Færslur: 2022 September

26.09.2022 22:34

Áhöfnin veðurteppt

                  1661 Gullver Ns 12 i Hafnarfjaðarhöfn  i siðustu viku mynd þorgeir Baldursson 

Ísfisktogarinn Gullver NS hefur að undanförnu legið í Hafnarfjarðarhöfn á meðan ýmsu viðhaldi hefur verið sinnt í skipinu. Meðal annars hefur aðalvélin verið tekin upp og kælikerfi í lestum endurnýjað. Framkvæmdum við skipið lauk fyrir helgina og var áformað að halda til veiða í gær en óveðrið sem gekk yfir landið setti strik í reikninginn. Áhöfnin var fyrir austan og ekkert var flogið. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að nú sé beðið eftir áhöfninni og vonast hann til að flogið verði síðar í dag. „Um leið og áhöfnin kemur verður haldið beint til veiða, skipið er klárt,“ segir Steinþór.

         Viðgerðarmenn að störfum um borð i Gullver Ns 12 mynd þorgeir 
 

Gullver NS hefur að undanförnu legið í Hafnarfjarðarhöfn þar sem viðhaldi hefur verið sinnt.

Meðal annars hefur aðalvél skipsins verið tekin upp. Ljósm. Þorgeir Baldursson

 

26.09.2022 22:16

BARÐI LANDAR KOLMUNNA

Barði NK hélt til kolmunnaveiða frá Neskaupstað sl. föstudag. Vegna veðurs kom hann inn í fyrrinótt með 750 tonn. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Þorkel Pétursson skipstjóra og spurði fyrst hvar veitt hefði verið.„Við veiddum norðarlega í Rósagarðinum. Við vorum komnir í fisk á Hvalbakshallinu og það var töluvert að sjá. Við tókum einungis tvö hol. Í fyrra holinu var dregið í þrjá tíma og aflinn var 250 tonn. Í síðara holinu drógum við í níu tíma og þá fengust rétt tæp 500 tonn. Aflinn var tekinn á 240 – 300 metra dýpi. Það var einungis dregið í myrkrinu vegna þess að fiskurinn dreifir sér þegar birtir. Fiskurinn er töluvert blandaður en ég held að þetta sé alveg fínasta hráefni fyrir vinnsluna. Við munum landa aflanum í fyrramálið og síðan verður haldið rakleiðis út á ný enda á þá veðurofsinn að vera algjörlega genginn niður. Mér líst afskaplega vel á þessa byrjun og það virtist vera fiskur þarna á stóru svæði. Ég er ekki frá því að þarna sé meira að sjá en þegar við hófum þarna veiðar í byrjun október í fyrra,“ segir Þorkell.

25.09.2022 22:42

Sjór flæðir yfir götur og inn í hús á Akureyri

Sjór hef­ur gengið á land á Ak­ur­eyri og flæðir yfir göt­ur og inn í hús niðri á Eyr­inni. Þar sem staðan er hvað verst er um 15 til 20 senti­metra djúpt vatn inni í hús­un­um.

Unnið er að því að hreinsa frá niður­föll­um og dæla vatni, en það geng­ur hægt að sögn Aðal­steins Júlí­us­son­ar, aðal­varðstjóra hjá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri.

„Það er svo gríðarleg­ur áhlaðandi hérna, það kem­ur bæði upp á bryggj­urn­ar og upp úr niður­föll­um, yfir garðana og yfir Eyr­ina.

Það er mjög mikið vatn hérna hjá okk­ur og það er verið að vinna í því að dæla þessu burt en það geng­ur hægt.

Það er aðeins far­inn að sjást ein­hver smá ár­ang­ur,“ seg­ir Aðal­steinn í sam­tali við mbl.is

Það er upp í 15 til 20 senti­metra djúpt vatn inni í sum­um hús­um. Þetta er það mesta sem við höf­um séð hérna,“ bæt­ir hann við.

„Okk­ar fólk og björg­un­ar­sveit­ir eru á fullu að hreinsa upp úr niður­föll­um, niður­föll­in eru orðin mikið stífluð. Það er unnið í því að finna niður­föll og hleypa niður.“

Unnið að verðmæta­björg­un 

Aðal­steinn seg­ir þetta ger­ast bæði vegna sjáv­ar­stöðunn­ar sem er hærri en geng­ur og ger­ist og mik­ils áhlaðanda. „Það stend­ur hérna beint inn fjörðinn.

