Færslur: 2022 Mars29.03.2022 06:00Harðbakur EA að taka trollið í brælu
Skrifað af Þorgeir 28.03.2022 22:38Selvogsbanki skip á veiðum
Skrifað af Þorgeir 28.03.2022 22:23Gert klárt fyrir strandveiðarÞað var nóg um að vera i þorlákshöfn i dag mikið af skipum að koma inn til löndunnar vegna næstu brælu og voru flestir með góðan afla hinnsvegar var Gisli Unnsteinsson útgerðarmaður og eigandi Steinunnar Ár 34 að hifa upp bátinn sinn til að yfirfara hældrifið og skipta um oliu á þvi fyrir komandi strandveiðtimabil þvi að allt þarf þetta nú að vera i topplagi þegar vertiðin birjar
Skrifað af Þorgeir 17.03.2022 17:00Arnar HU 1 með góðan túr úr Barentshafi
Skrifað af Þorgeir 17.03.2022 13:47Efast um mælingar á loðnustofninum17.03.2022Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri/mynd samherji.is “Ég hreinlega man ekki eftir svona tíðarfari, það hafa verið svo að segja látlausar brælur á miðunum frá því loðnuveiðar með nót hófust í byrjun febrúar með tilheyrandi erfiðleikum og barningi,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, sem hefur vissar efasemdir um að mælingar á loðnustofninum hafi gefið rétta mynd af stærðinni. Hann segir að öflugur skipafloti hafi skipt sköpum á vertíðinni, regluleg endurnýjun sé nauðsynleg. Mikil áta í sjónum þegar mælt var Leyfilegur heildarafli íslensku loðnuskipanna er hátt í 700 þúsund tonn og eru um 200 þúsund tonn nú óveidd. Guðmundur skipstjóri efast um að flotanum takist að fullnýta veiðiheimildirnar, þrátt fyrir erfiðleikana sé stórri vertíð að ljúka með tilheyrandi atvinnusköpun og gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. „Þessi vertíð er líklega á lokametrunum, kannski er bara einn túr eftir, mesta lagi tveir. Annars var að sjást einhver loðna við Vestmannaeyjar í tækjunum, kannski er hún eitthvað seinna á ferðinni en undanfarin ár, það kemur þá fljótlega í ljós. Ég er farinn að efast um að upphaflegar mælingar hafi gefið raunsanna mynd af stærð stofnsins. Það var mikil áta í sjónum þegar mælt var, sem hugsanlega leiddi til þess að stofninn var álitinn stærri, menn hafi einfaldlega álitið átuna vera loðnu.
Hitastig sjávar er ósköp svipað og líka straumarnir, þessir þættir hafa líka áhrif á stóru myndina. Ég er svo sem ekki með neina einhlíta skýringu á þessu en er farinn að hallast að því að mælingarnar hafi hugsanlega verið eitthvað skakkar.“ Loðnan hagar sér oft undarlega Loðnuhrognin eru verðmætustu afurðirnar. Guðmundur segir ástandið á loðnunni mjög mismunandi milli veiðisvæða með tilliti til hrognavinnslu. „Já, en svona er þetta. Það var ekki mikið af hrognum í loðnunni í Faxaflóa í síðustu viku, staðan var betri við Vestmannaeyjar. Annars hagar loðnan sér oft á tíðum undarlega og svo bætist líka við að hvalurinn hefur verið að gera okkur erfitt fyrir, hvalastofnarnir stækka ár frá ári.“ Vilhelm Þorsteinsson EA hefur reynst vel Vilhelm Þorsteinsson EA er tæplega eins árs gamalt skip og er afar fullkomið. Guðmundur segir að Vilhelm hafi reynst afskaplega vel á þessu fyrsta ári. „Við höfum fiskað um 75 þúsund tonn á þessu fyrsta ári, þar af er loðna um 30 þúsund tonn. Skipið fer vel með áhöfnina og allur búnaður er fyrsta flokks. Fyrir okkur Íslendinga skiptir miklu máli að skipaflotinn sé sem öflugastur, það hefur sannast ágætlega á þessari vertíð, sem er senn á enda.“ Kolmunnavertíðin að hefjast Næsta vertíð er rétt handan við hornið, kolmunnavertíðin. „Já, sú vertíð hefst væntanlega 10. apríl, þannig að það er skammt á milli vertíða hjá okkur. Ég enda þessa stóru loðnuvertíð þokkalega sáttur, það er ekki annað hægt. Því er hins vegar ekki að neita að maður var bjartsýnni í upphafi en svona er þetta bara. Við skipstjórarnir höfum náttúrulega ýmislegt um að ræða í talstöðinni þessa dagana varðandi uppgjör á vertíðinni. Náttúran er óútreiknanleg og maður nær ekki að skilja alla þætti hennar, þótt tækninni hafi fleygt fram á undanförnum árum og skipaflotinn orðið betri. Meðal annars þess vegna er sjómennskan svo heillandi. Það styttist sem sagt í að maður gleymi loðnu og hugsi dag og nótt um kolmunna,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA.
