Færslur: 2024 Mars

13.03.2024 08:04

2250 Hafnsögubátuinn Sleipnir

                     2250 Hafnsögubáturinn Sleipnir og danska varðskipið  Hvideborn mynd þorgeir Baldursson 

13.03.2024 07:59

Petra ÓF 88

                                           2668 Petra ÓF 88 Kemur til hafnar á Dalvik mynd þorgeir Baldursson 2024

12.03.2024 22:00

svifrik á drottningarbraut

                                          Svifriksmengun á Drottningarbraut i vikunni mynd þorgeir Baldursson 

Nú: Lítið0.00 µg/m3

Í gær: Lítið10.38 µg/m3

Loftgæði merkingar

12.03.2024 21:32

Óvenju mörg erlend skip hjá Slippnum Akureyri

Óvenju mörg erlend skip hjá Slippnum Akureyri

Slippurinn Akureyri hefur m.a. unnið að stálviðgerðum og málun á .

Slippurinn Akureyri hefur m.a. unnið að stálviðgerðum og málun á millidekki á Kanadíska frystitogaranum Saputi. Er þetta eitt af þremur skipum sem félagið þjónustar um þessar mundir. mbl.is/Þorgeir

Af vef 200 milna 

Það hef­ur verið mikið um að vera hjá Slippn­um Ak­ur­eyri und­an­farið og verður áfram næstu daga og vik­ur. Eru nú þrjú er­lend skip í viðhalds­verk­efn­um hjá fyr­ir­tæk­inu, frysti­tog­ari og línu­skip frá Kan­ada ásamt græn­lensk­ur frysti­tog­ari. Á næstu dög­um bæt­ist fjórða skipið við.

Verk­efn­astaðan er afar já­kvæð seg­ir Bjarni Pét­urs­son, sviðsstjóri skipaþjón­ustu Slipps­ins, á vef fé­lags­ins. Bend­ir hann þó á að það sé held­ur óvenju­legt á þess­um árs­tíma að hafa þenn­an verk­efna­fjölda.

„Kanadíska línu­skipið Kiwiuq I hef­ur verið hjá okk­ur í nokk­urs kon­ar vetr­ar­geymslu en með vor­inu mun­um við ljúka nokkr­um viðhalds­verk­efn­um um borð. Síðan erum við komn­ir á fullt í verk­efn­um í Saputi sem er frysti­tog­ari af stærri gerðinni frá Kan­ada. Þar eru stór­verk­efni; stálviðgerðir, viðgerðir á spil­um, mál­un á milli­dekki, viðgerð á tog­blökk­um, viðgerð á stýri og heil­mál­un, svo nokkuð sé nefnt. Þetta er mjög skemmti­legt og viðamikið verk­efni fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Bjarni.

Auk Kiwiuq I og Saputi hef­ur verið sinnt fjöl­breyttu viðhaldi á græn­lenska frysti­tog­ar­an­um Ang­unn­gu­aq II, bæði inn­an skips og á ytra byrði.

Línuskipið Kiwiuq I hefur verið í einskonar vetrargeymslu hjá Slippnum .

Línu­skipið Kiwiuq I hef­ur verið í einskon­ar vetr­ar­geymslu hjá Slippn­um Ak­ur­eyri. mbl.is/Þ?or­geir

                                                   Ang­unn­gu­aq II mynd Þorgeir Baldursson 2024

„Það er mik­il sam­keppni á þessu þjón­ustu­sviði í Norður-Evr­ópu en fyr­ir út­gerðir í t.d. Kan­ada og á Græn­landi, líkt og er í þess­um til­fell­um, þá mun­ar tals­vert um að þurfa ekki að sigla lengra en til Íslands til að sækja þjón­ust­una. Þetta er góður markaður fyr­ir okk­ur til að sækja á yfir vetr­ar­mánuðina þegar ís­lensk­ar út­gerðir vilja síður vera með sín skip í slippþjón­ustu. Þess vegna falla er­lendu verk­efn­in sér í lagi vel að okk­ar starf­semi á þess­um árs­tíma og eru okk­ur mik­ils virði,“ seg­ir Bjarni.

Eiga von á norskri tví­bytnu

Að meðaltali tek­ur um fjór­ar til sex vik­ur að sinna viðhaldi þessa er­lendu skipa, en með vor­inu fjölg­ar þjón­ustu­verk­efn­um fyr­ir ís­lensk­ar út­gerðir. Áður en að því kem­ur mun þó koma fjórða er­lenda skipið og er það norskt skip sem þjón­ust­ar fisk­eldi á Vest­fjörðum.

„Þetta er tví­bytna sem við höf­um áður fengið til okk­ar í minni viðgerðir og sú reynsla sem eig­end­ur skips­ins höfðu af okk­ar þjón­ustu þá gerði að verk­um að þeir völdu að leita beint til okk­ar í stóru viðhaldi frek­ar en að sigla skip­inu til Nor­egs. Sem er auðvitað mik­il viður­kenn­ing fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Bjarni en ætl­un­in er að skipta um tvær aðal­vél­ar skips­ins, gera við sex skrúf­ur og fleira.