Gæsl­an hafði varað við hárri sjáv­ar­stöðu og Veður­stof­an, en þetta er sér­stak­lega slæmt hérna niðri á Oddeyr­inni.“

Hann seg­ir bæ­inn hafa gert ein­hverj­ar ráðstaf­an­ir vegna viðvar­ana um háa sjáv­ar­stöðu, en sjógang­ur­inn sé svo mik­ill að það hafi ekki dugað til.

Sjór hef­ur flætt hef­ur inn í ein­hver íbúðar­hús en aðallega er um að ræða at­vinnu­hús­næði.

„Það eru fisk­vinnsl­ur þarna niður frá, vélsmiðjur, söluaðilar með bú­vél­ar og það er all­ur fjár­inn þarna niður frá, þannig að það eru mik­il verðmæti und­ir. Það er verið í verðmæta­björg­un. Bjarga hlut­um upp fyr­ir þurrt.“

Þær göt­ur sem mest hef­ur flætt yfir eru Norður­gata, Gránu­fé­lags­gata og Eiðsvalla­gata og biðlar lög­regla til fólks að aka ekki um þær göt­ur.

Raf­magns­laust var á Ak­ur­eyri í skamm­an tíma rétt eft­ir há­degi en raf­magn er nú komið aft­ur á bæ­inn, að sögn Aðal­steins.

Hér að neðan er myndasyrpa dagsins heimild mbl.is myndir Þorgeir Baldursson 

               Flutningaskipið Vermland við bryggjuna mynd þorgeir Baldursson 25 sept 2022

                        Sjó dælt úr húsum við strandgötu mynd þorgeir Baldursson 25 sept 2022

              Blikk og tækniþjónustan er i kaldbaksgötu þar flæddi i mikið magn mynd þorgeir Baldursson 

                                    hátt sjávarborð i Kaldbaksgötu mynd þorgeir Baldursson 25 sept 2022

               sjálfboðaliðar og slökkvuliðsfólk mokar sandi i poka mynd Þorgeir Baldursson

                       alltað 25 cm sjór i kaldbaksgötu  i dag og allir i stigvélum mynd þorgeir Baldursson 25sept

                   Skútur við siglingaklúbbinn og norðan fræsingur mynd þorgeir Baldursson 25 sept

           Helgi eigandi Vitans og Björgunnarfólk taka stöðuna i matsalnum á vitanum mynd þorgeir Baldursson 

           Gunni og hans  menn hjá Verkval mættir á staðinn með öflugar græjur mynd þorgeir Baldursson 

           Þórsnes SH 108 sleit af sér fastsetningartóg hafnarverðir að binda betur mynd þorgeir Baldursson 

                        Þórsnes SH 108 og Seifur mynd þorgeir Baldursson 25 sept 2022

           Miklu magni af Grjóti og rusli hefur skolað uppá bryggjurnar mbl.is þorgeir Baldursson 25 sept 2025
 
 

 

 

24.09.2022 21:26

Þórir SF 77 áhöfninni sagt upp

Allri áhöfn Þóris SF 77 hefur verið sagt upp og verður skipinu lagt vegna niðurskurðar aflaheimilda. 

og það taka gildi um næstu mánaðarmót og munu skipverjar sem að flestir eru frá Hornafirði fá pláss 

á öðrum skipum útgerðarinnar eftir þvi sem kostur er  Skinney / þinganes er eigandi Þóris Sf 77

                       2731 Þórir SF 77 kemur til hafnar i Þorlákshöfn i vor mynd þorgeir Baldursson 2022

24.09.2022 21:19

Brim kaupir Sólborg RE og veiðiheimildir

                                                  3013 Sólborg RE 27 mynd þorgeir Baldursson 2022

Brim hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir.

Í Brims til Kauphallarinnar kemur fram að verðmæti eigna RE 27 séu 88.5 milljónir evra, eða sem nemur 12,4 milljörðum króna.

Skuldir RE 27 hjá viðskiptabanka nema 81.5 milljónum evra og mun Brim yfirtaka þær. Kaupverð félagsins er því 7 milljónir evra, eða rúmur milljarður króna, sem verða greiddar við frágang viðskipta og eftir að búið er að uppfylla hefðbundna fyrirvara. Fram kemur að verðmæti kvóta í viðskiptunum miðist við markaðsverð í dag og óháð mat skipasala á Sólborgu RE.

Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) er stærsti hluthafi Brims með 43.97% hlut. Eigandi ÚR er Guðmundur Kristjánsson sem er jafnframt forstjóri Brims.

„Markmið þessara viðskipta er að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði. Þá eykur félagið getu sína til veiða á Norðurslóðum,“ segir í tilkynningunni.

Aflahlutdeild Brims upp í 11,82%

Keyptar veiðiheimildir á Íslandsmiðum eru 5.84% aflahlutdeild í loðnu, 3.39% í makríl, 11.42% í gulllaxi og 16.86% af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi. og því eykur viðbótarkvótinn í makríl og gulllaxi aflaheimildir Brims úr 11.56% af heildarþorskígildistonnum í 11.82%. Ekki er komin úthlutun í loðnu fyrir þetta fiskveiðiár og þar af leiðandi er loðnan 0 þorskígildi í dag.

Aflahlutdeild Brims fer úr 11,56% í 11,82% af heildarþorskígildistonnum við viðskiptin. Tekið er þó fram að aflaheimildir í loðnu séu ekki komnar til úthlutunar á þessu ári og heimildir til þorskveiða í Barentshafi eru ekki taldar með í heildaraflaheimildum

Á síðasta ári fóru heildaraflaheimildir Brims í 14.19% við mikla úthlutun á loðnukvóta, þá var ígildisstuðullinn 0,36 í loðnu en er fyrir þetta fiskveiðiár 0,11..

„Á undanförnum árum hefur Brim fjárfest í auknum aflaheimildum m.a. með kaupum á félögunum Ögurvík í Reykjavik og Kambi í Hafnarfirði og hafa þau viðskipti bætt afkomu félagsins til muna og aukið arðsemi rekstrarins.“

24.09.2022 10:22

Arnar Hu 1 með 300 milljónir

Frysti­tog­ar­inn Arn­ar HU-1 kom til hafn­ar á Sauðár­króki í dag með um tíu þúsund kassa að verðmæti 100 millj­óna króna. Áður hafði skipið milli­landað í Reykja­vík og er því heild­ar­verðmæti afl­ans í túrn­um um 300 millj­óri króna.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef FISK sea­food sem ger­ir Arn­ar út.

„Við fór­um út kvöldið 19. ág­úst og veiðiferðin var 32 dag­ar. Við byrjuðum á Vest­fjarðamiðum fyrstu vik­una, héld­um svo suður á Skerja­dýpi og enduðum svo fyr­ir vest­an. Veiðar hafa gengið vel og vinnsla líka. Milli­landað var úr skip­inu í Reykja­vík 5. sept­em­ber 14.000 köss­um, núna verður landað rúm­um 10.000 köss­um. Veðrið hef­ur verið með besta móti,“ seg­ir Guðjón Guðjóns­son, skip­stjóri Arn­ars, um túr­inn í færsl­unni.

                      

                                  2265 Arnar Hu 1 á veiðum mynd þorgeir Baldursson 2021

24.09.2022 09:38

Guðmundur i Nesi RE 13

                       2626 Guðmundur i Nesi Re 13 mynd þorgeir Baldurssson sept 2022

       Skipstjórarnir Heiðar Gunnarssson  og Stefán Sigurðsson á Sjávarútvegssýningunni mynd Þorgeir Baldursson 

24.09.2022 04:05

Hvalur 9 á Útleið eftir löndun

 

                                               399 Hvalur 9 á útleið úr Hvalfirði 22 sepember 2022

       Jónas Ágústssonframkvæmdastjóri Eltak og Kristjan Loftsson framkvæmdastjóri Hvals Hf mynd þorgeir 

 

Fimm langreyðar voru veidd­ar í vik­unni og þeim landað í Hval­f­irði. Ein­stak­lega gott veður í sept­em­ber hef­ur skapað góð veiðiskil­yrði og hafa verið veidd­ar 139 langreyðar á hval­veiðivertíðinni. Í byrj­un sept­em­ber­mánaðar höfðu aðeins verið veidd­ar um 100.

„Það sem er sér­stakt að þessu sinni er það að eft­ir­lits­menn Fiski­stofu hafa verið um borð í hval­veiðiskip­um í öll­um veiðiferðum frá 24. ág­úst og sinnt eft­ir­liti fyr­ir hönd Mat­væla­stofn­un­ar með öll­um veidd­um langreyðum frá þeim tíma. Fram að 24. ág­úst voru eft­ir­lits­menn um borð í veiðiferðum og fylgd­ust með veiðum á um 15% dýra sem höfðu veiðst fram að því,“ seg­ir Elín B. Ragn­ars­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits hjá Fiski­stofu.

Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu.

Elín B. Ragn­as­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits Fiski­stofu. mbl.is/Á?rni Sæ­berg

Spurð hvort ein­hverj­ar at­huga­semd­ir hafi verið gerðar við fram­kvæmd veiðanna af hálfu stofn­un­ar­inn­ar svar­ar hún: „Úrvinnsla þess eft­ir­lits sem nú er stundað er að stærst­um hluta á hönd­um Mat­væla­stofn­un­ar þar sem dýra­vel­ferðar­mál falla und­ir þeirra verksvið. Sam­an­tekt vegna eft­ir­lits Fiski­stofu er í vinnslu og ekki tíma­bært að birta þær en sjálfsagt að birta sam­an­tekt eft­ir að vertíð er lokið.“

Hval­veiðum lýk­ur yf­ir­leitt und­ir lok septemebr en það ræðst fyrst og fremst af veðri.

heimild mbl.is 

23.09.2022 23:55

Áhöfn Stefnis ÍS sagt upp

Útgerð skipsins hætt vegna kvótasamdráttar

Áhöfn Stefnis ÍS hefur verið sagt upp. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

 

Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. hefur sagt upp áhöfn Stefnis ÍS upp frá og með áramótum. Alls er 13 manns í áhöfn skipsins.

Í frétt frá HG segir að leitast verði við að útvega þeim sem missa vinnuna störf á öðrum skipum félagsins eins og kostur er.

Ástæða uppsagnanna er sú að ákveðið hefur verið að hætta útgerð Stefnis.

„Úthlutað aflamar í þorski hefur dregist saman um 23% á síðustu tveimur fiskveiðiárum og dragast aflaheimildir HG hf. saman um 1.200 tonn við það.

Einnig hefur orðið verulega skerðing í úhlutuðu aflamarki í gullkarfa, sem hefur verið mikilvæg tegund í útgerð Stefnis.

Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að hætta útgerð Stefnis. Með þeirri aðgerð mun rekstrargrundvöllur annarra skipa félagsins styrkjast,“ segir í frétt HG.

Stefnir ÍS 28 var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1976 fyrir Flateyringa og bar fyrst nafnið Gyllir ÍS 261.

Skipið var keypt til Ísafjarðar í ársbyrjun 1993 og hefur verið gert út frá Ísafirði í nær 30 ár og hefur útgerð skipsins gengið vel.

23.09.2022 22:51

Gullver Ns i Hafnarfirði

                                   1661 Gullver Ns 12 við bryggju i Hafnarfirði 22 sept mynd þorgeir Baldursson

 Gullver til Hafnarfjarðar þar sem viðhaldi á skipinu verður sinnt. Grétar Örn Sigfinnsson, útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar,

segir að reiknað sé með að unnið verði að viðhaldinu í góðar þrjár vikur.

Aðalvél skipsins verður tekin upp, kælikerfi í lestum endurnýjað að hluta og fleiri verkefni eru á dagskrá.

Gera má ráð fyrir að Gullver haldi á ný til veiða i fjórðu vikunni i september.

  Steinþór Hálfdánarsson og Þórhallur Jónsson skipstjórar Gullvers á Sjávarútvegssýningunni mynd þorgeir Baldursson 

23.09.2022 22:35

Grænlenskt Rannsóknarskip i Hafnarfirði

                    Tarajoq i  Hafnarfirði Grænlenskt Rannsóknarskip mynd þorger Baldursson 22 sept 

                                Tarajoq i  Hafnarfirði Grænlenskt Rannsóknarskip mynd þorger Baldursson 22 sept 

                              Tarajoq i  Hafnarfirði Grænlenskt Rannsóknarskip mynd þorger Baldursson 22 sept 

Where is the ship?

Fishery Research Vessel TARAJOQ is currently located at NOATL - North Atlantic at position 65° 52' 18.0" N, 030° 30' 54.0" W as reported by MarineTraffic Terrestrial Automatic Identification System on 2022-09-23 18:11 UTC (4 hours, 34 minutes ago)

The wind in this area at that time blows from Southwest direction at force 5 Beaufort.

 

What kind of ship is this?

