Færslur: 2022 September26.09.2022 22:34Áhöfnin veðurteppt
Ísfisktogarinn Gullver NS hefur að undanförnu legið í Hafnarfjarðarhöfn á meðan ýmsu viðhaldi hefur verið sinnt í skipinu. Meðal annars hefur aðalvélin verið tekin upp og kælikerfi í lestum endurnýjað. Framkvæmdum við skipið lauk fyrir helgina og var áformað að halda til veiða í gær en óveðrið sem gekk yfir landið setti strik í reikninginn. Áhöfnin var fyrir austan og ekkert var flogið. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að nú sé beðið eftir áhöfninni og vonast hann til að flogið verði síðar í dag. „Um leið og áhöfnin kemur verður haldið beint til veiða, skipið er klárt,“ segir Steinþór.
Gullver NS hefur að undanförnu legið í Hafnarfjarðarhöfn þar sem viðhaldi hefur verið sinnt. Meðal annars hefur aðalvél skipsins verið tekin upp. Ljósm. Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 26.09.2022 22:16BARÐI LANDAR KOLMUNNABarði NK hélt til kolmunnaveiða frá Neskaupstað sl. föstudag. Vegna veðurs kom hann inn í fyrrinótt með 750 tonn. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Þorkel Pétursson skipstjóra og spurði fyrst hvar veitt hefði verið.„Við veiddum norðarlega í Rósagarðinum. Við vorum komnir í fisk á Hvalbakshallinu og það var töluvert að sjá. Við tókum einungis tvö hol. Í fyrra holinu var dregið í þrjá tíma og aflinn var 250 tonn. Í síðara holinu drógum við í níu tíma og þá fengust rétt tæp 500 tonn. Aflinn var tekinn á 240 – 300 metra dýpi. Það var einungis dregið í myrkrinu vegna þess að fiskurinn dreifir sér þegar birtir. Fiskurinn er töluvert blandaður en ég held að þetta sé alveg fínasta hráefni fyrir vinnsluna. Við munum landa aflanum í fyrramálið og síðan verður haldið rakleiðis út á ný enda á þá veðurofsinn að vera algjörlega genginn niður. Mér líst afskaplega vel á þessa byrjun og það virtist vera fiskur þarna á stóru svæði. Ég er ekki frá því að þarna sé meira að sjá en þegar við hófum þarna veiðar í byrjun október í fyrra,“ segir Þorkell. Skrifað af Þorgeir 25.09.2022 22:42Sjór flæðir yfir götur og inn í hús á AkureyriSjór hefur gengið á land á Akureyri og flæðir yfir götur og inn í hús niðri á Eyrinni. Þar sem staðan er hvað verst er um 15 til 20 sentimetra djúpt vatn inni í húsunum. Unnið er að því að hreinsa frá niðurföllum og dæla vatni, en það gengur hægt að sögn Aðalsteins Júlíussonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. „Það er svo gríðarlegur áhlaðandi hérna, það kemur bæði upp á bryggjurnar og upp úr niðurföllum, yfir garðana og yfir Eyrina. Það er mjög mikið vatn hérna hjá okkur og það er verið að vinna í því að dæla þessu burt en það gengur hægt. Það er aðeins farinn að sjást einhver smá árangur,“ segir Aðalsteinn í samtali við mbl.is Það er upp í 15 til 20 sentimetra djúpt vatn inni í sumum húsum. Þetta er það mesta sem við höfum séð hérna,“ bætir hann við. „Okkar fólk og björgunarsveitir eru á fullu að hreinsa upp úr niðurföllum, niðurföllin eru orðin mikið stífluð. Það er unnið í því að finna niðurföll og hleypa niður.“ Unnið að verðmætabjörgunAðalsteinn segir þetta gerast bæði vegna sjávarstöðunnar sem er hærri en gengur og gerist og mikils áhlaðanda. „Það stendur hérna beint inn fjörðinn. Gæslan hafði varað við hárri sjávarstöðu og Veðurstofan, en þetta er sérstaklega slæmt hérna niðri á Oddeyrinni.“ Hann segir bæinn hafa gert einhverjar ráðstafanir vegna viðvarana um háa sjávarstöðu, en sjógangurinn sé svo mikill að það hafi ekki dugað til. Sjór hefur flætt hefur inn í einhver íbúðarhús en aðallega er um að ræða atvinnuhúsnæði. „Það eru fiskvinnslur þarna niður frá, vélsmiðjur, söluaðilar með búvélar og það er allur fjárinn þarna niður frá, þannig að það eru mikil verðmæti undir. Það er verið í verðmætabjörgun. Bjarga hlutum upp fyrir þurrt.“ Þær götur sem mest hefur flætt yfir eru Norðurgata, Gránufélagsgata og Eiðsvallagata og biðlar lögregla til fólks að aka ekki um þær götur. Rafmagnslaust var á Akureyri í skamman tíma rétt eftir hádegi en rafmagn er nú komið aftur á bæinn, að sögn Aðalsteins. Hér að neðan er myndasyrpa dagsins heimild mbl.is myndir Þorgeir Baldursson