„Þetta er sömu­leiðis stórt verk­efni fyr­ir okk­ur og ánægju­legt fyr­ir okk­ur að þjón­usta vax­andi fisk­eldi á Íslandi með þess­um hætti,“ seg­ir Bjarni.

12.03.2024 19:25

Drónaflug á Eyjafirði i hvalaskoðun

Stutt skemmtiferð með drónann i dag að leita að hnúfubak á Eyjafirði það voru tveir við Svalbarðseyri 

en ekki vildu þér sýna sig meðan ég var þarna að minnska kosti ekki þannig að þeir næðust á mynd 

þannig að ég myndaði bara Hólmasól og whales EA 200 

                                           2922 Hólmasól  mynd þorgeir Baldursson 12 mars 2024

                                                            500 Whales Ea 200 mynd þorgeir Baldursson 12 mars 2024

11.03.2024 07:09

Opið í 26 daga af 29 í febrúar - um 24.000 gestir

                                     Við Strýtuskálann um siðustu helgi mynd Þórgnýr Dýrfjörð

AF Akureyri.net 

Aðstæður til útiveru og skíðaiðkunar í Hlíðarfjalli voru með allra besta móti í febrúar. Skíðasvæðið var opið 26 daga af 29 með nægum snjó og veðrið oft og tíðum með allra besta móti. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

„Aðsóknin er búin að vera frábær enda hafa aðstæður boðið upp á það. Hingað komu í kringum 17.000 manns í vetrarfríum grunnskóla og hér voru færeyskir hópar tvær helgar,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins.. Við höfum að auki fengið skólahópa alls staðar af landinu og að öllu samanlögðu voru gestir í Hlíðarfjalli rúmlega 24.000 manns í febrúar sem er með því betra sem þekkist.“

Opið lengur

Skíðasvæðið er nú opið klukkutíma lengur tvo daga í viku en tíðkast hefur. Á laugardögum er opið kl. 10.00 - 17.00 á og kl. 13.00 - 19.00 á fimmtudögum. Sjá nánar hér.

Nokkur snjóbráð hefur verið í hlýindum síðustu daga en þó er ennþá nægur snjór í Fjallinu og kaldari dagar fram undan. „Páskahretið bregst aldrei og mun án efa færa okkur ríkulega nýja sendingu af góðum snjó,“ segir Brynjar Helgi.

Framundan eru páskarnir í lok mánaðarins og má búast við að þá liggi straumurinn norður til að fara í Fjallið og njóta tónleika og annarra viðburða á Akureyri.

10.03.2024 22:00

Kaldbakur

 

                              Kaldbakur myndir er tekin frá Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

                                   Reiðhöllinn og Kaldbakur mynd þorgeir Baldursson 10 mars 2024

10.03.2024 20:34

Gönguferð á stignum við Drottningarbraut

                  veðurbliða á Akureyri i dag og margir úti að ganga mynd þorgeir Baldursson 10 mars 

                 og sumir að hjóla enda göngustigurinn við leirunesti mikið notaður mynd þorgeir Baldursson 

10.03.2024 10:48

Akureyri og Innbærinn

                                                     Akureyri i dag 10 mars 2024mynd þorgeir Baldursson 

                                                   Innbærinn mynd þorgeir Baldursson 10 mars 2024

 

                                              Búðagil  i Innbænum á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

 

09.03.2024 23:06

7505 Alda EA 42

                                           7505 Alda EA 42  á útleið úr bótinni mynd þorgeir Baldursson 

09.03.2024 08:19

Hvalaskoðun á Eyjafirði talsverð aukning milli ára

                        1487 Máni Ea er hérna i hvalaskoðun á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

                                                        Whales EA 200 mynd þorgeir Baldursson 

                                 Hvalaskoðunnarbátar á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

Góður gangur hefur verið i aðsókn i hvalaskoðunarferðir i Eyjafirði að sögn forsvarsmanna fyrirtækjanna og eru dæmi þess að 

þurft hafi verið að fara nokkar ferðir á dag en yfirleitt er vertiðin að komast i gang um miðjan April en nú ber svo við að sést 

hafa hnúfubakar og ýmiss smáhveli hér allveg inná pollinn svo að það er varla búið að kúpla saman þegar komið er að dýrunum 

sem að eru mjög spök og kippa sér ekki mikið við þessa umferð mannfólksins 

09.03.2024 06:51

Hafrafell SU mokfiskar

                     Sandfell SU og Hafrafell su koma til hafnar á Stöðvarfirði mynd þorgeir Baldursson 

 

Óhætt er að segja að vetr­ar­vertíðin hafi farið vel af stað en ís­lensku fiski­skip­in lönduðu tæp­lega 42 þúsund tonn­um af þorski í janú­ar og fe­brú­ar.