TARAJOQ (IMO: 9881225) is a Fishery Research Vessel that was built in 2021 (1 year ago) and is sailing under the flag of Greenland.

It’s carrying capacity is 1080 t DWT and her current draught is reported to be 7.8 meters. Her length overall (LOA) is 61.4 meters and her width is 16.3 meters.

Vessel Information

General

IMO: 9881225

Name: TARAJOQ

Vessel Type - Generic: Other

Vessel Type - Detailed: Fishery Research Vessel

Status: Active

MMSI: 331983000

Call Sign: OYLD

Flag: Greenland [GL]

Gross Tonnage: 2896

Summer DWT: 1080 t

Length Overall x Breadth Extreme: 61.4 x 16.3 m

Year Built: 2021

 

19.09.2022 22:46

Stefán Viðar kveður Cuxhaven

     

                                                        Cuxhaven Nc 100 mynd þorgeir Baldursson 

Stefán Viðar Þórisson, skipstjóri á Cuxhaven, segir alltaf gaman að .

Stefán Viðar Þórisson, skipstjóri á Cuxhaven, segir alltaf gaman að halda á sjó en að það sé einnig gaman að sjá Ísland rísa úr sjó á heimleiðinni. Ljósmynd/Samherji

Stefán Viðar Þóris­son hef­ur lokið sín­um síðasta túr sem skip­stjóri á Cuxhaven NC-100. Hann er með 16 ára skip­stjórn­ar­reynslu að baki, þar af fimm á Cuxhaven. Stefán Viðar er þó hvergi hætt­ur, enda ung­ur maður­inn, og fær­ir sig yfir á frysti­tog­ar­ann Snæ­fell EA-310 sem sam­herji ger­ir út.

Cuxhaven er gert út af þýsku dótt­ur­fé­lagi Sam­herja, Deutsche Fischfang Uni­on, og landaði 670 tonn­um í Hafnar­f­irði í vik­unni eft­ir fimm­tíu sól­ar­hringa túr.

„Þessi síðasta veiðiferð á Cuxhaven gekk vel í alla staði, þótt veiðin hafi verið frek­ar dræm í rest­ina. Við vor­um í græn­lenskri lög­sögu, norðan við Dohrn­banka. Cuxhaven er frá­bært skip í alla staði og áhöfn­in er traust og góð, val­inn maður í hverju rúmi,“ seg­ir Stefán Viðar í færslu á vef Sam­herja.

„Ég fæ núna smá fríi, þar sem Pálmi verður skip­stjóri á Snæ­fell­inu og svo tek ég vænt­an­lega næsta túr. Mér líst vel á skipið og all­an aðbúnað um borð, þar sem topp­karl­ar eru í hverju plássi,“ seg­ir hann.

Bald­vin Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Deutsche Fis­hfang Uni­on, kvaddi Stefán Viðar í Hafn­ar­fjarðar­höfn og færði hon­um blóm­vönd í til­efni þess­ara tíma­móta. En Stefán Viðar kveðst kveðja Cuxhaven með söknuði en hlakka jafn­framt til að taka við nýj­um verk­efn­um á Íslandi.

Mik­il um­svif eru á hafn­ar­bakk­an­um þegar jafn stór skip og Cuxhaven koma til hafn­ar, út­skýr­ir hann. „Lönd­un­ar­gengi sjá um lönd­un og flutn­inga­fyr­ir­tæki þurfa að vera til­bú­in svo að segja strax og lagst er að bryggju. Oft­ar en ekki er óskað eft­ir þjón­ustu ým­issa fyr­ir­tækja vegna end­ur­bóta og viðhalds, það er því mikið um að vera þegar skip­in eru í landi. Þannig var þetta í Hafn­ar­fjarðar­höfn í vik­unni og þannig verður þetta þegar Snæ­fell kem­ur til lönd­un­ar í framtíðinni,“ seg­ir Stefán Viðar.

Cuxhaven við Grænland

                                                                                        Cuxhaven við Græn­land Ljós­mynd/?Sam­herji

Baldvin Þorsteinsson og Stefán Viðar um borð í Cuxhaven NC .