AF heimasiðu Samherja www.samherji.is Skrifað af Þorgeir 16.03.2022 22:31Bræluskitur allann túrinn?????
Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki í dag með um 150 tonna afla og var uppistaða hans þorskur og ufsi. „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum og vorum á Eldeyjarbanka, Jökuldýpi og Reykjafjarðarál. Veiðarnar gengu þokkalega vel. Veðrið hefur verið frekar leiðinlegt, 15-22 m/?s allan túrinn,“ segir Þórarinn Hlöðversson, skipstjóri á Málmey, í færslu á vef FISK Seafood sem gerir skipið út. Málmey kom síðast til hafnar 10. mars en þá á Grundarfirði með um 100 tonn af þorski og ufsa, en þá hafði skipið aðeins verið um tvo sólarhringi á veiðum á Jökuldýpi og á Eldeyjarbanka. „Fiskiríið var mjög gott en veðrið var frekar risjótt,“ sagði Þórarinn um þá veiðiferð. Skrifað af Þorgeir 16.03.2022 22:11Fyrsta skemmtiferðaskipið 2022 Borealis á Akureyri
heimild Akureyri.net
Skrifað af Þorgeir 15.03.2022 22:27Mörg loðnuskip koma til löndunar - hrognavinnslan gengur velÞað er ekki oft sem gott veður hefur verið á loðnumiðunum á yfirstandandi vertíð. Ljósm. Hreinn Sigurðsson Nú streyma loðnuskip til Neskaupstaðar en slæmt veður er á loðnumiðunum og varla veiðiveður fyrr en á föstudag eða laugardag. Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Berki, segir að menn séu orðnir langþreyttir á veðurfarinu. „Það er nánast aldrei friður. Endalausar brælur og virðist ekki vera neitt lát á þeim. Þetta ætlar bara ekki að taka enda,“ segir Hálfdan. Skipin sem eru komin eða eru á leiðinni austur eru með misjafnlega mikinn afla og stefnt er að því að vinna hrogn úr eins miklu af aflanum og mögulegt er. Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði í hrognavinnslu í gær og í gærkvöldi var Polar Ammassak komið til löndunar með fullfermi eða 2200 tonn. Á eftir Polar Ammassak mun Vilhelm Þorsteinsson EA landa 1340 tonnum og í kjölfar hans Beitir NK 880 tonnum, Hákon EA 400 tonnum, Bjarni Ólafsson AK 500 tonnum og Barði NK 500 tonnum. Vinnsla hrogna með nýjum búnaði gengur afar vel og upplýsir Hafþór Eiríksson verksmiðjustjóri að allur búnaður virki fullkomlega. Segir á Heimasiðu Sildarvinnslunnar www.svn.is Skrifað af Þorgeir 15.03.2022 07:53Norsk stjórnvöld hafa hætt öllu samstarfi við Rússa í rannsókna- og þróunarstarfi.
Skrifað af Þorgeir 15.03.2022 06:58Snekkjan A á pollinum
Skrifað af Þorgeir 14.03.2022 20:17Sunnanvik með sement til Akureyrar
Skrifað af Þorgeir 14.03.2022 17:39Tasilaq GR 6-41með rifna nót til Akureyrar
Skrifað af Þorgeir 13.03.2022 22:51Disa is Skemmtibátur
Skrifað af Þorgeir 13.03.2022 13:49Guðrún Þorkelsdóttir SU 211
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 445 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991866 Samtals gestir: 48544 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:40:30 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is