Færslur: 2008 Nóvember

04.11.2008 20:25

Óþekkt skipsflak

Þó ég, Emil Páll hafi tekið þessa mynd, man ég ekki hvar hún var tekin, en hallast helst að því að það hafi verið á Snæfellsnesi og þá jafnvel 1975. Af hvaða báti flakið er, man ég ekki heldur.

                  Algjörlega óþekkt, en sjá fyrir ofan myndina © mynd Emil Páll

04.11.2008 18:20

Lida Nýr Bátur frá Trefjum


                                              ©MYND TREFJAR 2008
Bátsmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Hammerfest í Finnmerkurfylki í Noregi. Kaupandi bátsins er Jan Asbjørn Edvardsen. Báturinn hefur hlotið nafnið Lida. Hann mælist 15 brúttótonn og er af gerðinni Cleopatra 36 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12 650hp tengd ZF325IV-niðurfærslugír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Búnaður til línuveiða er frá Beiti ehf. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

 Rými er fyrir 11stk 660 lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og sturtuklefi. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

 Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í byrjun nóvember.Heimild Skip.is

04.11.2008 12:29

Hafbjörg SH 37

Þessi bátur var tekinn af skrá sem ónýtur í febrúar 1975. Hann rak á land við Kvíós í Grundarfirði og var þessi mynd tekin um haustið það ár. Þekkt fjall við Grundarfjörð er í baksýn.

                               Hafbjörg SH 37 © mynd Emil Páll 1975

04.11.2008 11:04

Árfari SH 482


                             27. Árfari SH 482 í fjörunni á Rifi © mynd Tryggvi Sig.

04.11.2008 11:00

Í þá daga


                  Kristbjörg VE og Elliði GK í Njarðvíkurhöfn © mynd Tryggvi Sig.

04.11.2008 01:56

Terry Fox

                                        ©Terry Fox Mynd Þorgeir Baldursson 2000
 MYNDIN AF ISBRJÓTNUM TERRY FOX VAR TEKIN VIÐ STRÖND NÝFUNDALANDS ÁRIÐ 2000
ÞEGAR ÉG VAR SKIPVERJI Á RÆKJUFRYSTISKIPI SEM AÐ VAR Á VEIÐU Á FLÆMSKA HATTINUM OG NÚ SPYR ÉG HVAÐ ER VITAÐ UM ÞETTA SKIP

04.11.2008 00:19

Sæbjörg VE 50

Þessi hét áður Sigrún og sökk út af Vík í Mýrdal 1963.

                                     Sæbjörg VE 50 © mynd Tryggvi Sig.

04.11.2008 00:07

Einir SU 250


                                          Einir SU 250 © mynd úr safni Tryggva Sig.

04.11.2008 00:04

Súlan EA 300


                            Súlan EA 300 © mynd úr safni Tryggva Sig.

03.11.2008 20:34

Sólrún ÍS 1


                                      1679. Sólrún ÍS 1 © mynd Emil Páll
Bátur þessi hefur smíðanr. 6 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. 1984, en skrokkurinn var smíðaður í Tomfjord í Noregi og hefur síðan borið nöfnin Kofri ÍS 41, Öngull RE 250 og á pappírunum Öngull SH eitthvað, meðan verið var að ganga frá sölu hans til Danmerkur í des. 1987, en síðan þá er ekkert vitað um skipið, nema það var selt til Thyboron í Danmörku. Þegar skipið var í sinni síðustu veiðiferð fyrir Frosta hf., áður en afhenda átti það til nýrra eiganda á rifi varð það alelda á svipstundu 4. feb. 1996, 100 sm. N af Skaga og dró b/v Bessi ÍS bátinn til Ísafjarðar.

03.11.2008 09:57

Jón á Hofi ÁR 62


                                       Jón á Hofi ÁR 62 © mynd Emil Páll

03.11.2008 09:54

Jökull VE 15


                                             Jökull VE 15 © mynd Valur Stefánsson

03.11.2008 09:49

Seley SU 10


                                         Seley SU 10 © mynd Tryggvi Sig.

02.11.2008 23:13

Bátabruninn o.fl. fréttir úr Hafnarfirði

Einn af föstum lesendum síðunnar sendi okkur í kvöld eftirfarandi fréttir frá Hafnarfirði.

Annars vegar var það vaðandi fréttaflutninginn um að "eldri bátar" hefðu brunnið í kvöld við Bátasmiðju Guðmundar, eins og Mogginn orðar það. Þetta voru  annars vegar stóri hraðfiskibáturinn sem hefur staðið fullsteyptur en annars ófrágenginn utan við húsið um hríð, og hins vegar dálítið minni "snekkjuskrokkur" við hlið hans. Talinn er enginn vafi á íkveikju enda kviknar ekki í tómum plastbátsskrokk í rigningu af sjálfu sér.
 
Svo er annað - þeir hafa ekki enn komið Guðrúnu Björgu (76) úr landi. Hún liggur enn við hafnarendann hjá stóru flotkvínni, en brotajárnshaugurinn sem var við hlið hennar er horfinn. Líklega er búið að fullferma hana drasli og aðeins beðið hentugrar ferðar.

02.11.2008 22:53

Víðir EA í kvótahoppi í Álasundi í Noregi

Tryggur lesandi síðunnar í Noregi  og lesandi spjallsins sem skipaspekingarnir hafs sín á milli. Rakst nýlega á  Víðir EA í Álasundi í Noregi og undraðist hvað hann var að gera þar, en sá síðan hér á síðunni að hann hafði verið seldur í kvótahopp og færi síðan í pottinn fræga. Tók hann eftirfarandi myndir af gamla jálknum.  Stóra spurning er hvort þetta sé síðasta höfnin sem hann komi til fyrir niðurifshöfn. - Síðan er það spurning hvor þið lesendur síðunnar þekkið önnur skip sem einnig sjást á myndunum.




                    Víðir EA 910 í Álasundi í Noregi © myndir styrimadur@hotmail.com

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is