Bald­vin Þor­steins­son og Stefán Viðar um borð í Cuxhaven NC er sá síðast­nefndi lauk sín­um síðasta túr sem skip­stjóri á skip­inu. Ljós­mynd/?Sam­herji

Eins og fyrr seg­ir á Stefán Viðar, sem er 42 ára, nokk­urn fer­il að baki og út­skrifaðist frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík með skip­stjórn­ar­rétt­indi vorið 2001. Á náms­ár­un­um var hann há­seti á Víði EA, en 2004 lá leiðin til Deutsche Fischfang Uni­on, Evr­ópu­út­gerðar Sam­herja. Fyrst sem stýri­maður á frysti­tog­ar­an­um Kiel NC og þar á eft­ir Wies­ba­den GDY, sem er syst­ur­skip Kiel.

Aðeins 26 ára gam­all varð Stefán Viðar skip­stjóri á Wies­ba­den og hef­ur hann síðan stýrt ýms­um skip­um Deutsche Fischfang Uni­on. Til þess að geta stýrt er­lend­um tog­ur­um aflaði Stefán Viðar sér skip­stjórn­ar­rétt­inda í Bretlandi og Þýskalandi, auk þeirra ís­lensku.

Cuxhaven vakti mikla at­hygli á sín­um tíma enda skipið vel búið á all­an hátt, bæði hvað varðar vél­búnað, vinnslu og aðbúnað áhafn­ar. Þótt Snæ­fellið sé eldra skip er það afar vel búið, þannig að í mín­um huga rík­ir bara til­hlökk­un vegna þessa næsta verk­efn­is hjá Sam­herja. Ég á því láni að fagna að eig­end­urn­ir hafa treyst mér fyr­ir stór­um verk­efn­um og fyr­ir það er ég þakk­lát­ur. Þetta hef­ur verið far­sælt sam­band, traust á báða bóga,“ seg­ir Stefán Viðar í færsl­unni.

„Ég hef náð að skoða Snæ­fellið ágæt­lega og líst vel á þær breyt­ing­ar sem gerðar hafa verið á skip­inu á und­an­förn­um mánuðum. Þótt ég hafi verið í mín­um síðasta túr á stóru og öfl­ugi skipi, get­um við líka sagt að ég fari senn í minn fyrsta túr á stóru og öfl­ugu skipi og slík­ar breyt­ing­ar eru bara hressi­leg­ar. En fyrst er samt sem áður að halda heim til Reyðarfjarðar.“

 

Stefán var m.a. skipstjóri á Kiel NC.

                             Stefán var m.a. skip­stjóri á Kiel NC. Ljós­mynd/?Sam­herji

Skipstjórarnir Stefán Viðar og Pálmi Hjörleifsson um borð í Snæfelli

   skip­stjór­arn­ir Stefán Viðar og Pálmi Hjör­leifs­son um borð í Snæ­felli Ljós­mynd/?Sam­herji

Snæfell EA

Snæ­fell EA Ljós­mynd/?Sam­herji

17.09.2022 12:35

Birtingur Nk 124

                                                                   1293 Birtingur Nk 124 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

08.09.2022 16:18

Björgunaræfing um borð í Ljósafelli

08. 09. 2022

Björgunaræfingar eru haldnar með reglubundnum hætti um borð í skipum Loðnuvinnslunnar. Ein slík var haldin í dag þegar Ljósafellið lagði úr höfn eftir hádegið þar sem áhöfnin skaut upp neyðarblisum. Áður en æfingin hófst var lögreglu og slökkvilið var gert viðvart.

Forvarnir og fræðsla um borð í skipum fer að stórum hluta fram í gegnum nýliðafræðslu sem skipstjórnendur sinna og einnig á reglulegum björgunaræfingum en það er hluti skylduverkefna áhafna. Kröfur um tíðni æfinga á fiskiskipum 15 m. eða lengri er einu sinni í mánuði samkvæmt reglugerð um öryggi fiskiskipa. Tilgangurinn með þeim er að undirbúa áhöfnina hvernig bregðast eigi við ef neyðarástand skapast.

Á síðasta ári var Hoffellið samtals stopp í 40 daga, en þar voru framkvæmdar 11 æfingar. Ljósafellið stoppaði tvisvar og þá samanlagt í 5-6 vikur, þar voru framkvæmdar 11 æfingar og uppfylla skipin því þær kröfur sem gerðar eru. Heimasiða Loðnuvinnslunnar 

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Arnfríður Eide

07.09.2022 23:45

Norröna á Seyðisfirði

                              Norröna  á Seyðisfirði i dag 7 sepember 2022 mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3572
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 994993
Samtals gestir: 48568
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:07:43
www.mbl.is