Færslur: 2008 Nóvember

27.11.2008 18:41

Olíuskipið Clam

Jón Páll sendi okkur eftirfarandi texta og mynd í tilefni af getrauninni hér fyrir neðan, sem reyndist mönnum mjög auðveld. 
Þessi mynd var á netinnu af Clam. Það strandaði 28. febrúar 1950, og drukknuðu 27 skipverjar í tveimur björgunarbátum sem sjósettir voru í óþökk yfirmanna.
Nokkur lík rak á land viku seinna og voru óþekkjanleg. Var tæknideild rannsóknarlögreglunnar beðin aðstoðar, en til voru fingraför af allri áhöfninni í Bretlandi og voru tekinn fingraför af líknum og þektust 5 skipverjar af því. Þetta var í fyrsta skipti sem aðstoð við slíka rannsókn er framkvæmd hérlendis. Bretar heiðruðu Axel Helgason fyrir ómetanlegt starf við þessa rannsókn.
Ef þú ferð inn á Íslensku leitarvélina og situr inn Olíuskipið Clam færðu þessa síðu.

           Olíuskipið Clam á strandstað á Reykjanesi © mynd úr safni Jóns Páls

27.11.2008 15:33

Vitið þið hvað hér er á ferðinni?



       Hvað vitið þið um þetta skip og þennan atburð? © myndir úr safni Þorsteins Péturssonar

27.11.2008 13:40

Hvað vitið þið um þennan?


                         Hvaða skip var þetta? Hvar strandaði hann? Hver urðu örlög hans?

                                   © myndir úr safni Tryggva Sig.

27.11.2008 13:34

Lagarfoss VE og Hersteinn VE


  Hér sjáum við brunarústir þeirra Lagarfoss VE 292 (t.v.) og Hersteins VE 40 © myndir Tryggvi Sig.

27.11.2008 08:07

Guðrún Björg sökk í nótt - Gréta SI heldur áfram til Afríku

Síðastliðinn föstudag fóru Guðrún Björg HF 125  og Gréta SI 71 ex Margrét EA loksins af stað frá Hafnarfirði og var förinni heitið með Guðrúnu Björg til Danmerkur í brotajárn, en Gréta á að halda áfram til sérstakra verkefni á Afríku. En í nótt gerðist það að Guðrún Björg, sökk skammt austur af Aberdeen. Enginn var um borð í skipinu þegar það sökk og áhöfninni á Grétu varð ekki heldur meint af.

                 1484. Margrét EA 710, nú Gréta SI 71 © mynd Þorgeir Baldursson

                   76. Guðrún Björg HF 125 © mynd Þorgeir Baldursson

            Skipin skömmu fyrir brottför frá Hafnarfirði © mynd Emil Páll

27.11.2008 00:13

Myndasyrpa af strandi Jóns Baldvinssonar RE 208

Hér birtist myndasyrpa frá strandi togarans Jóns Baldvinssonar undir Keflavíkurbjargi á Reykjanesi 31. mars 1955 og fram yfir afdrif togarans. En myndirnar sendi Þorsteinn Pétursson á Akureyri okkur til birtingar. Jón Baldvinsson RE 208 var tæplega fjögurra ára þegar hann lauk ferli sínum þarna. Hann var smíðaður í Aberdeen í Skotlandi 1951 og hafði smíðanr. 826 hjá Hall Russel  & co Ltd. Togari þessi var 7. togarinn í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og kom nýr til Reykjavíkur 25. júní 1951. Nafn hans var í höfuð Jóns heitins Baldvinssonar, fyrrum alþingismanns og forseta Alþýðusambands Íslands. Eftir að togarinn strandaði keyptu bræðurnir Guðni og Guðmundur Ingimundarsynir í Garði skipið á strandstað og björguðu úr honum öllu nýtanlegu áður en hann brotnaði á strandstað. Togarinn fór á hvolf 13. apríl sama ár, engu að síður var haldið áfram fram í október að bjarga úr skipinu og lauk því starfi 19. október, er skrúfunni var bjargað við illan leik.






       Frá strandi b.v. Jóns Baldvinssonar RE 208 á Reykjanesi © myndir úr safni Þorsteins Péturssonar

26.11.2008 18:39

Þétt skipað í höfninni


                   Vestmannaeyjar © mynd úr safni Tryggva Sig.

26.11.2008 17:21

Haförn VE og öfugur endi

Hér sjáum við myndir af Haförni VE 21 en í glugganum er fallegasti skipstjórinn í flotanum bara vitlaus endi út í glugga það er ekki á hverjum degi sem ljósmyndara hlotnast sá heiður að fá svona flottar móttökur.
   892. Haförn VE 21 © mynd Tryggvi Sig. Á neðri myndinni er súmmað að stýrishúsinu og þá sést það sem skrifað er um hér fyrir ofan myndina.

           Hvað finnst ykkur um kveðju skipstjórans? © myndir Tryggvi Sig.

26.11.2008 00:24

Þrír breskir gamlir síðutogarar




                               © myndir úr safni Þorsteins Péturssonar

26.11.2008 00:16

Hrönn KE 56


                               1601. Hrönn KE 56 © mynd Emil Páll

26.11.2008 00:12

Sleipnir KE 112


                                     560. Sleipnir KE 112 © mynd Guðmundur Falk

26.11.2008 00:08

Víðir KE 101


                                         913. Víðir KE 101 © mynd Emil Páll

25.11.2008 16:23

Akraborg


                                 Akraborg © mynd úr safni Tryggva Sig.

25.11.2008 16:19

Arnar


                                 Arnar HU © mynd Tryggvi Sig.

25.11.2008 00:13

Á netum með Gunnari Há



                                                       Biggi og Nonni

                               myndasmiðurinn sjálfur Jóhann Þórlindar

                                            © myndir Jóhann Þórlindsson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is