leið heim eftir Breytingar i Skagen og mun vera i eyjum i fyrramálið um Hádegisbil að öllu óbreyttu Myndirnar af Sigurði Ve Tók Óskar Pétur Friðriksson Ljósmyndari Eyjafrétta
Skrifað af Þorgeir 05.02.2015 22:18Allt að gerast á loðnumiðunum
Skrifað af Þorgeir 05.02.2015 12:46Poseidon i heimahöfnRannsóknarskipið Poseidon i eigu Neptune ehf kom til Akureyrar i gærkveldi eftir að hafa verið i rannsóknarvinnu úti fyrir strönd Afriku og er skipið búið að sigla um 5000 milur frá þvi um mánaðarmótin Nóv /des 2014 Nú fer hann i slipp i 4 -6 vikur þar sem ma er Vélarupptekt og fleira En látum myndirnar tala sinu máli
Skrifað af Þorgeir 05.02.2015 12:36Þór og Ægir á AkureyriVarðskipið Þór hefur að undanförnu verið við eftirlit með loðnuveiðum í efnahagslögsögu Íslands. Sérstök áhersla er lögð á eftirlit með erlendum skipunm og reynt að komast um borð eftir því sem aðstæður leyfa til að bera saman gögn og gera mælingar á afla. Loðnuveiðarnar þessa vertíðina eru frábrugðnar að því leytinu til að veiðin er mun betri en var á síðustu vertíð, hún er einnig frábrugðin veðurfarslega séð en einmuna ótíð hefur verið á loðnumiðunum frá því þær hófust þetta árið. Veiðisvæðið er einnig óvenjulegt, eða frá Eyjafjarðarál og vestur að Skagafirði. Gárungarnir hafa haft orð á að sennilega er þessi loðna að ferðast vestur með norðurlandinu sem er mjög óvenjulegt. Þessi eftirlitsferð varðskipsins Þórs hefur einkennst að veðurfarinu sem eins og áður segir hefur verið talsvert rysjótt. Ástandið í samskiptum Rússlands og Noregs virðist þess valdandi að flest öll norsku skipin hafa landað aflanum hér á landi, en eins og komið hefur fram þá settu rússnesk stjórnvöld norðmenn á lista ásamt fleiri þjóðum sem ekki fá að selja þeim afurðir. Það bann á ekki við um Ísland. Eftirlit varðskipsmanna í norskum skipum fer fram þegar og ef skipin sigla með aflann frá landinu. Þar sem örfá skip hafa siglt með aflann frá landinu hefur einungis verið farið um borð í tvö norsk skip að þessu sinni en veður hefur einnig spilað þar inn í. Farið var um borð í HARDHAUS (LMBN) og HEROYHAV (LDFB). Eftirlitið gekk vel og ekkert óvænt kom fram. Aðeins þurfti að stugga við þeim varðandi flottroll sem bæði skipin voru með um borð en ekki er leyfilegt að hafa pokann á trollinu og var þeim gert að aðskilja poka frá trolli. Túrinn endaði svo á Akureyri að þessu sinni, þar sem fara fram áhafnaskipti og ný áhöfn siglir frá Akureyri með ný verkefni til að glíma við eftir nokkurra daga inniveru.
Skrifað af Þorgeir 05.02.2015 11:05Loðnuveiðar á Skjálfanda i dagLoðnuflotinn stefndi allur á Öxarfjörð í gær, frá miðunum austur af landinu. Þar fundu tvö norsk skip loðnu og voru að kasta á hana. Fyrstu íslensku skipin voru væntanleg á miðin í gærkvöldi. „Við hröktumst frá Norðurlandinu út af veðri og höfum verið að kasta með nót og draga með trolli en lítið er að sjá,“ sagði Kristján Þorvarðarson, stýrimaður á Ingunni AK, í gærkvöldi. Skipið var þá lagt af stað af miðunum fyrir austan land og stefnan tekin á Öxarfjörð. Sömu sögu var að segja af öllum íslensku og norsku loðnuskipunum. Kristján hafði ekki upplýsingar um hversu mikið norsku skipin hefðu séð. „ Við ætlum að reyna fyrir okkur þarna í nótt og á morgun. Annars spáir ekki sérstaklega vel.“
Skrifað af Þorgeir 03.02.2015 07:17Lundey NS á landleið á Akranes með Fullfermi af loðnu
Skrifað af Þorgeir 02.02.2015 23:28Álsey Ve 2 á leið til Húsavikur
Skrifað af Þorgeir 01.02.2015 20:442883 Sigurður Ve Heldur til VeiðaÞá hefur vonandi tekist að komast fyrir bilanirnar sem að hafa verið að hrjá nýjasta uppsjávarveiðskip landsmanna Sigurð Ve 15 hann er búinn að vera i viðgerð hjá slippnum á Akureyri alla siðustu viku Þar sem að skipt var um spilrótora siðan var prufað nú seinnipartinn i dag og gekk allt að óskum og hélt skipið til veiða frá Akureyri um kl 18 Skipstjóri er Hörður Guðmundsson
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 526 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991947 Samtals gestir: 48545 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is