Skrifað af Þorgeir 24.09.2022 21:26Þórir SF 77 áhöfninni sagt uppAllri áhöfn Þóris SF 77 hefur verið sagt upp og verður skipinu lagt vegna niðurskurðar aflaheimilda. og það taka gildi um næstu mánaðarmót og munu skipverjar sem að flestir eru frá Hornafirði fá pláss á öðrum skipum útgerðarinnar eftir þvi sem kostur er Skinney / þinganes er eigandi Þóris Sf 77
Skrifað af Þorgeir 24.09.2022 21:19Brim kaupir Sólborg RE og veiðiheimildir
Skrifað af Þorgeir 24.09.2022 10:22Arnar Hu 1 með 300 milljónir
Skrifað af Þorgeir 24.09.2022 09:38Guðmundur i Nesi RE 13
Skrifað af Þorgeir 24.09.2022 04:05Hvalur 9 á Útleið eftir löndun
Skrifað af Þorgeir 23.09.2022 23:55Áhöfn Stefnis ÍS sagt uppÚtgerð skipsins hætt vegna kvótasamdráttar Áhöfn Stefnis ÍS hefur verið sagt upp. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. hefur sagt upp áhöfn Stefnis ÍS upp frá og með áramótum. Alls er 13 manns í áhöfn skipsins. Í frétt frá HG segir að leitast verði við að útvega þeim sem missa vinnuna störf á öðrum skipum félagsins eins og kostur er. Ástæða uppsagnanna er sú að ákveðið hefur verið að hætta útgerð Stefnis. „Úthlutað aflamar í þorski hefur dregist saman um 23% á síðustu tveimur fiskveiðiárum og dragast aflaheimildir HG hf. saman um 1.200 tonn við það. Einnig hefur orðið verulega skerðing í úhlutuðu aflamarki í gullkarfa, sem hefur verið mikilvæg tegund í útgerð Stefnis. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að hætta útgerð Stefnis. Með þeirri aðgerð mun rekstrargrundvöllur annarra skipa félagsins styrkjast,“ segir í frétt HG. Stefnir ÍS 28 var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1976 fyrir Flateyringa og bar fyrst nafnið Gyllir ÍS 261. Skipið var keypt til Ísafjarðar í ársbyrjun 1993 og hefur verið gert út frá Ísafirði í nær 30 ár og hefur útgerð skipsins gengið vel. Skrifað af Þorgeir 23.09.2022 22:51Gullver Ns i Hafnarfirði
Skrifað af Þorgeir 23.09.2022 22:35Grænlenskt Rannsóknarskip i Hafnarfirði
Skrifað af Þorgeir 19.09.2022 22:46Stefán Viðar kveður Cuxhaven
Skrifað af Þorgeir 17.09.2022 12:35Birtingur Nk 124
Skrifað af Þorgeir 08.09.2022 16:18Björgunaræfing um borð í Ljósafelli08. 09. 2022Björgunaræfingar eru haldnar með reglubundnum hætti um borð í skipum Loðnuvinnslunnar. Ein slík var haldin í dag þegar Ljósafellið lagði úr höfn eftir hádegið þar sem áhöfnin skaut upp neyðarblisum. Áður en æfingin hófst var lögreglu og slökkvilið var gert viðvart. Forvarnir og fræðsla um borð í skipum fer að stórum hluta fram í gegnum nýliðafræðslu sem skipstjórnendur sinna og einnig á reglulegum björgunaræfingum en það er hluti skylduverkefna áhafna. Kröfur um tíðni æfinga á fiskiskipum 15 m. eða lengri er einu sinni í mánuði samkvæmt reglugerð um öryggi fiskiskipa. Tilgangurinn með þeim er að undirbúa áhöfnina hvernig bregðast eigi við ef neyðarástand skapast. Á síðasta ári var Hoffellið samtals stopp í 40 daga, en þar voru framkvæmdar 11 æfingar. Ljósafellið stoppaði tvisvar og þá samanlagt í 5-6 vikur, þar voru framkvæmdar 11 æfingar og uppfylla skipin því þær kröfur sem gerðar eru. Heimasiða Loðnuvinnslunnar Skrifað af Þorgeir 07.09.2022 23:45Norröna á Seyðisfirði
Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 346 Gestir í dag: 9 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119472 Samtals gestir: 52250 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:49:02 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is