Stórþorsk­ur virðist vera á öll­um miðum og skipt­ir engu hvort um er að ræða aust­an- eða vest­an­lands.

Var greint frá því í byrj­un fe­brú­ar að áhöfn­in á línu­bátn­um Vig­ur SF, sem gerður er út frá Hörnafirði, hafi lík­lega sett met í afla úr einni lögn þegar náðust 48 tonn á 18 þúsund króka.

Vig­ur SF landaði um 307 tonn­um af þorski á fyrstu tveim­ur mánuðum árs­insSá króka­afla­marks­bát­ur sem landaði mest­um þorskafla á fyrstu tveim­ur mánuðum árs­ins

var Hafra­fell SU sem Loðnu­vinnsl­an á Fá­skrúðsfirði ger­ir út og var bát­ur­inn með 474 tonn af þorksi sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu.

Á eft­ir fylg­ir ann­ar bát­ur sömu út­gerðar, Sand­fell SU með 473 tonn.

Á eft­ir fylg­ir Stakk­ham­ar SH með 409 tonn, Tryggvi Eðvarðs SH nmep 397 tonn af þorski og svo Ein­ar Guðna­son ÍS með 393 tonn.

09.03.2024 00:35

Skipstjóri neitaði áhöfn um áfallahjálp

                         Wilson Skaw og Wilson Odra við bryggju i Krossanesi mynd þorgeir Baldursson 2023 

Skip­stjóri norska flutn­inga­skips­ins Wil­sons Skaw neitaði áhöfn skips­ins um áfalla­hjálp eft­ir að skipið strandaði í Húna­flóa í apríl í fyrra.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa um strandið.

Wil­son Skaw strandaði við Enn­is­höfða á Húna­flóa 18. apríl á síðasta ári. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólma­vík­ur.

Í sam­ræmi við valda­skipt­ingu

Í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa kem­ur fram að áhöfn­in hafi óskað eft­ir áfalla­hjálp eft­ir að náðist að losa skipið.

Skip­stjóri skips­ins hafi neitað bón áhafn­ar­inn­ar.

Þetta hafi verið í sam­ræmi við valda­skipt­ingu inn­an áhafn­ar­inn­ar. Í viðtöl­um við skip­verj­ana hafi komið fram að áhöfn­in myndi ekki leggja í efa ákv­arðanir skip­stjór­ans. 

Skip­stjór­inn treysti ekki heima­mönn­um

Skip­stjór­inn hafði 28 ára starfs­reynslu en stýri­maður hafði verið stýri­maður í tvö ár.

Tveim­ur dög­um áður en skipið sigldi í strand lagði stýri­maður­inn til sigl­ing­ar­leið sem lá norðar en sú sem skipið fór á end­an­um.

Skip­stjór­inn tók ákvörðun um að sigla þá leið sem varð fyr­ir val­inu þrátt fyr­ir upp­ástungu stýri­manns. Þess­ari ákvörðun skip­stjóra var ekki mót­mælt af áhöfn­inni. 

Tekið er fram í skýrsl­unni að skip­stjór­inn hafi ekki treyst upp­lýs­ing­um heima­manna um sigl­inga­leiðina, held­ur að vildi hann styðjast við ra­f­ræn kort sem hann hafði í hönd­un­um.

09.03.2024 00:24

Gæslan sótti tvo slasaða vélsleðamenn

                              TF EIR Lendir við Sjúkrahúsið á Akureyri i kvöld mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2024

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-EIR sótti tvo slasaða vélsleðamenn í einu og sömu ferðinni síðdeg­is í dag.

Vélsleðamenn­irn­ir tveir voru þó ekki á sama stað þegar slys­in áttu sér stað.

Fyrst var þyrl­an kölluð út vegna manns sem hafði slasast á vélsleða á Þöngla­bakka í  Þor­geirs­firði sem er á milli Eyja­fjarðar og Skjálf­anda­flóa.

Að sögn Ásgeirs Er­lends­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar, voru björg­un­ar­sveit­ir upp­haf­lega kallaðar út en sök­um þess hve erfitt

var að kom­ast að mann­in­um óskaði lög­regla eft­ir aðstoð þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. 

Þegar þyrl­an var á norður­leið barst önn­ur til­kynn­ing vegna slasaðs vélsleðamanns á Hjalteyri.

Hann var sótt­ur þegar búið var að ná í mann­inn í Þor­geirs­firði. Báðir menn voru flutt­ir á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri. 

                         TF Eir á lendingarpallinum við sjúkrahúsið á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 8 mars 2024

07.03.2024 09:04

2212 Snæfell EA 310 i Krossanesi

                       2212 Snæfell EA 310 Ex Guðbjörg Is 46 mynd þorgeir Baldursson 6 mars 2024

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is