Flokkur: skipamyndir

24.09.2007 00:03

Frosti Þh 229

Frosti Þh 229 kom inn til löndunnar á Akureyri i lok siðustu viku og var þessi mynd tekin  þegar skipverjar voru að skola trollið i firðinum i bakgrunni má sjá fjallið Kaldbak og þangað er boðið uppá ferðir með snjótroðara á veturnar á toppinn og er útsýnið allveg meiriháttar

22.09.2007 20:27

Carpe Diem Hf 32 (ex Álsey Ve 2)

Enn eitt skipið hefur verið selt úr landi Álsey Ve 2  sem að var i eigu Isfélags Vestmannaeyja  hefur verið selt til dótturfyrirtækis Nýsir sem að heitir Faenus og hefur skipið fengið nafnið Carpe Diem hf 32

19.09.2007 16:44

Björgvin EA 311

Björgvin  EA 311 kom til löndunnar á Dalvik i morgun og er þetta fyrsta löndun skipsins eftir slipp aflinn var 360 ker og uppistaðan var þorskur túrinn tók 5 sólahringa

19.08.2007 21:03

KIEL NC 105 Mokfiskar við Grænland

Fiskaði kvótann á tíu dögum við Grænland.
 
Skip moka nú upp vænum þorski við austur Grænland. Togari frá þýsku útgerðarfélagi í eigu Samherja kemur til Hafnarfjarðar í fyrramálið með metafla, 700 tonn af frystum flökum.

Fram kemur í fréttum á ruv.is að íslendingar eigi engan kvóta við austur Grænland en sjómenn segja að þar hafi verið mikil og góð þorskveiði undanfarin 2 ár. Skip frá Evrópusambandinu hafa nú í fyrsta sinn í langan tíma fengið kvóta við Grænland og hafa komist í mokveiði. Þýski togarinn Kiel, sem er óbeint í eigu Samherja, hefur undanfarið veitt þorsk við austur Grænland. Skipstjórinn Brynjólfur Oddsson er eini Íslendingurinn um borð en áhöfnin er þýsk. Á 10 dögum veiddist þar allur þorskkvóti skipsins sem gerði um 700 tonn af frystum flökum.

Brynjólfur skipstjóri segir að þetta sé orðinn besti túr sem um getur á skipinu, fyrir heildaraflann fáist á bilinu 400 til 450 miljónir. Í raun hafi þeir ekki haft undan að frysta aflann, í besta halinu hafi þeir fengið 30 tonn á 15 mínútum.

Góð þorskveiði við austur Grænland vekur athygli þegar dregið er úr þorskveiði hér við land, segir Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja.
heimild www.123.is/skipamyndir  mynd þorgeir baldursson

18.08.2007 12:32

SURPRISE HU 19

SURPRISE HU 19 Á SIGLINGU Á EYJAFIRÐI I GÆRKVELDI ÞETTA ER SVOLITIÐ SÉRSTAKT NAFN Á SKIPI OG HEFUR ÝMSUM ATHUGASEMDUM VERIÐ SKOTIÐ Á SKIPSTJÓRNARMENN VEGNA ÞESSA

09.08.2007 13:17

Alrún is 103

Báturinn Arún ÍS-103 sökk við flotbryggjuna á Suðureyri í morgun. Arún er 5,5 brúttótonna færeyskur handfærabátur frá árinu 1990. Leki kom að bátnum og reynt var að dæla upp úr honum án árangurs og því fór sem fór. Nú liggur báturinn á botninum og bíður þess að vera komið á þurrt. heimild  BB .IS MYND ÞORGEIR BALD 2007

05.08.2007 14:14

MARIA JÚLIA BA 36

Rakst á þetta gamla varðskip okkar islendinga i höfn á BONUNGARVIK fyrir skemmstu og nú er spurt hvað vita menn um sögu þessa skips góðir fræðimenn og hvað er ætlunin að gera við það  

04.08.2007 12:26

ISBORG IS 250

Set hérna inn mynd no 2 úr BYGGÐA SAFNINU Á ISAFIRÐI  myndin er af Isborgu is 250 OG ÞÆTTI MÉR GAMAN AÐ EINHVER MYNDI SEGJA SÖGU HENNAR OG HVAÐ UM HANA VARÐ

03.08.2007 00:49

ODRA NC 110 (EX BALDVIN ÞORSTEINSSON EA 10

Baldvin Þorsteinsson ea 10  hefur sem kunnugt er verið seldur til dótturfyrirtækis Samherja h/f i þýskalandi og hefur fengið nafnið ODRA NC 110og er skipið skráð i Cuxhaven og var það tekið niður úr slippnum á akureyri i gærkveldi og mun skipið sigla frá akureyri innan fárradaga

30.07.2007 15:55

Uppsetning á STK kerfi

Það var mikið um að vera á flateyri i siðustu viku þegar starfsmenn Pólsins á isafirði voru að setja upp svokallað STK kerfi sem að er sjálvirkt tilkynningaskyldu kerfi og er nú búið að setja það i alla Bobbybáta hvildarkletts á Flateyri

29.07.2007 14:49

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR IS 267

Það er gaman að koma á byggðasafnið á Isafirði og mart að sjá það sem að vakti sérstaka áhuga minn voru bátalikön af vestfirskum bátum sem að eru lista vel gerð og læt hér fyrstu myndina birtast og  er hún af Guðrúnu Jónsdóttur is 267 og væntanlega munu fleiri fylgja i kjölfarið

10.07.2007 00:56

Helga Maria AK 16

Frystitogarinn Helga Maria Ak 16 var að toga við hliðina á Kaldbak Ea i vikunni og þá var þessi mynd tekin

26.06.2007 01:03

Góð veiði á halanum

ÞOKKALEG VEIÐI HEFUR VERIÐ Á VESTFJARÐAMIÐUM SIÐUSTU DAGA

23.05.2007 22:01

NÝR BÁTUR TIL FLATEYRAR

Nýr bátur hefur verið keyptur til Flateyrar .Garðar IS 22 sem að er  Vikingur 800 og hét áður, Kristbjörg EA 225 útgerðarmaður er Sigurður Garðarsson ,og verður báturinn gerður út á linu .Hann er væntanlegur til heimahafnar á Flateyri i kvöld eða i fyrramálið                                     

22.05.2007 23:27

Birtingur NK 119 ex (guðmundur ólafur óf 91 )

 
Tog og nótaskipið Guðmundur Óf 91 hefur fengið nýtt nafn BIRTINGUR  NK 119 og er nú alfarið i eigu Sildarvinslunnar i Neskaupsstað. Hérna er hann með  nótina á siðunni á vetrarvertið 2001

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1047
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 3437
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 1019513
Samtals gestir: 49950
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:54:15
www.mbl.is