Færslur: 2008 September23.09.2008 19:30Mörg ljón í veginumFerð Tjaldanes GK 525 undir skipstjórn Magnúsar Daníelssonar í brotjárn til Danmerkur þar sem hann dregur með sér Hannes Andrésson SH 747 og sagt var frá hér á síðunni fyrir skemmstu hefur verið þyrnum stráð ef svo má að orði koma, alla vega hafa mörg ljón verið í veginum. Fyrst var að búið var að hirða ýmis siglingatæki s.s. radarinn úr Tjaldanesinu og því þurfti að fá viðkomandi búnað úr öðrum skipum og þá skipum sem búið var að afskrá. Einnig var Tjaldanesið tekið upp í Njarðvíkurslipp og olíu dælt úr Gerði ÞH 110 sem þar stendur, til að nota í ferðina út. Eftir að skipin voru loksins ferðbúin tók við miklar brælur og svo var loksins farið að stað nú í vikunni og þá brotnuðu festingar á Hannesi Andréssyni þannig að leita þurfti inn til Sandgerðis til að gera við það og eitthvað meira. Vonandi komast skipin þó klakklaust á áfangastað fyrr en síðar og málshátturinn fall er fararheill gangi upp. Á síðu Gísla Reynissonar má sjá þegar skipin koma inn til Sandgerðis, en hér sjáum við þegar Tjaldanesið var komið upp í slipp til að fá oliuna úr Gerði ÞH. Mynd Emil Páll Skrifað af Emil Páli 23.09.2008 18:01Tenor á uppboðiSlippurinn á Akureyri hefur krafist uppboðs á togaranum Tenor sem legið hefur í nokkur ár þar nyðra og hefur uppboðið þegar verið auglýst. Tenor við slippbryggjuna á Akureyri, mynd Þorgeir Baldursson Skrifað af Emil Páli 23.09.2008 14:18Hornbankimyndir þorgeir Baldursson 2008 Hérna að ofan má sjá tvö stór og öflug frystiskip sem að mættust á veiðislóð á Hornbanka i gærdag annasvegar Brimnes RE 27 og hinnsvegar Vigri RE 71 en á slóðinni voru ca 25 skip þegar mest lét og voru sumir að fá góðan afla allt uppi 25 tonn og var uppistaðan ufsi annas blandað þorskur og talsvert af ýsu set hérna inn AIS STAÐSETNINGU skipanna Skrifað af Þorgeir 22.09.2008 22:58Professor MolchanovByggður í Turku í Finnlandi 1982 og breytt úr þjónustuskipi í farþegaskip 1990. Skrifað af Emil Páli og Óskari Franz 22.09.2008 20:32Norski togarinn PeroTogari þessi er hefur smíðanr. 373 hjá Brooke Marine Ltd í Lowestofl á árinu 1971. Fyrsta nafn hans var Ranger Cadmas, 1973 var nafnið Arab, 1983 Pero og sama ár Ny-Pero, 1995 Olympic Prawn og 2001 var það Kappin VA 386 frá Miðvagi í Færeyjum. Norski togarinn Pero, mynd úr safni Péturs Sigurgeirs Sigurðssonar Skrifað af Emil Páli og Óskari Franz 21.09.2008 23:13Dagfari ÞH 701037. Dagfari ÞH 70, mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar Skrifað af Emil Páli 21.09.2008 23:01Sæberg SU 9252. Sæberg SU 9. mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar Skrifað af Emil Páli 21.09.2008 22:06Dala-Rafn VE 5081379. Dala-Rafn VE 508, mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar Skrifað af Emil Páli 21.09.2008 08:48Varðskipin Þór og ÓðinnHér sjáum við gömlu góðu varðskipin okkar, Þór næstur og bak við hann er Óðinn. Mynd þessa tók Emil Páll 1983 Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 526 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991947 Samtals gestir: 48545 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is